Morgunblaðið - 16.03.2001, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 16.03.2001, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2001 C 3 BÍÓBLAÐIÐ GEIMFARINN Leo Davidson (Mark Wahlberg) sest upp í geim- flaug sína dag einn árið 2029 og er skotið frá geimstöð í ofurvenjulegan könnunarleiðangur. Hann er einn af geimförunum við Geimferðastofnun Bandaríkjanna og á ekki von á neinu sérstöku í leiðangrinum. Allt eins og það á að vera. Þangað til hann lendir í ormagöng- um og tíminn gerir honum grikk og hann hafnar á ókunnri plánetu þar sem apar tala mannamál og ráða yfir mannkyninu. Hlutirnir á þessum leyndardómsfulla stað eru sannar- lega öfugsnúnir miðað við það sem Leo Davidson á að venjast og má segja að hann veki mikla athygli íbúa plánetunnar auk þess sem hann myndar samband við unga konu, Daenu að nafni, sem hatast út í hinn ráðandi kynstofn. Á meðal íbúanna eru apaynjan Ari (Helena Bonham Carter) og lítill flokkur uppreisnarapa, sem eru á flótta undan Górilluhernum og for- ingja hans, Thade hershöfðingja (Tim Roth), og hægri hönd hans, Att- ar hinum ógurlega (Michael Clarke Duncan). Hefst nú kapphlaup mikið þeirra á milli um að ná til heilags musteris á hinu dularfulla Bann- svæði þar sem liggur lykillinn að for- tíð plánetunnar – og framtíð. Lifir í minningunni Þeir sem hrifust upp úr skónum af Apalánetunni í Nýja bíói fyrir eins og þremur áratugum kannast við sitt- hvað úr þessum söguþræði en gamla myndin sagði frá þremur geimförum sem fóru í gegnum einhvers konar tímagat og lentu á eyðilegri plánetu þar sem apar fóru með völdin, töluðu lýtalausa ensku og höfðu fyrir þræla og tilraunadýr mállausa menn. Charlton Heston fór fyrir geimför- unum og komst að lokum að sannleik- anum á bak við Apaplánetuna í ein- hverju besta og fullkomnasta lokaatriði kvikmyndanna. Nema það var ekkert lokaatriði auðvitað. Myndin náði slíkum vin- sældum út á sinn forvitnilega vís- indaskáldskap að fáu var við jafnað og stutt var í mynd númer tvö og svo þrjú og fjögur og fimm en um það leyti var sagan orðin svo útvötnuð og leiðinleg að áhrifin sem fyrsta mynd- in hafði næstum hurfu. Það gerðist þó aldrei alveg og Apaplánetan lifði í minningunni sem verulega góð afþreying. Því kom það kannski ekki mjög á óvart þegar framleiðandi hennar, 20th Century Fox-kvikmyndaverið í Hollywood, ákvað að heimsækja plánetuna enn á ný og endurlífga vörumerkið fræga. Víst er að nýja Apaplánetumyndin er aðeins sú fyrsta af mörgum sem eiga eftir að fylgja í kjölfarið en vonandi er að þær útvatnist ekki líkt og fyrri myndirnar. Fox leitaði til eins frumlegasta og sérstæðasta leikstjóra Bandaríkj- anna til þess að endurvekja Apa- plánetuna og Tim Burton stökk á boðið. Hann gerði áður Batman- myndir tvær og hóf hasarblaðamynd- ir til vegs og virðingar með þeim og áður en hann tók að sér Apaplánet- una hafði hann reynt að fá gerða nýja Superman-mynd með Nicolas Cage í titilhlutverkinu. Það gekk ekki og hann lenti á plánetu apanna. Það sem blasti við honum var ann- ars vegar að fyrri myndin er nær heilög í hugum margra og þá mátti hann alls ekki vanvirða með einhverri skrípamynd og hins vegar að nýja myndin þarf að ganga lengra, hafa eitthvað sérstætt og nýtt við sig svo hún teljist fullnægja nýjum tímum og nýjum áhorfendum að Apaplánet- unni. Hann fékk förðunarmeistarann Rick Baker í lið með sér til þess að hanna nýtt útlit apanna en Baker vann síðast við The Grinch og áður með Burton við gerð Ed Woods. Burton fékk einnig gamlan sam- starfsmann sinn, Danny Elfman, til þess að semja tónlist við myndina en Elfman samdi tónlistina við Batman á árum áður. Þá voru það leikararnir. Burton kaus Mark Wahlberg til þess að fara með gamla Heston-hlutverkið en Wahlberg er einn af ungu og upp- rennandi leikurunum vestra og vakti fyrst athygli þegar hann lék klám- stjörnu í Boogie Nights. Estella Warren leikur Daena, sem geimfar- inn Leo verður ástfanginn af, en hún mun ekki segja margt í myndinni. Hún er fyrsta manneskjan sem geim- farinn hittir á hinni dularfullu plán- etu, hatar apana og er með svona fyr- irsætukropp sem kemst á baðfata- forsíðu Sports Illustrated. Persónur og leikendur Hin fágaða breska leikkona Hel- ena Bonham-Carter leikur Ari sem vinnur að mannréttindamálum á Apaplánetunni og er dóttir háttsetts