Morgunblaðið - 04.02.2001, Qupperneq 12
12 B SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÞAÐ VAR um þetta leyti fyrir ári að ég vaknaði
einn morguninn og ákvað að nú væri komið nóg.
Ég var búinn að fá mig fullsaddan af þeim vetr-
arhörkum og vosbúð sem herjuðu á landann og
virtust engan endi ætla að taka. Fyrir utan
gluggann mættust grýlukertin úr þakskegginu
og snjóskaflarnir á jörðinni á miðri leið. Ég sá
mér því þann kost vænstan að gera eitthvað í
málinu ellegar frjósa fastur í framtaksleysinu. Í
stöðunni var sem sagt um tvennt að velja; að
bíta á jaxlinn, festa kaup á loðfóðraðri lamb-
húshettu og sérstaklega styrktri snjóskóflu eða
láta til skarar skríða og halda á vit ævintýranna
í suðurhöfum. Eftir u.þ.b. tveggja sekúndna
ígrundun varð síðari kosturinn fyrir valinu.
Slyddan og slabbið skyldu víkja fyrir kókos-
pálmum og ylvolgum sjó, tjörugráir skafrenn-
ingsskaflarnir fyrir drifhvítum sandöldum, hjól-
barðakeðjurnar fyrir hlébarðaháfum.
Ævintýraþrá
Því er eins farið með mig og svo marga aðra
að lengi hafði blundað í mér sá draumur að upp-
lifa heiminn á alveg nýjan hátt, í nýju umhverfi,
við nýjar aðstæður og e.t.v. uppgötva nýja hlið á
sjálfum mér. Nota tækifærið í þessu jarðlífi og
reyna að kynnast kúlunni sem við búum á ögn
betur. Hvar annars staðar en neðansjávar kæm-
ist maður jafn langt frá daglegu amstri og
hversdagslegum veruleikanum, og um leið
verða sem eitt með náttúrunni og umlukinn
henni – í orðsins fyllstu merkingu.
Hversu oft hafði maður ekki horft dreyminn á
dýralífsþætti á sjónvarpssstöð National Geo-
graphic og hugsað með sér hversu magnað það
hlyti að vera að vera staddur þarna hinum meg-
in linsunnar. Þar fljóta menn í algeru þyngd-
arleysi innan um furðulegri og fjölbreytilegri
flóru dýra og plantna en hægt er að gera sér í
hugarlund án hjálpar ofskynjunarlyfja. Lögun
og litadýrð skrautfiska og kóralrifja er með því-
líkum endalausum ólíkindum að fólk á oftar en
ekki erfitt með að trúa eigin augum.
Óneitanlega hefur þessi draumkennda sýn
þau tvíeggjuðu áhrif á marga að um leið og hún
kyndir undir dagdraumum um fjarlægar furðu-
veraldir, þá skapar hún með framandleika sín-
um ímyndaða vegatálma sem standa í vegi fyrir
að láta slíka drauma rætast. Þetta á ekki síst við
um okkur sem búum hér á norðurhjara veraldar
fjarri sólbökuðum suðrænum ströndum. Manni
hættir gjarnan til að mikla fyrir sér slíkt fram-
tak og setja á stall með öðrum „ofurhugaáhuga-
málum“ sem aðeins séu á færi kappa á borð við
James Bond og David Hasselhoff. Þó að slík
villutrú sé víða enn við lýði er hún sem betur fer
á hröðu undanhaldi vegna upplýsingatæknibylt-
ingarinnar og síauknum möguleikum á ferða-
tilhögunum. Auk þess hafa sífelldar betrumbæt-
ur á útbúnaði og þróun kennsluaðferða í köfun
hin síðari ár orðið til þess að gera hana aðgengi-
legri almenningi og miðast t.a.m. lágmarksaldur
réttindahafa í köfun í dag við 10 ár! Segir það
meira en mörg orð. Sömuleiðis þyrfti engum að
bregða þótt hann hitti fyrir ömmu sína í djúp-
unum þar sem hver og einn kafar bara við þær
aðstæður sem henta honum. Þegar öllu er á
botninn hvolft má því segja að það eina sem
þurfi til að koma sér af stað sé smáævintýraþrá,
jákvætt og drífandi hugarfar og svo náttúrlega
kreditkortið.
