Morgunblaðið - 04.02.2001, Síða 19

Morgunblaðið - 04.02.2001, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2001 B 19 fjölskyldu. Rut giftist frá þessu heim- ili Sævari Sigurðssyni, en ég hélt veisluna eins og þegar hún fermdist. Nokkru eftir að Rut gifti sig keypti hún íbúð. Ég hafði aldrei átt íbúð en hafði önglað saman í útborgun sem ég lánaði nú dóttur minni. Þegar hún seldi sína fyrstu íbúð og fór að byggja í Hraunbæ þá borgaði hún mér aftur og ég keypti mér mína fyrstu íbúð, hún var á Hverfsigötu 88 í bakhúsi. Ég bauð Rut minni og fjölskyldu hennar að búa hjá mér meðan þau biðu eftir að nýja íbúðin þeirra í Hraunbænum yrði íbúðarhæf. Þarna á Hverfisgötunni bjuggum við mæðg- ur í fyrsta skipti undir sama þaki eftir að ég hafði orðið að koma henni fyrir sem litlu barni. Það var yndislegur tími sem við áttum öll saman á Hverf- isgötunni. Allt blessaðist vel. Dóttir mín og maður hennar héldu þarna jól og skreyttu þá upphöggvið grenitré. Eftir jólin var tréð ennþá svo fagur- grænt að ég tímdi ekki að kasta því heldur fór með það út í skúr og vökv- aði það af og til. Það hélt sínum græna lit og 13. júlí 1970, daginn sem önnur dótturdóttir mín var á leið í heiminn, þá gróðursetti ég þetta rótarlausa tré og nú er það orðið mun hærra en hús- ið sem við bjuggum í. Mundu 13. apríl Dóttir mín og fjölskylda hennar fluttu í fyllingu tímans upp í Hraunbæ, þar sem hún hefur lengi starfað sem kennari, en ég seldi íbúð- ina á Hverfisgötunni og keypti mér íbúð á Rauðarárstíg. Ég hef alltaf ver- ið „milli tveggja heima“, ef svo má segja, séð framliðið fólk og hef marg- oft farið á miðilsfundi. Á einum slík- um, hjá Hafsteini Björnssyni, þá var mér sagt að muna 13. apríl. Ég sá íbúðina á Rauðarárstígnum auglýsta en fékk hana ekki, sá hana aftur aug- lýsta, fékk hana heldur ekki þá – en hinn 13. apríl var hringt og mér var sagt að eigandinn hefði eftir allt sam- an ákveðið að ganga að tilboði mínu. Mikið var ég glöð. Endurfundir okkar Maurice Ég var flutt í íbúð í raðhúsi sem við dóttir mín og fjölskylda hennar keyptum saman í Árbæjarhverfi þeg- ar ég hitti aftur barnsföður minn og fyrrum unnusta, Maurice Woodward. Þannig var að Rut dóttir mín var á ferð í Englandi. Ég hafði mörgum ár- um áður látið hana hafa gamla heim- ilisfangið hjá pabba hennar. Hún hafði lengi haft hug á að hitta hann en hafði ekki látið verða af því fyrr að leita hann uppi, þótt hún væri við nám um tíma í Englandi. Ég hafði líka ver- ið úti í Englandi hjá vinkonu minni sem bjó þar en hafði heldur ekki reynt að hafa samband. Nú tók Rut sig hins vegar til, 35 ára gömul, og hringdi í alla með eftirnafninu Wood- ward – og hafði þannig uppi á föður sínum. Það urðu fagnaðarfundir hjá Rut, föður hennar og systkinum. Í framhaldi af því kom hann hingað með Doris, konu sinni. Með hraðan hjartslátt Ég neita því ekki að ég var með hraðan hjartslátt þegar ég heima á Rauðarárstíg klæddi mig upp á til þess að fara og hitta Maurice eftir öll þessi ár. Þau hjónin voru þá hjá dótt- ur minni. Þessi fyrsti fundur okkar Maurice var dálítið erfiður en fljót- lega náði ég ró minni og mér fannst mjög gaman að hitta Maurice og líka konuna hans. Hún var indæl mann- eskja. Þau eru nú bæði látin. Þau komu seinna aftur til Íslands ásamt dóttur sinni og fjölskyldu hennar. Það fólk hefur enn heilmikið samband við okkur hér. Hægt að vera heiðarlega ástfangin af útlendingi Stundum hef ég verið spurð af hverju ég hafi ekki gift mig. Ég átti þess oftar en einu sinni kost, en ég var aldrei nægilega ástfangin til þess að stíga það skref. Ég hef vissulega mætt erfiðleikum en sannarlega hef ég líka átt fjölmargar sólskinsstundir og lifað við ástríki með góðu fólki. Það eina sem ég er ekki sátt við er hvernig talað er um þær stúlkur sem áttu í ástarsamböndum við hermenn á stríðsárunum. Jafnvel á fundi hjá Kvenréttindafélagi Íslands hef ég heyrt lesna niðrandi frásögn um stúlkur sem lentu í „ástandinu“ eins og sumir kölluðu það. Ég gekk í Kvenréttindafélagið um 1960 og bjóst við að þar ríkti skilningur á ólíku hlut- skipti kvenna. Vissulega þótti mér lengi vel mjög skemmtilegt starfið þar en eigi að síður var svona frásaga flutt þar á jólafundi. Ég stóð þá upp og mótmælti þessu. Margar af þeim konum sem áttu hermenn fyrir kærasta og niðrandi var talað um, giftust sínum kærustum og fluttu út með þeim eða þeir jafnvel settust hér að. Frá þessum sambönd- um eru margir Íslendingar komnir. Saga mín verður vonandi til þess að fólki skiljist að það er hægt að verða heiðarlega ástfangin af útlendum manni og elska hann alla sína ævi- daga. Mér finnst að enginn eigi með að varpa rýrð á ást annarra – jafnvel þótt um stríðsást sé að ræða. Slík ást verður til í skugga ótta og aðskilnaðar og einmitt þess vegna verður hún kannski svona sterk og gleymist aldr- ei.“ Aðalfundur Íslenska Hugbúnaðarsjóðsins verður haldinn að Hótel Loftleiðum, Þingsal 1–3, þriðjudaginn 6. febrúar 2001 og hefst kl. 14:00. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf samkvæmt 4.06. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillögur til breytinga á samþykktum. 3. Tillaga um kaup félagsins á eigin hlut samkvæmt 55. gr. hlutafélagalaga. 4. Önnur mál sem eru löglega upp borin. Tillögur frá hluthöfum sem bera á fram á aðalfundi skulu hafa borist í hendur stjórnar með skriflegum hætti, eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Dagskrá, endanlegar tillögur og ársreikningur félagsins ásamt skýrslu endurskoðenda munu liggja frammi á skrifstofu félagsins, að Laugavegi 77, Reykjavík, hluthöfum til sýnis sjö dögum fyrir aðalfund. Til þess að hafa atkvæðisrétt á fundi skal hluthafi hafa verið skráður í bækur félagsins í síðasta lagi 8 dögum fyrir fundinn. Í byrjun hvers fundar skal athuga hvort fundarmenn hafi rétt til að sitja fundinn og greiða atkvæði, samkvæmt 2. mgr. 4.07. gr. í samþykktum félagsins. Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent við upphaf fundarins. Reykjavík, 12. janúar 2001 Stjórn Íslenska Hugbúnaðarsjóðsins hf. Íslenski Hugbúnaðarsjóðurinn hf. Aðalfundur Íslenska Hugbúnaðarsjóðsins hf.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.