Morgunblaðið - 21.03.2001, Side 3

Morgunblaðið - 21.03.2001, Side 3
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2001 C 3 Vilja fleiri aðgöngu- miða á Spáni FORRÁÐAMENN ensku liðanna Leeds og Arsenal hafa skrifað Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, bréf og óskað eftir að fá fleiri miða á leiki liðanna gegn Deportivo La Coruna og Val- encia í Meistaradeild Evrópu. Í reglum UEFA segir að að- komulið eigi að fá minnst fimm prósent aðgöngumiða á Evrópu- leiki. Leeds stendur til boða að fá aðeins 850 miða á leikinn í La Coruna, á leikvöllinn Estadio Riazor, sem tekur 35 þús. áhorf- endur. Forráðamenn Leeds reikna með að vel yfir fjögur þús. stuðningsmenn liðsins vilji fá miða á leikinn. Arsenal hafa verið boðnir 1.200 miðar á Estadio Mestalla, sem tekur um 49.000 áhorfendur. Þess má geta að Liverpool fær þrjú þúsund miða á leik liðs- ins við Barcelona í undanúrslitum UEFA-keppninnar á Nou Camp sem tekur um 90 þúsund áhorfendur. Manchester United fær fimm þúsund miða á Ólympíuleik- vanginn í München þar sem liðið mætir Bayern. Völlurinn tekur 64 þúsund áhorfendur í sæti.  ÞORKELL Guðbrandsson, hand- knattleiksmaður hjá Aftureldingu, meiddist á hné undir lok leiksins gegn Haukum í síðustu viku. Af þeim sökum lék hann ekki með Mosfell- ingum gegn ÍBV í Eyjum á sunnu- daginn og verður fjarri góðu gamni þegar Afturelding tekur á móti Breiðabliki á Varmá í kvöld.  BJARKI Sigurðsson, þjálfari og leikmaður Aftureldingar, sneri sig á ökkla um miðjan síðari hálfleik gegn ÍBV á sunnudag. Lék hann af þeim sökum ekki meira með í leiknum. Bjarki sagði við Morgunblaðið í gær ekkert væri því til fyrirstöðu að hann léki með lærisveinum sínum gegn Breiðabliki.  CHRISTER Magnusson, lands- liðsþjálfari Noregs í handknattleik, og aðstoðarmaður hans, Leif Gaute- stads, halda ekki áfram þjálfun norska landsliðsins þegar samningur þeirra við norska handknattleiks- sambandið rennur út í vor. Ekki hef- ur enn verið ráðið í starfið en einn þeirra sem nefndur hefur verið er Roger Kjendalen, þjálfari Amitica frá Zurich, en með því leikur Gunn- ar Andrésson.  KJENDALEN hættir hjá sviss- neska félaginu í vor og hefur látið hafa eftir sér að hann myndi velta þjálfun norska landsliðsins fyrir sér, verði honum boðin staðan. Enginn Norðmaður hefur oftar leikið fyrir landsliðið en Kjendalen, alls 254 sinnum.  ENSKA liðið Manchester United á í nokkrum vanda nú um stundir því markvörður liðsins, Frakkinn Fab- ien Barthez er meiddur. Á nokkrum knattspyrnuvefjum var sagt í gær að United hefði haft samband við norska markvörðinn Frode Olsen, sem leikur með Sevilla á Spáni.  FORRÁÐAMENN þýska liðsins Herthu Berlín, sem Eyjólfur Sverr- isson leikur með, eru ekki ánægðir með framkomu stuðningsmanna félagsins um helgina en þá tapaði Hertha fyrir Energie Cottbus. Starfsmaður á vellinum var fluttur á sjúkrahús eftir að hann fékk logandi blys í andlitið.  „TIL að koma í veg fyrir frekari ólæti stuðningsmanna okkar ætlum við að finna sökudólginn eða dólg- ana, birta nöfn þeirra opinberlega og setja þá í langt bann frá leikjum félagsins,“ sagði Hans-Georg Feld- er, einn forráðamanna félagsins. FÓLK Þrír leikmenn sem léku gegnSpáni, fyrsta leikinn undir stjórn Erikssons, eru ekki í hópn- um. Nicky Barmby, Ugo Ehiogu og Michael Ball, og Eriksson valdi heldur ekki Kevin Phillips, Ray Parlour og Kiernon Dyer, sem voru í fyrsta hópi hans. Barmby og Dyer eru meiddir og Ball leikur með 21- árs liði Englands. Eftirtaldir skipa enska landsliðs- hópinn: Markverðir: David Seaman (Arsenal), David James (Liver- pool), Richard Wright (Ipswich), Nigel Martyn (Leeds). Varnarmenn: Gary Neville (Man. Utd), Phil Neville (Man.Utd), Ashl- ey Cole (Arsenal), Rio Ferdinand (Leeds), Chris Powell (Charlton), Wes Brown (Man. Utd), Sol Camp- bell (Tottenham), Jamie Carragher (Liverpool). Miðjumenn: Steven Gerrard (Liverpool), David Beckham (Man. Utd), Paul Scholes (Man. Utd), Nicky Butt (Man. Utd), Joe Cole (West Ham), Michael Carrick (West Ham), Gavin McCann (Sund- erland), Frank Lampard (West Ham), Steve McManaman (Real Madrid). Sóknarmenn: Teddy Sheringham (Man. Utd.), Andy Cole (Man. Utd.), Robbie Fowler (Liverpool), Emile Heskey (Liverpool), Michael Owen (Liverpool). Eriksson kallar á Gerrard STEVEN Gerrard, miðjumaður Liverpool, er eini leikmaðurinn sem Sven Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englands, bætti í hóp sinn fyrir HM-leikina gegn Finnum og Albönum næsta laugardag og miðviku- dag. Á fundi tækninefndarinnar sam-hliða heimsmeistaramótinu í Lissabon á dögunum var ákveðið að gera tilraun með nokkrar breyting- ar á keppnisreglum frjálsíþrótta á B-stigamótum Alþjóða frjáls- íþróttasambandsins í sumar. Falli breytingar í frjóan jarðveg kemur til greina að festa þær í sessi á fundi tækninefndarinnar síðsum- ars í Kanada en hann fer fram sam- hliða heimsmeistaramótinu utan- húss. Breytingarnar eru m.a. þær að þjófstarti hlaupari í keppni þar sem vegalengd er skemmri en 400 m er hann dæmdur úr leik þegar í mark er komið, líkt og gert er í sundi. Einnig á að gera tilraun með að keppendur í hástökki og stangar- stökki fái aðeins tvær tilraunir við hverja hæð í stað þriggja nú í und- ankeppni. Þá er stefnt að því að átta bestu stökkvarar í undan- keppni komist í úrslit, í stað tólf núna, þar sem einnig verða aðeins leyfð tvö stökk á hverja hæð. Svip- að verður uppi á teningnum í und- ankeppni í köstum, keppendur fá aðeins að kasta tvisvar í stað þess að reyna sig þrisvar sinnum eins og nú leyfist. Einnig eiga átta kepp- endur að komast í úrslit í stað tólf. Þá er enn fremur gert ráð fyrir að vinklarnir sem halda ránum upp í stangarstökki verði styttir um þriðjung, úr 75 sentímetrum í 50. Þar af leiðir að stangarstökkvarar mega minna koma við rána en nú án þess að eiga á hættu að fella hana. Einnig er gerð tillaga um að svæðið sem boðhlauparar hafa til þess að rétta hver öðrum keflið verði stytt úr 30 metrum í 20 metra. Með þessum breytingum er ætl- unin að flýta keppni í nokkrum greinum og koma í veg fyrir að þær dragist á langinn, eins og nú gerist stundum á stórmótum. Fyrir vikið