Lagt í’ann
Því lá það beinast við að stökkva, en ekki
hrökkva, suður á bóginn og taka örlögin í eigin
hendur – um sinn a.m.k.
Ekki skemmdi það heldur fyrir að ég hafði
frétt að á eyju nokkurri út af suðvesturströnd
Taílands byggi samlandi minn, Davíð Sigur-
þórsson að nafni, sem hafði einmitt þann starfa
að veita ævintýraþyrstum ferðalöngum kennslu
í köfun. Hvað var hægt að hugsa sér betra en
leiðsögn á móðurmálinu – um kynjaheim köf-
unarinnar – í fjarlægri hitabeltisparadís.
Ferðin lá sumsé til eyjunnar Phuket, sem auk
þess að vera einn vinsælasti vetrardvalarstaður
fjölskyldna frænda okkar á hinum Norðurlönd-
unum, er þekkt fyrir að bjóða upp á köfun á
heimsmælikvarða. Til glöggvunar má geta þess
að á Phuket, sem er u.þ.b. á stærð við Reykja-
nesskagann eru starfandi yfir 50 köfunarskólar.
Ég var því ekkert að sólunda frekari tíma í að
kynna mér staðhætti fyrirfram, né vera eitthvað
að gera boð á undan mér, heldur lét slag standa,
mokaði mig út úr húsi og dreif mig af stað.
Hversu erfitt gæti það líka verið að finna eina
Íslendinginn svamlandi um út af lítilli eyju.
Maður spyrði bara næsta mann.
Það runnu því heldur betur tvær ef ekki fleiri
grímur á mig þegar ég steig út úr leigubílnum í
miðjum fleiri þúsund og fimmtíu manna bæ við
eina af á annan tug stranda, aðskilinna með hól-
um og hæðum alsettum þéttum regnskógi. Nú
voru góð ráð dýr – jafnvel umreiknað á þarlend-
an gjaldmiðil. Það dygði þó ekki að deyja ráða-
laus, heldur skyldi varaáætluninni hrint í fram-
kvæmd. Nú kom það sér vel að hafa haft
meðferðis ljósmynd af hinum forspurða gest-
gjafa. Það var því ekki annað til bragðs að taka
en að halda niður á strönd og þramma þar um
otandi myndinni framan í gesti og gangandi.
Ekki svartsýninni fyrir að fara.
Og viti menn, eftir um hálfrar klukkustundar
kvalargöngu á sjóðheitum sandinum hafði ég
ekki einasta rambað á innfæddan sólstrandar-
gæja sem kannaðist við kauða á myndinni, held-
ur gat sá vísað mér á köfunarskóla nokkurn þar
sem sést hafði til íslensks köfunarkennara ein-
hverjum misserum áður.
Til að gera langa sögu stutta er skemmst frá
S
Hinn þriggja metra langi silfuruggi (Carcharhinus Albimarginatus) fær hjörtu manna jafnan til að slá nokkur aukaslög. Davíð og félagar þekkja orðið d
Sporðdrekafiskurinn (Scorpaenidae Diabola) er ekki mikið fyrir að hreyfa sig, enda hefur hann
ekki margt að óttast þar sem hann er, líkt og nafnið gefur til kynna, eitraður viðkomu.
Úr snjó í sjó
Það dró fyrir sólu þegar hin gríðarstóra djöflaskata (Mantabirostris) sveif yfir höfðum okkar. Það var
stórfenglegt að sjá þetta mikla ferlíki nálgast; dýrið minnir helst á geimskip með augu.
Ljósmynd/Davíð Sigurþórsson Ljósmynd/Davíð Sigurþórsson