Morgunblaðið - 29.03.2001, Blaðsíða 3
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MARS 2001 C 3
Man. Utd - Derby
Beint leiguflug til Manchester, gist í þrjár
nætur á The Premier Lodge í miðbæ
Manchester.
Verð 50.400 fyrir fyrstu 50 meðlimi
Man. Utd klúbbsins sem panta.
Innifalið í verði: Flug, skattar, gisting í þrjár nætur með
morgunverði, rútur til og frá flugvelli, miði á leikinn og
íslensk fararstjórn.
Meðlimir Man. Utd klúbbsins á Íslandi hafa forgang
að skráningu í ferðina sunnudaginn 1. apríl kl. 18-19 í
símum 585 4114 og 585 4115.
MUNIÐ ATLASÁVÍSUNINA!
Nánari upplýsingar veitir
Ferðaskrifstofan Úrval Útsýn í
síma 585 4140.
ATLasi
®
3. - 6. maí
JÓHANN Birnir Guðmundsson
skoraði fyrra mark Lyn sem sigraði
Odd Grenland, 2:0, í æfingaleik sem
fram fór á heimavelli Odd í gær. Jó-
hann skoraði markið með fallegu
skoti í bláhornið eftir að hafa leikið á
varnarmann Odd. Hann lagði enn-
fremur upp síðara mark liðsins.
JÓHANN fellur vel inn í lið Lyn og
með tilkomu hans, Runars Bergs og
Hassans El Fakiris, sem allir hafa
nýlega gengið í raðir Lyn, hefur liðið
eflst til muna sem sést best á því að
Odd Grenland burstaði Lyn, 5:1,
snemma á þessu ári.
JÓHANN leikur á vinstri kanti í
leikaðferðinni 4:3:3, ekki á hægri
kanti eins og hann er vanur. Þjálfari
Lyn segir að Jóhann nýtist betur
vinstra megin þar sem hann geti auð-
veldlega beitt vinstri fætinum við að
senda boltann fyrir markið, og fái
síðan betri skotfæri með þeim hægri.
JOHAN Cruyff beitti sömu aðferð
þegar hann þjálfaði Barcelona. Hann
lét vinstrifótarmenn leika hægra
megin og öfugt til að þeir kæmust í
hættulegri skotfæri.
SIGURVIN Ólafsson skoraði tvö
mörk fyrir KR og Sumarliði Árnason
tvö fyrir Víking þegar KR vann leik
liðanna í Reykjavíkurmótinu í knatt-
spyrnu, 4:2, í gærkvöld.
VÍKINGAR léku með sorgarbönd
gegn KR til að minnast Halls Sím-
onarsonar, fyrrum íþróttafrétta-
manns, sem var varaformaður Vík-
ings 1944-47 og fyrirliði fyrstu
Íslandsmeistara félagsins í hand-
knattleik 1946. Hallur lést í síðustu
viku og verður jarðsunginn í dag.
ALEXANDER Ilic, nýi Júgóslav-
inn sem er til reynslu hjá ÍBV, byrj-
aði vel með liðinu í gærkvöld. Ilic,
sem kom til landsins fyrr í þessari
viku, skoraði öll þrjú mörk Eyja-
manna þegar þeir gerðu jafntefli, 3:3,
við ÍR í deildabikarnum á Ásvöllum.
BALDUR Aðalsteinsson, knatt-
spyrnumaður úr ÍA, dvelur þessa
dagana hjá þýska 3. deildarliðinu
Uerdingen og æfir með því fram að
páskum. Baldur lék með liðinu fyrir
áramót og þjálfari Uerdingen bauð
honum þangað aftur. Baldur hélt til
Þýskalands að loknum leik 21-árs
landsliðsins í Búlgaríu á föstudag.
TRYGGVI E. Geirsson ætlar að
láta af formennsku hjá Knattspyrnu-
félaginu Þrótti á aðalfundi þess nk.
föstudag. Tryggvi hefur stýrt Þrótti
í 16 ár.
CHELSEA hefur neitað þeim frétt-
um að félagið sé á höttunum eftir
tékkneska landsliðsmanninum Jan
Koller sem leikur með Anderlecht í
Belgíu. Framkvæmdastjóri belgíska
liðsins sagði í vikunni að Chelsea
hefði sett sig í samband vegna kaupa
á Koller.
FÓLK
C-þjóðir Evrópu í blaki eru þærsem lakastar eru í álfunni.
Ákveðið hefur verið að fyrsta mót
þessara þjóða í karlaflokki fari fram
í Andorra vorið 2002. Júlíus segist
vonast til að einnig verði hægt að
keppa í kvennaflokki strax á næsta
ári en það ráðist alfarið af því hvort
Blaksamband Evrópu samþykki að
styrkja keppnina. „Þetta er ekki
hægt nema að fá til þess styrk,“ seg-
ir Júlíus.
Tvær efstu þjóðirnar í keppninni
hverju sinni vinna sér sjálfkrafa
þátttökurétt í B-keppni Evrópu sem
þegar er haldið úti.
