Morgunblaðið - 14.02.2001, Blaðsíða 4
ÍÞRÓTTA- og Ólympíu-
samband Noregs, NIF, hefur
gert frumathugun á því
hvort íþróttaáhugafólk í
landinu sé tilbúið að skipta
um farsímafyrirtæki og taka
upp viðskipti við nýtt síma-
fyrirtæki og hluti af hagnaði
þess rynni til íþróttafélaga
sem eru innan vébanda NIF.
Ivar Egeberg, forseti NIF,
segir í viðtali við Aften-
posten að samkvæmt fyrstu
athugun megi áætla að um
10% meðlima NIF séu tilbúin
að eiga viðskipti við My-
Sport-símafyrirtækið en það
eru rúmlega 30.000 far-
símanotendur. Egeberg tel-
ur að íþróttahreyfingin
verði að bregðast við nýjum
áherslum í daglegu lífi al-
mennings, en illa gengur að
fá fólk til starfa í grasrót
íþróttahreyfingarinnar.
Skýringin er m.a. talin vera
að bróðurpartur af sjálf-
boðavinnu íþróttafélaga snú-
ist um „betl“ og fjáraflanir.
Takist samstarfsverkefnið
um farsímafyrirtækið vel má
gera ráð fyrir að NIF fái
rúmlega milljarð króna í
tekjur á ári frá farsímanot-
endum. Egeberg telur enn
fremur að hagnaðurinn geti
breytt starfi íþróttahreyf-
ingarinnar til hins betra og
íþróttastarfið sjálft verði aft-
ur aðalmarkmið hjá þeim
sem starfa við barna- og
unglingstarf.
Íþróttahreyf-
ingin í far-
símaslaginn?
HELGI Jónas Guðfinnsson og
félagar úr Ieper töpuðu naumlega,
78:80, gegn toppliði Oostende í
belgísku fyrstu deildinni í körfu-
knattleik. Helgi lék í 17 mínútur,
skoraði fimm stig, átti tvær stoð-
sendingar og tók eitt frákast. Leik-
urinn var hörkuspennandi en Oost-
ende hafði jafnan fárra stiga
forystu. Ieper hefði þó getað jafn-
að leikinn á lokasekúndunum en
Michael Huger brást bogalistin úr
langskoti. Liðið situr nú í 6. sæti
deildarinnar en átta efstu liðin fara
í úrslitakeppnina í lok tímabilsins.
FORSVARSMENN NBA-deildar-
innar hittust á fundum í Wash-
ington þar sem stjörnuleikur NBA
fór fram um helgina. Þar var m.a.
rætt um styttri skotklukku, 20 sek-
úndur í stað 24 og einnig var rætt
um að leyfa liðum að leika svæð-
isvörn, sem er bannað í NBA-deild-
inni.
NBA liðunum hefur gengið illa
að skemmta fólki á undanförnum
árum. Leikur liðanna snýst að
stórum hluta um að tveir leikmenn
spili saman á meðan hinir þrír sem
í liðinu eru standa álengdar og
draga til sín varnarmenn. Á síðasta
áratug hefur fjöldi skoraðra stiga í
hverjum leik farið niður á við og
skottilraunum hefur einnig fækkað.
Þrátt fyrir að reglum deildarinnar
hafi verið breytt fyrir fjórum árum
hefur stigaskorið farið niður á við.
NÆSTI stjörnuleikur NBA-
deildarinnar fer fram í Phila-
delphia. Forráðamenn liðsins hafa
undirbúið sig fyrir leikinn í rúm-
lega tvö ár þar sem leikurinn átti
að fara fram í borginni árið 1999
en ekkert varð af vegna verkfalls
NBA-leikmanna.
FÓLK
Ég hef verið að velta þessu fyrirmér síðan eftir undankeppni
HM vorið ’99. Sú keppni og undir-
búningurinn fyrir
hana var mjög erfið
andlega, a.m.k. fyrir
mig. Það sem gerst
hefur síðan í lands-
liðsmálum hefur ekki orðið til þess að
auka áhuga minn á þessari baráttu,“
sagði Ragnheiður í samtali við Morg-
unblaðið þegar hún var spurð út í
ástæðu þess að segja skilið við lands-
liðið.
