Morgunblaðið - 29.03.2001, Blaðsíða 2
ÍÞRÓTTIR
2 C FIMMTUDAGUR 29. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÚRSLIT
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrslitakeppni karla, undanúrslit – þriðji
leikur:
Njarðvík: Njarðvík - KR ..........................20
Staðan er 2:0.
Sauðárkrókur: Tindastóll - Keflavík .......20
Staðan er 1:1.
HANDKNATTLEIKUR
Úrslitakeppni kvenna, undanúrslit – ann-
ar leikur:
Framhús: Fram - ÍBV ..............................20
Staðan er 0:1.
Ásgarður: Stjarnan - Haukar...................20
Staðan er 0:1.
KNATTSPYRNA
Deildabikar kvenna:
Reykjaneshöll: RKV - Valur .............. 21.30
Í KVÖLD
Leikur Englendinga og Albanavar ekki mikið fyrir augað,
nánast ekkert markvert gerðist í
fyrri hálfleik og framan af þeim
síðari voru heimamenn sterkari ef
eitthvað var. Michael Owen kom
Englendingum yfir með ágætu
marki eftir sendingu Paul Scholes
á 74. mínútu. Scholes skoraði sjálf-
ur annað markið fimm mínútum
fyrir leikslok eftir frábæran und-
irbúning Coles. Altin Rraklli
minnkaði muninn fyrir heimamenn
eftir algjört kæruleysi Englend-
inga sem voru orðnir allt of væru-
kærir. Nokkru síðar skoruðu Alb-
anar annað mark sem var ranglega
dæmt af vegna rangstöðu. Cole
gulltryggði sigurinn með næstsíð-
ustu spyrnu leiksins.
Albanar léku vel og það gerðu
þeir einnig um helgina þegar þeir
töpuðu 2:1 í Þýskalandi. Það má
segja að þeir hafi einnig verið
óheppnir í gærkvöldi.
Fjölmiðlar í Englandi hafa
gagnrýnt Cole nokkuð að undan-
förnu fyrir að skora ekki, en Sven
Göran Eriksson landsliðsþjálfari
vildi samt hafa hann í liðinu og
Cole þakkaði traustið með fyrsta
landsliðsmarki sínu í þrettán leikj-
um.
Þjóðverjar gerðu góða ferð til
Grikklands og kræktu þar í þrjú
stig með 4:2 sigri og eru þeir nú
efstir í 9. riðli með fullt hús stiga,
12 stig.
Strákarnir hans Rudi Völlers
náðu tvívegis forystu í fyrri hálf-
leik en heimamenn jöfnuðu jafn-
harðan. Fyrri hálfleikur var eld-
fjörugur enda fjögur mörk skoruð.
Sebastian Deisler var rekinn af
velli í upphafi síðari hálfleiks og
heimamenn bættu í sóknina í kjöl-
farið. Miroslav Klose, ungur sókn-
armaður, nýtti sér glufu í vörn
Grikkja og kom gestunum í 3:2 og
annar varamaður, Marco Bode,
fullkomnaði verkið með fjórða
markinu. Þjóðverjar standa því
mjög vel að vígi í 9. riðli.
Fjör í Búlgaríu
Tveir leikir voru í 3. riðli, þar
sem Íslendingar leika. Norður-Ír-
ar mættu Búlgörum í Sofíu og þar
var mikið fjör. Balakov skoraði úr
víti á sjöundu mínútu og gestirnir
jöfnuðu eftir aðrar sjö mínútur.
Tveimur mínútum síðar var staðan
orðin 2:1 og það var ekki fyrr en á
72. mínútu sem heimamenn gerðu
þriðja markið og það fjórða tíu
mínútum fyrir leikslok. Sá tími
nægði þó Norður-Írum til að skora
tvívegis en það dugði þó skammt.
Búlgarar eru í öðru sæti riðils-
ins, aðeins einu stigi á eftir Tékk-
landi og einu stigi á undan Dan-
mörku en þjóðirnar skildu jafnar í
Tékklandi í gærkvöldi, ekkert var
skorað.