apaleiðtoga. Hún heldur því fram að apar og menn geti lifað saman í sátt og samlyndi og þegar hún heyrir að Leo talar hennar mál sannfærist hún enn frekar um réttmæti skoðana sinna. Bonham-Carter hefur hingað til helst verið kunn fyrir vandaðan leik í kvikmyndum byggðum á bresk- um bókmenntaverkum. Landi hennar, Tim Roth, leikur Thade sem fer fyrir Górilluhernum, er hershöfðingi sem ræðst með of- forsi á menn hvar sem þá er að finna. Hann er hrokafullur og þolir ekki undanlátssemi en eini veikleiki hans er ást hans á Ari, sem kemur í veg fyrir að hann þaggi niður í henni. Roth hefur lengi verið einskonar jað- armaður kvikmyndanna eftirminni- legastur úr Tarantino-myndunum Reservoir Dogs og Pulp Fiction. Enn eru tveir leikarar ónefndir. Svarti risinn úr Grænu mílunni, Michael Clarke Duncan, leikur hægri hönd Thades, Attar, og er honum lýst sem hinum skelfilegasta stríðsapa. Og loks leikur Paul Giamatti apann Limbo sem er séður og vitur óran- gútanapi sem selur menn í þrælahald og sem gæludýr á mannamörkuðum. Hann er trúr apasamfélaginu en finnur að hann nýtur ekki virðingar þess og svo fer að hann gerist liðs- maður geimfarans. Öpum þessum og mannfólki á hinni dularfullu plánetu fáum við svo að kynnast í sumar þegar myndin verður sett í dreifingu um heims- byggðina og má gera ráð fyrir tals- verðri flugeldasýningu í kringum það allt saman. Helena Bonham-Carter: Ari mannréttindafrömuður. Tim Roth: Hershöfðinginn Thade. Michael Clarke Duncan: Stríðsapinn ógurlegi, Attar. Estella Warren: Daena, ástkona Leos. Aparnir í öndvegi Þeir sem upplifðu Apaplánetuna í Nýja bíói í gamla daga sem einn besta vís- indaskáldsagnatrylli allra tíma bíða ugg- laust með mikilli eftirvæntingu eftir end- urgerð Tim Burtons að sögn Arnaldar Indriðasonar, sem styttir þeim biðina með samantekt um eina af stóru sum- armyndum ársins. Á plánetunni dularfullu: Vígalegur api í fullum herklæðum. Mark Wahlberg: Geimfarinn Leo. PARÍS Oddný Sen Nýbylgju- tvíeykið Cassel og Kassovitz Mikið er rætt og ritað um nýja franska nýbylgju um þessar mundir enda tímabært eftir kreppuna miklu sem franskur kvikmyndaiðnaður lenti í á ní- unda áratugnum. Eitt af því sem einkenndi frönsku ný- bylgjuna var að kvikmynda- leikstjórarnir notuðu gjarnan sömu leikarana í verkum sín- um og skapaðist við það ekki aðeins sérstakt samband á milli leikstjóra og leikara heldur gaf túlkun leikarans persónunni sérstakan blæ. FRÆG dæmi af mörg-um er samstarfFrançois Truffaut ogJean-Paul Belmondo, Claude Chabrol og Stéph- ane Audran. Mathieu Kassovitz, sem af mörgum er talinn einn af upphafs- mönnum nýrrar ný- bylgju í Frakk- landi, not- ar svipað fordæmi með leik- aranum Vincent Cassel. Cassel vakti fyrst athygli fyrir leik sinn í kvik- myndinni Métisse sem Kassovitz gerði árið 1993 og sló síðan eftirminnilega í gegn fyrir leik sinn í La Haine (Hatrið). Það varð til þess að Cassel fóru að bjóðast hlut- verk frá erlendum kvik- myndaleikstjórum og í mynd Shekhar Kapur, Elizabeth, lék hann spilltan, franskan hertoga sem m.a. nýtur þess að skrýðast kvenmanns- klæðum. Reiði Frakka yfir þessu hlutverki Cassels var nær áþreifanleg í kvikmynda- húsum og lá við að textinn drukknaði í hnussi áhorf- enda þegar Cassel opnaði munninn. Gagnrýnendur létu hafa eftir sér að Cassel mætti skammast sín fyrir að leika hlutverk sem „sýnir Frakka á afkáralegasta hátt.“ Cassel náði sér á strik aftur með ágætis leik í Jeanne D’Arc eftir Luc Besson og síðan í Rivieres pourpres (Fjólublá fljót) eftir Kassovitz en síðarnefnda myndin hefur slegið öll að- sóknarmet og halað inn yfir þrjár milljónir áhorfenda. „Myndin er fyrst og fremst gerð til að skemmta áhorf- endum,“ segir Cassel um Fjólublá fljót en hann á því ekki að venjast að áhorf- endur flykkist á myndir Kassovitz. „Eftir La Haine og Assassin’s (Morðingjar), sem eru afar þungar myndir, var kominn tími til að ná bet- ur til áhorfenda.“ Þeir félagar hyggjast halda áfram sam- starfinu í nýrri mynd eftir Kassovitz en það verður að bíða um sinn. Þegar þeir voru við tökur í Bandaríkjunum leist Nicole Kidman svo vel á þá að hún bað þá að leika frændur sína í áströlsku myndinni Birthday Girl sem verður frumsýnd bráðlega. Kassovitz og Cassel: Sam- starfið heldur áfram.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.