Vísir - 23.01.1979, Side 2

Vísir - 23.01.1979, Side 2
■ Slippstöðinni á Akureyri Telur þú að nægilega sé stutt við bakið á inn- lendri skipasmiði? Konráö Jóhannsson rafsuöu- maöur: Nei, þaö geri ég ekki. Þaö vantar meira lánsfé til þess aö viö getum veriö samkeppnisfærir viö erlendan skipaiönaö. Einnig þarf aö taka fyrir innflutning á nýjum skipum þvi viö getum smíöaö þau hér heima. Snorri Bergsson verkamaöur: Eg held aö þaö sé alveg rétt aö þaö þurfi aö gera meira fyrir skipa- smiöina, þaö byggja svo margir atvinnu sina á henni. Jakob Jóhannsson lagermaöur: Aldrei of mikiö gert fyrir innlend- an iönaö, hvorki fyrir skipasmiöi né annaö. Verkefnin eru nóg. Sveinbjörn Lund vélvirki: Nei, mér finnst þaö ekki. Þaö þarf aö styöja hann meira. Gunnar Sigsteinsson renni- smiöur:Mér finnst aö þaö eigi aö taka fyrir allan innflutning á nýj- um skipum. Þriöjudagur 23. janúar 1979 VÍSIR ,,Ég lagði netin á gamlársdag til þess að tengja árin saman. Ég er vanalega sá fyrsti sem fer og er að fiflast þetta einn á litilli trillu”, sagði Jósteinn Finnbogason trillukarl á Húsavik sem Visis- menn hittu á skrifstofu frystihússins á Húsavik á dögunum. „Annars er ég kallaður Skarfurinn og þekkist best undir þvi nafni”, sagði Jó- steinn, „og þið skulið kalla mig það”. Húsvikingar byrja fyrr en aörir landsmenn aö veiöa rauö- maga og grásleppu. Jósteinn verður sjötugur á þessu ári og er búinn aö vera á sjónum siðan áriö 1930 og sagðist ekki hafa I hyggju að leggja árar i bát. Bátsskelin hans heitir Hafdis ÞH 12 og sagöi hann aö sjórinn væri sitt lifibrauö, eftir grá- sleppuveiöarnar færi hann á handfæri. ,,Ég lagöi tvö net um áramót- in og tók þau upp eftir fjóra daga”, sagöi Jósteinn, ,,og fékk 42 rauömaga. Ég fer nú ekki lengra en bara rétt út undir Bakkahöföa”. Jósteinn sagöi aö þeir á Húsavik væru allt aö tveim mánuöum á undan öörum viö veiöar á rauömaga og sama gilti um grásleppuna, en þeir hættu lika fyrr. „1 fyrra veiddist ekki mikið. Þá var meiri ótiöin. Þetta fer lika allt eftir átunni. Gráslepp- Jósteinn i stýrishúsinu á Hafdisi albúinn að vitja um nctin. Visismynd GVA, an gekk þá ekki fyrr en viö átt- um aö hætta veiðinni”. Jósteinn sagöi aö rauömaginn væri tals- vert etinn á Húsavik en einnig seldu þeir hann saltaöan til Suö- urlands. Þegar Visir ræddi viö Jóstein var hann aö athuga um reikn- inginn sinn hjá Fiskiöjusamlag- inu. Hann hélt jafnvel að hann væri kominn I skuld og þaö væri ekki gott. En þegar til kom átti hann inni dálitla upphæö og var þaö strax skárra. A leiðinni niður að trillunni sagöi Jósteinn aö hann léti sig ekki vanta á böllin þó gamall væri og dansaöi alla nýju dans- ana af hjartans list. Hins vegar væri konan orðin dálitiö heilsu- litil og hún léti sér nægja gömlu dansana. —KS Visir spjallar við Jóstein Finnbogason grásleppukorl á Húsavík Draumsýnir í reikningsdœmum Ragnar Arnalds, mennta- málaráöherra, og sérlegur full- trúi Lúöviks Jósepssonar I rfkis- stjórninni, hefur skýrt I útvarpi nýja efnahagsstefnu Alþýöu- bandalagsins. Mátti heyra á mæli hans aö þar væri blindur maöur aö leita vegar i þoku, enda telur Alþýöubandalagiö engra sérstakra aögeröa þörf i efnahagsmálum, nógir pening- ar séu til, og gætir þessa