Mikil spenna í 4. riðli
Spennan virðist ætla að verða
mest í fjórða riðli, en eftir leikina í
gær eru þrjú lið efst og jöfn með
11 stig, Slóvakía, Tyrkland og Sví-
þjóð. Sigurvegari hvers hinna níu
riðla kemst áfram og átta bestu
liðin, sem verða í öðru sæti, leika
heima og heiman um fjögur laus
sæti og níunda liðið sem verður í
öðru sæti leikur heima og að heim-
an við lið frá Asíu um laust sæti í
úrslitakeppninni.
Svíar léku í Moldavíu í gær-
kvöldi og það var varamaðurinn
Markus Allback sem tryggði Sví-
um 2:0 sigur með tveimur mörkum
síðustu tvær mínúturnar.
Colin Hendry
í vandræðum
Skoski varnarjaxlinn Colin
Hendry kom svo sannarlega á
óvart er Skotar unnu San Marino
4:0. Hann gerði fyrstu tvö mörk
leiksins og hefði átt að vera sáttur
og ánægður með það. Svo var þó
ekki og í síðari hálfleik gaf hann
einum leikmanna gestanna mikið
olnbogaskot þannig að sá varð að
yfirgefa völlinn. Hendry slapp við
að vera rekinn útaf en atvikið náð-
ist vel á myndavél sjónvarpsstöðva
og má telja víst að hann fái bann
vegna þessa athæfis.
Cole tókst að
skora í 13. tilraun
ÞAÐ hlaut að koma að því að
Andy Cole skoraði í landsleik og
í gærkvöldi gerðist það. Cole
gerði þriðja og síðasta markið í
3:1 sigri Englendinga í Albaníu,
en þetta var þrettándi lands-
leikur Cole. Þjóðverjar brugðu
sér til Grikklands og unnu 4:2
þrátt fyrir að vera manni færri
síðasta hálftímann og eru þeir
efstir í 9. riðli HM með fullt hús
stiga.
Reuters
Færeyingar töpuðu 1:0 fyrir Rússum í gær. Jakup Mikkelsen
markvörður bjargar skoti frá Vladimír Beschastnykhs og Oli
Johannesen reynir að stöðva rússneska sóknarmanninn.
T
m
þ
Ís
K
b
þ
ú
is
d
o
e
sl
ta
ú
1
S
G
k
v
N
V
u
h
S
M
jö
sí
u
K
g
K
v
H
d
G
se
h
þ
u
Aðalfundur Þróttar
Aðalfundur Knattspyrnufélagsins Þróttar
verður í félagshúsinu í Laugardal föstudag-
inn 30. mars kl. 19.30.
FÉLAGSLÍF
Ólafur til
Arsenal
ÓLAFUR Ingi Skúlason,
knattspyrnumaðurinn efni-
legi úr Fylki, fer í dag til
enska liðsins Arsenal og
dvelur þar fram í næstu viku.
Með honum í för eru faðir
hans og Ólafur Garðarsson
umboðsmaður hans. Ólafur
Ingi, sem verður 18 ára á
sunnudaginn, æfir með ung-
linga- og varaliðum Arsenal
og spilar með varaliðinu
gegn Chelsea á mánudaginn.
Fulltrúar Tottenham og Ips-
wich munu fylgjast með
Ólafi Inga í þeim leik en
hann hefur dvalist hjá báðum
félögunum og hafnaði tilboði
frá Tottenham á síðasta ári.
Fimm rauð spjöld fóru á loft ágervigrasinu í Laugardal í gær-
kvöld þegar Fylkir sigraði Fram, 4:3,
í Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu.
Steingrímur Jóhannesson skoraði
þrennu fyrir Fylki sem komst í 4:0 og
tryggði sér rétt til að leika til úrslita,
gegn Val, KR eða Víkingi.
