Alþýðublaðið - 26.11.1972, Page 1

Alþýðublaðið - 26.11.1972, Page 1
AD BÆTA LIFI VID ARIN t>aö er af scm áður var á meðan þjóðin var fátæk, llfskjör kröpp og heilsugæzla af skorn- um skammti. Islcndingar eru nú i hópi þeirra þjóða, þar sem einstaklingurinn má vænta sér lcngstra lifdaga og mikið má vera ef islenzkar kerlingar verða ekki allra kerlinga elztar. En á sama tima og svo mikil áherzla hefur verið á það lög að lengja lif fólks og bæta heilsu þess, þá hefur orðið mikil breyt- ing á hlutskipti hinna öldruðu i þjóðfélaginu. Aður og fyrr var gamla fólkið alveg fram i and- látið virkir þegnar i störfum eins og hverjir aðrir. Það var alltaf með i leiknum. Þegar lik- amlegir kraftar þurru þá tóku við önnur störf, — bæði fram- leiðslu- og þjónustustörf i þágu heimilis og fjölskyldu og, siðast en ekki sizt, umsjón og uppeldi barnanna á heimilinu. Fyrir þau voru ömmurnar oftast þeir fræðarar, sem haldbezta þekk- ingu veittu á sögu þjóðarinnar og bezta innsýn gáfu i menningu hennar og mennt. Það má ör- ugglega til sanns vegar færa, að um mörg hundruð ára skeið hafi samfelld tilurð islenzkrar menningar fyrst og fremst hvilt á lotnum herðum gamalla kvenna, sem falin var upp- fræðsla hinna ungu eftir að þær höfðu slitið sér út við önnur störf. En nú er öldin önnur. Gamla fólkið lifir lengur og þvi liður betur Ifkamlega og ber að fagna þvi. En þjóðfélagið er smátt og smáttaðýta þvi til hliðar, — að segja við það: Víkið frá. Setjizt við vegkantinn, látið fara vcl um ykkur og horfið á okkur ganga hjá. Við komumst hraðar áfram, cf þið eruð ekki með. Það er ekki lengur þörf fyrir ykkur. Við sjáum þessa afstöðu til gamla fólksins viða i þjóðfélag- inu og gerðum þess. Litum t.d. á atvinnumálin. Ef þú ert ellilif- eyrisþegi og býrð við góða heilsu og þig langar til að vinna þér til ánægju, hvernig tekur þjóðfélagið þér? Það Iætur þig vinna kauplaust fyrsta kastið þvi um leið og vinnulaunin greiðast þér sneiðast ellilaun þin um sömu upphæð unz þau eru komin niður i ákveðið lág- mark. Þá fyrst ferð þú aö hafa tekjur af vinnu þinni. Hvaða þegnar þjóðfélagsins aðrir en aldraða fólkið eru látnir sæta slikum kjörum? Sama afstaða er tekin i skattamálunum. Ef þú ert á elli- lifcyrisaldri og vinnur þér eitt- hvað eilitið inn utanvcrt við elli- lifcyririnn þá er um lcið komin hin þunga hönd skattayfirvalda til þess að hirða hróöurpartinn af vinnulaunum þinum. Með þessu er hið opinbera beinlinis að neyða gamla fólkið til að liætta störfum þótt það vilji það ekki sjálft! Og það eru ekki aöeins þeir, sem rikisbúskapnum stjórna, scm hugsa svo. Þeim fyrirtækj- um fjölgar ört, sem beinlinis reka fólk heim um leið og það hefur náð ákveönum aldri jafnvel þótt um sé að ræða fólk, scm heldur fuliri heilsu og vinnuþreki. Hversu margir full- friskir vinnandi menn, sem hafa verið reknir heim sjötugir og dæmdir til aðgerðarleysis hafa ekki bókstaflega visnað upp á nokkrum árum eins og jurt, sem ekki fær næringu, bara vegna þess, að þjóðfélagið vill ekki leyfa þeim að vera með? Við eigum mikla peninga og okkur liggur á. E!n getum við öllu lengur keypt samvizkunni frið mcð þvi einu að fá aldraða fólkinu sæmilega aðbúð um leið og við ýtum þvi til hiiðar og dæmum það til eiliflegrar út- lcgðar frá þvi athafnalifi, sem aðrir lifa. Gamla fólkið vill fá að hafa eitthvaö fyrir stafni, vill fá að vcra með. Sjáið bara með hversu miklum áhuga það mæt- ir tii leiks sé eitthvað fyrir það gert og á það kallaö. Slikt þarf að gera i mun meira mæli en nú á sér staö. Það er mikil vizka fólgin f þeim spak- legu orðum, scm Erlcndur Vil- hjálmsson, deildarstjóri hjá Tryggingastofnun rikisins, mun hafa látið falla fyrstur manna á Islandi: „Það er ekki nóg að bæta árum við lifið. Það verður cinnig að bæta lifi við árin.” MEDAL ANNARRA ORÐA: SUNNUDAGUR 26. NÓV. 1972 — 53. ÁRG. — 267. TBL.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.