Morgunblaðið - 04.02.2001, Page 10

Morgunblaðið - 04.02.2001, Page 10
10 B SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ KONAN mín er tortryggin að eðl- isfari og lætur því ekki glepjast um of af hinum ævintýralegu nýjungum tölvutækninnar. Þrátt fyrir það hef- ir hún samt látið teyma sig, ásamt mér, inn í þessa nýju tækninnar öld og erum við farin að nota okkur af undrum tölvunnar, þótt við séum enn að þreifa okkur áfram eins og blindar manneskjur í bókasafni. Ég stríði henni stundum, og um daginn sagði ég að hún tryði svo lítið á þessa nýju fjarskiptatækni að ef hún sendi einhverjum tölvupóst myndi hún láta símbréf fylgja dag- inn eftir til þess að finna út hvort tölvan hefði skilað orðsendingunni. Svo myndi hún skrifa bréf upp á gamla mátann og setja í póst til þess að finna út hvort símbréfið hefði borist. Til að vera svo alveg viss, myndi hún hringja nokkrum dögum þar á eftir, til að grennslast fyrir um það, hvort sendibréfið hefði komist á leiðarenda. Oft sem endranær, þegar hugurinn hvarflar til gömlu, einföldu daganna, minnist ég þess að einu vélrænu hljóðin á heimilinu voru símhringingar og hringingar vekjaraklukkunnar, en á mínu æskuheimili var ekki einu sinni dyrabjalla svo bank á hurð varð að duga. Nú er öldin önnur og hér er smá upptalning á framandi hljóð- um, er heyrast frá þeim ýmsu tækj- um sem nú finnast á mörgum heim- ilum: Sími, farsími, vasaviðtæki, tölva, tölvuprentari, þjófabjalla, reykskynjari, örbylgjuofn, brauð- gerðarvél, þvottavél, tauþurrkari, símbréfsvél, lófatölva, armbands- vekjaraúr, dyrasími og gleymi ég þá eflaust einhverju. Farsímarnir eru alveg sér á báti og syngja sumir þeirra eða spila lag þegar einhver vill ná tali af eigandanum. Fugla- skoðarar gefa út bækur þar sem kennt er að þekkja ýmis tíst og söngva okkar kæru fiðruðu vina. Ég er að hugsa um að gefa út slíkar leiðbeiningar svo að fólk geti lært að þekkja tíst, hringingar, tal eða kurr hinna ýmsu nýju tækja, sem hafa troðið sér inn í líf okkar. Það er með eindæmum, hvernig forsprakkar hinnar nýju tækni demba framleiðslu sinni yfir okkur neytendurna. Upplýsingar um tæki og tól þeirra fylla næstum allt aug- lýsingarúm fjölmiðlanna og allir vita að tækninni miðar svo hratt fram á við að það sem keypt er í dag er næstum orðið úrelt á morgun. Fyrir vikið halda margir að sér höndum, sér í lagi þeir sem komnir eru af léttasta skeiði og vita betur en yngri kynslóðin, sem oft lætur glepjast og finnst hún verða að eiga allt það nýjasta og fullkomnasta. Um daginn heyrði ég að ekki myndi líða á löngu þar til fólk gæti hringt úr farsímanum í heimasímann og „talað“ við heimilistækin og gefið þeim ýmsar skipanir. Þannig átti útivinnandi húsmóðir t.d. að geta hringt heim, sett ofninn í gang og beðið ísskápinn um vörutalningu á ýmsum nauðsynjum, eins og eggj- um og mjólk, til að athuga hvað kaupa þyrfti á leiðinni heim. Við hinir þroskaðri höfum kunn- að að tileinka okkur ýmislegt af þeirri tækni sem okkur finnst að geti gert líf okkar bærilegra hér á jarðkringlunni. Sjónvarp, hljóm- burðartæki, myndbandstæki og hljómdiskaspilarar koma upp í hug- ann. Við getum reyndar ekki skilið, af hverju næstum öll þessi tæki eru kolsvört á lit með örsmáum hvítum stöfum og flóknum leiðbeiningum. Til þess að stilla tækin þarf helzt að nota vasaljós og stækkunargler og getur samt orðið mikil orrahríð, sér í lagi ef stilla þarf myndbandsvél til þess að taka upp sjónvarpsþátt á vissum tíma. Oft ræður því alger hending á þessu heimili hvort slíkt framtak skili árangri. Gagnrýni maka er stundum stingandi þegar uppáhalds sjónvarpsþátturinn hef- ur sloppið framhjá upptökunni, sem gerist ekki ósjaldan. Farsímaæðið er heill kapítuli út af fyrir sig. Ekki nóg með það, að tækin haldi áfram að minnka, held- ur eru þau nú orðin eins konar angi eða útibú af tölvunni. Sumir virðast ekki geta komist af án þess að vera með farsímann í höndunum. Ég undra mig stundum á því, hvað það sé, sem fólk