Kristinn Rúnar Jónsson, þjálfari
Fram, var rekinn af varamanna-
bekknum í fyrri hálfleik. Fljótlega í
þeim síðari fékk Þorbjörn Atli Sveins-
son, Framari, rauða spjaldið, og kort-
eri fyrir leikslok fór félagi hans,
Bjarni Þór Pétursson, sömu leið. Síð-
an var Ómar Valdimarsson, Fylkis-
maður, rekinn af velli. Eftir að dóm-
arinn hafði flautað til leiksloka greip
hann enn einu sinni til rauða spjalds-
ins og sýndi það Ingvari Ólasyni,
Framara. Það verða því samtals fjórir
frá Safamýrarliðinu sem fara í leik-
bann eftir þennan leik, þjálfarinn og
þrír leikmenn, en þeir taka það ekki
út fyrir en á næsta ári því þetta var
síðasti leikur Framara í mótinu í ár.
Fimm rauð
í Laugardal
KNATTSPYRNA
Undankeppni HM
1. RIÐILL:
Rússland – Færeyjar ............................... 1:0
Alexander Mostovoi 19. – 10.500.
Slóvenía – Júgóslavía.............................. 1:1
Zlatko Zahovic 90. – Savo Milosevic 32.
Sviss – Lúxemborg .................................. 5:0
Alexander Frei 9., 31., 90., Johann Lonfat
64., Stephane Chapuisat 72. – 8.600.
Rússland.................. 4 3 1 0 6:1 10
Sviss ......................... 5 2 2 1 13:5 8
Slóvenía ................... 5 1 4 0 8:7 7
Júgóslavía................ 3 1 2 0 4:2 5
Færeyjar ................. 4 1 1 2 5:8 4
Lúxemborg.............. 5 0 0 5 1:14 0
2. RIÐILL:
Andorra – Írland ..................................... 0:3
Ian Harte 33. (víti), Kevin Kilbane 76.,
Matt Holland 80.
Portúgal – Holland.................................. 2:2
Pauleta 83., Figo 90. (víti) – Jimmy Floyd
Hasselbaink 17. (víti), Patrick Kluivert 47.
Kýpur – Eistland...................................... 2:2
Michalis Constantinou 47., Yiannakis Ok-
kas 65. – Marko Kristal 75., Raio Piiroja 77.
Rautt spjald: Ioakim Ioakim (Kýpur) 90.
Írland....................... 5 3 2 0 12:3 11
Portúgal................... 5 3 2 0 11:4 11
Holland .................... 5 2 2 1 13:6 8
Kýpur....................... 5 2 1 2 10:12 7
Eistland ................... 5 2 1 2 6:8 7
Andorra ................... 7 0 0 7 3:22 0
3. RIÐILL:
Búlgaría – Norður-Írland....................... 4:3
Krassimir Balakov 7. (víti), Martin Petrov
17., 78., Krassimir Tchomakov 72. – Mark
Williams 15., Stuart Elliot 84., David Healy
90. (víti) – 20.000.
Tékkland – Danmörk.............................. 0:0
Tékkland ................. 5 3 2 0 6:0 11
Búlgaría................... 5 3 1 1 10:6 10
Danmörk ................. 5 2 3 0 9:3 9
N-Írland .................. 5 1 1 3 5.7 4
Ísland ...................... 4 1 0 3 3:8 3
Malta........................ 4 0 1 3 0:9 1
4. RIÐILL:
Slóvakía – Azerbaijan ............................. 3:1
Szilard Nemeth 1., 10., Lubomir Meszaros
57. – Vadim Vasilyev 4. (víti). Rautt spjald:
Emin Agayev (Azerbaijan) 78. – 10.000.
Makedónía – Tyrkland............................ 1:2
Toni Micevski 20. – Igor Mitrevski 68.
(sjálfsm.), Umit Davala 69. – 8.000.
Moldavía – Svíþjóð .................................. 0:2
Markus Allbäck 89., 90. – 7.000.
Slóvakía ................... 5 3 2 0 7:2 11
Tyrkland.................. 5 3 2 0 7:3 11
Svíþjóð ..................... 5 3 2 0 5:1 11
Makedónía............... 5 1 1 3 4:5 4
Moldavía .................. 5 0 2 3 0:5 2
Azerbaijan............... 5 0 1 4 1:8 1
5. RIÐILL:
Hvíta-Rússland – Noregur ..................... 2:1
Alexander Khatskevich 19., Roman Vasi-
lyuk 90. – Ole Gunnar Solskjær 68.