Þjóðirnar sem standa að baki C-
keppninni, auk Íslendinga, eru með-
al annars Lúxemborg, N-Írland, Ír-
land, Skotland, Malta, Andorra, San
Marínó, Kýpur, Liechtenstein. Þá
hafa Norðmenn og Albanar lýst yfir
áhuga á þátttöku.
„Verði hægt að festa þessa keppni
í sessi er ljóst íslenska landsliðið
verður tryggt með verkefni á hverju
ári því C-keppnin verður þá haldin
það ár sem Smáþjóðaleikar eru ekki
á dagskrá,“ segir Júlíus og bætir við
að það yrði mikil lyftistöng fyrir
blakíþróttina í þessum löndum verði
keppnin að veruleika.
Hann segir það ráðast á fundi
Blaksambands Evrópu í San Marínó
íjúlí hvort fjárveiting fáist til keppn-
innar. Þá verði fjárhagsáætlun
næsta árs lögð fram til umræðu en
hún verður síðan samþykkt á árs-
þingi í haust.
Óskað hefur verið eftir því að
Blaksamband Evrópu leggi fram um
30.000 svissneska franka, um 1,5
milljónir króna, til styrktar keppni
sex þjóða og leggi síðan fram 5.000
franka, 250.000 kr., með hverri þjóð
sem bætist við. „Verði þessi ósk
samþykkt þá er fjárhagslegum
grundvelli keppninnar að verulegum
hluta borgið,“ segir Júlíus. „Þá um
leið er ég viss um að ákveðið verði að
halda einnig keppni kvennalandsliða
strax á næsta ári. Ég veit að bæði
Malta og Lúxemborg hafa áhuga á
að halda keppnina,“ segir Júlíus.
Júlíus segir enn fremur að And-
orra-menn ætla sjálfir að bera þann
kostnað af karlakeppninni á næsta
ári sem óskað er eftir að Blaksam-
band Evrópu beri, komi ekki til fjár-
veiting vegna verkefnisins.
Júlíus Hafstein hefur verið valinn
formaður C-þjóða Evrópu í blaki
Vill koma
á C-keppni
JÚLÍUS Hafstein, formaður Blaksambands Íslands, hefur verið val-
inn formaður nefndar C-þjóða Evrópu í blaki til næstu tveggja ára.
Nefndin hefur á sinni könnu undirbúning að stofnun keppni C-
þjóða í blaki karla og kvenna en slík keppni hefur ekki verið fyrir
hendi til þessa.
Spenna var í leikmönnum til aðbyrja með en hittni Keflvík-
inga slakari og KR náði tíu stiga
forskoti. Þá kom
Kristín Blöndal inn
á hjá Keflavík og
hleypti lífi í lið sitt
en það dugði ekki
til lengdar. Eigi að síður tókst
þeim að jafna í upphafi annars leik-
hluta eftir glæsilega þriggja stiga
körfu Brooke Schwartz, sem skaut
langt inni á eigin vallarhelmingi. Á
fyrstu sex mínútum annars leik-
hluta skoraði hvort lið aðeins fjög-
ur stig en í hálfleik hafði KR 40:35
forskot og enn gat brugðið til
beggja vona.
Það gerði síðan útslagið þegar
gestirnir skoruðu 29 stig á móti sex
frá Keflvíkingum á fyrstu 15 mín-
útum síðari hálfleiks. Úrslit voru
ráðin og þjálfarar leyfðu flestum
leikmönnum sínum að spreyta sig.
„Við komum ekki með sama hug-
arfari til síðari hálfleiks og við luk-
um þeim fyrri,“ sagði Brooke
Schwartz, sem skoraði 25 af 52
stigum Keflvíkinga. „Svo þegar
KR-stúlkur skoruðu fyrstu körf-
urnar eftir hlé héldu þær sínu
striki og litu aldrei aftur en við fór-
um á hælana. Það verður auðvitað
erfitt að fara í leikina sem eftir
eru, en við höfum samt sýnt í fyrri
leikjum okkar við þær að við get-
um vel staðið í þeim. Við höfum
líka engu að tapa og verðum að
gefa allt í þá leiki,“ bætti hún við.
„Mér finnst þessar tölur segja til
um muninn á liðunum,“ sagði
Hanna B. Kjartansdóttir, sem átti
ágætan leik hjá KR eins og Heat-
her Corby og Helga Þorvaldsdótt-
ir. „Við komum nú með hausinn í
lagi en gerðum það ekki síðast og
það er okkar styrkur að geta það.
Við ætluðum að byrja síðari hálf-
leikinn af krafti, ná strax góðum
spretti og stöðva þær með vörn-
inni. Við hittum síðan vel, tókum
fráköstin og allt hitt og það skilar
25 stiga sigri,“ bætti Hanna við og
vill gera út um mótið í næsta leik
og setja Íslandsmeistarabikarinn í
skápinn hjá sigurlaunum bikar-
keppninnar. „Það hlýtur að gera
okkur hungraðar í sigur í næsta
leik að með sigri erum við orðnar
Íslandsmeistarar og þurfum ekki
að koma hingað aftur. Við höfum
einnig fengið að prófa hvað er
gaman að vinna bikar þó að við
höfum líka prófað að missa af hon-
um. Ég er í það minnsta ákveðin í
að taka þátt í sigrinum því ég
missti af fjörinu í bikarúrslitun-
um,“ sagði Hanna en hún var fjarri
góðu gamni og lá veik heima þegar
lið hennar sigraði í bikarkeppninni
fyrr í vetur.