þurfi svona mikið að tala hvert við annað í síma, sem ekki var nauðsyn áður fyrr. Grunar mig að það sé ekki allt mjög áríðandi tjá- skipti. Þetta endar kannski með því, að kísilflís eða tölvukubbur með fylgjandi númeri verði græddur í líkama allra nýfæddra barna. Núm- erið verður bæði hans kennitala og símanúmer það sem eftir er ævinn- ar. Viðkomandi einstaklingur getur svo í gegnum þráðlaus símtól talað við allt og alla og líka verður alltaf hægt að fylgjast með því hvar hann er staddur. Eftir að hafa notað tölvu til rit- vinnslu í nokkur ár fengum við okk- ur sterkara tæki og fórum í sam- band við alheimsnetið. Eftir skamma stund tókst okkur að kom- ast upp á lagið með að senda og meðtaka tölvupóst og kíkja á frétta- vef Morgunblaðsins. Samt var mörgum angistarkvöldum eytt í svitabaði við að reyna að kalla fram myndir sem tölvusnillingar á Ís- landi hafa verið að senda okkur. Augsýnilega gera þeir sér ekki grein fyrir því að við hérna í henni Ameríku erum ekki komin eins langt í tölvutækninni og Íslands- menn. Þar ofan á bætist, að við bú- um í Flórída þar sem jafnvel talning atkvæða í kosningum er okkur of- viða. Í borginni okkar hér starfar tölvunotendafélag og eru haldnir mánaðarlegir fundir á veturna. Næstum 100 manns mæta og er þarna eingöngu að finna eldri borg- ara og marga þeirra allaldraða, jafnvel svo, að okkur finnst við vera með þeim allra yngstu! Allir eiga það sameiginlegt að vera tölvu- eigendur, sem vilja fræðast um notkun þessa tækis, sem komið hef- ir á vettvanginn eftir að langflestir fundarmanna voru búnir að ljúka starfsævinni. Kennarar og tölvusér- fræðingar halda fyrirlestra og svo skiptast fundarmenn á upplýsing- um og miðla hver öðrum af reynslu sinni. Kemur það ósjaldan fyrir að einn eða annar gamlinginn vilji láta ljós sitt skína og sýna hinum, hve gífurlega þekkingu hann hafi á leyndardómum tölvunnar. Allt í allt eru þessir fundir af hinu góða og alltaf er hægt eitthvað að læra. Tölvan talar, síminn syngur Þórir S. Gröndal skrifar frá Flórída ÞAÐ hefði mátt ætla að erfittgæti reynst að blanda sam-an japönskum mínímal-isma í innréttingum og gömlu reykvísku timburhúsi. Að minnsta kosti þangað til maður kem- ur inn í nýgamla Ísafoldarhúsið er öðlast hefur nýtt líf við Aðalstræti. Hin austurlenska hönnun Sticks’n Sushi fellur vandkvæðalaust að hús- inu og útkoman er raunar einstak- lega skemmtileg. Salurinn er bjart- ur, umkringdur stórum gluggum, og rautt gólfið og svört húsgögnin gefa honum nútímalegan og austrænan blæ. Staður þessi er raunar danskur að uppruna en fyrsti veitingastaðurinn með þessu nafni var opnaður í Kaup- mannahöfn fyrir einum sex árum. Þeir eru nú orðnir fjórir í Kaup- mannahöfn og sá fimmti var opnaður í Reykjavík á síðasta ári. Hugmyndin er í raun einföld; að bjóða upp á blandaða japanska smá- rétti: sushi, sashimi, yakitori og súp- ur. Japönsk matargerð er hins vegar einungis einföld á yfirborðinu og öllu máli skiptir hversu nákvæm hand- brögðin eru, að ekki sé minnst á hrá- efnið og ferskleika þess. Sushi er jú í raun ekkert annað en biti af hráum fiski og lítill hrísgrjóna- koddi. Ef fiskurinn er hins vegar ekki sá ferskasti í bænum og röng hrísgrjón notuð eða eldun þeirra ábótavant er betur heima setið en af stað farið. Þá breytist sushi úr losta- fullum munnbita í slepjulega klessu. Sem betur fer reyndust sushi-bit- arnir á Sticks’n Sushi falla í fyrri flokkinn. Frábærlega vel gerðir, jafnt fyrir augað sem bragðlaukana. Handbragðið óaðfinnanlegt og hrá- efnið fullkomið, hvort sem um var að ræða lax eða tígrisrækju, humar eða tofu. Í raun er máltíð á Sticks’n Sushi hin besta tilbreyting frá hinum hefð- bundnu veitingastöðum. Hér getur hver og einn sett saman sína eigin máltíð, nánast bókstaflega niður í hvern munnbita. Úrvalið af sushi er mjög gott og er jafnt boðið upp á hið hefðbundna sushi, þar sem fiskurinn hvílir ofan á hrísgrjónakúlunni (Nigiri-Sushi) eða þá maki, sem er rúlla, þar sem