Morgunblaðið - 04.02.2001, Síða 13
því að segja, í sem stystu máli og með sem fæst-
um orðum, að innan örfárra mínútna náði ég svo
í kappann sem samþykkti að hitta mig og hefj-
ast handa við byrjendanámkeið í köfun sem tók
þrjá daga. Segja má að hver heppnin hafi rekið
aðra þar sem þannig vildi til að Davíð var ein-
mitt nýkominn í eina vikufríið sitt allan vetur-
inn. Ég hefði því ekki getað valið tímann betur.
Að byrjendanámskeiðinu loknu var ég orðinn
svo smitaður af köfunarbakteríunni að ekki varð
aftur snúið og við tók framhaldsnámskeið með
tilheyrandi djúp-, flak-, nætur-, náttúrulífs- og
ratvísiköfunum. Það varð þó aðeins til að
skvetta olíu á eldinn og í tal barst möguleikinn á
að ég skellti mér með í 10 daga köfunarsafarí
sem framundan var hjá Davíð, sem svo varð
kveikjan að þessari frásögn.
Þetta er lífið!
Ferðinni skyldi haldið út á Andamanhafið,
þar sem kafað yrði við þrjá mismunandi eyja-
klasa undan ströndum Taílands og Myanmar
(áður Burma), eins og sjá má á meðfylgjandi
korti. Farkosturinn var lúxusfleyið Genesis 1,
þar sem ásamt Davíð unnu þau Pascal og Liana
sem leiðsögumenn, auk fimm manna taílenskrar
áhafnar sem stjanaði við okkur gestina í hví-
vetna, að ekki sé minnst á hvert veisluhlaðborð-
ið á fætur öðru sem kokkurinn galdraði fram.
Annars var föruneytið samansett af allra þjóða
kvikindum. Auk mín voru með í för tvö sviss-
nesk pör á þrítugs- og fimmtugsaldri sem og
ungt þýskt par í brúðkaupsferð sem sveif um á
bleiku skýi (líka í kafi!). Þar var líka bráðskond-
inn og háttvís Japani, ungur venesúelskur háð-
fugl úr fjármálageiranum og bandarískur ellilíf-
eyrisþegi á heimshornaflakki. Sem sagt,
fjölskrúðug fjölþjóða samkunda. Sumir þraut-
reyndir kafarar, aðrir byrjendur, en allir sam-
mála um þá lífsfyllingu og upplyftingu andans
sem felst í að láta það eftir sér að lifa lífinu til
hins ýtrasta.
Framundan voru sem sagt í vændum náin
kynni af einhverjum fjölskrúðugustu og jafn-
framt heilbrigðustu kóralrifjum veraldar með
tilheyrandi undraverum. Fyrsti áfangastaður-
inn var Similan-eyjaklasinn, sem liggur um 100
km norðvestur af Phuket. Siglt var að nóttu til
þannig að þegar ég reis úr rekkju fyrsta morg-
uninn blasti við mér sannkölluð draumaveröld.
Það var líkt og vera staddur á póstkorti, um-
kringdur skógivöxnum „Robinson Crusoe-eyj-
um“ með sykurhvítum strandlengjum umlukt-
um safírbláum sjónum. Það verður að segjast að
þetta sló snjómokstrinum heima við, svo ekki sé
meira sagt. Þar sem ég stóð á þilfarinu og horfði
yfir borðstokkinn í tært vatnið sá ég beint niður
á kóralrifið um 10 metra undir yfirborðinu þar
sem skærgulir og fjólubláir fiskar tóku morg-
unsundsprettinn sinn. Ég gat ekki stillt mig um
að gera slíkt hið sama og
stakk mér í 30° heitan sjó-
inn. Þetta var lífið! – hvað
þá þegar ég myndi setja á
mig köfunargræjurnar og
samsamast þessum
draumaheimi, fjarri ys og
þys mannheima. Ég gat
ekki beðið. Þegar undir yf-
irborðið var komið var ég á
augabragði umkringdur
skrautfiskum stórum og
smáum í öllum regnbogans
litum. Þarna voru fiðrild-
afiskar, trúðafiskar, páfa-
gaukafiskar, ljónfiskar,
jafnvel halastjörnufiskar
og svo mætti lengi telja.
