Morgunblaðið - 27.03.2001, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.03.2001, Blaðsíða 13
KÖRFUKNATTLEIKUR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2001 B 13 KARL Bang Erlingsson sigraði í –81 kg. flokki á laugardaginn og var það í ellefta sinn, sem hann hampar gulli á Íslandsmóti í júdó. Karl, eða Járn- karlinn eins og félagar hans kölluðu hann, hóf keppni í fullorðinsflokkum í júdó 1981 með því að vinna brons í –66 kg. flokki en ári síðar tók hann gullið. Eftir það varð ekki aftur snú- ið, Járnkarlinn gaf hvergi eftir og ýmist vann í sínum flokki eða var í úrslitum næstu níu árin en 1991 féll hann af pallinum. Á þessum tíma þyngdist hann því 1981 hóf hann keppni í –66 kílóa flokki en um helgina í –81. Karl verður seint þekktur fyrir að gefast upp og tók sig til ári síðar og endurheimti stöðu sína á efsta sæti á verðlaunapallin- um. Þess á milli tók hann einnig gull á Smáþjóðaleikunum 1985, 1987 og 1989. Kappinn, sem fæddur er 1962, sýndi svo um helgina að bið verður á að aðrir komist að. „Ég hef hugsað mér að keppa fram til 2003 því ég fékk minn fyrsta verðlaunapening 1973, fyrir þrjátíu árum,“ sagði Karl á meðan hann tók við kumpánaleg- um kveðjum frá júdómönnum úr öll- um félögum. Þeir sögðu Karl svo þrautseigan að hefði tekist á við að minnsta kosti tvo ættliði í beinan karllegg. Morgunblaðið/Árni Sæberg Karl Bang Erlingsson hefur marga hildi háð á júdóvell- inum og um helgina vann hann sitt 11. gull. Járnkarl- inn gefur ekkert eftir Mörg verk- efni fram- undan „VIÐ eigum marga unga og efnilega júdómenn, sem ég sé að eiga eftir að taka við af gömlu körl- unum,“ sagði Sævar Sig- ursteinsson, nýráðinn landsliðsþjálfari karla, sem fylgdist með mótinu. „Annars get ég ekki sagt að nein úrslit hafi komið á óvart en samt má sjá að tæknin er betri ef miðað er við mótið í fyrra,“ bætti Sævar við en hann hefur undanfarna tvo vet- ur verið aðstoðarlands- liðsþjálfari og því vel hnútum kunnugur. Valið er í landsliðið eftir ár- angri á mótum hérlendis og erlendis ásamt frammistöðu í æfinga- búðum. Átta júdómenn eru nú í hópnum en fjölgað verður síðar því það er nóg á döf- inni. „Framundan er opna breska meistaramótið og síðan fara líklega þrír á Evrópumótið í maí. Það verður síðan stærri hóp- urinn, sem tekur þá í Norðurlandamótinu og á Smáþjóðaleikunum. Há- punkturinn verður þó heimsmeistaramótið í júlí,“ bætti Sævar við. Við brutum ísinn að þessu sinnimeð góðum sigri á liðinu sem hefur sigraði okkur í síðustu fimm skipti. Þrátt fyrir að það sé gaman að vinna verðum við fljótir að gleyma þessum sigri og verðum tilbúnir fyrir næsta leik á þriðjudag (í kvöld). Útileikurinn gegn KR gæti verið vendipunktur fyrir okkur ef við vinnum þann leik. Það er markmiðið að vinna hvern leik og takist það gegn KR á þeirra heimavelli værum við komnir í óska- stöðu. Það hefur loðað við okkur að geta ekki fylgt góðri byrjun eftir líkt og gerðist í dag gegn KR en við átt- um þessi 18 stig uppi í erminni þegar við áttum á brattan að sækja í 3. leik- hluta,“ sagði Logi Gunnarsson, leik- maður Njarðvíkur. Erum á áætlun þrátt fyrir tapið „Byrjunin hjá okkur er óafsakan- leg. Hvað sem veldur því er ekki gott að segja en liðið sýndi kjark þegar við náðum að komast fimm stigum yf- ir í fjórða leikhluta. En eftir það tókst okkur ekki að koma skoti á körfuna í fimm sóknum á lokakafla leiksins og þá var þetta búið. Við þurfum að vinna heimaleikina og „stela“ einum sigri á útivelli til að komast í úrslit og þrátt fyrir tap í fyrsta leiknum erum við enn á áætlun,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari KR. Brutum ísinn LOGI Gunnarsson átti stóran þátt í glæsilegri byrjun Njarð- víkinga gegn KR á sunnudag og skoraði Logi 13 af alls 21 stigi sínum í leiknum í fyrsta leik- hluta. Hinn ungi leikmaður var einnig með stáltaugar þegar hann skoraði þriggja stiga körfu í fjórða leikhluta og jafnaði leik- inn fyrir Njarðvíkinga eftir að KR hafði náð fimm stiga forskoti. Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson Heimamenn tóku frumkvæðiðstrax í byrjun og slökuðu ekki á klónni fyrr en yfir lauk. Þó að gest- unum tækist einu sinni í miðjum fyrsta leikhluta að jafna, komust þeir aldrei lengra og var sigur heimamanna ótrúlega öruggur, þar sem firnasterk vörn liðsins gaf hvergi eftir og Keflvíkingar máttu játa sig sigraða. „Við lékum núna einn okkar besta leik í vetur, menn gerðu ekki ráð fyr- ir því að við myndum ná þetta langt og flestir spáðu auðveldum sigri Keflvíkinganna, en á okkur er engan bilbug að finna. Við ætlum okkur fyrst og fremst að hafa gaman af þessu, og förum í hvern leik með því hugarfari og ég er sannarlega stoltur af strákunum,“ sagði Valur um leið og hann gekk til búningsklefa. Leikurinn hófst með miklum lát- um og reyndu gestirnir strax að keyra upp hraðann, en heimamenn léku yfirvegað og gættu þess að slaka hvergi á í vörninni og missa ekki frumkvæðið yfir til Keflvíkinga. Pomonis gaf tóninn þegar í upphafi og lék við hvern sinn fingur um leið og hann lék vörn gestanna oft veru- lega grátt. Þegar staðan var 4:0 tók Gunnar Einarsson til sinna ráða og setti niður fallega þriggja stiga körfu og lagaði stöðuna. Eftir þetta skipt- ust liðin á að skora, en þegar staðan var 12:9 skoraði Kristinn Friðriks- son eina af sínum frábæru körfum langt fyrir utan þriggja stiga línu, og breytti stöðunni í 15:9. Guðjón Skúla- son svaraði að bragði með annarri álíka og nú var staðan 15:12, en veru- legan hroll setti að heimamönnum á áhorfendabekkjum þegar Guðjón endurtók leikinn strax í næstu sókn og jafnaði 15:15. En Kristinn Frið- riksson hafði ekki sagt sitt síðasta orð og hann gerði sér lítið fyrir og kom heimamönnum aftur yfir með annarri þriggja stiga körfu og ekki síðri en hinni, og í stöðunni 24:21 lag- aði Lárus Dagur stöðuna við lok leik- hlutans með enn einni þriggja stiga körfunni og staðan var 27:21. Eftir þrettán mínútna leik fékk Calvin Davis á sig þriðju villuna og tók Sigurður Ingimundarson, þjálf- ari Keflavíkur, hann þá út af og kom hann lítið við sögu aftur fyrr en í lok þriðja og svo í síðasta leikhluta, og gerði þetta gestunum heldur örð- ugra um vik. Baráttan hélst út allan leikinn, heimamenn höfðu alltaf frumkvæðið, en gestirnir voru ekki langt undan. Keflvíkingar létu mótlætið ergja sig, áttu líka samkvæmt öllum spám að vinna þennan leik, léku fast og mót- mæltu dómum og uppskar þjálfarinn tæknivíti fyrir athugasemdir um dómgæsluna. Þetta varð til þess að á síðustu mínútunum sigu heimamenn fram úr og lönduðu rúmlega tuttugu stiga sigri, sem sannarlega var verð- skuldaður eftir frábæran leik. Allt lið Tindastóls lék mjög vel, Myers var að vanda yfirburðamaður, en Lárus Dagur og Kristinn áttu einnig frábæran leik og átti Kristinn raunar fyrsta leikhluta alveg en hann skoraði þá þrettán stig, en annar leikhlutinn var Lárusar. Pomonis lék nú einn sinn besta leik í vetur og sömuleiðis átti Antropov ágætan dag. Svavar og Ómar voru sívinnandi og þurftu andstæðingarnir að hafa verulega fyrir þeim. Friðrik Hreinsson og Axel Kára- son áttu skemmtilegar innkomur. Í liði Keflavíkur voru bestu menn Calvin Davis, Guðjón Skúlason og Gunnar Einarsson, en leikmenn eins og Falur Harðarson, Hjörtur Harð- arson og Fannar Ólafsson voru langt frá sínu besta. „Við erum ekki saddir af sigrum“ „VIÐ erum sannarlega ekki orðnir saddir af sigrum, það er nefni- lega svo gaman að vinna,“ sagði Valur Ingimundarson, þjálfari Tindastólsmanna, eftir leik Tindastóls og Keflavíkur þar sem Tindastólsmenn unnu 110:87 í fyrstu viðureign liðanna í undan- úrslitum úrvalsdeildar karla. Leikurinn fór fram nyrðra. Björn Björnsson skrifar Jón Arnór Stefánsson, leikmaðurKR, fékk sína fimmtu villu þeg- ar um sex mínútur voru eftir af leiknum í fjórða leikhluta og við það var allur vindur úr sóknaraðgerðum KR. Ólafur Jón Ormsson var aðeins skugginn af sjálfum sér vegna meiðsla á ökkla og Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari KR, verður að finna út hvaða leik- maður á að taka við hlutverki Ólafs í sókninni. Reynslumiklir menn í liði KR voru seinir í gang gegn sprækum Njarðvíkingum. Kanada- maðurinn Keith Vassel skoraði 13 af alls 22 stigum liðsins í fyrsta fjórðungi og aðrir reynslumiklir leikmenn í liði KR voru seinir í gang og ekki tilbúnir að takast á við verkefnið. Njarðvíkingar náðu ekki að fylgja góðri byrjun eftir og KR minnkaði muninn jafnt og þétt fram að leikhléi. Það vakti athygli að landsliðsmið- herjinn Friðrik Stefánsson var ekki í byrjunarliði Njarðvíkinga og Hall- dór R. Karlsson tók sæti hans í byrjunarliðinu. Logi Gunnarsson, Brenton Birmingham og danski miðherjinn Jes V. Hansen skoruðu rúmlega 70% af stigum Njarðvík- inga og þremenningarnir tóku af skarið þegar með þurfti. Villuvand- ræði einstakra leikmanna sýna aug- ljóslega hve mikilvægir hlekkir þeir eru í liðum sínum. KR-ingar náðu að jafna við Njarðvíkinga þegar Jes fékk sína fjórðu villu í upphafi 3. leikhluta. Á þeim tíma skoruðu mið- og framherjar KR grimmt inn í vítateig Njarðvíkinga og náðu að jafna í lok 3. leikhluta með þriggja stiga körfu. Brenton Birmingham nýtti sér vel að KR-ingurinn Arnar Kárason fékk 4. villu sína í lok 3. leikhluta og bakvörðurinn Birmingham sótti hart að Arnari undir körfunni eftir það. KR-ingar reyndu allt hvað þeir gátu til að hjálpa Arnari en við það losnaði um aðra leikmenn Njarðvík- urliðsins. Keith Vassel og Jónatan Bow voru bestu leikmenn KR í gær. Bow skoraði þrjár þriggja stiga körfur og verði framhald á því hjá honum skapast nýir möguleikar í sóknar- leik KR. Jón Arnór átti í erfiðleik- um með að komast framhjá Brent- on Birmingham og tvö stig frá honum í hverjum leikhluta er ekki nóg á meðan Ólafur Jón er að leika á „öðrum fætinum“. Annar leikur liðanna fer fram á heimavelli KR í kvöld. Möguleikar KR felast í að byrja betur en þeir gerðu í Njarðvík og Jón Arnór og Hermann Hauksson þurfa að vera í aðalhlutverki hjá liðinu. Njarðvíkingar eru aftur á móti í óskastöðu og nái þeir að leggja KR að velli er ólíklegt að vesturbæj- arliðið fái tækifæri til að verja Ís- landsmeistaratitilinn þetta árið. Óskabyrjun Njarðvíkinga sló Íslandsmeistarana út af laginu Morgunblaðið/Jim SmartFriðrik Ragnarsson, annar þjálfari Njarðvíkinga, brun- ar framhjá Jóni Arnóri Stef- ánssyni, KR. Þríeykið lagði Vassel LEIKMENN íklæddir grænum keppnisbúningum virtust vera tveim- ur fleiri í upphafi leiks þegar Íslandsmeistaralið KR sótti Njarðvík- inga heim í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmóts karla- liða á sunnudag. Eftir fjórar mínútur var staðan 18:0 fyrir Njarðvíkinga og leikmenn liðsins voru í miklum ham og gerðu nán- ast út um leikinn. Þegar mesti hrollurinn var farinn úr KR-ingum söxuðu þeir á forskotið og í hálfleik var staðan 55:44 heimaliðinu í vil. Í upphafi fjórða leikhluta var staðan jöfn, 71:71, en Njarðvík- ingar náðu að skora sjö stig gegn þremur á lokakafla leiksins og náðu að leggja KR að velli í fyrsta sinn á þessu keppnistímabili, 89:84. Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar JÚDÓ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.