„Eftir að hafa náð góðum árangri á
æfingamóti á Spáni sumarið ’98 var
haldið á annað sterkara mót í Tyrk-
landi um haustið. Þar náðust nokkur
hagstæð úrslit en einn lélegur leikur
olli því að neðsta sætið varð okkar
hlutskipti. Í kjölfarið þurfti leik-
mannahópurinn að hlusta á óverð-
skuldaðar svívirðingar í sinn garð
um tryggð sína við verkefnið og ým-
islegt fleira. Með þetta á bakinu hélt
hópurinn áfram sínum undirbúningi
fyrir HM. Auk þess höfðu tveir af
lykilleikmönnum liðsins dottið úr
hópnum vegna meiðsla og einn til
viðbótar var tæpur. Við þetta minnk-
aði leikreynsla liðsins mikið og með-
alaldur lækkaði,“ segir Ragnheiður.
„Mótherjarnir sem við fengum
voru svo ekki af verri endanum,
Rússar og Króatar. Í leikjunum á
móti Rússum misstum við svo á eft-
irminnilegan hátt einn máttarstólp-
ann í viðbót. Það atvik átti eftir að
draga dilk á eftir sér og vekja upp
spurningar um tryggingar leik-
manna. Þeirri sögu er enn ekki lokið.
Það var ekki nóg heldur gátu þjálf-
arar deildarinnar ekki setið á sér og
hófu upp gagnrýnisraddir og þurftu
leikmenn aftur að hlusta á að þeir
æfðu ekki nóg og væru ekki með
hugann við verkið. Á þessari stundu
var ekki margt sem benti til að bjart
væri framundan í kvennaboltanum.
Það voru líka góðar fréttir þetta ár
þegar 20 ára liðinu tókst að tryggja
sér sæti í lokakeppni HM, sem er
stærsta verkefni sem íslenskt
kvennalandslið hefur fengið. En
hvernig HSÍ tókst að klúðra því
verkefni með ófaglegum undirbún-
ingi er eitthvað sem ég mun aldrei
skilja. Það sem hefði getað orðið
lyftistöng fyrir íslenskan kvenna-
handknattleik urðu bara tóm von-
brigði,“ segir Ragnheiður.
„Núna nýlega var svo landsliðið
vakið upp að nýju með nýjum styrkt-
araðilum og verkefnum. Það var ráð-
inn nýr, mjög ungur, reynslulaus
þjálfari. Hinn nýi leikmannahópur
var einnig mjög ungur og reynslulít-
ill en eins og áður voru allir tilbúnir
til að leggja sig fullkomlega fram við
verkefnið. Þótt ég hafi eins og marg-
ir aðrir ekki verið allt of ánægð með
að fela svona ungum og reynslulaus-
um þjálfara jafn mikla ábyrgð ákvað
ég að gefa þessu tækifæri. Ég hef
alltaf lagt mikinn metnað í að leika
með landsliðinu og vildi ekki dæma
neitt fyrr en ég væri búin að prófa.
Eftir síðasta verkefni komst ég hins
vegar að þeirri niðurstöðu að eins og
staðan er í dag væri ég einfaldlega
vaxin upp úr landsliðinu. Mér finnst
það leiðinlegt en ég er bara búin að fá
nóg og nenni ekki lengur að hlusta á
skítkast, hvorki frá nefndarmönnum
HSÍ eða inni á æfingum. Við erum
alltaf að reyna að finna upp hjólið. Í
staðinn fyrir að félögin vinni saman
að uppbyggingu kvennahandboltans
er hver að pukrast í sínu horni og lit-
ið er á landsliðið sem einhverskonar
óvin. Ég óska landsliðinu alls hins
besta í komandi verkefnum og vona
að uppbygging á nýju liði eigi eftir að
ganga vel,“ sagði Ragnheiður.
Ragnheiður ákvað í sumar að söðla
um og halda til Noregs. Hún hafði
leikið allan sinn feril með Stjörnunni
en fékk tilboð frá Bryne og ákvað að
slá til. En hvernig hefur henni geng-
ið að fóta sig í Noregi þar sem deilda-
keppnin er talin með þeim betri í
heiminum?
