Morgunblaðið - 04.02.2001, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 04.02.2001, Blaðsíða 9
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2001 B 9 Leikmannaskóli þjóðkirkjunnar L minnir á næstu námskeið Að lifa með fjölmiðlum. Umsjón: Sr. Bernharður Guðmundsson. Staður: Háskóli Íslands. Tími: 3 fimmtudagar 8/2, 15/2, 22/2 kl. 18-20 Trúarleg stef í kvikmyndum. Kennarar: Bjarni Randver Sigurvinsson og Þorkell Á. Óttarsson. Staður: Háskóli Íslands. Tími: 4 fimmtudagar 8/2, 15/2, 22/2, 1/3 kl. 20-22 Leyndardómur trúarinnar. Kennari: Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson. Staður: Háskóli Íslands. Tími: 4 mánudagar 12/2, 19/2, 26/2, 5/3 kl. 20-22 Hjálparstarf og kristniboð. Kennarar: Sr. Kjartan Jónsson og Jónas Þórisson Staður: Háskóli Íslands. Tími: 4 þriðjudagar 13/2, 20/2, 27/2, 6/3 Líf Krists og lærisveina hans. Kennari: Sr. Ólafur Jóhannsson. Staður: Háskóli Íslands. Tími 4 miðvikudagar 14/2, 21/2, 28/2, 7/2 kl. 20-22 Pantaðu bækling! Leikmannaskóli þjóðkirkjunnar Nánari upplýsingar eru veittar á: Fræðslu- og þjónustudeild kirkjunnar, Biskupsstofu, Laugavegi 31, 150 Reykjavík, sími 535 1500, bréfsími 551 3284 Netfang: frd@kirkjan.is Skólavörðustíg 21, sími 552 2419 Opið virka daga frá kl. 12-18, laugard. 12-16. Höfum til sölu sérstaklega falleg „Renesans“ borðstofuhúsgögn frá 1920, stakan sófa o.fl. Leitið upplýsinga í síma 552 2419 Tvöfalt sterkara Glucosamine G æ ð as ti m p ill Félag harmonikuunnenda í Reykjavík heldur skemmtifund kl. 15 í dag í Hreyfilshúsinu. Meðal þeirra sem koma fram eru Grettir Björnsson og Jakob Ingi Jakobsson ásamt fleirum. Allir eru velkomnir. Takið með ykkur gesti. Félag harmonikuunnendaJAPANIR hafa í tilraunaskyni smíðað flugvöll með eins kílómetra langri flugbraut, sem flýtur. Farið var út í þetta tilraunaverkefni, sem ber heitið „Mega-Float“, með það í huga að sannreyna hvort fram- kvæmanlegt sé að byggja nýjan al- þjóðaflugvöll fyrir Tókýó – þar sem landrými er mjög af skornum skammti – úti í sjó. Eftir því sem sagt er frá í þýzka blaðinu Welt am Sonntag er nú þeg- ar búið að gera nokkur hundruð til- raunalendingar á flugvellinum fljót- andi og þegar búið að ákveða að ráðast í að smíða mun stærri flot- flugbraut, þar sem flugvélar allt upp í Boeing 747-risaþotur eiga að geta lent. Þó hefur sú eins kílómetra langa, milli 60 og 100 m breiða og þriggja metra „djúpa“ flotbraut, sem búið er að smíða, verið skráð í heimsmeta- bók Guinness sem stærsta mann- gerða „eyjan“. Hún er 8,4 hektarar að flatarmáli og um 37.000 tonn að þyngd. Lendingarbrautin sjálf er borin uppi af þremur lögum vatnsheldra holrúma, en þau eiga að gera mann- virkið „ósökkvanlegt“. Það er fest við hafsbotninn með stálbitum og aukalega með voldugum akkerum, sem á að gera það svo til ónæmt fyr- ir náttúruöflunum. Hlífðarveggur gegn hafáttinni á að hlífa brautinni við brimi. Enn einn kostinn við flot- flugbraut telja Japanir einnig felast í því að henni á að vera mun minna hætt við að verða fyrir skemmdum í jarðskjálfta en venjulegri landflug- braut. Til kosta flotflugbrautarinnar má líka telja, að í nágrenni hennar eru engar hindranir á borð við háhýsi og þetta hindranaleysi fækkar líka þáttum sem truflað geta fjarskipti milli flugturns og flugvélastjórn- enda. Þá telst það að sjálfsögðu einnig kostur, að hægt skuli vera að flytja brautina eins og hvern annan pramma. Enn einn kosturinn er sá, að brautin er smíðuð úr efnum – burð- arvirkið úr sérstökum stál- og tít- ansamböndum – sem eiga að gera hana mjög endingargóða, þrátt fyrir tærandi saltrokið af hafinu. Að- standendur „Mega-Float“ vonast til að eftir 100 ár verði brautin enn jafn nothæf. Hin fjaðrandi áhrif legunnar á sjónum eiga líka að mýkja lend- ingar og gera þar með yfirborðsefn- in á flugbrautinni endingarbetri. Dýrt Sautján fyrirtæki í stál- og skipa- smíðaiðnaði standa að „Mega- Float“-verkefninu auk japanskra samgönguyfirvalda. Fyrst var til þess stofnað árið 1995, en þegar loks var hafizt handa árið 1999 við að smíða brautina tók ekki nema þrjá mánuði að ljúka verkinu. Engu að síður hefur kostnaðurinn verið gríð- arlegur; um fjórtán milljarðar króna hafa farið bara í smíði tilraunaflug- brautarinnar. Að smíða heilan flug- völl, sem þjónað gæti alþjóðaflugi í samkeppni við aðra flugvelli við milljónaborg eins og Tókýó, myndi samkvæmt útreikingum japanska samgönguráðuneytisins kosta um 9,6 milljarða bandaríkjadollara, eða um 816 milljarða króna. Til saman- burðar má geta að Kansai-alþjóða- flugvöllurinn, sem byggður var með landfyllingu úti í sjó – og hefur því þann kost fram yfir „Mega-Float“ að hafa beina vegtengingu við land – kostaði um 13,5 milljarða dollara, andvirði um 1.148 milljarða króna. Þó er að því stefnt, að innan 10–15 ára verði kominn í gagnið í Japan flotflugvöllur, sem geti tekið við um- ferð risaþotna. „Flot-Las Vegas“? Aðrar iðn- og þjónustugreinar hafa líka sýnt „Mega-Float“ athygli. Hugmyndir hafa heyrzt nefndar um að koma fyrir á floti undan landi t.d. vörulagerum, sorpeyðingarstöðvum og gámahöfnum, svo ekki sé minnzt á möguleikann að byggja heilu af- þreyingarheimana úti á sjó, með hótelum, spilavítum og skemmti- stöðum. Flugvöllur sem flýtur Associated Press Hér sést er síðustu einingunni af sex var bætt við „Mega float“- flotflugbrautina á Tókýóflóa, undan bænum Yokosuka, hinn 4. ágúst 1999.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.