Morgunblaðið - 16.03.2001, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 16.03.2001, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2001 C 7 BÍÓBLAÐIÐ SPIELBERG kemur víða við og veldur breyttum högum, ef maður má gerast svo djarfur. Hann sat eitt kvöldið, þessi mesti kvik- myndamógúll samtímans, og horfði á sjónvarpið. Á dagskrá var fjögurra tíma smáþáttaröð CBS-stöðvarinnar sem bar heitið Titanic og greindi frá hinu hörmulegasta af öllum sjóslys- um og mógúlnum varð starsýnt á eina leikkonu þáttaraðarinnar, sem hann hafði hvergi séð áður. Hann kynnti sér málið í framhaldi af því og Catherine Zeta-Jones varð fljótlega heimsfræg stórstjarna. Spielberg var um þessar mundir að framleiða bíómynd sem byggði á vin- sælli bíóhetju að nafni Zorro og hann bjó svo um hnútana að glæsimeyjan úr sjónvarpinu fékk að reyna sig í hlutverki kærustu söguhetjunnar. Leikstjórinn, Martin Campell, féll í stafi (svo sem eins og margir aðrir) þegar hann leit leikkonuna augum og hún fékk hlutverkið. Mótleikararnir voru ekki af verri endanum: Antonio Banderas og Anthony Hopkins. Síðan þetta var hefur Zeta-Jones ekki aðeins orðið ein af skærustu stjörnum kvikmyndanna heldur hef- ur um fátt annað verið fjallað í slúð- urfréttum veraldar svo mánuðum ef ekki árum skiptir en samband henn- ar og Michaels Douglas en þau giftu sig fyrir skemmstu. Þannig hefur Zetu, ungri stúlku frá Wales (Rich- ard Burton og Anthony Hopkins eru þaðan einnig), verið kastað inn í kast- ljós hinnar heimskulegu slúður- pressu – og hún notið þess í botn. Hún var löngum staðráðin í því að gerast leikkona og eitt af fyrstu hlut- verkum hennar á leiksviði í West End í London var í 42nd Street. Hún fékk áberandi hlutverk í vinsælum sjónvarpsþáttum Yorkshire Tele- vision, The Darling Buds of May, sem byggði á verkum H.E. Bates og þess var ekki langt að bíða að hún færi út í kvikmyndaleik. Frami hennar var skjótari en margra. Hún var fljótlega farin að fá hlutverk í stórmyndum á borð við The Haunting, þar sem hún var á móti Liam Neeson og Lili Taylor, og við sáum hana heilla Sean Conn- ery upp úr skónum í Entrapment. Hún fer með eitt aðalhlutverkanna í nýjustu mynd Steven Soderberghs, Traffic, sem frumsýnd er núna um helgina hér á landi en það er fyrsta myndin sem hún og maðurinn henn- ar, Douglas, leika í saman. Zeta fer með hlutverk samkvæmisljóns og milljónerafrúar í S-Kalíforníu sem kemst að því þegar eiginmaður henn- ar er handtekinn að fína lífernið er borgað með fíkniefnagróða. Hún tek- ur að berjast fyrir þeim lífsgæðum sem hún hefur vanist en það er á brattan að sækja. Zeta var sýnilega ólétt meðan á tökunum stóð og Soderbergh fannst það ekki til trafala nema síður væri; í hans huga jók það aðeins á dýpt per- sónunnar. Hann sá enga aðra fyrir sér í hlutverki eiginkonunnar. „Hún er auðvitað nógu glæsileg,“ er haft eftir honum, „en ég vissi að það bjó meira að baki, að hún væri virkilega góð leikkona.“ Það sem Zetu fannst mest varið í varðandi Traffic var að hún mátti vera sú sem hún vildi helst vera, ekki aðeins ólétt heldur frá Wales. Hún hefur í myndum sínum þurft að kæfa velska hreiminn en Soderbergh hvatti hana til þess að tala eins og henni er eðlilegt og henni létti mikið. „Mér fannst frábært að Steven skyldi vilja fá mig í myndina sína,“ segir hún. „Það hefði ekki getað gerst á betri tíma fyrir mig.