Morgunblaðið - 21.03.2001, Síða 1
2001 MIÐVIKUDAGUR 21. MARS BLAÐ C
B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A
HANDKNATTLEIKUR: KA TILKYNNTI EKKI ÞÁTTTÖKU / C4
KNATTSPYRNUFÉLAGIÐ Fylkir mun vænt-
anlega skoða bandaríska leikmanninn Joey
DiGiamarino í æfingaferð liðsins á Spáni í
byrjun apríl. DiGiamarino er 23 ára og lék
þrjú keppnistímabil með bandaríska atvinnu-
mannaliðinu Colarado Rapids en samdi í
janúar sl. við þýska liðið Bayer Leverkusen.
DiGiamarino fór í uppskurð á fæti í lok síð-
asta árs og hefur því ekkert leikið með þýska
liðinu í vetur og verði af því að hann gangi
til liðs við Árbæjarliðið væri um lánssamning
að ræða. Að sögn Kjartans Daníelssonar,
framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar Fylk-
is, berast félaginu fjölmargar fyrirspurnir í
hverri viku frá leikmönnum sem vilja reyna
fyrir sér á Íslandi og á þessari stundu sé ekki
ljóst hvort einhverjir nýir leikmenn verði
fengnir til félagsins.
Frá Leverkusen
til Fylkis?
DEILDARMEISTARAR Njarð-víkur í körfuknattleik karla
taka á móti Íslandsmeistaliði KR í
fyrsta leik liðanna í undanúrslitum
sem hefjast á sunnudag. Í hinni und-
anúrslita viðureigninni er Tindastóll
frá Sauðárkróki með heimaleikja-
réttinn ef til oddaviðureignar kemur
gegn Keflavík.
Njarðvíkingar hafa ekki riðið feit-
um hesti frá þremur viðureignum
sínum gegn KR í vetur. KR sló
Njarðvík út úr 16-liða úrslitum bik-
arkeppninnar með sigri á heimavelli
Njarðvíkinga. Í tveimur viðureign-
um liðanna í Epson-deildinni í vetur
sigraði KR í bæði skiptin, 113:94, á
heimavelli og 93:103 á útivelli.
Tindastóll hefur aldrei áður kom-
ist í undanúrslit og erfitt verkefni
bíður norðanmanna á sunnudag þeg-
ar Keflvíkingar koma í heimsókn.
Leikir liðanna í deildarkeppninni í
vetur hafa verið jafnir en Keflvík-
ingar höfðu betur á heimavelli 26.
október sl., 81:78. Í seinni umferð-
inni náðu Sauðkrækingar fram
hefndum og sigruðu með sex stiga
mun, 82:76. Tindastóll tapaði fyrir
Njarðvík í tveimur viðureignum þeg-
ar liðið komst í 8-liða úrslit í fyrsta
sinn keppnistímabilið 1995-1996.
Tindastóll datt út úr 8-liða úrslitum í
tvígang gegn KR, 1998 og 2000. Ís-
firðingar reyndust of stór biti fyrir
„Stólana“ árið 1999.
KR-ingar með
yfirhöndina
ENSKA knattspyrnuliðið Brent-ford leikur til úrslita gegn Port
Vale í bikarkeppni neðrideildarliða en
úrslitaleikurinn fer fram á Millenium-
leikvanginum í Cardiff. Ívar Ingi-
marsson skoraði fyrsta mark leiksins
fyrir Brentford á 13. mínútu en
Southend jafnaði leikinn á 26. mínútu
og þannig var staðan í hálfleik. Ólafur
Gottskálksson þurfti að yfirgefa leik-
völlinn á 57. mínútu eftir að hafa lent í
samstuði við einn sóknarmanna
Southend. „Ég steinrotaðist við högg-
ið og man nú lítið hvað gerðist eftir
það,“ sagði Ólafur í gærkvöld.
„Markið hjá Ívari Ingimarssyni var
gott og hann gerði vel að setja boltann
í netið af stuttu en þröngu færi. Leik-
urinn sjálfur var dæmigerður bikar-
leikur og lítið um marktækifæri. Ég
hefði varið aukaspyrnuna sem þeir
skoruðu úr ef samherji hefði ekki rek-
ið tána í boltann á síðustu stundu og
breytt stefnu hans. Það verður rólegt
hjá mér næstu dagana og kannski
missi ég af leiknum um næstu helgi
vegna höfuðhöggsins en við sjáum til
hverni málin þróast. Úrslitaleikurinn
er spennandi verkefni og við Íslend-
ingarnir í Brentford tökum vonandi
við bikarnum sem Stoke City vann í
fyrra á Wembley,“ bætti Ólafur við.
Ívar
skoraði
og Ólafur
rotaðist
Aðeins fyrirliði liðsins, EyjólfurSverrisson, kom til Frankfurt í
gær af leikmönnum A-liðsins, en ár-
degis í dag koma
hinir landsliðsmenn-
irnir til Frankfurt
frá Englandi,
Þýskalandi, Belgíu,
Noregi og Austur-
ríki. Eyjólfur var í leikbanni með
Herthu Berlin um helgina og notaði
tækifæri til að skreppa í smá frí til
Íslands. Hann kom því til Þýska-
lands í gær með þjálfurum landsliðs-
ins og aðstoðarmönnum þess auk
hluta af leikmönnum U-21 árs liðs-
ins sem mætir Búlgörum á föstudag-
inn.
Sídegis í dag eru landsliðshóparn-
ir væntanlegir til Sofiu en síðastur
til að mæta þangað af landsliðs-
mönnunum verður Helgi Sigurðs-
son, leikmaður Panathinaikos. Hann
kemur til móts við liðið á fimmtu-
daginn en honum verður ekið til Sof-
iu frá Aþenu í Grikklandi. Atli Eð-
valdsson, landsliðsþjálfari, sagði við
Morgunblaðið í gær að hann vissi
ekki betur en að allir leikmenn
landsliðsins væru heilir og tilbúnir í
erfiðan leik gegn Búlgörum á laug-
ardaginn. Fyrsta æfing liðsins fyrir
leikinn á laugardaginn verður í
kvöld en alls æfir liðið fimm sinnum
fyrir átökin gegn Búlgörum.
Sigurður Grétarsson þjálfari U-21
árs liðsins fór með tíu leikmenn sem
mættir voru til Frankfurt í gær á
stutta æfingu en þeir leikmenn sem
leika með erlendum liðum koma til
móts við hópinn árdegis í dag og í
kvöld æfir liðið allt saman í Sofiu.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Atli Eðvaldsson, þjálfari íslenska landsliðsins í knattspyrnu, ræðir hér við fyrirliðann Eyjólf Sverrisson á Sheraton-hótelinu í Frank-
furt í gær en Eyjólfur var eini leikmaður A-liðsins sem mættur var til leiks. Aðrir liðsmenn landsliðsins komu til Frankfurt í morgun.
Landsliðið á
leið til Búlgaríu
ÍSLENSKA landsliðið í knattspyrnu heldur í dag frá Frankfurt í
Þýskalandi til Sofiu í Búlgaríu. Á laugardaginn mæta Íslendingar
Búlgörum í undankeppni heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu.
Það verður fjórði leikur Íslands í HM, en íslenska liðið hefur tapað
fyrir Dönum og Tékkum, en lagt Norður-Íra.
Guðmundur
Hilmarsson
skrifar frá
Frankfurt