Vísir - 21.02.1979, Síða 5

Vísir - 21.02.1979, Síða 5
vism Miftvikudagur 21. febrúar 1979. Orkuspárnefnd: 5 Bygging nýja leikskólans er svo til lokiö en eftir aö ganga frá innréttingum. Vfsismynd: GVA Sparnaður í olíunotkun til aldamóta Orkuspárnefnd hefur látið frá sér fara drög að orku- spá fram til ársins 2000. Meginniðurstöður spárinnar eru þær að heildaroliunotkun muni vaxa um 5% fram til árs- ins 1980 en standa síðan að mestu i stað fram til alda- móta. Á þeim árum er talið að árseyðslan verði rúm 600.000 tonn. NÝR LEIKSKÓLI Á AKRANESI I vor veröur tekinn I notkun nýr leikskóli á Akranesi. 1 hon- um veröur rými fyrir 80 börn. Fyrir eru 74 rými á leikskól- um á Akranesi og 54 rými á dag- heimilum. Meö tilkomu nýja leikskólans veröur leikskólaþörfinni mikiö til fullnægt á Akranesi i bili. Aö vlsu eru um 100 börn á biölista en ekki er nákvæmlega vitaö hver þörfin er, þar sem margir þeirra, sem á skrá eru hafa enn ekki náö 2 ára aldri sem er lág- marksaldur. A dagheimilum eru 20-30 börn á biölista. Stefnt er aö þvi aö gera frek- ari könnun á þessum málum. —ATA í spánni er gert ráö fyrir þvi aö samgöngutæki muni nota vaxandi hluta af oliunni en önnur oliu- notkun s.s. til húsahitunar muni dragast saman. Þessi þróun gerist ekki sjálf- krafa, heldur byggist hún á sparnaöi i oliunotkun og kemur þar helst til: Innlendir orkugjaf- ar, jaröhiti og vatnsorka komi i staö oliu. Dregiö veröi úr vexti fiskiskipaflotans, vélarstærö og sókn flotans takmörkuö. Nýtni fiskimjölsverksmiöja bætt I átt til sparnaöar i oliunotkun. 1 spánni er gert ráö fyrir aö bif- reiöaeign landsmanna aukist um nærri helming fram til ársins 2000. Þó er gert ráö fyrir aö ben- sineyöslan aukist ekki I sama hlutfalli, þvi gert er ráö fyrir aö bílar veröi smám saman enn sparneytnari en þekkist núna. —SS— Nemendur i mennta- og fjölbrautaskólum: Vilja lœkkun á kosningaaldrí Meirihluti nemenda I mennta- og fjölbrautarskólum er fylgjandi lækkun á kosningaaldri aö þvi er kemur fram i skoöanakönnun sem nýlega var gerö á afstööu nemenda til þessa máls. Könnunin var framkvæmd I niu skólum og tóku yfir 3000 nem- endur af um 5000 i þessum skólum þátt i henni. 51% voru hlynntir lækkun kosningaaldurs en 37% voru á móti. 11% tóku ekki af- stööu. Ef einungis eru reiknaöir þeir sem tóku afstööu þá eru 58% hlynntir lækkun en 42% á móti. Þáö vekur athygli aö I tveimur skólum eru andstæöingar lækkunnar fjölmennari. Er þaö i M.R. og M.A. í slöarnefnda skólanum voru þannig ekki nema 32% þeirra sem spuröir voru fylgjandi lækkun kosningaaldurs. —HR FIB vill aö skattlagningarreglum á bensini veröi breytt svo aö hækkanir komi ekki eins hart niöur á neytendum. FÍB um bensínverðið: VERÐLAGNING VERÐI ENDURSKOÐUÐ „Vegna fyrirsjáan- legra hækkana á bensíni og dísilolíu vill stjórn FÍB benda á að verðlagning- arreglur þessara vöru- tegunda verði endur- skoðaðar nú þegar". Svo segir I frétt frá Félagi íslenskra bifreiða- eigenda nú fyrir skömmu. Er þar bent á að allar verðhækkanir lendi þyngra á neytendum en sem raunver ulegum hækkunum nemur. Sé það vegna þeirra skattlagn- ingarreglna semnúeruí gildi. Þá vill stjórn FÍB bjóða fram aðstoð sína við þessa endurskoðun enda sé það eðlilegt að hún sé höfð með i ráðum. —HR r ÞþER l PJONA ÞUSUNDUM! Gód reynsla þeirra fjölmörgu sem auglýsa reglulega í þjónustuauglýsingum Vísis er til vitnis um ágæti þeirra og áhrifamátt. Lfalmi oo > l^n. iíiiwiill Þllnus ðð æ— c igæsl Ef þú býður þjónustu af einhverju tagi er smáauglýsing í Vísi sterkasti vettvangurinn til viðskipta, þar eru þær lesnar af tugþúsundum og þjóna þúsundum. KÉSrK®86611 smáauglysingar

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.