“ Ljóst er að Zeta er ekki aðeins glæsileg leikkona heldur einnig hæfi- leikum gædd og hefur þegar veitt stórstjörnum eins og Julia Roberts og Demi Moore harða samkeppni og mun gera það um ókomna tíð. er gift leikaranum og framleiðandanum Michael Douglas eins og varla hefur farið fram hjá nokkrum manni á byggðu bóli. Hún á blómstrandi kvikmyndaferil sinn að nokkru leyti Steven Spielberg að þakka sem sá hana leika í sjónvarpsseríu og fékk henni hlutverk í Zorro. Zeta er Walesbúi en að minnsta kosti tveir ágætis leikarar eru landar hennar, nefnilega Richard Burton og Anthony Hopkins. Hún var ólétt á meðan á tökum Traffic stóð og er nú móðir ungs drengs að nafni Dylan. Catherine Zeta-Jones Zeta – Ástarsaga Svipmynd Eftir Arnald Indriðason Bíóin í borginni SANNFÆRANDI TÚLKUN MICH- AELS DOUGLAS Á SJÚSKUÐUM HÁSKÓLAPRÓFESSOR OG RIT- HÖFUNDI, SEM ER BÆÐI Í MIÐ- ALDRAKREPPU OG RITKREPPU, Í NÝJUSTU MYND CURTIS HAN- SONS (LA CONFIDENTIAL), THE WONDER BOYS. LEIKUR TOBEY MAGUIRES ER EKKI SÍÐRI EN HANN ER NEMANDI Í UNGLINGA- KREPPU, SEM VIRÐIST HAFA ÞAÐ UMFRAM PRÓFESSORINN AÐ GETA HLEYPT RITFÁKNUM Á SKEIÐ. ÞETTA ER SKONDIN OG Á KÖFLUM NÆMLEG MYND SEM NÝTUR EKKI AÐEINS FYRRNEFNDRA LEIKAFREKA HELDUR EINNIG FRANCES MCDORMAND OG ROBERTS DOWNEY JR. Í AUKAHLUTVERKUM. VÖNDUÐ OG GREINDARLEG AFÞREYING. Ekki missa af...NÝJAR MYNDIRCHOCOLAT Regnboginn: kl. 5:30 – 8 – 10:30. Aukasýning um helgina kl. 3. GIFT Laugarásbíó: kl. Föstudag/mánudag : 5:30 – 8 – 10:30. Um helgina kl. 3 – 5:45 – 8 – 10:30 Háskólabíó: kl. 5:45 – 8 – 10:15. Aukasýning um helgina kl. 3. TRAFFIC Bíóhöllin: kl. 4 – 8 – 10:45. Bíóborgin: kl. 5 – 8 – 10:45 Kringlubíó: kl. 5:15 – 8 – 10:45 KIRIKOU OG GALDRAKERLINGIN Kringlubíó: kl. 3:45. Aukasýning um helgina kl. 2. Háskólabíó: Föstudag/mánudag kl. 6. Laugar- dag kl. 2 – 4 – 6. Sunnudag kl. 4 – 6. CAST AWAY ½ DRAMA Bandarísk. 2000. Leikstjóri: Robert Zemeckis. Handrit: William Broyles. Aðalleikendur: Tom Hanks, Helen Hunt. Hanks fer á kostum í frábærri mynd Zemeckis um mann sem verður skip- reka á eyðieyju. Kringlubíó: kl. 8. Háskólabíó: kl. 8 – 10. Aukasýn. föstudag kl. 12. FJÖÐURSTAFIR – QUILLS DRAMA Bandarísk. 2000. Leikstjóri Philip Kaufman. Handrit: Doug Wright. Aðalleikendur: Geoffrey Rush, Kate Winslet, Joaquin Phoenix, Michael Caine. Kaufman er aftur kominn á beinu brautina með eftirminnilega mynd um markgreifann sem enn hneykslar fólk eftir tæpar tvær aldir. Kolsvört gamanmynd og ádeila sem vekur áleitnar spurningar. Rush fer fyrir úr- vals leikhóp. Stjörnubíó: Föstudag og e. helgi kl. 5:45 – 8 – 10:15. Um helgina kl. 8 – 10:20. WONDER BOYS ½ DRAMA Bandarísk. 2000. Leikstjóri: Curtis Hanson. Handrit: Steve Kloves. Aðalleikendur: Michael Douglas, Toby Maguire, Frances McDormand. Svört og húmorísk mynd um há- skólaprófessor og nemanda hans sem læra ýmislegt hvor af öðrum um skáldskap og lífið. Einstaklega svöl og smekkleg mynd með frábærum leikurum. Bíóhöllin: kl. 10. Bíóborgin: kl. 8 – 10:10. Kringlubíó: kl. 10. ALMOST FAMOUS  GAMAN Bandarísk. 