Vísir - 13.03.1979, Page 16

Vísir - 13.03.1979, Page 16
16 Þriðjudagur 13. mars 1979 VÍSIR LÍFOGLIST LÍFOGUST LÍF OG LIST LÍF OG LIST LÍF OG LIST LÍF OG LIST HVAÐ FANNST ÞEIAI UM ÓPERUNA? íslenska óperan frumflutti á sunnudag- inn óperuna Pagliacci. Háskólabíó var þéttsetið á sýningunni og var henni mjög vel tekið. Næsta sýning á óperunni verður i kvöld. Hér að neðan getur að lita álit nokkurra áhorfenda á frumsýningunni. Guðrún Á Simonar: ,Alveg stórkostlegt' ..Mér fannst þetta alveg slorkostlegt miöaö við þær aöstæöur, sem þetta (ólk byr viö,” sagði Guörún A. Simonar, söngkona. ,.Það stóðu sig allir mjög vel. Halldór Vilhelmsson fannst mér koma á óvart. Hann var sérlga góður sem Tonio og Magnús Jónsson stóð sig vel eins og venju- lega. Ólöf K. Harðardóttir er eins og fædd Nedda frá öllum sjónarhornum og Friðbjörn G. Jónsson og Hákon Oddgeirsson skiluðu sinu vel lika. Og kórinn söng vel. Leikstjórn Þuriðar Páls- dóttur var með afbrigðum góð. Þetta var hennar frumraun á þessu sviöi, en hún þekkir þarna vel til. Ég skemmti mér mjög vel og fannst þetta góð byrjun. Það er bara synd að forráðamenn söngmála hér á landi skuli ekki hafa iagt meira hönd á plóginn. Ópera á rétt á sér hér alveg eins og annars staðar. Það hefur margoft sýnt sig.” —SJ Jón Þórarinsson: „Að mörgu leyti ágœt sýning" „Þetta var að mörgu leyti ágæt sýning og miklu betri en mátti búast viö, miöaö viö þær lélegu aö- stæöur, sem hópurinn á viö aö búa,” sagöi Jón Þórar- insson, deildarstjóri hjá Sjónvarpinu. Kristinn Hallsson: ,Kom ó óvart' „Mér fannst hún alveg ljómandi,” sagöi Kristinn Hallsson, söngvari. „Það kom mér mjög á óvart hve vel tókst til i jafn slæmu sönghúsi og Há- skólabió er. Eins kom mér á óvart hvað tókst að ná upp stemmningu við þessar aðstæður, sem eru vægast sagt hræðilegar. Sérstak- lega var eftirtektavert hvað hljómsveitin var hreint ágæt miðað við að meðlimir hennar eru allir amatörar. Þetta sýnir og sannar að það er hægt að gera ýmis- legt þegar fólk reynir að brjótast áfram og leggur mikið á sig, eins og þetta fólk gerði með þvi að æfa oft fram á nætur. Þetta sýnir lika að það er allt of litið gert fyrir söngvara miðað við aðrar stéttir listamanna, sem þó er sist of mikið gert fyrir” —SJ Gylfi Þ. Gislason: ,Vona að verði óframhald' „Mér fannst hún alveg ágæt,” sagöi dr. Gylfi Þ. Gislason. „Ég skemmti mér reglu- lega vel. Magnús og Ólöf voru mjög góð og mér kom á óvart hvað hljómsveitin var góð. Það er alveg makalaust að hægt skuli vera að ná saman góðri 45 manna hljómsveit með litl- um fyrirvara. Ég varð siður en svo fyrir vonbrigðum og vona bara að það verði áframhald á þessu.” —SJ MED GESTSAUGUM Teiknari: Kris Jackson Kirkjuvika ó Akureyri Kirkjuvika er haldin á Akureyri um þessar mundir og stendur hún fram til næstu helgi. Fjölbreytt dagskrá veröur alla þessa viku og mun Steingrimur Her- mannsson kirkjumála- ráðherra t.d. flytja ræðu kvöldsins á föstudag. Þá syngja sex kórar, spurn- ing dagsins verður tekin fyrir með málefnum ofar- lega á baugi og einnig verður boðið upp á kirkjukaffi á eftir dag- skrá kvöldsins. Þessar kirkjuvikur hafa verið haldnar annað hvert ár frá þvi 1959 og jafnan við góðar undir- tektir bæjarbúa. Að kirkjuvikunni nú standa þrjú félög innan safnaö- anna á Akureyri, kvenfé- lagið, bræðrafélagiö og æskulýðsfélagið. —HR Sýna Hart í bak Leiklúbbur Skaga- strandar frumsýndi i fé- lagsheimilinu Fellsborg um helgina leikritiö Hart I bak eftir Jökul Jakobs- son. A næstunni fer klúbburinn um nærsveitir meö leikritiö og byrjar um næstu helgi meö sýn- ingu á Hvammstanga. Þetta er fjórða leikritiö sem Leikklúbbur Skaga- strandar tekur til sýn- inga, en klúbburinn var stofnaður árið 1974. Fyrri verkefni Leikklúbbsins eru Tobacco Road, Allra meina bót og Skjald- hamrar. Aðsókn hefur verið mjög góð að þessum sýn- ingumrað sögn Ólafs Bernódussonar, for- manns klúbbsins hafa um 80% íbúa Skaga- strandar séð þær. Leik- klúbburinn þarf þvi ekki Hallbjörn Magnús að kvarta yfir áhugaleysi. Leikstjóri Hart i bak er Ragnheildur Steingrims- dóttir og i aðalhlutverk- um eru Hallbjörn Hjart- Birna Bjarnhildur arson Birna Blöndal, Magnús Jónsson og Bjarnhildur Sigurðar- dóttir. —SJ HMJ ÍSLEM3K/ CKCMAfXlB i ÖRGERp'iéW? IflRGERÐ IffllTÍ MVTTHEV 2SZ Inrfonríh‘7? I LÍFOGLIST LÍFOGLIST LÍF OG LIST LÍF OG LIST LIF OG LIST LÍF OG LIST

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.