Vísir - 13.03.1979, Side 10

Vísir - 13.03.1979, Side 10
10 Utgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: Davið Guömundsson Ritstjórar: ólafur Ragnarsson Höröur Einarsson Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Ellas Snæland Jónsson. Fréttastjóri er- lendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaöamenn: Axel Ammendrup, Edda Andrésdóttir, Halldór Reynisson, Jónlna Michaelsdóttir, Jórunn Andreasdóttir, Katrln Pálsdóttir, Kjartan Stef ánsson, Oll Tynes, Sigurður Sigurðarson, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guðvinsson, Þor- valdur Friðriksson. Iþróttir: Gylf i Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmynd- ir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. Utlit og hönnun: Jón Öskar Haf- steinsson, Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson Auglýsingar og sxrifstofur: Askrift er kr . 3000 á mánuöi innan- Sföumúla 8. Simar 84611 og 82240. lands. Verö i lausasölu kr. 150 eintakið. Afgreiösla: Stakkholti 2-4 simi 84611. Ritstjórn: Siðumúla 14 slmi 86411 7 linur. Prentun Blaöaprent h/f Athyglisverð sparnaðarleið Stöðugar hækkanir á oliu — og bensíni hafa orðið til þess að menn beina mun meira en áður sjónum sínum að mögulegum sparnaði á þessum innfluttu orkugjöfum, sem kosta okkur stórfé í gjaldeyri. Þá hefur það vakið menn til umhugsunar um þessi mál, að opinberir aðilar hafa áætlað að kostnaður okkar vegna innfluttrar orku muni hækka um 20 þúsund milljónir á þessu ári miðað við síðasta ár. Olíunotkun fiskiskipastólsins er mjög stór liður í olíu- notkun okkar, og er hún áætluð um 10 þúsund milljónir á þessu ári. Hvert prósent, sem þar sparast, nemur því um 100 milljónum króna á ári. Það gefur því auga leið, að þörf er á að skoða sparnaðarleiðir útgerðarinnar mjög náið. Sérfræðingar Fiskifélags Islands hafa nýlega gert gagnmerka athugun á brennsluolíunotkun íslenskra fiskiskipa með tilliti til sparnaðarmöguleika og voru niðurstöður þeirra kynntar ítarlega í Vísi á dögunum. Við þessa ítarlegu athugun, sem stóð yfir í tvö ár, nutu f iskifélagsmenn samvinnu við eigendur og skipstjórnar- menn sjö nótaveiðiskipa og þriggja togara. I Ijós kom, aðolíueyðsla varð mun meiri en búast hefði mátt við, þegar hraði skipsins var aukinn verulega og er álitamál, hvort það sem vinnst með auknum ganghraða sésvo mikið, að það vegi upp á móti aukinni olíueyðslu. Eitt dæmi um þetta atriði sýndi, að við að auka gang- hraða nótaskips um einn hnút við vissar aðstæður, gat olíueyðslan aukist um hvorki meira né minna en 60%. Svo virðist sem olíunotkunin aukist í flestum tilvikum mun meira hlutfallslega en hraðinn, þegar komið er yf ir ákveðin hraðamörk. I skýrslu starfsmanna tæknideildar Fiskifélagsins er einnig birt athyglisvert dæmi um sparnað við siglingu ákveðins skuttogara, sem miðaðist við 250 sjómilna leið. Með því að sigla á 12,5 hnúta hraða í stað 14 hnúta hraða lengdist siglingafTminn úr 17,8 klukkustundum í 20 klukkustundir, en olíunotkunin varð 3800 lítrar í stað 5800 lítra. Af