Morgunblaðið - 27.03.2001, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.03.2001, Blaðsíða 7
KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2001 B 7 24. 03. 2001 3 6 7 1 1 1 6 20 22 35 27Þrefaldur1. vinningur í næstu viku Fyrsti vinningur fór til Noregs 21. 03. 2001 11 16 23 27 34 36 26 41 Ég er að sjálfsögðu langt frá þvíánægður með leik okkar að þessu sinni,“ sagði Rudi Völler, landsliðsþjálfari Þjóðverja eftir leik- inn, en andstæðingarnir, Albanar, hafa aldrei verið í hópi sterkustu knattspyrnuþjóða Evrópu. „Við lék- um af of mikill varfærni og sköpuð- um okkur fá marktækifæri. En sigur sem þessi verður eigi að síður til þess að treysta liðsandann,“ sagði Völler við og vonaðist um leið eftir að Alb- anar væru ekki svo þreyttir eftir leikinn að þeir gætu ekki gert Eng- lendingum skráveifu á miðvikudag- inn þegar þjóðirnar eigast við í Tír- ana. Englendingar eru helstu keppinautar Þjóðverja í 9. riðli. Á morgun sækja Þjóðverjar Grikki heim í Aþenu. Albanar áttu síst minna í leiknum í fyrri hálfleik. Börðust þeir af einurð og einlægni en gekk illa að skapa sér færi. Eftir markalausan fyrri hálf- leik kom Sebastian Deisler heima- mönnum yfir á 50. mínútu með föstu skoti af 25 metra færi. Fimmtán mínútum síðar jafnaði miðvallarleik- maðurinn Bledar Kola leikinn. Alb- anar hugðust láta hné fylgja kviði, sóttu ákaft í framhaldinu og fengu nokkur prýðileg færi en tókst ekki að færa þau sér í nyt. Oliver Kahn, markvörður Þjóðverja, reyndist gestunum óþægur ljár í þúfu. Kom hann í nokkur skipti í veg fyrir fleiri albönsk mörk með framúrskarandi markvörslu. Eftir heldur bragðdauf- an lokakafla tryggði Klose sigurinn undir lokin. „Sagan hefur endurtekið sig enn einu sinni,“sagði Medhi Zhega, landsliðsþjálfari Albaníu eftir leik- inn. „Enn og aftur vann það lið sem hefur yfir meiri reynslu að búa. Þrátt fyrir tapið þá get ég ekki ann- að en verið stoltur af mínu liði, frammistaða okkar var sem rós í hnappagat allra leikmanna. Þeir lögðu sig alla fram,“ sagði Zhega ennfremur. Miðvallarleikmaðurinn Mehmet Scholl fékk gult spjald í leiknum og verður því fjarri góðu gamni á morg- un er félagar hans mæta Grikkjum. Þá er alls óvíst hvort Oliver Bierhoff verður í byrjunarliðinu gegn Grikkj- um. Hann náði sér ekki á strik í leiknum við Alabaníu og fór illa að ráði sínu í ákjósanlegum marktæki- færum. Hefur honum ekki lánast að skora fyrir landsliðið í tæpt ár. Nú var honum skipt út af í leikhlé. „Það er ævinlega sárt að vera kallaður af leikvelli. Ég verð hins vegar að horf- ast í augu við það að ég náði mér ekki á strik,“ sagði Bierhoff og bætti við um leikinn í heild: „Af honum er ljóst að við eigum enn í miklum erfiðleik- um sem lið og eigum þar af leiðandi langt í land áður en við förum að sýna okkar besta.“ Nýliði barg Þjóðverjum NÝLIÐINN Miroslav Klose bargandliti Þjóðverja með því að skora sigurmark þeirra í 2:1 sigri á Albaníu, tveimur mínútum fyrir leiks- lok. Hann hafði nokkru áður komið inn á í sínum fyrsta landsleik. Fram að marki Klose benti flest til þess að þjóðirnar skildu jafnar, en 34 ár eru liðin síðan Þjóðverjar síðast megnuðu ekki að vinna Albana. Áhorfendur á leikvanginum í Leverkusen, þar sem leik- urinn fór fram, létu óánægju sína skýrt í ljós þegar á leið leikinn, en tóku nokkuð af gleði sinni er Klose tókst að skora sigurmarkið. Finnar komust skoruðu fyrstamark leiksins, sem fram fór á Anfield Road að viðstöddum 44.000 áhorfendum, með marki Aki Riihil- ahti með skalla. Knötturinn kom við Gary Nevillie á leiðinni í markið, breytti um stefnu þannig að Seaman kom ekki neinum vörnum við. „Dekkun okkar var stórlega ábóta- vant þegar Riihilahti skoraði mark sitt,“ sagði Eriksson og leyndi ekki vonbrigðum sínum með hvernig mark Finna bar að garði. Rétt fyrir leikhlé jafnaði heima- maðurinn Owen metin með einkar laglegu skoti rétt innan vítateigs sem hafnaði alveg út við stöng hægra megin við markvörð Finna. Beckham skoraði síðan markið sem reyndist nægja Englendingum til sigurs strax í byrjun síðari hálf- leiks og þar við stóð þrátt fyrir að Finnar hafi sótt nokkuð í sig veðrið undir lokin. Þetta var