Vísir - 21.02.1979, Síða 16
16
Miðvikudagur 21. febrúar 1979
VÍSIR
LÍF OG LIST LÍF OG LIST LÍF OG LIST LÍF OG LIST LÍF OG LIST LÍF OG LIST
Laugarásbíó: Sjö prósent lausnin ★ ★ ★
Láki og Simmi og
lausnirnar þeirra
7% lausnin — The Seven-Per-Cent Solution. Laugarás-
bió. Bandarisk. Argerö 1976. Aöalhlutverk: Nicol
Wiliiamson, Aian Arkin, Robert Duvall, Vanessa Red-
grave, Laurence Olivier. Handrit: Nicholas Meyer,
samkvæmt eigin skáldsögu. Leikstjóri: Herbert Ross.
Sherlock Holmes og
doktor John Watson, þok-
an I London Viktoriutim-
ans og þokan i þeim
sakamálum sem
tvimenningarnir greiddu
úr i hinum klassisku sög-
um Arthur Conan Doyle,
— allt hefur þetta dáleitt
dygga lesendur i marga
áratugi. Þegar Doyle var
sjálfur oröinn hundleiöur
á meistaraspæjaranum
og drap hann i einni
smásögunni reis lesenda-
hópurinn sárreiöur upp á
afturfæturna og heimtaði
að Holmes yröi vakinn
upp frá dauöum. Og
Doyle varö aö láta undan.
Meira aö segja eftir að
Doyle sjálfur var dauöur
gátu uppdópaöir Holmes-
neytendur ekki sætt sig
við aö söguhetjan væri
fyrir bi. Allra handa rit-
höfundar og kvikmynda-
geröarmenn hafa búið til
stælingar á sögum Conan
Doyles um hinn mikla
snilling, yrkja upp úr
þeim efniviöi sem fyrir er
i sögunum ný ævintýri,
nýjar útfærslur. Fyrir
nokkrum dögum var nýj-
asta útfærslan frumsýnd
vestra, — Murder By
Decree meö Christopher
Plummer i hlutverki
Holmes.
Þetta hefur gefist
misjafnlega. Sumt er
meir til gamans gert
(samanber Sherlock
Holmes’ Smarter Brother
sem Gene Wilder spaug-
aði meö i Nýja biói fyrir
tveimur árum). Annað er
tiltölulega alvarlega
meint, — eins konar lof-
gjöröir um þessa frægu
söguhetju (samanber
hina fallegu mynd Billy
Wilders The Private Life
of Sherlock Holmes sem
hér var sýnd fyrir áratug
eöa svo). Nicholas Meyer
reynir aö fara milliveg I
7% lausninni, — draga
fram kómiska þætti
söguefnisins en halda
viröingu fyrir þvl um
leiö. Þetta tekst furöan-
lega vel.
1 7% lausninni reynir
Meyer að kryfja dular-
fyllstu gátuna sem Doyle
bjó til i sögum sinum, —
Sherlock Holmes sjálfan.
Af hverju var hann for-
fallinn eiturlyfjaneyt-
andi? Af hverju var hann
haldinn tortryggni gagn-
vart konum? Af hverju
var hann meö prófessor
Moriarty á heilanum? Af
hverju uröu sakamál slik
ástrfða hjá hinum mikla
gáfumanni? Til þess aö
varpa ljósi á þetta fær
Meyer til liös viö Watson
engan annan en Sigmund
Freud. A meöan Freud
leysir gátuna um
Sherlock Holmes leysir
Holmes gátu sem varðar
einn af sjúklingum
Freuds I Vinarborg.
Meistari hinna sjáanlegu
en vandfundnu sönnunar-
gagna og meistari þeirra
sönnunargagna sem leyn-
ast i fylgsnum dulvitund-
arinnar leggja saman
krafta sina I skáldsögu
Meyers sem hér er kvik-
mynduö af Herbert Ross.
Þetta er út af fyrir sig
stórsnjöll forsenda og I
Alan Arkin og Vanessa Redgrave I Sjö prósent lausninni
heildina er útkoman meir
en viöunandi. Mér finnst
þó einhvern veginn aö
sjálft sakamálaplottiö I
þessari mynd hefði mátt
vera sterkara og I nánari
tengslum viö meginstef
hennar, sem er sú ráö-
gáta sem er merkilegri en
allar morögátur einar og
sér, þ.e. mannshugurinn
sjálfur, glima vitsmuna
og tilfinninga. Cr þessu
heföi Meyer getaö unniö
mun betur.
Þaö sem veldur þvl
ekki hvaö slst aö þessi
kvikmynd er ánægjuleg I
viökynningu er leikur
þeirra Nicol Williamson
(Holmes) og Alan Arkin
(Freud). Einkanlega
bregöur Williamson upp
minnisstæöri mynd af
innri spennu og gllmu
spæjarans. Hann býr til
manneskju úr þessari
fjarlægu sögupersónu.
Robert Duvall I hlutverki
Watsons á góöa og vonda
punkta. Þessi ágæti
ameriski karakterleikari
hefur komiö sér upp
kyndugum breskum
hreim sem oft kemur eins
og andskotinn úr sauðar-
leggnum.
Og Herbert Ross er
leikstjóri sem sjaldan
bregst. Hann er ekki
tiltakanlega frumlegur,
en hann er vandvirkur og
smekklegur og mörg
atriöi eru hér prýðilega
unnin (ekki sist martraö-
ir Holmes þegar hann á I
höggi viö eiturlyfjanautn-
ina og minnir um sumt á
samsvarandi glimu Gene
Hackmans I French
Connection II).