þessu og f jölmörgu öðru, sem f ram kemur í skýrsl- unni er Ijóst, að með aukinni hagkvæmni í nýtingu vélar- afls f iskiskipaf lotans er hægt að spara stórfé á hverri vertíð. Auk þess benda sérfræðingar Fiskifélagsins á ýmis atriði önnur, sem haft geta áhrif í átt til olíusparnaðar um borð í skipaflota okkar, sem lúta að hönnun skip- anna, rekstri þeirra og upphitun um borð. Fram til þessa hafa umræður um sparnað í sambandi við olíunotkun skipa að mestu leyti beinst að því að breyta vélum skipanna, þannig að hægt yrði að brenna svartolíu í stað venjulegrar brennsluolíu, en samkvæmt þeirri skýrslu tæknimanna Fiskifélags Islands, sem hér hef ur verið gerð að umtalsef ni, er greinilegt, að hægt er að draga verulega úr olíunotkuninni án þess að gera nokkrar breytingar á vélum skipanna, — einungis er þörf á að skipstjórnarmenn fylgist náið með nýtingar- hlutfalli olíunnar miðað við siglingarhraða og fái leið- beiningar um, hvaða hraði er hagkvæmastur fyrir skip þeirra. Ástæða er til að þakka Fiskifélagi fslands og forráða- mönnum þess það frumkvæði, sem þeir hafa sýnt með þessari yf irgripsmiklu könnun, og hvetja þá og aðra til þess að halda áfram á þessari braut. Það fer ekki á milli mála, að við getum dregið veru- lega úr útgjöldum okkar til olíukaupa, ef allir leggjast á eitt um að spara olíuna hvert sem notkunarsviðið er. Þribjudagur 13. mars 1979 VtSlR j Harry D. Train, yfirflotaforingi Atlantshafsherstjirnar NATO: i SOVÉSKI NORÐUR- i FLOTINN SÍFELLT ! SUNNAR OG SUNNAR Áhrifa flotaveldis Sovét- rikjanna gætir á öllum sviðum alþjóðlegra sam- skipta— stjórnmálalegum, ef nahagslegum, hug- myndafræðilegum og hernaðarlegum. Stóraukin umsvif flota þeirra eru al- varleg ógnun, sem stefnu- mótendur verða að taka mið af, og leiðir í dag athyglina að vandamálum, sem voru óþekkt og ófyrir- sjáanleg, þegar Atlants- hafsbandalagið var stofnað. Ari6 1949 höföu hernaöar- fræöingar NATO litlar áhyggjur af þvi aö halda opnum flutninga- leiöum yfir Atlantshafiö fyrir herafla til liösauka eöa nauösyn- leg hergögn. Þeir gátu einbeitt sér aö vörnum Evrópu á landi og i lofti. í dag hafa Sovetmenn byggt sér voldugan flota kafbáta her- skipa og flugvéla, sem geta ógnaö þessum flutningum, og knýr okkur þvi til þess aö huga vel að vörnum siglingaleiöa. Efling kafbáta- og flug- flota Sovétmanna Um þaö hefur veriö rækilega fjallaö, hvaö kafbátafloti Sovét- manna hefur vaxið aö fjölda og bardagahæfni. Hinu hefur veriö minni gaumur gefinn, hvaö flug- herinn hefur um leið veriö efldur. Er nú svo komiö, aö flugvélar flotans eru bæöi langfleygari og vopnaöar langdrægari flug- skeytum, svo aö þeim er mögu- legt aö styöja kafbátaaögerðir á siglingaleiöum langt fjarri Sovét- rikjunum. Flugþol ,,Backfire”-sprengju- þotunnar teygir þessa ógnun langt suöur i álana milli Græn- lands, Islands og Stóra-Bretlands og stofnar i hættu flutnipgum sjó- leiðina milli Noröur-Ameriku og Evrópu. Hvert aöildarrikja NATO hefur sitt sérstæöa fram- lag til sameiginlegra varna. Einn