þara (á japönsku nori) hefur verið vafið ut- an um hrísgrjónin, fiskinn og yfirleitt grænmeti. Maki þýðir í raun ekkert annað en rúlla og er þessi tegund af sushi stundum kölluð Nori-Maki. Einnig er í boði sashimi, sem segja má að sé afbrigði af sushi, þar sem hrísgrjónunum er sleppt og hráum fisknum leyft að njóta sín einum og sér. Þarf ekki að hafa mörg orð um hversu miklu máli ferskleikinn skipt- ir þar. Við státum okkur hins vegar gjarnan af ferskasta fiskmeti verald- ar og ætti Ísland því að vera paradís fyrir sushi-kokka. En þarna er ekki einungis hrámeti á boðstólum, staðurinn heitir jú Sticks’n Sushi eða pinnar og sushi. Í Japan er löng hefð fyrir því að grill- pinnar eða yakitori séu seldir á götu- hornum. Litlir trépinnar með kjöt- og grænmetisbitum. Þetta er ekki síður skemmtilegt konsept og frábrugðið því sem yfir- leitt gengur og gerist á íslenskum veitingahúsum. Mér fannst staðnum hins vegar ekki takast alveg eins vel upp í þessu. Raunar er ég snæddi á Sticks’n Sushi í hádegi og tók mjög hagstætt hádegistilboð, er samanstóð af nokkrum sushi-bitum og pinnum voru yakitori-pinnarnir ekki síðri en sushi-bitarnir. Þegar ég snæddi þar hins vegar um kvöld og valdi mér úrval af pinn- um fannst mér þeir of einsleitir og daufir. Kjúklingabollur með lauk voru bragðlitlar og í jafnt kjúklinga- bringu með puru og andarbringu með puru skorti stökka húðina. Kjúklingur með chili var ágætur (það er kannski óréttlát lýsing en mar- ineringunni kannski best lýst sem eins konar chili-kryddaðri ljósri kokkteilsósu). Nautafilé var sömu- leiðis bragðdauft en lambafilé-pinni var mjög góður og það sama má segja um svínakjöt með basil. Fyrir minn smekk hefði marineringin mátt vera aðeins meira afgerandi og hjúp- urinn á kjötinu stökkari. Eldunin innaní á t.d. nautinu var létt og fín en það var eins og aðeins meiri hita hefði mátt fá á hjúpinn. Fyrir matinn var sett á borðið stökkt grænmeti (hvítkál, sellerí, gulrót og (kannski ekki mjög stökk) gúrka) ásamt mjög bragðgóðri soja- baunasósu, miso. Með sushi er svo hægt að blanda sér saman sojasósu og sterku wa- sabi-sinnepi í lítilli skál og sem betur fer er nú hætt að ganga með sojasós- una í karöflum um salinn og hella á þegar þarf. Kann að virka sem snið- ug hugmynd en verður tilgerðarleg þegar á reynir og yfirleitt til óþæg- inda fyrir viðskiptavininn. Þá set ég spurningamerki við það að láta menn greiða aukalega ef bæta þarf við klípu af wasabi. Upphæðin er ekki há (180 kr.) en einmitt þess vegna spyr ég mig af hverju verið er að pirra við- skiptavini með svona smáatriðum. Þeir sem þurfa ábót eru væntanlega þeir sem borða marga, marga bita (ég vænti þess ekki að margir Íslend- ingar séu haldnir sjúklegri wasabi- löngun) og ætti því að vera réttlæt- anlegt að veita þeim klípu aukalega. Vínlisti er stuttur en ágætur. Jap- önsk matargerð er svo sem ekki mjög vínvæn en hvítvín og sushi fer vel saman. Við völdum Gewurztram- iner frá Elsass sem smellpassaði við allt. Matseðill er skemmtilega uppsett- ur, ekki einungis þurr upptalning á því sem í boði er. Þetta er vel þegin viðbót við veit- ingahúsaflóruna hér á landi. Tilval- inn staður til að koma við á í hádeg- inu jafnt sem að snæða þar góðan kvöldverð. Á matseðli er því haldið fram að um tíu bita þurfi til að seðja meðalmann og sýnist mér það mjög nærri sannleikanum. Hver sushi-biti/ yakitori-pinni kostar 300–400 krón- ur, allt eftir því hvaða hráefni er val- ið. Eins og áður sagði er valfrelsið mikill kostur á svona veitingastöðum og séu nokkrir saman getur svona máltíð orðið mjög skemmtileg, ekki síður en góð. Morgunblaðið/Jim Smart Sticks’n Sushi Sushi hefur notið hraðvaxandi vinsælda á Íslandi og víða skotið upp kollinum. Steingrímur Sigurgeirsson hreifst af fyrsta staðnum sem sérhæfir sig í sushi-gerð og raunar japönskum grillpinnum líka. MATUR OG VÍN Sticks’n Sushi Aðalstræti 12 Pöntunarsími: 5114440

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.