Oftar en einu sinni urðu
líka á vegi okkar torfur af
túnfiski í hundraða- ef ekki
þúsundatali. Einn sá eftir-
minnilegasti var þó hinn
agnarsmái (um 5 cm) ræst-
ingarfiskur (cleaner-
wrasse). Hefur hann það
hlutverk á rifinu að vera
allt í senn; tannbursti,
eyrnapinni, naglabursti
sem og húð- og hársnyrtir
gesta og gangandi – eða
syndandi öllu heldur. Þeg-
ar Davíð var að kenna mér þann hluta nám-
skeiðsins sem fólst í að læra að þekkja dýrin og
umhverfið neðansjávar, leitaði hann uppi svo-
kallaða „þvottastöð“ þar sem ræstingarfiskarn-
ir héldu til og rétti út á sér höndina til snyrt-
ingar. Innan fárra sekúndna voru tveir
samviskusamir trítlar teknir til við að skafa
undan og í kringum neglur Davíðs. Annar þeirra
þreyttist þó fljótt á því, en sá sér leik á borði og
eins og byssubrandur hringsólaði sig upp eftir
handlegg Davíðs og inn í eyra hans þar sem
hann hringsnerist líkt og tappatogari við að
gæða sér á góðgætinu sem þar var að finna.
Við eyjuna Koh Bon urðu svo á vegi okkar
ekki síður merkileg dýr. Þar voru mættar til
leiks þrír af hinum risavöxnu (u.þ.b. sex metra
breiðu!) djöflaskötum, sem þvert á það sem
nafnið gefur til kynna eru einhver meinlausustu
og mikilfenglegustu skepnur sem svamla um
heimsins höf. Með þeim eyddum við svo deg-
inum, ýmist í kafi eða syndandi í yfirborðinu.
Þeirri tilfinningu verður seint lýst með orðum
sem gagntekur mann við að verða þeirra for-
réttinda aðnjótandi að slíkt ferlíki, sem minnir
helst á geimskip með augu, svífi að manni á sinn
löturhæga og tignarlega hátt og sveigi ekki frá
fyrr en nálægðin er orðin slík að ekki þarf annað
en að rétta út lúkuna til að heilsast með handa-
og uggabandi. Það er eitthvað sérstaklega gef-
andi við að slík villt dýr, í sínu náttúrlega um-
hverfi eigi frumkvæðið að svo nánum kynnum
og virðist ekki síður forvitin en maður sjálfur.
Það sama á að sjálfsögðu við um hina ekki síður
tignarlegu en misskildu hákarla, en einn meg-
intilgangur ferðarinnar var einmitt að fara á
slóðir þeirra í Mergui-eyjahafinu undan strönd-
um Myanmar. Þangað lá leiðin næst.
Óspillt náttúruperla
Mergui-eyjaklasinn, þar sem eru allt að 800
eyjar, stórar og smáar, er um margt merkileg-
ur. Það á hann ekki síst að þakka að hafa verið
lokaður fyrir allri utanaðkomandi umferð í yfir
hálfa öld, eða frá því um síðari heimsstyrjöld
fram til ársins 1997. Þá var hann opnaður fyrir
mjög svo takmörkuðum aðgangi köfunarleið-
Ljósmynd/Davíð Sigurþórsson
Sumum þykir ekki verra að vera á hvolfi, eins og þessum pípufiski (Solenostomus Paradoxus). Í
bakgrunninum hvílir blástursfiskurinn (Arothron Stellatus) sig á kóralfleti sínu.
Ljósmynd/Davíð Sigurþórsson
dýrin með nafni; þennan kalla þeir „Old Dead Eye“, hann er öruggur með sig á heimavelli í djúpunum þó hann sé orðinn hálfblindur á öðru auganu.
Ljósmynd/Pascal Laigle
Risabassi (Epinephelus Tukula) var orðinn mjög hændur að leiðangursmönnum og vildi þá gjarnan
láta klóra sér undir hökunni. Hér er það Davíð sem verður við ósk bassans.
!
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2001 B 13