2000. Handrit og leikstjórn: Cameron Crowe. Aðalleikendur: Patrick Fugit, Billy Crudup, Kate Hudson, Frances McDormand. Endurminningar höfundar af tónlist- argerjun áttunda áratugarins eru sagðar á óvenju trúverðugan og skemmtilegan hátt í mynd sem hefur fjölmargt til síns ágætis. Ekki síst vel skrifaðar og ekki síður leiknar, per- sónur. Stjörnubíó: kl. 5:30 – 8 – 10:30. Aukasýn. um helgina kl. 3. BILLY ELLIOT  DRAMA Bresk. 2000. Leikstjórn: Stephen Baldry. Hand- rit: Lee Hall. Aðalleikendur: Jamie Bell, Julie Walt- ers, Gary Lewis. Einföld, falleg og fyndin mynd um bar- áttu 11 ára drengs að fá að vera hann sjálfur, og pabba hans við að finna einhverja von. Háskólabíó: kl. 5:45 – 8 – 10:15. Aukasýn. u. h. kl. 3. KRJÚPANDI TÍGUR – CROUCHING TIGER, HIDDEN DRAGON  DRAMA Bandaríkin. 2000. Handrit og leikstjórn: Ang Lee Mögnuð ástarsaga frá Ang Lee úr gamla Kína, sem yfirvinnur þyngdar- lögmálið í glæsilegum bardagaatrið- um. Regnboginn: kl. 5:30 – 8 – 10:30. Aukasýning um helgina kl. 3. O BROTHER, WHERE ART THOU  GAMAN Bandarísk. 2000. Leikstjóri: Joel Coen. Handrit: Joel og Ethan Coen. Aðalleikendur: George Cloon- ey, John Turturro, Holly Hunter, John Goodman. Coenbræður endursegja lauslega Odysseifskviðu í gegnum þrjá stroku- fanga á þriðja áratugnum. Myndin er býsna góð á köflum, ekkert meira eða dýpra en það. Laugarásbíó: kl. 8 –10:15. Háskólabíó: kl. 8 – 10:15. Aukasýn. um helgina kl. 5:45. HANNIBAL ½ HROLLUR Bandarísk. 2000 Leikstjóri Ridley Scott. Handrit: Steve Zaillian, David Mamet. Aðalleikendur: Anth- ony Hopkins, Julianne Moore, Ray Liotta. Mannætan snýr aftur í rétt þokka- legri hrollvekju. Háskólabíó: kl. 5:30 – 8 – 10:30. Aukas. fö. kl. 12:30. Um helgina kl. 3 Laugarásbíó: kl. 5:30 – 8 – 10:30. Aukas. um helgina kl. 3. Bíóhöllin: kl. 8 – 10:30. 102 DALMATIANS (ísl. tal)  FJÖLSK. Bandarísk. 2000. Leikstjórn: Kevin Lama. Hand- rit: Dodie Smith. Aðalleikendur: Glenn Close, Alice Evans, Gerard Depardieu. Það stormar af Close sem leikur Krú- ellu hina ægilegu af sannfærandi fít- onskrafti og hundarnir eru afbragð. Gott fjölskyldugrín. Bíóhöllin: kl: 3:50 – 5:55. Aukasýn. um helgina kl. 1:40. Stjörnubíó: Um helgina kl. 2 – 4 – 6. Kringlubíó: kl. 3:50 – 5:55.. Aukasýn u. h. kl. 1:40. 102 DALMATIANS (enskt tal) Bíóborgin: 6. Aukasýn. um h. kl. 4. IKINGUT ½ BARNAMYND Íslensk. 2000. Leikstjóri: Gísli Snær Erlingsson. Handrit: Jón Steinar Ragnarsson. Aðalleikendur: Hjalti Rúnar Jónsson, Hans Tittus Nakinge, Pálmi Gestsson. Hugljúf, átakalítil barnamynd um for- heimsku og fordóma, fyrr á öldum í vestfirsku sjávarþorpi. Háskólabíó: Laugardag kl. 2 – 4. Sunnudag kl. 4. LEIÐIN TIL EL DORADO  FJÖLSK. (Íslenskt tal) Bandarísk. 2000. Leikstjóri: Eric Bergeron. Handrit: Don Paul. Teiknimynd. Segir frá tveimur svindlurum sem finna gulllandið El Dorado, Útlitið full- komið, eins og vænta má, hið sama er ekki hægt að segja um söguna eða tónlistina. Bíóhöllin: kl. 3:45. Aukasýn um helgina kl. 1:50. Bíóborgin: Um helgina kl. 4. Háskólabíó: Laugardag kl. 2 – 4. Sunnudag kl. 4. VERTICAL LIMIT ½ SPENNA Bandarísk. 