Morgunblaðið - 14.02.2001, Blaðsíða 1
2001 MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR BLAÐ B
B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A
RAGNHEIÐUR STEPHENSEN ER HÆTT MEÐ LANDSLIÐINU / B4
SVO kann að fara að Jón Arnar Magnússon
keppi í sjöþraut á sænska meistaramótinu í
fjölþrautum sem fram fer um aðra helgi. „Ef
ljóst verður að árangur minn í sjöþrautinni í
Tallin á dögunum nægir mér ekki til þess að
tryggja mér farseðilinn á HM í næsta mánuði
þá ætla ég á sænska meistaramótið og reyna
að gera betur en í Tallin,“ sagði Jón í sam-
tali við Morgunblaðið. Jón sagði enn fremur
að svo liti út fyrir að hann væri alveg við
mörkin að komast inn á HM. Til þess að vera
öruggur um keppnisrétt í sjöþrautinni á HM
innanhúss þurfi að vera með árangur upp á
6.100 stig. Hann náði 6.056 stigum í Tallin á
dögunum. „Ef þarf að fara til Svíþjóðar, þá
fer ég,“ sagði Jón Arnar, sem nú keppir fyrir
Breiðablik. Hann taldi það verða ljóst strax
upp úr helginni hvort af Svíþjóðarferðinni
verður.
Jón Arnar á sænska
meistaramótið?
Formannafundur Ungmenna-sambands Kjalarnessþings
(UMSK) samþykkti í gærkvöldi að
lýsa vantrausti á stjórn Ungmenna-
félags Íslands (UMFÍ) vegna
ákvörðunar hennar að ganga ekki til
viðræðna við Íþróttasamband Ís-
lands (ÍSÍ) um sameiningu.
Fundurinn var mjög fjölmennur
og var vantraustið samþykkt sam-
hljóða ásamt því að fela stjórn að
skipa þriggja manna nefnd til að
„undirbúa frekari viðbrögð“, eins og
segir í fréttatilkynningu frá UMSK.
Birgir Ari Hilmarsson, fram-
kvæmdastjóri UMSK, sagði í sam-
tali við Morgunblaðið eftir fundinn
að ekkert hefði verið ákveðið hvað
fælist í „frekari viðbrögðum“. Sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins
munu einhverjir innan UMSK telja
að í því felist nánari skoðun á aðild
UMSK að UMFÍ með úrsögn í huga
verði ekki orðið við kröfum stórs
hluta hreyfingarinnar um hugsan-
lega sameiningu við ÍSÍ.
Í fréttatilkynningu frá UMSK í
gærkvöldi segir meðal annars:
„Formannafundur UMSK haldinn
13. febrúar 2001 lýsir yfir vantrausti
á stjórn UMFÍ vegna ákvörðunar
stjórnarfundar 9.-10. febrúar sl. um
að ganga ekki til viðræðna við ÍSÍ
um mögulega sameiningu, þrátt fyr-
ir að vilji stórs hluta hreyfingarinn-
ar hafi ítrekað komið fram.“
Vantraust á
stjórn UMFÍ
EKKERT verður af því að Þórður
Guðjónsson, landsliðsmaður í
knattspyrnu og leikmaður Las
Palmas á Kanaríeyjum, verði lán-
aður til enska úrvalsdeildarliðsins
Derby County.
Í gær slitnaði upp úr samninga-
viðræðum á milli félaganna en
Derby vildi fá Þórð að láni í þrjá
mánuði með hugsanleg kaup í
huga. Las Palmas vildi fá 35
milljónir króna fyrir leigusamn-
inginn og var ekki tilbúið að
draga þá upphæð frá ef Derby
hefði viljað kaupa leikmanninn.
„Félögin voru að þrátta um
þetta fram og til baka. Derby var
ekki tilbúið að borga svona háa
upphæð fyrir leiguna og þar með
varð ekkert úr þessu. Derby
benti á félagið hefði ekki þurft að
greiða AC Milan neitt fyrir leig-
una á Taribo West, aðeins greiða
honum laun, og þannig skilst mér
að þetta sé hjá flestum liðum en
Las Palmas var ekki tilbúið að
ganga að þessum skilyrðum,“
sagði Þórður í gær.
Þórður verður því áfram í her-
búðum Kanaríeyjaliðsins, sem
keypti hann frá Genk í Belgíu
síðasta sumar. Hann hefur fengið
fá tækifæri með liðinu til þessa
og yfirleitt þurft að verma vara-
mannabekkinn í vetur.
Þórður
fer ekki
til Derby
Schubert bauð þeim piltum fjög-urra til fimm ára samning
sem þeir eru að fara yfir nú. Í
samningnum er boðin skólavist við
háskólann þeim að kostnaðarlausu,
en í staðinn verða þeir að keppa
fyrir skólaliðið. Hvert ár við skól-
ann kostar rúmlega 3 milljónir
króna. Samkvæmt reglum háskól-
anna ytra þá má þjálfarinn ekki
hitta þá Jakob og Örn á ný í heim-
sókn sinn að þessu sinni. Reiknað
er með að þeir verði í síma- og
tölvupóstsambandi við Schubert á
næstunni til þess að fá svör við
ýmsum þeim spurningum sem
kunna að vakna. Þá kemur til
greina að Jakob og Örn haldi utan
til þess að skoða aðstæður, en of
snemmt er enn að fullyrða hvort
eða hvenær af þeirri ferð verður.
Einnig er ljóst að þeir verða að
fara í stöðupróf áður en formlega
verður gengið frá hugsanlegri inn-
göngu þeirra í skólann.
Schubert er einn virtasti sund-
þjálfari Bandaríkjanna og er m.a.
þjálfari Lenny Krayzelburg,
heimsmethafa og ólympíumeistara
í baksundi. Hann hefur nú lokið
námi við skólann og er Schubert
að leita að eftirmanni hans í skóla-
liðið. Þar er Örn efstur á óskalist-
anum. Krayzelburg ætlar áfram að
æfa undir stjórn Schuberts þrátt
fyrir að mega ekki lengur keppa
fyrir hönd skólans.
Schubert vill fá Örn
og Jakob út í sumar
MARK Schubert, sundþjálfari háskólans USC í Los Angeles og
landsliðsþjálfari bandaríska sundlandsliðsins á síðustu Ólymp-
íuleikum, fundaði með sundmanninum Jakobi Jóhanni Sveinssyni
og foreldrum og þjálfara í fyrradag og með Erni Arnarsyni og hans
fólki í gær. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur Schubert
mikinn áhuga á að fá báða sundmennina í sveit sína og það ekki
síðar en síðsumars þegar skólar hefjast í Bandaríkjunum.
Reuters
Harry Kewell fagnar sigurmarki Lee Bowyers fyrir Leeds gegn Anderlecht í meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í gærkvöld. Leeds
sigraði, 2:1, og stendur vel að vígi í sínum riðli. Sjá nánar á B2.