Morgunblaðið - 14.03.2001, Side 1

Morgunblaðið - 14.03.2001, Side 1
2001  MIÐVIKUDAGUR 14. MARS BLAÐ C B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A KÖRFUKNATTLEIKUR: BREYTINGAR HJÁ ÞÓR A. OG KFÍ / C3 fjögurra þjóða riðlum eins og vant væri og yrði riðlakeppninni skipt nið- ur á Danmörku, Noreg, Svíþjóð og Finnland. Ráðgert væri að fyrsti leik- ur keppninnar færi fram á Parken í Danmörku, en auk þess kæmi til greina að leika á leikvangi Bröndby og jafnvel á nýjum velli á Jótlandi sem væri á teikniborðinu. Í Noregi væri gert ráð fyrir að spil- að yrði á Ullevaal í Ósló og á Lerke- dal, heimavelli Rosenborg í Þránd- heimi. Þá kæmi Bergen til álita en þá væri nauðsynlegt að stækka völlinn nokkuð. Gert er ráð fyrir að Gauta- borg og Stokkhólmi verða vettvangur keppninnar í Svíþjóð og leikið verði á ólympíuleikvanginum í Helsinki og á nýjum leikvangi í sömu borg sem kenndur er við Finnair. Eggert sagði ennfremur að gengið væri út frá því að leikir í undanúslit- um færu fram á völlum sem taka a.m.k. 40.000 áhorfendur í sæti og úr- slitaleikurinn á velli sem taki a.m.k. 50.000 áhorfendur. „Undirbúningurinn er kominn á fulla ferð og við að afla umsókn okkar fylgis á meðal aðildarþjóða UEFA,“ segir Eggert. Á undirbúningsfundi EM sem haldin var í Helsinki var jafnframt samþykkt að Norðurlöndin styðji um- sókn KSÍ um að þing formanna og framkvæmdastjóra aðildarlanda UEFA árið 2007 verði haldið á Ís- landi. Eggert sagði að sá fundur væri stórmál og spennandi verkefni. „Til Íslands kæmu um 500 manns til fund- arins sem stæði í vikutíma.“ Eggert er varaformaður undirbún-ingsnefndarinnar ásamt for- manni finnska knattspyrnusam- bandsins, formaðurinn er hins vegar formaður danska knattspyrnusam- bandsins. Sem stendur er umsókn Norðurlandanna sú eina sem komin er fram, en líkur eru á að Rússar sæki einnig um svo og sameiginleg umsókn Austurríkismanna og Svisslendinga. „Við höfum svo gott sem lokið við að kortleggja okkar hluti er varðar keppnina og umsóknina, en það er enn óvíst hverjar kröfur UEFA verða til mótshaldara,“ sagði Eggert Magn- ússon í gær. Hann sagði þó ljóst að gengið væri út frá því að leikið væri í riðlakeppninni á völlum sem taka a.m.k. 30.000 áhorfendur í sæti. Keppnin myndi fara fram í fjórum Eggert í norrænni nefnd um EM 2008 EGGERT Magnússon, formaður Knattspyrnusambands Íslands, hefur verið skipaður varaformaður undirbúningsnefndar Norður- landanna að umsókn um að halda Evrópukeppnina í knattspyrnu árið 2008. Ráðgert er að mótið verði haldið í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi, hljóti umsóknin náð fyrir augum fulltrúa Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, en öll Norðurlöndin standa að henni og taka Íslendingar og Færeyingar þátt í undirbúningi keppninnar, verði af henni. Það skýrist í lok næsta árs hvar keppnin verður haldin. ARSENAL og Tottenham, liðin sem hafa herbúðir í Norður-London, mætast á Old Trafford í Manchester í undanúrslitaleik ensku bikar- keppninnar sunnudaginn 8. apríl. Liðin hafa leitt saman hesta sína á Wembley í undanúrslitum á síðustu árum en þar sem búið er að leggja Wembley niður er ekki nægilega stór leikvangur í London til að taka við stórleik eins og Arsenal og Tott- enham. Leikvellir Chelsea og West Ham taka ekki nægilega marga áhorfendur. Stuðningsmenn Arsenal og Tottenham eru afar ánægðir með að leikurinn fari fram á Old Trafford sem tekur 70 þús. áhorfendur. Liverpool og Wycombe Wander- ers mætast í hinum undanúrslita- leiknum á Villa Park í Birmingham. Lundúna- slagur á Old Trafford SELFYSSINGURINN Þórir Her- geirsson hefur verið ráðinn aðstoð- arþjálfari norska kvennalandsliðs- ins í handknattleik og mun hann taka við starfi Arne Högdahl sem hefur gegnt þessari stöðu und- anfarin fimm ár. Þórir verður því aðstoðarmaður Marit Breiviks en hún hefur stýrt norska kvennalandsliðinu síðustu sjö árin. Breivik gerði ekki alls fyr- ir löngu nýjan fjögurra ára samn- ing við norska handknattleiks- sambandið en um tíma var óvíst hvort hún mundi endurnýja samn- inginn. Áður en Breivik tók þá ákvörðun að halda starfi sínu áfram var Þórir orðaður við þjálfarastöð- una í norskum fjölmiðlum. Það var ekki að ástæðulausu þar sem Brei- vik sagðist vel geta hugsað að Þórir yrði hennar eftirmaður. Þórir er ekki alveg ókunnugur A- landsliðinu. Hann hefur verið í hlutastarfi sem einn af aðstoð- arþjálfurum liðsins auk þess sem hann hefur þjálfað yngri kvenna- landsliðin í Noregi með góðum ár- angri. Þórir aðstoðar- landsliðs- þjálfari Reuters Deportivo La Coruna frá Spáni komst í átta liða úrslit meistaradeildar Evrópu í gærkvöld með jafntefli, 1:1, gegn AC Milan, sem þar með er úr leik. Hér er Capdevila, leikmaður Deportivo, felldur af þeim Thomas Helveg og Ibrahim Ba og dæmd var vítaspyrna sem spænska liðið skoraði úr seint í leiknum. Sjá nánar /C2 Konurnar fá lítið í sinn hlut MIKILL munur er á því sem karlar og konur fá út úr samningi 1. deildarfélaga í handknattleik við Ríkisútvarpið vegna útsendinga frá leikjum á þessu keppnistímabili. Af 7,3 milljónum króna sem RÚV greiðir fyrir Íslandsmótið og bik- arkeppnina fá lið 1. deildar karla samtals tæp- ar 6,6 milljónir í sinn hlut, lið 1. deildar kvenna fá samtals tæplega 500 þúsund og HSÍ fær um 225 þúsund í sinn hlut. Þetta kemur fram í gögnum sem bárust Morgunblaðinu í gær. Öll 12 félög 1. deildar karla fá sneið af kökunni, minnst tæpar 250 þúsund krónur, og síðan stig- hækkandi eftir því hve langt liðin komast í úr- slitakeppninni, auk þess sem liðin sem komast í úrslitaleik bikarkeppni karla skipta tæpum 500 þúsundum á milli sín. Hlutur kvenna skiptist í tvennt, helminginn fá liðin tvö sem leika til úr- slita í bikarkeppninni og hinn helminginn liðin tvö sem leika til úrslita um Íslandsmeistaratit- ilinn. Aðeins fjögur lið af tíu í 1. deild kvenna, jafnvel einungis tvö, fá greiðslu í sinn hlut vegna samningsins við RÚV.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.