ætti íþróttin að verða „sjónvarps- vænni“. Konur keppa í tugþraut Tækninefndin lagði einnig til að lögð yrði rík áhersla á að kynna tugþraut fyrir kvenfólki með það að markmiði að hún verði framtíðar- keppnisgrein kvenna utanhúss í stað sjöþrautar. Fyrst um sinn er þó gert ráð fyrir að sjöþraut verði keppnisgrein kvenna á stórmótum, en í framtíðinni leysi tugþrautin sjöþrautina af hólmi. Þar með félli síðasta vígi karla á frjálsíþrótta- vellinum, kynin stæðu jöfn að vígi og kepptu í sömu greinum. Engin grið gefin vegna þjófstarts SPRETTHLAUPARAR mega eiga von á því að verða dæmd- ir úr leik vegna þjófstarts ef hugmyndir tækninefndar Al- þjóðafrjálsíþróttasambands- ins, IAAF, ná fram að ganga í næstu framtíð. fengu þannig tvö tækifæri til að skora í nokkrum sóknum. Um miðjan leikhlut- ann tóku Skallagrímsmenn leikhlé og Evginij Tomilovski kom inn á og átti fínan sprett, gerði fimm stig í röð og má segja að lokakaflinn í leikhlutanum hafi verið tvíleikur hans og Teits því hann gerði átta stig á sama tíma. Nokkur hiti hljóp í menn í þriðja leik- hluta og talsverð harka þó svo menn léku af prúðmennsku og án illinda. En fast var tekið á því. Njarðvíkingar höfðu leikið ágæta vörn í fyrri hálfleik en í þeim síðari var hún hreint frábær enda gerðu Skallagrímsmenn aðeins 10 stig í þriðja leikhluta og náðu raunar 16 stig- um í þeim síðasta enda munurinn orð- inn það mikill að menn lögðu ekki eins að sér. Njarðvíkingar tóku leikhlé þegar þriðji leikhluti hafði staðið í fimm mín- útur og staðan var 43:37. Enn virkaði leikhlé þeirra vel því það sem eftir var leikhlutans gerðu þeir 20 stig gegn 4 stigum gestanna og gerðu þar með út um leikinn. Warren Peebles, sem hafði svo sem ekki átt neinn stórleik fyrir Skallagrím, fékk sína fjórðu villu undir lok leikhlutans og þá fimmtu snemma í síðasta leikhluta. Þetta hafði auðvitað ekki góð áhrif á leik liðsins en stór- breyting varð þó ekki á. Jafnræði var með liðunum í síðasta leikhlutanum en Njarðvíkingar gerðu síðustu fimm stigin og náðu þar með þrjátíu stiga sigri og virðast til alls lík- legir þegar þeir mæta KR-ingum í und- anúrslitunum. Njarðvíkurliðið lék allt vel í vörninni í gær og sóknin var allt í lagi. „Mér er svo sem sama þó sóknin sé ekkert sérstök þegar vörnin smellur,“ sagði Friðrik Ragnarsson, annar þjálfari liðsins ánægður eftir leikinn. Teitur var mjög sterkur í gær og einnig Brenton Birm- ingham sem gerði 20 stig, tók 11 fráköst og átti 9 stoðsendingar. Logi Gunnars- son átti fínan leik og þeir Friðrik Stef- ánsson og Jes V. Hansen voru öflugir í fráköstum. Þá er rétt að geta fram- göngu Halldórs Karlssonar í síðasta leikhluta en þá lék hann stórvel. Hjá gestum var Alexander Ermolins- kij bestur og geta yngir mennirnir lært heilmikið af meistara sínum. Hafþór I. Gunnarsson átti einnig ágætan leik. Morgunblaðið/Þorkell ðvík tryggði sér sæti í undanúrslitum í gærkvöldi. Hér verjast Skalla- g Evgenij Tomilovski en Halldór Karlsson er tilbúinn að taka frákastið. mall saman

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.