höfuöstyrkurinn af aöild Islands i bandalaginu er landfræöileg lega þess. Megindeildir sovéska flotans hafa bækistöövar sinar langt norður i Barentshafi, en hvort sem er á friöar- eöa striös- timum þurfa þær aö sigla suöur á bóginn til þess aö komast I Atlantshafiö. Island liggur einmitt á þeirri leiö. Auknar ferðir í námunda við island Feröir sovéskra kafbáta og flugvéla um tslandsála jukust mjög á árinu 1978 frá þvi sem áöur hefur veriö. Þaö er athyglisvert, að áriö 1978 fóru herþotur varnarliösins á tslandi I veg fyrir 135 sovéskar flugvélar, sem rofiö höföu flugvarnarsvæöi tslands. Þar til viöbótar sáust 70 sovéskar flugvélar á sveimi innan 300 sjómilna frá Islandi, eöa inni á flugumsjónarsvæöi Reykja- vikur. Er þaö nær tvöfalt meiri umferö en aö meöaltali siöustu fimm árin þar á undan. Þaö kom i ljós viö „Bear Fox- trot”-kafbátavarnaræfingarnar vestur af Skotlandi, aö allar flug- vélarnar, sem tóku þátt i þeim, lentu inni á flugvarnarsvæöi tslands, ýmist á leiö þeirra um álana, eöa á heimleiö til flota- stöövanna. Hvaö kafbátunum viökemur, hefur sést munur ár frá ári, hvaö sovésku kafbátarnir sækja sifellt sunnar og sunnar. Nauðsyn varúðaráætlana Þessi aukna umferö hlýtur aö hafa áhrif á áætlanagerö okkar varöandi liösaukaflutninga og hergagnaaödrætti. Ekki einungis NATO OG LAUSN LANDHELGISDEILNA 1 umræðuefninu Atlantshafs- bandalagiö og landhelgismáliö eru samfléttaöir tveir stærstu þættirnir i utanrikispólitik Islend- inga i sögu iýöveldisins siöasta aldarþriöjunginn. Þátttaka tslendinga i Atlants- hafsbandalaginu frá upphafi þess 1949 og útfærsla fiskveiðimark- anna allt út i 200 sjómílur á grundvelli landgrunnslaganna frá 1948 eru langstærstu mála- flokkarnir i samskiptum tslend- inga viö aörar þjóöir siöustu 30 árin. Bæöi hafa þessi mál valdið miklum deilum og átökum jafn- vel, þó hvort meö sinum hætti. Skiptar skoöanir hafa jafnan veriö meðal tslendinga um aöild- ina aö Atlantshafsbandalaginu, enda þótt inngangan i NATO hafi verið samþykkt f upphafi meö miklum meirihluta á Alþingi, meira en 2/3 hluta atkvæöa þar. Landhelgisdeilurnar komu til kasta NATO A hinn bóginn má segja, aö ein- hugur hafi jafnan rikt á Islandi um nauösyn á aukinni fiskvernd og óskoruöum yfirráöum íslend- inga yfir fiskimiöunum umhverf- is landiö, enda þótt stundum hafi veriö ágreiningur um leiðir að settu marki. En harðar deilur viö aðrar þjóöir hafa risiö við hverja útfærslu fiskveiöimarkanna allt frá þvi, aö fyrst var hafizt handa 1950 eftir uppsögn og gildisfell- ingu dansk-brezka samningsins um fiskveiðilandhelgi tslands frá 1901. Viðbrögðin hafa veriö harö- snúin og höfum viö jafnvel mátt þola viöskiptaþvinganir erlendis og endurtekna valdbeitingu Breta á tslandsmiöum. Bein tengsl við Atlantshafsbandalagiö komu þvi fljótlega upp, enda er þaö sú fjöl- þjóöastofnun, sem tslendingar eiga aöild að, þar sem raunhlft pólitisk samráö eiga sér staö, þar sem mest er vonin til aö ná megi samkomulagi um lausn erfiðra deilumála. Bretar og Vestur-Þjóöverjar, og þó