Morgunblaðið - 04.02.2001, Síða 8

Morgunblaðið - 04.02.2001, Síða 8
8 B SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Á NÝÁRSDAG var víða skálað innan raða nátt- úruverndarsinna í Nor- egi og jafnvel víðar er Jens Stoltenberg, for- sætisráðherra Noregs, lýsti því yfir að tími stórra vatnsorkuvera í land- inu væri liðinn. Náttúruverndarsam- tök Noregs eru ánægð með ákvörðun ríkisstjórnarinnar en segja hana vekja upp ýmsar spurningar varð- andi orkumál í framtíðinni. Meirihluti þingmanna allra fylkinga styður einnig ákvörðunina og flestir telja hana tímabæra, en Stoltenberg hefur hingað til verið gagnrýndur fyrir að sinna ekki umhverfismálum sem skyldi. Líkt og á Íslandi hafa miklar deilur risið í Noregi um hugsanlega bygg- ingu stórra vatnsorkuvera. Frá síðari heimsstyrjöld hefur Noregur verið í fremstu röð hvað nýtingu vatnsafls til rafmagnsframleiðslu varðar og jókst iðnaður í landinu að sama skapi. Nú er svo komið að ríkisstjórn Jens Stol- tenbergs forsætisráðherra telur að ákveðnu hámarki í virkjun vatnsafls sé náð. Norðmenn hafa nú þegar virkjað yfir tvo þriðju af sínum kost- um. Hagurinn að byggingu stórra vatnsorkuvera sé því ekki nægilegur til að unnt sé að réttlæta þann skaða sem náttúran verði fyrir vegna slíkra framkvæmda. Í ræðu sinni tilkynnti Stoltenberg jafnframt að ríkisstjórn- in hefði ákveðið að hætta við fyrir- hugaða byggingu vatnsaflsvirkjana umhverfis Saltfjallið í Norður-Nor- egi, tíu árum eftir að þingið sam- þykkti nær einróma framkvæmdir þar. Íbúarnir á móti virkjunum Síðastliðið ár hafa miklar deilur og efasemdir staðið um þörf vatnsorku- veranna þriggja við Saltfjallið á norska þinginu. Árnar sem virkja átti liggja í jaðri Saltfjellet-Svartisens þjóðgarðsins sem þykir skarta ein- stakri náttúrufegurð og sérstæðum jarðmyndunum. Þá þrífast ýmsar fá- gætar plöntur og sjaldgæfar dýra- tegundir innan garðsins og í nánasta umhverfi hans sem náttúruverndar- sinnar hafa hingað til notað sem vopn í baráttu sinni fyrir friðun svæðisins. Oft þegar deilt er um virkjanir hafa byggðasjónarmið ráðið ferðinni og íbúar þeirra byggðalaga þar sem virkjanir eiga að rísa hafa verið hlynntir framkvæmdunum. Það var þó ekki upp á teningnum við Saltfjall- ið. Vatnsorkuverin áttu að rísa í þremur byggðarlögum, Rana, Beiarn og Rödöy. Í Rana var ákvörðun rík- isstjórnarinnar fagnað ákaft og hreppstjórinn, Svein Bogen, sem frá upphafi hafði miklar efasemdir um virkjunaráformin, sagði mikla gleði ríkja meðal íbúanna. Hreppstjórn og íbúar í Beiarn voru einnig fullir efa- semda en aðeins í Rödöy höfðu ráða- menn lýst yfir stuðningi við áformin. Hreppstjórinn, Johan Svartis, segir ákvörðunina mikil vonbrigði fyrir hreppinn, er telur rúma 1.600 íbúa sem fer fækkandi með ári hverju. Í Rödöy hafði verið stólað á byggingu orkuversins. Hingað til hafi sjávar- útvegur og landbúnaður verið aðal lífsviðurværi hreppsbúa auk ferða- þjónustu og fiskeldis í seinni tíð, en betur má ef duga skal. Ungt fólk flyt- ur úr hreppnum vegna þess að at- vinnulífið er fábrotið, að mati Svartis. Hreppurinn tapar Svartis segir að ekki hafi verið tek- ið tillit til tillagna um minna orkuver sem hefði haft mun minni áhrif á náttúruna en stóra verið sem reisa átti. Nú verði hreppurinn af ýmsum hlunnindum og auknum atvinnutæki- færum. „Við viljum fá bætur frá rík- inu,“ sagði Svartis í viðtali í norska Ríkissjónvarpinu. „Ég skil ekki að forsætisráðherrann geti með einu pennastriki ákveðið að hætta við byggingu vatnsorkuveranna sem við bjuggumst við að fá. Og ef það er rétt sem hann segir, að þetta sé gert í þágu umhverfisins, þá tel ég vatns- orkuver mun vænlegri kost en gas- orkuverin sem stendur til að reisa.