Pólland – Armenía................................... 4:0
Michal Zewlakow 15. (víti), Emannuel Ol-
isadebe 41., Marcin Zewlakow 81., Bartosz
Karwan 88. – 11.000.
Wales – Úkraína ...................................... 1:1
John Hartson 11. – Andriy Shevchenko 52.
Pólland..................... 5 4 1 0 13:4 13
H-Rússland ............. 5 3 1 1 7:6 10
Úkraína ................... 5 2 2 1 6:6 8
Wales ....................... 5 0 4 1 5:6 4
Noregur................... 5 0 2 3 4:7 2
Armenía................... 5 0 2 3 5:11 2
6. RIÐILL:
Skotland – San Marino............................ 4:0
Colin Hendry 22., 32., Billy Dodds 33., Col-
in Cameron 64.
Skotland .................. 5 3 2 0 10:3 11
Belgía....................... 4 2 2 0 16:3 8
Króatía..................... 3 1 2 0 5:2 5
Lettland................... 4 1 0 3 2:9 3
San Marino.............. 4 0 0 4 1:17 0
7. RIÐILL:
Liechtenstein – Bosnía............................ 0:3
Sergej Barbarez 10., 72., Almedin Hota 89.
Austurríki – Ísrael................................... 2:1
Michael Baur 9., Andreas Herzog 41. (víti)
– Michael Baur 6. (sjálfsm.) – 21.000.
Spánn....................... 4 3 1 0 10:2 10
Austurríki................ 4 2 2 0 5:3 8
Ísrael........................ 4 2 0 2 6:5 6
Bosnía ...................... 4 1 1 2 6:6 4
Liechtenstein .......... 4 0 0 4 0:11 0
8. RIÐILL:
Georgía – Rúmenía.................................. 0:2
Dorinel Munteanu 68., Cosmin Contra 81.
Ítalía – Litháen ........................................ 4:0
Filippo Inzaghi 17., 63., Alessandro Del
Piero 49., 79. – 14.800.
Ítalía......................... 5 4 1 0 13:2 13
Rúmenía .................. 4 2 0 2 3:5 6
Ungverjaland.......... 3 1 2 0 9:4 5
Georgía .................... 3 1 0 2 4:4 3
Litháen .................... 5 0 1 4 2:16 1
9. RIÐILL:
Grikkland – Þýskaland ........................... 2:4
Angelos Haristeas 20., Giorgos Georgiadis
44. – Marko Rehmer 6., Michael Ballack 25.
(víti), Miroslav Klose 81., Marco Bode 89.
Rautt spjald: Sebastian Diesler (Þýska-
landi) 60. – 55.000.
Albanía – England................................... 1:3
Altin Rraklli 88. – Michael Owen 74., Paul
Scholes 85., Andy Cole 90. – 18.000.
Þýskaland................ 4 4 0 0 9:3 12
England................... 4 2 1 1 5:3 7
Finnland .................. 4 1 1 2 3:4 4
Albanía..................... 4 1 0 3 5:7 3
Grikkland ................ 4 1 0 3 3:8 3
SUÐUR-AMERÍKA:
Kólumbía – Bólivía ...................................2:0
Juan Pablo Angel 53., 73. (víti) – 45.000.
Perú – Chile...............................................3:1
Flavio Maestri 54., Andres Mendoza 73.,
Claudio Pizarro 81. – Reinaldo Navia 62.
Ekvador – Brasilía .................................. 1:0
Agustin Delgado 49. – 40.800.
