Morgunblaðið - 04.02.2001, Page 4
4 B SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Ég hef einhvern tíma áð-ur í þessum skrifumvikið orði að því semekki alls fyrir löngu
hefði óhikað verið nefnt „trúar-
brögð frumstæðra þjóða“ eða jafnvel „frum-
stæð trúarbrögð“. Það sem ég á við er sú sýn
á heiminn og lífið og hlut mannsins í þessu
tvennu sem fram kemur í menningu frum-
byggja um víða veröld, til dæmis í Ameríku.
Eitt af því sem einkennir gjarnan slíka
menningu er virðing og jafnvel lotning fyrir
umhverfinu og náttúrunni. Þetta birtist með-
al annars í þeirri hugmynd að núlifendur erfi
ekki jörðina og geti því ekki ráðstafað henni
og gæðum hennar að vild og geðþótta líkt og
hverri annarri eign sinni. Geti ekki, með öðr-
um orðum, umgengist hana eins og hvert
annað verkfæri, sem unnt er að nýta sér til
framdráttar og hagræðis og henda svo þegar
það dugar ekki lengur.
Margbrotin og undursamleg lífsgæði okk-
ar Vesturlandabúa byggjast ekki á slíkum
hugmyndum, heldur einmitt á því að það sé
beinlínis hlutskipti mannsins að drottna yfir
umhverfi sínu og gera sér það hagstætt.
Þetta hlutskipti höfum við ekki aðeins sætt
okkur við heldur beinlínis tekið að okkur að
leika þetta hlutverk á jörðinni allri og farið
logandi kyndli framkvæmda og framfara um
allt sviðið, í þeirri notalegu fullvissu sem að-
eins hæfilegur skortur á fyrirhyggju og tak-
mörkuð skynsemi getur veitt.
En vissulega dylst engum lengur að í kjöl-
fari stórstígra og sannkallaðra framfara sem
veitt hafa æ fleiri mönnum tækifæri til að
njóta betra og lengra lífs hefur á eftir flotið
ýmislegt brak og mörg saklaus fórnarlömb.
Fórnarlömbin hafa flest horfið og gleymst
afar fljótt, enda ekki hluti af okk-
ar sögu og þar með ekki til nema
sem innskotssetningar og neðan-
málsgreinar í veraldarsögunni.
En um brakið gegnir öðru máli.
Eins og allir sjófarendur þekkja er brak á
floti viðsjárvert mjög og segja má að hið
vestræna framfarafley hafi fyrir einskæra
heppni ekki orðið fyrir verulegum skakka-
föllum af þessum sökum enn. Eyðing regn-
skóga, ónýt geislaspúandi kjarnorkuver og
geislavirkir öskuhaugar á hafsbotni hafa
ekki ennþá haft veruleg áhrif á ferðaáætlanir
okkar.
Þó er það svo, sem betur fer, að á meðalokkar er fólk sem sér að þörf er á aðendurskoða stefnuna, íhuga tilgang-
inn og kynna sér í þaula aukaverkanir með-
alsins.
Þetta fólk hefur á undanförnum árum vak-
ið aðra og þar á meðal valdamenn til vitundar
um það að vert sé að staldra við.
Liður í þessu er hugtakið „sjálfbær þróun“
sem komst endanlega inn í umræðuna eftir
ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um umhverfi
og þróun í Río de Janeiro 1992. Þarna urðu
sem sagt leiðtogar heimsins sammála um
framkvæmdaáætlun á þessu sviði, með því að
setja fram tuttugu og eitt stefnumið í plaggi
sem ber nafnið „Dagskrá 21“. Þau ríki sem
þátt tóku í ráðstefnunni samþykktu þetta
plagg og skuldbundu sig siðferðislega, en
ekki lagalega, til að framfylgja boðskap þess
heimafyrir.
Í Dagskrá 21 er lýst leiðum í átt að sjálf-
bærri þróun, eða áðgerðum „til að stuðla að
og viðhalda umhverfisgæðum um leið og
stefnt er að því að uppræta fátækt og van-
þekkingu í heiminum“, svo vitnað sé í texta
frá umhverfisráðuneytinu. Þar er líka að
finna þessa skilgreiningu: „Sjálfbært sam-
félag er samfélag þar sem höfuðstóll náttúr-
unnar helst óskertur.“
Ekki veit ég hve hátíðlega ríkisstjórnÍslands tekur siðferðislegar skuld-bindingar og enn síður hvernig að-
skiljanlegar áætlanir og áform um virkjanir
og stóriðju samræmast hugmyndinni um
sjálfbæra þróun.
En mér verður aftur hugsað til amerísku
frumbyggjanna sem fengu hugmyndina um
sjálfbæra þróun ekki aðeins í vöggugjöf,
heldur lifðu beinlínis í anda hennar, sann-
færðir um það, að ella hlytu þeir að tortíma
sjáfum sér. En það var auðvitað löngu áður
en framfaraskúturnar lögðu að landi með
farm sinn af hagnýtri þekkingu, sannfæringu
og atorku. Nú, þetta nokkur hundruð árum
síðar, er okkur loks ljós munurinn á visku og
þekkingu. Eftir er að sjá hvernig okkur
gengur að nýta þessa uppljómun.
Indíánarnir líta svo á að við höfum jörðina
að láni frá komandi kynslóðum. Hvað ætlum
við að segja þegar við skilum henni? „Hérna,
takk fyrir lánið. Það eru smá blettir og rispur
og sprungur og svona, en það sést ekkert
mikið. Það er það góða við reykinn.“
Takk fyrir lánið
Indíánarnir telja að við höfum jörðina að láni frá
næstu kynslóðum, segir Sveinbjörn I. Baldvinsson, og
spyr hvað við ætlum að segja þegar við skilum henni.
HUGSAÐ
UPPHÁTT
GRUNNSKÓLANEMENDUR
Fyrir samræmdu prófin í 10. bekk
Einnig flestar námsgreinar í framhaldsskólum
Íslenska - stærðfræði - enska - danska
Nemendaþjónustan sf. sími 557 9233
namsadstod.is
Námsaðstoð