“ Í nóvember síðastliðnum, aðeins fáum dögum eftir að Loftslagsráðstefnunni í Haag lauk, voru gefin út leyfi til að byggja gasorkuver í Mið-Noregi sem munu losa um tvö tonn af CO2 út í andrúmsloftið árlega, sem samsvarar um helmingi þess sem bílafloti lands- manna gerir. Þá er ógetið annarra skaðlegra gróðurhúsalofttegunda. Sú ákvörðun hefur vakið mikla reiði og þykir í æpandi mótsögn við þá nýju umhverfisstefnu sem Stoltenberg tal- aði um í nýársræðu sinni. Mikil krafa er því á Stoltenberg og stjórn hans að vera samkvæmir sjálfum sér og aft- urkalla leyfið fyrir gasorkuverunum. Byggðarlögin við Saltfjallið munu í framtíðinni þurfa að reiða sig í aukn- um mæli á ferðaþjónustu, en þjóð- garðurinn laðar nú þegar að sér þús- undir ferðamanna árlega auk þess sem ýmsar náttúruperlur sem vin- sælt er að heimsækja liggja utan hans. Hver borgar brúsann? Fáum kom ákvörðun ríkisstjórnar- innar eins mikið á óvart og starfs- mönnum Statkraft, sem falið hafði verið bygging vatnsorkuveranna. Þegar hafði töluverðum fjármunum verið varið til rannsókna og undir- búnings framkvæmdanna og telja ráðamenn Statkraft sjálfsagt að ríkið borgi þann kostnað sem þegar hefur verið lagður til. Í viðtali í Aftenposten sagði olíu- og orkumálaráðherrann, Olav Akselsen, að Statkraft yrði greiddar skaðabætur en ekki væri enn vitað hversu háar þær yrðu. En íbúar Rödöy sitja hins vegar eftir með sárt ennið. Sissel Edvard- sen, upplýsingafulltrúi olíu- og orku- málaráðuneytisins, sagði í samtali við Morgunblaðið að á þessum tíma- punkti væri erfitt að svara því hvort hreppunum yrðu einnig greiddar skaðabætur. Enn ætti eftir að fara of- an í saumana á því tapi sem hrepp- irnir verða fyrir og hvort það sé yf- irleitt skylda ríkisins að borga þeim skaðabætur. Fara fleiri vatnsorkuver sömu leið? Náttúruverndarsamtök Noregs telja að ekkert sé því lengur til fyr- irstöðu að fleiri vatnsorkuver verði tekin af dagskránni og nefna í því samhengi þrjár stórar fyrirhugaðar virkjanir sem samtökin vilja að horfið verði frá. Um hríð hafa staðið deilur um vatnsorkuverin sem byggja á í Øvre Otta, Hatteberg við Rosendal og Sauda og geta öll að mati samtak- anna flokkast undir „stór vatnsorku- ver“. Siri Bjerke, umhverfismálaráð- herra, hefur einnig sagt opinberlega að hún efi að af framkvæmdum verði við Hattebergsána. Kåre Olerud, upplýsingafulltrúi Náttúruverndarsamtaka Noregs, segir að ný tækifæri hafi opnast í kjölfar ákvörðunar stjórnarinnar. „Í allri okkar baráttu hafa ýmis rök ver- ið lögð á borð fyrir okkur þegar ákvörðun um virkjanir eru teknar. En nú þykir okkur ljóst að ef pólitísk- ur vilji sé fyrir hendi séu allar götur færar,“ sagði hann. Það eru fleiri sem túlkað hafa orð Stoltenbergs á þennan veg. Sissel Edvardsen sagði hins vegar að enn væri ekki búið að taka ákvörðun um annað en að hætta við byggingu vatnsorkuveranna við Saltfjallið. Stjórnin mun vinna að skýrslu um þetta efni og leggja hana fyrir Stór- þingið fyrir páska þar sem nánar verður kveðið á um þetta. „En rík- isstjórnin hefur þegar