2000. Leikstjórn og handrit: Martin Campbell. Aðalleikendur: Chris O’Donnell, Bill Paxton, Scott Glenn. Háskasenurnar eru með albesta móti í mynd um björgunarleiðangur á K2. Að öðru leyti frekar klént. Bíóhöllin: kl. 8 – 10:20. Regnboginn: kl. 10. Laugarásbíó: kl. 45:45 – 8 – 10:15. Aukasýning um helgina kl. 3:30. DUDE, WHERE IS MY CAR? GAMAN Bandarísk. 2000. Leikstjóri: Danny Lerner. Hand- rit: Philip Stark. Aðalleikendur: Ashton Kutcher, Sean William Scott, Jennifer Garner. Heimskugamanmynd um tvo vitleys- inga sem lenda í geimveruhasar. Della fyrir unglinga. Regnboginn: kl. 6 – 8. Aukasýning um helgina kl. 2 – 4. Bíóhöllin: kl. 4 – 6 – 8 – 10. Aukasýn. fö. kl. 12. Um helgina kl. 2. THE LITTLE VAMPIRE HROLLUR Bandarísk. 2000. Leikstjóri: Uli Edel. Handrit: Angela Sommer-Brodenburg. Aðalleikendur: Jon- athan Lipnicki, Richerd E. Grant, Alice Krige. Bíóhöllin: kl. 4–6. Aukas. um helgina kl. 2. Kringlubíó: kl. 4. Aukas. um helgina kl. 2. REMEMBER THE TITANS DRAMA Bandarísk. 2000. Leikstjóri: Boaz Yakin. Handrit: Gregory Allen Howard. Aðalleikendur: Denzel Washington, Will Patton, Wood Harris. Merkileg saga um kynþáttaósætti færð í formúlubúninginn gamal- kunna, toppuð með þjóðernisrembu. Bíóhöllin: kl. 8 – 10:15. Bíóborgin: kl. 5:45 – 8 – 10:15. Kringlubíó: kl. 10. WHAT WOMEN WANT  GAMAN Bandarísk. 2000. Leikstjórn og handrit: Nancy Meuers. Aðalleikendur: Mel Gibson, Helen Hunt, Marisa Tomei Að mestu ófyndin langloka um mann sem heyrir hvað konur hugsa. Laugarásbíó: kl. 5:30 – 8 – 10:30. Aukas. Um helgina kl. 3. Regnboginn: kl. 5:30 – 8 – 10:30. Aukas. u.h. kl. 3. POKEMON 2000 ½ TEIKNIMYND Bandarísk. 2000. Leikstjóri: Gail Tilden. Handrit: Norman Grossfeld. Aðalraddir: Grímur Gíslason, Vigdís Hrefna Pálsdóttir. Óskiljanleg, súr stuttmynd um Poke- mon, er fylgt eftir með ofbeldisfullri mynd um sömu persónur. Kringlubíó: Um helgina kl. 1:50. DOUBLE TAKE  SPENNA Bandarísk. 2001. Leikstjórn og handrit George Gallo. Aðalleikendur Orlando Jones, Eddie Griff- in. Enn eitt þrástaglið um ofurfyndna og færa blökkumenn í óskiljanlegum slag við umhverfið. Ekki einu sinni broslegir leikarar til að hressa upp á jukkið. Bíóhöllin: kl. 4 – 6 – 8 – 10. PROOF OF LIFE  SPENNA Bandarísk. 2000. Leikstjóri: Taylor Hackford. Tony Gilroy. Aðalleikendur: Meg Ryan Russell Crowe, David Morse. Stjörnurnar Ryan og Croe hefðu bet- ur sleppt að leika í þessari gjörsam- lega gjörsneyddu kvikmynd. Bíóhöllin: kl. 5:30 – 8 – 10:30 Kringlubíó: kl. 6 – 8 – 10:30. Háskólabíó: kl. 5:30 – 8 – 10:30. Aukasýn. um helgina kl. 3. ROCKY AND BULLWINKLE  TEIKNIMYND Bandarísk. 2000. Leikstjóri: Des McAnuff. Hand- rit: Jay Ward. Aðalraddir: Robert De Niro, Rene Russo, Jason Alexander. Teiknimyndasería gerð að bruðlmynd í Hollywood. De Niro í hlutverki ein- ræðisherra sem ráða vill heiminum. Bíóhöllin: kl. 4 – 6 – 8 – 10. Aukasýning um helgina. kl. 2. DR. T AND THE WOMEN ½ GAMANMYND Bandarísk. 2000. Leikstjóri Robert Altman. Handrit: Anne Rapp. Aðalleikendur: Richard Gere, Helen Hunt, Farrah Fawcett, Kate Hudson. Robert Altman gerir góðar myndir og vondar. Þessi er vond. Svona gera menn ekki. Háskólabíó: kl. 5:45. Sæbjörn Valdimarsson/Arnaldur Indriðason/Hildur Loftsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.