sjónar- miös aö sjálfsögöu all-rækilega i væntanlegri skattheimtu. Engu aö siöur mun veröa fyrirhafnar- samt aö finna þessa peninga þegar aö innheimtunni kemur, en svo er háttaö gjaldmiöli vor- um, aö hann veröur ekki til viö þaö eitt aö Lúövik segi þaö. A tima febrúarlaga fyrri rikisstjórnar hélt verkalýösfor- ustan þvi fram, svona jafnhliöa þvi aö hún setti fram kröfuna um „samningana I gildi”, aö óþarfi væri fyrir verkafólk i frystihúsum og viöar aö vera aö hamast viö vinnuna, hún væri ekki svo vel borguö. Kannski hefur þetta sjónarmiö eitthvaö sagt til sfn innan þess fy rirbæris efnahagsútreiknings, sem kall- ast framleiöni. Menn voru feimnir viö aö andmæla viöhorf- um verkalýösforunstunnar, enda vill enginn veröa til aö boöa þrældóm á vinnustööum. Framleiönimálin hafa þvi legiö i láginni um sinn, þótt mörg dæmi séu þess aösukin vélvæö- ing skili ekki þeim afköstum hériendis sem hún gerir annars staöar. Þaö kann m.a. aö stafa af þvi aö viö séum enn ekki orö- in nógu vön iönaöi eöa þvi starfi aö mata vélar. Þaö kom fram hjá mennta- málaráöherra aö I efnahags- þoku Alþýöubandalagsins grillir i eitt meginúrræöi okkur til hagsbóta. Þaö er meiri fram- ieiöni. Hefur þá feimnismál okkar gamalt veriö dregiö fram aö nýju, en nú stefnir þaö á okk- ur úr öfugri átt. Þaö sem verka- lýösforustan taldi ósvinnu og auövaldsfrekju fyrir ári er oröiö aö efnahagslausn Alþýöubanda- lagsins I dag. Fyrir ári mátti ekki minnast á aukna fram- leiöni, t.d. I frystihúsum, vegna þess aö þá hét hún boöskapur þrælahaldara. Og þeir sem boö- uöu „þrældómsok” eöa aukna framleiöni voru einmitt helstu þolendur kosninganna. Svo auö- velt reyndist Alþýöubandalag- inu aö mála fjandann á vegginn I þessum efnum. Nú viröist Lúövik Jósepsson, sem reiknar sínar prósentur sjálfur, hafa verið helst tii fljót- ur aö gleyma, fyrst hann lætur sendisvein sinn I rikisstjórn boöa aö aukin framleiöni sé helsta lausn efnahagsvandans. Þetta hefur nú veriö vitaö langa hriö, en enginn þoraö aö oröa slikt af ótta viö sverar refsingar af hálfu verkalýösforustunnar. En Lúövlk bregöur ekki viö slika smámuni. *Verkalýösfor- ustan hefur þegar kyngt kjara- skeröingu, og hversvegna ætti hún ekki lika aö kyngja kröfu um aukin afköst, sem báru nafnið aukinn „þrældómur” fyrir kosningarnar I sumar. En kannski fer um þessa fra mleiöni-tillögu Alþýöu- bandalagsins eins og varnar- liösjeppann Cherokee, sem menntamálaráöherrann fékk lánaöan hjá „skransölunni” frægu, Söiunefnd varnarliös- eigna. Þetta var góöur jeppi og menntamálaráðherrann notaöi hann aö vild. En svo þurfti fé- lagsmálaráöherra aö bregöa sér af bæ i vetrarveöri, og menntamálaráöherrann lánaöi honum ,,skransölu”-jeppann. Félagsmálaráöherrann velti jeppanum I þessari ferö og fer ekki fleiri sögum af þvl farar- tæki. Nú eru líkur á þvl aö Alþýöu- flokkurinn llti á efnahagstillög- ur Aiþýöubandalagsins sem einskonar skrantillögur, og fer þá væntanlega um þær eins og um jeppann góöa. Þeim veröur velt á fjailvegum islenskra stjórnmála um þaö bil sem stór- hrfðin hefst upp úr 1. febrúar, þegar ,,þrældóms”-stefnu Al- þýöubandalagsins veröur sung- iö útfararversiö. Svarthöföi

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.