Morgunblaðið - 21.03.2001, Side 4

Morgunblaðið - 21.03.2001, Side 4
JOHN Petersen og Sámal Jo- ensen, færeysku landsliðs- mennirnir í knattspyrnu sem léku með Leiftri í fyrra, eru gengnir til liðs við sín gömlu félög í heimalandi sínu. Pet- ersen er kominn aftur í raðir B36 og Joensen til GÍ frá Götu. Áður hafði Jens Martin Knud- sen gengið til liðs við NSÍ frá Runavík. Fjórði Færeying- urinn sem lék með Leiftri í fyrra, Jens Erik Rasmussen, verður hinsvegar um kyrrt í herbúðum Ólafsfirðinga. Petersen og Joen- sen aftur til Færeyja  FORRÁÐAMENN Charlton hafa sent skýr skilaboð til Tottenham um að láta knattspyrnustjórann sinn, Alan Curbishley, í friði. Hann hefur verið orðaður við lausu stöð- una hjá Tottenham, enda náð frá- bærum árangri með Charlton, sem er lítið félag en vel stjórnað.  BOLTON hefur fengið tvo mark- verði lánaða út tímabilið en félagið hefur verið í miklum vandræðum eftir að Jussi Jaaskelainen, finnski landsliðsmarkvörðurinn, meiddist illa. Þeir Matt Clarke frá Bradford og Tommy Wright frá Manchester City verða hjá félaginu til vorsins.  JIMMY Floyd Hasselbaink, sóknarmaður Chelsea, hefur gagn- rýnt félagið mjög eftir ósigurinn gegn Sunderland um síðustu helgi. Hann segir að Chelsea sé á villigöt- um og titlar langt frá því að vera í sjónmáli. Liðið sé alltof gamalt og það sé ekki eðlilegt að hann, 28 ára að aldri, sé í hópi yngstu leikmann- anna. Forráðamönnum Chelsea væri nær að taka sitt gamla félag, Leeds, sér til fyrirmyndar hvað uppbyggingu varðaði.  KEVIN Phillips, sóknarmaður Sunderland, segist geta sjálfum sér um kennt að hafa dottið út úr enska landsliðshópnum. Phillips missti úr leiki með Sunderland vegna leikbanns í kjölfarið á síð- asta landsleik Englands, gegn Spáni. „Eriksson velur ekki leik- menn sem hann sér ekki spila,“ sagði Phillips.  ERIKSSON hefur hins vegar hvatt Phillips til að bregðast á rétt- an hátt við því að vera settur út úr hópnum. „Ég vona að hann taki við sér, skori fullt af mörkum og eigi þar með möguleika á að vera valinn næst,“ sagði landsliðsþjálfari Eng- lands.  ERIKSSON segir að David Beck- ham verði áfram fyrirliði Eng- lands, svo framarlega sem hann verði í liðinu gegn Finnum. Beck- ham hefur ekki náð sér á strik með Manchester United að undanförnu og Eriksson segist ekki hika við að setja hann út úr liðinu ef það komi í ljós á æfingum enska liðsins í vik- unni að hann sé ekki tilbúinn í leik- inn.  ERIKSSON hefur hins vegar beðið stuðningsmenn Liverpool um að standa við bakið á Beckham og öðrum leikmönnum Manchester United sem kunna að leika fyrir Englands hönd á laugardaginn. Leikurinn við Finna fer fram á An- field Road, heimavelli Liverpool, en þar á bæ er mönnum ekki eins illa við neitt og Manchester United. FÓLK METKOVIC Jambo, mótherji Hauka í undanúrslitum EHF- keppninnar í handknattleik, hitaði upp fyrir fyrri viðureign félaganna með yfirburðasigri í króatísku 1. deildinni um síðustu helgi. Metkov- ic vann þá Ekol Ivanica, 36:22, og er áfram með fullt hús stiga í deild- inni, hefur unnið alla 18 leiki sína í vetur. Mótherjarnir frá Ivanica eru í 7. sæti af 12 liðum. Metkovic er með fimm stiga for- skot á meistarana, Badel Zagreb, sem eiga einn leik til góða. Liðin áttu að mætast í Zagreb á laug- ardaginn kemur en þeim leik hefur verið frestað vegna Evrópuleiks- ins. Fyrri leikur Hauka og Metkovic verður á Ásvöllum á sunnudaginn kemur og hefst kl. 14 en sá seinni verður í Metkovic viku síðar. KA-maður sem Morgunblaðiðræddi við í gær sagði að þar sem útlit væri fyrir að ferðum liðs- ins í útileiki fjölgaði með breyttu keppnisfyrirkomulagi í deildinni væru fjárhagslegar forsendur fyrir þátttöku félagsins í deildakeppninni brostnar. „Á formannafundi félaganna fyrir þingið leit