Argentína ............ 10 8 1 1 22:8 25
Brasilía ................ 11 6 2 3 21:10 20
Paraguay ............. 10 6 2 2 18:9 20
Ekvador............... 11 6 1 4 13:14 19
Kólumbía ............. 11 5 3 3 10:7 18
Úruguay .............. 10 4 3 3 12:7 15
Perú ..................... 11 3 2 6 10:14 11
Chile..................... 11 3 1 7 12:16 10
Bólivía .................. 11 2 3 6 5:16 9
Venesúela ............ 10 1 0 9 6:28 3
Vináttulandsleikur
Spánn – Frakkland.................................. 2:1
Ivan Helguera 40., Fernando Morientes 49.
– David Trezeguet 85. – 42.000.
Belgía
Bikar, undanúrslit, fyrri leikur:
Lommel – Genk ........................................ 2:1
Reykjavíkurmót karla
A-RIÐILL:
KR – Víkingur.......................................... 4:2
Sigurvin Ólafsson 2, Arnar Sigurgeirsson,
Sigþór Júlíusson – Sumarliði Árnason 2.
Leiknir R. – Léttir ................................... 2:1
Róbert Arnarson 2, Arnar Jóhannesson.
Víkingur .................. 4 3 0 1 9:5 9
Valur ........................ 3 2 0 1 8:2 6
KR............................ 3 2 0 1 7:4 6
Leiknir R. ................ 3 1 0 2 2:6 3
Léttir ....................... 3 0 0 3 2:11 0
B-RIÐILL:
Þróttur R. – Fjölnir ................................. 7:0
Hilmar Rúnarsson, Jens Sævarsson, Hans
Sævarsson, Páll Einarsson, Charlie
McCormick, Þorvaldur Guðmundsson,
Björgólfur Takefusa.
Fylkir – Fram........................................... 4:3
Steingrímur Jóhannesson 3, Pétur Björn
Jónsson – Ómar Hákonarson 2, Daði Guð-
mundsson.
Fylkir....................... 3 3 0 0 12:3 9
Fram........................ 4 2 1 1 9:6 7
Þróttur R................. 3 1 1 1 9:7 4
ÍR ............................. 3 1 0 2 2:6 3
Fjölnir...................... 3 0 0 3 0:10 0
Deildabikar karla
Efri deild, B-riðill:
ÍR – ÍBV .................................................... 3:3
Grétar Már Sveinsson, Tómas Rafnsson,
Brynjólfur Bjarnason – Alexander Ilic 3.
KÖRFUKNATTLEIKUR
Keflavík – KR 52:77
Íþróttahúsið í Keflavík, úrslit um Íslands-
meistaratitil kvenna, annar leikur, mið-
vikudaginn 28. mars 2001.
Gangur leiksins: 0:7, 3:13, 12:16, 17:25,
23:25, 27:25, 31:36, 35:36, 35:40, 37:44,
31:62, 48:73, 52:77.
Stig Keflavík: Brooke Schwartz 25, Kristín
Blöndal 8, Svava Stefánsdóttir 5, Sigríður
Guðjónsdóttir 4, Marín Rós Karlsdóttir 4,
Guðrún Ósk Karlsdóttir 3, Birna Valgarðs-
dóttir 2, S. Bonnie Lúðvíksdóttir 1.
Fráköst: 23 í vörn – 14 í sókn.
Stig KR: Heather Corby 22, Hanna B.
Kjartansdóttir 15, Helga Þorvaldsdóttir 11,
Guðbjörg Norðfjörð 10, Gréta Grétarsdótt-
ir 6, Kristín Jónsdóttir 4, Hildur Sigurð-
ardóttir 3, Sigrún Skarphéðinsdóttir 2,
Guðrún Sigurðard. 2, María Káradóttir 2.
Fráköst: 31 í vörn – 16 í sókn.
Villur: Keflavík 16 – KR 17.
Dómarar: Eggert Aðalsteinsson og Krist-
inn Albertsson, góðir. Áhorfendur: 135.
HANDKNATTLEIKUR
Þýskaland
Magdeburg – Dormagen ......................28:21
Nordhorn – Wallau-Massenheim ....... 30:25
BLAK
Úrslitakeppni karla, undanúrslit:
Þróttur R. – Stjarnan .............................. 3:0
(25:20, 26:24, 25:21)
Þróttur R. vann 2:1 og er kominn í úrslit.