SEX stig á fyrstu fimmtán mínútunum eftir hlé drógu vígtennurnar
úr Keflavíkurstúlkum þegar þær fengu KR í heimsókn í gærkvöldi í
öðrum leik liðanna í úrslitum Íslandsmótsins. Vesturbæingar gengu
strax á lagið, tóku endanlega öll völd á vellinum og sigruðu örugg-
lega, 77:52, án þess að heimasæturnar hefðu nokkuð um það að
segja. KR-stúlkur unnu þar með annan leik sinn og geta með sigri í
þriðja leik liðanna á laugardaginn, sem fram fer í Vesturbænum,
tryggt sér Íslandsmeistaratitil.
Stefán
Stefánsson
skrifar
KR-stúlkur kafsigldu Keflavík
Sagan segir
að KR tapi
þriðja leiknum
TÖLFRÆÐIN er ekki á bandi Íslands-
meistara KR í körfuknattleik karla fyrir
riðju viðureign liðsins í undanúrslitum
slandsmótsins gegn Njarðvík í kvöld.
Keppnistímabilið 1994–1995 var sú ný-
reytni tekin upp að liðin þurftu að vinna
rjá leiki í undanúrslitum til að komast í
úrslit, í stað tveggja áður. Úrslitakeppn-
sfyrirkomulagið var tekið upp í úrvals-
deild karla keppnistímabilið 1986–1987
g fram til 1994 komust aðeins fjögur
fstu lið deildarkeppninnar í úr-
litakeppnina.
Aðeins Skallagrímur og Njarðvík hafa
apað tveimur fyrstu leikjunum í undan-
úrslitum frá árinu 1995. Keppnistímabilið
994–1995 sigruðu Njarðvíkingar lið
Skallagríms úr Borgarnesi í þrígang og
Grindvíkingar sigruðu Njarðvík, 3:0,
keppnistímabilið 1996–1997.
Sama staða er nú uppi á teningnum í
iðureign Njarðvíkinga og KR, þar sem
Njarðvíkingar hafa sigrað í tvígang.
„Við blásum á sögulegar staðreyndir.
Við sönnuðum það í fyrra þegar við urð-
um fyrsta liðið sem fer alla leið eftir að
hafa endað í fimmta sæti,“ sagði Ingi Þór
Steinþórsson, þjálfari KR, í samtali við
Morgunblaðið í gær.
Rimma Tindastóls og Keflavíkur er
öfn – heimavöllur hefur ráðið úrslitum. Á
íðastliðnu keppnistímabili fóru báðar
undanúrslitaviðureignirnar í oddaleik.
KR lagði Njarðvík á útivelli og Grindavík
gerði slíkt hið sama gegn Haukum.
Keppnistímabilið 1995–1996 vann Grinda-
ík einnig undanúrslitaviðureignina við
Hauka þrátt fyrir að hafa endað neðar í
deildarkeppninni og 1998–1999 töpuðu
Grindvíkingar 1:3 gegn Keflvíkingum
em lagði nágrannaliðið í tvígang á
heimavelli þeirra fyrrnefndu. Sagan er
ví ekki eins afgerandi sé miðað við byrj-
unina á einvígi Tindastóls og Keflavíkur.
ÍBV prófar
Dejan Jokic
DEJAN Jokic, knatt-
spyrnumaður frá Júgó-
slavíu, verður til reynslu
hjá ÍBV í æfingaferð liðs-
ins til Portúgals í næstu
viku. Hann kemur í stað
landa síns, Milans Janose-
vic, sem er meiddur. Jokic
er 32 ára sóknarmaður
eða kantmaður sem leik-
ur með 1. deildarliðinu
Mladi Radnik Pozarevac í
heimalandi sínu en hefur
áður spilað í Búlgaríu.
Ólafur Stefánsson skoraði 10mörk í gærkvöld þegar lið
hans, Magdeburg, vann Dormagen,
28:21, í þýsku 1. deildinni í hand-
knattleik. Magdeburg var lengi í
vandræðum með Róbert Sighvats-
son og félaga, staðan var 11:11 í hálf-
leik og Dormagen komst yfir í seinni
hálfleik áður en Magdeburg náði
tökum á leiknum. Magdeburg komst
með sigrinum í annað sæti deildar-
innar.
Guðmundur Hrafnkelsson lék vel í
marki Nordhorn sem vann Wallau-
Massenheim örugglega, 30:25. Guð-
mundur var í miklum ham í fyrri
hálfleik þegar Nordhorn komst í 8:2
og 10:4.
Ólafur gerði tíu mörk