út fyrir að tillagan um jöfnunarsjóðinn yrði samþykkt og KA lagðist því ekki gegn breyttu fyrirkomulagi á deildakeppninni. Á þinginu var síðan annað uppi á ten- ingnum og við teljum okkur hafa verið svikna,“ sagði viðmælandi blaðsins. Árni Þór Freysteinsson, formað- ur handknattleiksdeildar KA, vildi ekki ræða málið þegar Morgunblað- ið hafði samband við hann í gær. Þórsarar frá Akureyri tilkynntu þátttöku en eru afar óhressir með vinnubrögðin á ársþinginu. Óeðlileg afgreiðsla, segja Þórsarar „Menn, sem hvöttu okkur til sam- stöðu við samþykkt á breyttu keppnisfyrirkomulagi og lofuðu að samþykkja jöfnunarsjóðinn í stað- inn, gengu á bak orða sinna í at- kvæðagreiðslunni um sjóðinn. Ann- ars var afgreiðslan á þessum tveimur málum mjög óeðlileg því keppnisfyrirkomulagið fór til um- fjöllunar hjá framkvæmda- og mótsnefnd en jöfnunarsjóðurinn var inni á borði hjá fjárhagsnefnd. Það runnu á okkur tvær grímur þegar við sáum að tillögurnar voru ekki tengdar saman,“ sagði Helgi Indr- iðason, formaður handknattleiks- deildar Þórs, við Morgunblaðið. Þrýst á um sameiginlegt lið Þórs og KA Helgi sagði að Þór hefði þó til- kynnt þátttöku með fyrirvara um að möguleiki væri á að Þór og KA sendu sameiginlegt lið næsta vetur. „Félögin hafa ekki mikinn áhuga á þessu og fyrir handknattleiksdeild Þórs sem ekki er rekin með tapi yrði ávinningur af sameiningu ekki mikill. Ég á hinsvegar von á því að Akureyrarbær setji mikla pressu á félögin um að senda sameiginlegt lið til keppni,“ sagði Helgi Indriða- son. Morgunblaðið/Kristján Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsmaður úr KA, í leik gegn Val. KA tilkynnti ekki þátttöku KA-MENN hafa tilkynnt HSÍ að þeir sjái sér ekki fært að taka þátt í 1. deildarkeppni karla í handknattleik næsta vetur. Ástæðan er sú að tillaga um að tekinn yrði upp jöfnunarsjóður til að jafna ferða- kostnað félaganna í deildinni var felld með einu atkvæði á ársþingi HSÍ um síðustu helgi. KA lagði ekki inn þátttökutilkynningu fyrir næsta tímabil á þinginu eins og önnur félög. Stórsigur Metkovic Heilbrigðisráð Íþrótta- og ól- ympíusambands Íslands hef- ur tekið tæplega 400 lyfjapróf á síðastliðnum fimm árum á íslensku- og erlendu íþrótta- fólki sem stundar æfingar eða keppni hér á landi. Á síðast- liðnu ári voru tekin 120 lyfja- próf og er það tæplega 40% aukning frá árinu 1999 þegar 75 lyfjapróf voru tekin. Heilbrigðisráð ÍSÍ hefur haft um 1,5 milljónir króna til umráða á hverju ári til lyfja- eftirlits en á síðastliðnu ári kom til aukafjárveiting frá ís- lenska ríkinu sem skýrir að hluta aukið lyfjaeftirlit hjá heilbrigðisnefnd ÍSÍ. Á síðastliðnum fimm árum hafa fimm íslenskir íþrótta- menn fallið á lyfjaprófi. Tveir íþróttamenn reyndust hafa notað ólögleg lyf árið 1996 og það sama var uppi á teningn- um ári síðar. Ekkert jákvætt sýni fannst árið 1998, einn féll á lyfjaprófi árið1999, og þrátt fyrir aukin fjölda lyfjaprófa árið 2000 var ekkert af þeim 120 sýnum sem tekin voru já- kvætt. Kostnaður við hvert lyfja- próf nemur um 25 til 30 þús- und krónum og heildar- kostnaður við lyfjaeftirlit síðustu fimm ára nemur því um 11,5 milljónum króna. Sé miðað við reynslu síðastliðna fimm ára er fórnarkostnaður íþróttahreyfingarinnar á bak við hvert jákvætt sýni sem fundist hefur rúmlega 2,3 milljónir króna. Til samanburðar má nefna að Norðmenn tóku um 2.500 lyfjapróf á síðastliðnu ári og ef höfðatölunni margfrægu er beitt eru um 30% fleiri lyfja- próf tekin í Noregi en á Ís- landi. Samkvæmt heimildum frá heilbrigðisnefd ÍSÍ er almenn regla að um 1–2% þeirra sýna sem tekin eru á heimsvísu séu jákvæð og samkvæmt því er Ísland innan tölfræðilegra skekkjumarka. Aukning lyfja- prófa

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.