Morgunblaðið - 10.02.2001, Síða 3
HANDKNATTLEIKUR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2001 B 3
Sunnudagur 11. feb.
Opinn fl. karla kl. 11 Úrslit kl. 15.00
Opinn fl. kvenna kl. 11 Úrslit kl. 14.00
2. fl. karla kl. 11.00
2. fl. kvenna kl. 12.00
1. fl. kvenna kl. 13.00
1. fl. karla kl. 13.00
Laugardagur 10. feb.
Eldri fl. karla kl. 11.00
Drengir 16-17 ára kl. 11.00
Stúlkur 16-17 ára kl. 11.00
Drengir 14-15 ára kl. 13.00
Stúlkur 14-15 ára kl. 13.00
Piltar 13 ára og yngri kl. 13.00
Stúlkur 13 ára og yngri kl. 13.00
Lýsingar hf.
í borðtennis
TBR íþróttahúsið
10.-11. feb.
Grand Prix mót
Dagskrá
Lýsing hf.
Íslandsmeistarar Víkings
g
n
Hávaxnir leikmenn Fram vorumjög aftarlega í vörninni svo að
Valsstúlkur áttu í mestu vandræðum
með að sjá markið,
hvað þá koma að
skoti, en það sem
slapp í gegn sá Hug-
rún Þorsteinsdóttir,
markvörður Safamýrarliðsins, um.
Sókn Fram var aftur á móti lífleg til
að byrja með en um miðjan fyrri hálf-
eik, þegar allt leit út fyrir stórsigur,
fór að örla á einbeitingarleysi, sem
jókst út leikinn. Valsstúlkur tóku því
að saxa á forystuna þar til hún varð
aðeins þrjú mörk en þá tók þjálfari
Fram leikhlé og las liði sínu pistilinn.
Eftir hlé var fátt um varnir og
mörkin hefðu orðið enn fleiri ef ekki
hefði verið fyrir ótrúlega klaufaskap
beggja liða í sóknarleiknum. Hægt
og bítandi komust gestirnir fram úr
uns þeir höfðu níu marka forystu því
Valsstúlkur voru ragar við að skjóta
eða brjótast í gegn. Þessi feimni fór
þó af þeim, en of seint.
„Það er ekki margt gott hægt að
segja um þetta,“ sagði Marín Sören
Madsen, sem var markahæst Vals-
stúlkna. „Við misstum leikinn úr
höndum okkar í fyrri hálfleik þegar
við vorum að glopra niður boltanum í
sókninni með þeim afleiðingum að
leikmenn Fram fengu hraðaupp-
hlaup, þannig misstum við þær fram
úr okkur. Við þurfum að bæta sókn-
ina hjá okkur, varnarleikurinn er
ágætur.“ Eygló Jónsdóttir var einnig
góð og Árný Björk Ísberg.
„Það gekk ekki alltof vel en slapp,“
sagði Katrín Tómasdóttir hjá Fram
eftir leikinn. „Vörnin var mjög öflug í
byrjun en svo fórum við að slaka á og
verða of kærulausar. Við komumst
upp með það núna en það sleppur
ekki alltaf svona. Vörnin var ekkert
alltof góð í seinni hálfleik og þær
fengu að skjóta of mikið fyrir utan,“
bætti Katrín við, en hún átti prýð-
isleik eins og Hugrún markvörður.
Svanhildur Þengilsdóttir var at-
kvæðamikil til að byrja með.
Sterk vörn
Fram gerði
útslagið
STERK vörn Framstúlkna sló stöllur þeirra í Val út af laginu þegar
liðin mættust í fyrstu deild kvenna í Hlíðarenda í gærkvöldi. Vörnin
var svo sterk að eftir tæpar 19 mínútur var markvörður Vals eini
leikmaður liðsins sem hafði skorað utan af velli. Þegar Fram stúlkur
hafði náð níu marka forystu slökuðu þær fullmikið á klónni en höfðu
samt sigur, 32:25.
Stefán
Stefánsson
skrifar
st yfir með góðum hraðaupphlaup-
m, sem þær hafa verið þekktar fyrir
vetur. En Eyjastúlkur voru aldrei
angt undan og skiptust liðin á um að
afa forystu þar til tíu mínútur lifðu
eiks en þá hrukku meistararnir í
gang með Vigdísi Sigurðardóttur í
markinu og Anitu Andreasen í sókn-
nni í fararbroddi. Má segja að Vík-
ngsstúlkur hafi misst einbeitingu á
essum kafla og sigldu Eyjastúlkur
ram úr og átta marka sigur var stað-
eynd. Lokatölur í Eyjum 30:22.
Leikurinn í heild sinni fær ekki háa
inkunn hjá undirrituðum og sýndu
Íslandsmeistarar ÍBV ekki neina
takta sem meisturum sæmir. Upp úr
stóð frammistaða Vigdísar Sigurðar-
dóttur í markinu sem varði tuttugu
skot og sýndi að hún er einn besti
markvörður á landinu um þessar
mundir. Einnig átti Anita Andreasen
ágætistakta í sókninni. Hjá Víkings-
stúlkum var það fyrirliðinn, Kristín
Guðmundsdóttir, sem átti hvað best-
an leik og skoraði níu mörk þrátt fyr-
ir að vera rekin út af fyrir þrjár
brottvísanir þegar korter lifði leiks.
Fátt annað í leik Víkingsstúlkna
gladdi augað. Þá má geta þess að
dómarar leiksins, þeir Ingvar Guð-
jónsson og Jónas Elíasson, náðu sér
aldrei á strik í leiknum og hefðu þeir
verið betur settir við eitthvað annað í
kvöld.
Kristín Guðmundsdóttir, leikmaður
Víkings, var ekki upplitsdjörf í leiks-
lok: „Þó svo að við höfum tapað hér
með átta mörkum held ég því fram að
leikurinn í heild hafi ekki verið átta
marka tap. Við klúðruðum þessu und-
ir lok leiksins þegar smástress, sem
hefur einkennt leik okkar í vetur,
kom upp og í kjölfarið gáfum við þeim
sigurinn. Við erum búnar að tapa
tveimur leikjum stórt í röð þannig að
það má segja að leiðin liggi upp á
við,“ sagði Kristín.
„Ég er sátt við sigurinn í kvöld þó
svo að við höfum gert okkur svolítið
erfitt fyrir. Liðið er í hörkuformi
þessa dagana sem sýnir sig í því að
það hefur ekki tapað eftir áramót.
Bikarúrslitaleikur er um næstkom-
andi helgi þannig að það er um að
gera að hafa gaman af því sem við er-
um að gera,“ sagði Vigdís.
Morgunblaðið/Þorkell
aði 5 mörk fyrir Fram í 32:25 sigri á Val í gærkvöldi, reynir hér að brjótast framhjá Eygló Jónsdóttur.
starar á siglingu
kingsstúlkum í 15. umferð deild-
r, sem hafa verið á siglingu eftir
estina til að byrja með en þegar
m úr og unnu ágætissigur á annars