Fyrir þá sem eru búnir
aö fá sig fullsadda I bili af
blóö- og bossamyndum ér
notaleg upplifun aö veröa
vitni að tiltölulega vit-
rænni spennu og húmor I
kúltiveruðu kompanli
með Láka Hólm og
Simma Frojd og doktor
Jóni. Fyrir sllka kvik-
myndahúsgesti er Sjö
prósent lausnin milljón
prósent mynd.
Ellen Gunnarsdóttir og Eyjólfur Bjarnason I hlutverkum sínum í
kvikmyndinni Lilju.
LILJA Á NORÐ-
URLANDAMARKAÐ
Kvikmyndin Lilja, sem byggð er á samnef ndri sögu Halldórs Lax-
ness, hefur nú verið boðin til sýningar á Norðurlöndum, og fer
eintak af myndinni á milli norrænu sjónvarpsstöðvanna.
Norska sjónvarpiö tók
fyrst viö myndinni og hef-
ur þaö ákveöiö aö taka
Lilju til sýningar.
Leiklistardeild Norska
sjónvarpsins fékk mynd-
ina til umsagnar og segir
I áliti hennar: „Deildin
hefur skoöaö kvikmynd-
ina Lilju og er þaö sam-
dóma álit okkar aö hér sé
á ferðinni góö og fag-
mannlega unnin kvik-
mynd sem bæöi Laxness,
leikstjórinn og aörir aö-
standendur eiga allan
heiöur skiliö fyrir”.
Leikstjóri Lilju er
Hrafn Gunnlaugsson og
samdi hann handrit
myndarinnar I samvinnu
viö Snorra Þórisson kvik-
myndatökumann, sem
var myndatökumaður.
Texti myndarinnar hef-
ur nýlega veriö þýddur á
ensku og veröur myndin
nú kynnt á markaöi utan
Noröurlanda á vegum
Global Television
Services.
Lilja er 29 minútna löng
og tekin i lit I Reykjavlk
og nágrenni áriö 1977 og
78. Hljóöupptaka var I
höndum Jóns Þórs
Hannessonar en aöstoö-
arleikstjóri var Guöný
Halldórsdóttir. Framleiö-
andi myndarinnar er
N.N. s/f. Kvikmynda-
styrkur Menningarsjóös
var á slnum tlma veittur
til Lilju.
Smákóngaveldi
A vettvangi hljóövarpsins
hefur mest fariö fyrir
skoöanaskiptum um
hugsanlegan rckstar
næturútvarps siöustu vik-
urnar. Sitt sýnist hverj-
um en svo viröist sem út-
varpsráö sé „voigt” I
málinu. Ungir og áhuga-
samir menn hafa gert
ráöinu grein fyrir hug-
myndum sinum um
næturútvarp og tjáö sig
reiðubúna aö sjá um þaö.
Þetta er lofsvert framtak.
Vonandi veröur hægt aö
koma til móts viö svona
krafta og gefa einhverj-
um af gömlum útvarps-
lummum fri á meöan. Ég
er hins vegar ekki viss
um aö neitt réttiæti út-
varpssendingar aö nætur-
lagi. Maöur hlýtur aö
spyrja hver hlustun veröi
á nóttunni og hvaöa
auglýsendur telji sig ná
til væntanlegra viðskipta-
vina sinna á þeim tima
sólarhringsins.
I staö næturútvarps er
þaö min skoöun að hefja
beri útsendingar á
annarri útvarpsrás, t.d.
frá kl. 21.00 til 1 aö nóttu.
Dagskrá á rás 2 ætti aö
vera I léttum dúr, aö
efnisuppbyggingu til
svipuð þvl sem áhuga-
menn um næturútvarp
hafa gert tillögu um. Það
á llka aö leita samvinnu
Fjölmiðlun
;É|| * w 1 Markús örn An- tonsson skrifar
viö þá um rekstur rásar-
innar, gefa þeim tækifæri
til aö koma hugmyndum
sinum I framkvæmd og
veita aöaldagskrá út-
varpsins samkeppni.
Fréttaþáttur milli 21.30
og 22.00 félli vel inn I dag-
skrá rásar 2 en aö ööru
leyti ætti aö bjóöa upp á
léttara efni meö stuttum
fréttum og veöurlýsingu á
klukkutima fresti.
Þörf á nýju blóði
Forráöamenn útvarps-
ins ættu aö leggja alla
áherzlu á aö koma þessu I
kring og reyna þar meö
aö hressa upp á afkvæmi
sitt. útvarpiö er alltof
Ihaldssöm stofnun. Þar
eru smákóngar á hverj-
um gangi, I hverri deild.
Utanaðkomandi ábend-
ingum er tekið meö sem-
ingi. Viö sérhverja gagn-
rýni hlaupa sumir I fýlu.
Þetta er aö mestu lokaö
kerfi, þar sem persónuleg
viökvæmni og hagsmuna-
striö hinna heimarikustu
er alltof áberandi I alls
kyns uppákomum, sem
sizt eru liklegar tií álits-
auka eöa blómstrandi at-
hafnasemi stofnunarinn-
ar. Fyrir þetta mein
veröur ekki komizt meö
einni aögerö en smá
innspýting af vltaminum
og nýju blóöi gáeti komiö
góöu til leiöar og hugsan-
lega fleytt útvarpinu
skammlaust I gegnum
næstu hlustendakönnun.
LÍFOGLIST LÍFOG LIST LÍF OG LIST LÍF OG LIST LÍF OG LIST LÍF OG LIST