ákveðið að ekki verði gefin leyfi fyrir nýjum, stórum vatnsorkuverum sem gætu haft veruleg áhrif á ósnortna náttúru. Hins vegar verða gefin leyfi fyrir um- bótum og breytingum á eldri vatns- orkuverum og fyrir minni fram- kvæmdum sem ekki koma til með að hafa áhrif á náttúruna að miklu leyti. Framtíðarorkugjafar Noregs Að draga úr frekari virkjun vatns- afls í Noregi er ekki það sama og að umhverfis- og náttúruverndarsjónar- mið séu uppfyllt. Þykir ljóst að eitt- hvað verður að koma í staðinn fyrir ný stór vatnsorkuver því orkuþörf Norðmanna fer vaxandi ár frá ári. Aðallega er litið til tveggja orkugjafa í framtíðinni, þ.e. gass og vinds. Þess- ir möguleikar þykja báðir hafa sína kosti og galla og hefur einna harðast verið deilt á gasvinnslu. Náttúru- verndarsinnar benda einnig á að vindmyllur séu heldur ekki skaðlaus- ar náttúrunni. Reisa þarf stóra vind- myllugarða og af þeim hlýst mikil sjónmengun auk þess sem ýmsar byggingar þurfa að rísa í kringum þá með tilheyrandi jarðraski. Velja þarf staði fyrir slíka garða af mikilli kost- gæfni. Þegar hafa verið gefin leyfi fyrir byggingu þriggja stórra vind- orkustöðva á vesturströnd Noregs og mun Statkraft sjá um byggingu þeirra. Náttúruverndarsamtök Nor- egs hafa þegar fordæmt staðarvalið. Ástæðurnar eru m.a. þær að fuglalíf á þessum slóðum er mikið og hætta þykir á að fuglarnir hverfi með til- komu garðanna. Þá þykir losun gróðurhúsaloftteg- unda frá gasorkuverum vera úr takt við samtímann og brjóta í bága við Kyoto-sáttmálann. Margt verður að koma til Enginn einn möguleiki mun heldur koma í stað stórra vatnsorkuvera. Eva Kristin Hansen þingmaður hef- ur bent á að orkusparnaðar sé þörf. „Við neyðumst til að færa fórnir um leið og við ákveðum að vernda um- hverfið,“ segir hún og bætir við að aukinn orkukostnaður geti að ein- hverju leyti hjálpað til en það sé þó ekki fýsilegur kostur. Tore Brænd, orkuráðgjafi innan Náttúruverndar- samtaka Noregs, er ekki sammála því að nýs orkugjafa sé endilega þörf. Hann sagði í samtali við Morgunblað- ið einnig vilja undirstrika að gasorku- ver ættu alls ekki að vera valkostur heldur ætti að nýta betur þá orku sem þegar er til staðar. ,,Við Norð- menn eigum næga orku nú þegar, við þurfum aðeins að nýta hana á hag- kvæmari hátt.“ Bent hefur verið á að með tækni- nýjungum ætti að vera hægt að fram- leiða meiri raforku í þeim orkuverum sem þegar eru fyrir hendi í landinu. Einnig hefur komið til tals að nýta sólarorku. Í dag þykir líklegt að gasorkuver verði reist víðar þrátt fyrir harða andstöðu bæði meðal almennings og ráðamanna. Þar til aðrir orkugjafar munu koma til er fátt annað sem kemur til greina til að auka við raf- orkuframleiðsluna í landinu. Málin munu þó væntanlega skýrast frekar með vorinu er stjórn Jens Stolten- bergs skilar skýrslu um orkumál til Stórþingsins. Morgunblaðið/Guðni Einarsson Stíflan í Alta-ánni gnæfir 110 m upp frá gilbotninum. Forsætisráðherra Noregs segir tíma stórra vatnsorkuvera í Noregi liðinn og að horfið verði frá virkjunarframkvæmdum við árnar umhverfis Saltfjallið í Norður-Noregi. Sunna Ósk Logadóttir segir þetta meðal annars vekja spurningar um hvort ríkið eigi að borga skaðabætur til sveitarfélaga sem hafa reitt sig á bætt lífsskilyrði með tilkomu vatns- orkuvera. Aldargömul virkjunarstefna á enda

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.