aðeins annað mark Beckhams fyrir Englendinga í 39 landsleikjum. „Ég hef lengi beðið þessa marks og vonandi líða ekki þrjátíu leikir til viðbótar áður en það næsta kemur,“ sagði Beckham sem benti á að mark Owens hefði ekki síð- ur verið mikilvægt fyrir enska liðið. Beckham lék á tíðum ágætlega og hefur greinlega haft gott af því að hafa fengið að hvíla sig í undanförn- um tveimur leikjum með Manchester United. „Ég vona að Alex Ferguson gefi Beckham oftar frí frá kappleikj- um áður en að landsleikjum kemur,“ sagði Eriksson, landsliðsþjálfari með bros á vör aðspurður um frammi- stöðu Beckhams, sem var fyrirliði Englendinga. „Við fengum nokkur góð mark- tækifæri og náðum að nýta tvö þeirra,“ sagði Eriksson ánægður með sigurinn að leikslokum. Hans bíður hins vegar erfitt verk annað kvöld þegar hann með sveit sína sækir Albani heima. „Við þessi úrslit er sem við höfum gengið í gegnum endurnýjaða lífdaga í undankeppn- inni. Við verðum að mæta einbeittir til leiks og ná hagstæðum úrslitum í Albaníu, annars vegur sigurinn á Finnum ekki eins þungt,“ sagði Beckham. Uppselt var á leikinn og bar Eriks- son mikið lof á stuðningsmenn Eng- lendinga, en fyrir leikinn hafði hann óskað eftir því við þá að þeir stæðu að baki liðsins í heild og létu vera að gera hróp að leikmönnum Manchest- er United, en þeir verða seint vinsæl- ustu leikmenn á Anfield, heimavelli Liverpool. Owen sagði að vissulega hafi leik- ur enska liðsins ekki verið neitt til þess að hópa húrra fyrir, en tók und- ir með þjálfara sínum að sigurinn væri aðalmálið. „Við héldum í enska hefð og gerðum það sem þurfti til að vinna.Vissulega voru Finnar nærri því að jafna metin undir lokin, en vörn okkar hélt,“ sagði Owen. APDavid Beckham, fyrirliði Englands, fagnar sigurmarki sínu gegn Finnum, 2:1. Lítill glans í Liverpool ENSKA landsliðið í knattspyrnu sýndi engin snilldartilrþrif gegn Finnum, en Sven Göran Eriksson, landsliðþjálfari þeirra, getur þó glaðst yfir sigrinum. Hann var mikilvægur. „Sigurinn skiptir mestu máli í leikjum sem þessum. Annað jákvætt atriði var að okkur tókst að snúa leiknum okkur í hag eftir að hafa lent 1:0 undir snemma leiks,“ sagði Eriksson, en þetta var fyrsti leikur hans með landsliðið í undankeppni HM. Mörk Michaels Owens og Davids Beckhams nægðu til 2:1 sigurs á Finnum. Einnig geta Englendingar þakkað markverði sínum, David Seaman, en hann sýndi stórbrotna mark- vörslu undir lokin er hann varði í tvígang frá Jari Litmanen. EF landslið Englands kemst í lokakeppni heims- meistarakeppninnar í knattspyrnu, sem fer fram í Japan og Suður-Kóreu, fá leikmenn liðsins góðar bónusgreiðslur. Hver leik- maður fær þá 63 millj. ísl. kr. í vasann. Það er ljóst að lykilmenn í landsliðs- hópi Englands eru David Seaman, David Beckham, Sol Campbell og Michael Owen. Sven Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englands, mun aftur á móti fá 126 millj. kr. í sinn hlut, ef Englendingar komast í lokakeppni HM 2002. Enska knattspyrnu- sambandið hefur ákveðið að setja tólf millj. punda í bónusgreiðslur fyrir þá 24 leikmenn sem eru mest með í riðlakeppninni. Fá góðan bónus Færeyingar höfðu ríka ástæðu tilþess að fagna fyrsta sigri sínum í undankeppni HM er þeir lögðu Lúxemborg á útivelli, 2:0, að við- stöddum 2.500 áhorfendum. En fögnuður þeirra var samt í skugga þess að fremsti knattspyrnumaður landsins, Todi Jonsson, fótbrotnaði eftir aðeins 20 mínútna leik og verð- ur hann frá keppni um talsverðan tíma. Fyrri hálfleikur var bragðdaufur á þungum vellinum í Lúxemborg en töluvert hefur rignt upp á síðkastið í Lúxemborg. Þegar kom fram í þann síðari var ljóst að Færeyingar voru sterkari, þeir ætluðu sér sigur. Christian Jacobsen, sem kom inn á staðinn fyrir Jonsson, skoraði fyrra mark Færeyinga eftir að hafa fengið sendingu frá Össur Hansen. Þetta gerðist á 75. mínútu. Sjö mín- útum síðar innsiglaði Kurt Mörköre sigur gestanna sem nú hafa fjögur stig í fyrsta riðli, en þeir náðu að gera óvænt jafntefli við Slóvena sl. haust. Lúxemborg rekur hins vegar lestina í riðlinum, er án stiga. Færey- ingar fögnuðu sigri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.