öllufrekar þeir fyrmefndu, hafa verið höfuöandstæðingar okkar I landhelgismálinu, en þetta eru einmitt þær þjóöir, sem mestra hagsmuna hafa átt aö gæta, þvi aö þær hafa löngum veriö stórtækastar erlendra fisk- veiöiþjóöa viö tsland. Meðan aör- ar þjóöir létu mótmælin ein nægja, gripu þeir til gagnráöstaf- ana, Þjóöverjar þó einungis einu sinni undir lokin og þá i skamman tima á árinu 1975, er þeir stítu löndunarbann á tslendinga. Bret- ar aftur á móti hafa alltaf reynzt höfuöandstæöingar útfærslu is- lenzkrar fiskveiðilögsögu, allt frá þvi aö togaraeigendur og fisk- kaupmenn i brezkum hafnarbæj- um settu löndunarbann á islenzk- an fisk viö útfærsluna I 4 sjómilur 5. mai 1952. Hin þrjú þorskastrið Og þrjú eru þorskastriöin talin milli Breta og tslendinga. Hiö fyrsta eftir útfærsluna i 12 milur, er Bretar sendu flota sinn inn fyrir linu strax á fyrsta degi, 1. september 1958. Brezkir togarar stunduöu veiöar i 50 milna fisk- veiöilandhelginni sumariö 1973 undir herskipavernd og aftur var floti Bretadrottningar sendur á Islandsmið i nóvember 1975, þegar reglugerðin um 200 milurn- ar haföi tekið gildi. Þessar deilur, sem risu út af út- færslu fiskveiöimarkanna, voru siöan allar leystar meö tvihliöa samkomulagi. Fyrstvarþaö 1961, er deilan haföi staöiö i tvö og hálft ár, að samningar tókust viö Breta (og siðar einnig viö Þjóöverja) en viöræöur höföu hafizt, er for- sætisráöherrar landanna, ólafur Thors og Harold Macmillan, höföu hitzt á Keflavikurflugvelli i september þaö ár. Fékkst þar með viöurkenning fyrir 12 milna fiskveiöilandhelginni. Annaö þorskastriðiö eöa deilan um 50 milurnar frá 1972 leystist, eftir aö Ólafur Jóhannesson, forsætisráö- herra, hafði fariö til London til viöræöna viö Edward Heath, for- sætisráðherra Breta, og skömmu siöar, eöa 13. nóvember 1973, var samþykkt á Alþingi bráöabirgöa- samkomulagið, sem kallaö var, en þaö var gert til tveggja ára. Loks náöist samkomulag viö Breta og viöurkenning þeirra á 200 sjómilna fiskveiöilögsögunni með Oslóar-samkomulaginu svo- kallaöa, sem gert var 1. júni 1976, eftir aö utanrikisráöherrarnir tveir, Einar Agústsson og Anthony Crosiand, höföu tveim vikum áöur tekiö upp viöræður á ráöherrafundi Atlantshafsbanda- lagsins, en forsætisráðherra Geir Hallgrimsson tók siðar einnig þátt i þeim. Samkomulagsmöguleik- ar mestir innan NATO t öllum þessum deilum allt frá þvi fyrir útfærsluna i 12 sjómilur árið 1958 hefur Atlantshafsbanda- lagiö komiö mikiö viö sögu og að- ild tslands aö þvi skipt megin- máli, bæöi hvar form snertir og efnisatriði. Vilji menn á annaö borð foröast millirikjadeilur og jafna þær, ef upp risa, þá eru möguleikarnir mestir til, aö þaö megi veröa i Atlantshafebanda- laginu. Þar er ætlunin aö starfa saman ogkoma sér saman, þegar mikiö liggur viö, enda þótt deild- ar meiningar séu oft meö aðildar- rikjunum og mismunandi skoöan- ir iöulega settar fram. En átök milli tveggja NATO-rikja eins og þau,semurðu út af útfærslu fisk-

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.