,,Mér hefur gengið ágætlega. Ég
vissi að okkar hlutskipti yrði að berj-
ast fyrir sæti í deildinni. Við byrj-
uðum illa en baráttan gengur vel eins
og stendur og bendir allt til að mark-
miðið náist. Liðið er mjög jafnt, eng-
ar sérstakar stjörnur og er það bara
gott. Hvað mig sjálfa varðar, hef ég
spilað upp og ofan. Hér verð ég stöð-
ugt að sýna mitt besta því meðal-
mennska dugar ekki. Það koma því
leikir þar sem ekkert gengur en sem
betur fer hafa þeir ekkert verið allt
of margir.“
Hefur eitthvað komið þér á óvart?
„Það er margt sem hefur komið
mér á óvart hérna. Ég vissi að þetta
væri ekki atvinnumannalið sem ég
var að fara í en ég hélt að lið sem
væri komið upp í efstu deild væri
með þokkalega faglega umgjörð. En
það er ekki raunin. Sjúkraþjálfara-
mál eru t.d. í algjörum lamasessi
hérna. Ég hef líka verið að skoða
yngriflokkaþjálfunina og verð ég að
lýsa furðu minni yfir því hvernig
staðið er að málum miðað við hvað
Norðmenn standa framarlega í
handknattleik á alþjóðamælikvarða.
Liðin hér horfa síðan upp á sama
vandamál og liðin heima. Yngri leik-
menn eru ekki tilbúnir að fórna því
sama fyrir handboltann og leikmenn
gerðu hér áður fyrr. Þetta er greini-
lega að verða alþjóðlegt vandamál.
Skuldbindingin við liðið er ekki alltaf
fyrst í forgangsröðinni. Auðvitað er
þetta mismunandi eftir liðum alveg
eins og heima. Ég hef eiginlega kom-
ist að þeirri niðurstöðu að það sem
gerir Norðmenn svona miklu sterk-
ari en okkur er mikið til fólksfjöldinn
en ekki betri uppbygging. Þeir hafa
einfaldlega úr fleiri góðum einstak-
lingum að velja. Samkeppnin er
meiri og þar með verða góðir ein-
staklingar betri.“
Letilíf á ekki við mig
Hvað með áframhaldið. Verður þú
áfram úti eða kemurðu heim eftir
tímabilið?
„Ég skrifaði undir eins árs samn-
ing og hafði aldrei hugsað mér að
vera neitt lengur en það. Mig langaði
bara til að prófa að spila í sterkari
deildakeppni og nú er ég búin að því.
Ég hef aldrei haft þann draum að
vera atvinnumaður í handbolta. Mér
finnst bara ekkert heillandi að æfa
tvisvar á dag og ekkert annað. Ég
elska íþróttina en svona letilíf á ekki
við mig. Ég er vön að vinna meira en
fulla vinnu með handboltanum og
sakna ég þess mikið að hafa ekki
meira fyrir stafni. Ég samdi reyndar
upp á að vinna eitthvað en það hefur
bara ekki gengið upp. Ég fékk eins
árs frí frá vinnu til að fara út og ég
hlakka mikið til að komast aftur
heim í kennsluna. Þannig að ég er
örugglega á leiðinni heim í vor og
mun mitt gengi eða gengi liðsins ekki
breyta þeirri ákvörðun,“ segir Ragn-
heiður Stephensen, handknattleiks-
kona í Noregi.
Ragnheiður Stephensen handknattleikskona er hætt með landsliðinu
Litið er á lands-
liðið sem óvin
Morgunblaðið/Jim Smart
Ragnheiður Stephensen sækir að varnarmanni Slóvena í landsleik skömmu fyrir áramót. Ef að
líkum lætur var þetta síðasti landsleikur hennar, en Ragnheiður segist hafa fengið nóg.
RAGNHEIÐUR Stephensen,
handknattleikskona hjá norska
úrvalsdeildarliðinu Bryne, ætlar
ekki að gefa kost á sér framar í
íslenska landsliðið. Hún er ósátt
við margt sem tengist kvenna-
handboltanum hér á landi og
landsliðinu og í samtali við
Morgunblaðið segist hún ein-
faldlega vera búin að fá nóg.
Ragnheiður er 30 ára gömul og
hefur verið einn af máttarstólp-
unum í íslenska landsliðinu hin
síðari ár. Hún lék sinn fyrsta
landsleik árið 1992 og hefur
leikið 51 leik fyrir Íslands hönd.
Guðmundur
Hilmarsson
skrifar