Morgunblaðið - 29.03.2001, Blaðsíða 1
2001 FIMMTUDAGUR 29. MARS BLAÐ C
B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A
JÚLÍUS HAFSTEIN SKIPAÐUR FORMAÐUR C-ÞJÓÐA Í BLAKI /C3
FORRÁÐAMENN úrvalsdeildarliðs Grindavík-
ur hafa sett sig í samband við Friðrik Inga Rún-
arsson og óskað eftir viðræðum við landsliðs-
þjálfarann um að hann taki við þjálfun
Grindavíkurliðsins. „Friðrik Ingi er efstur á
óskalista okkar en málið er á frumstigi þessa
stundina og ekkert ljóst hvernig málin þróast,“
sagði Guðfinnur Friðþjónsson í samtali við
Morgunblaðið í gær.
Úrvalsdeildarlið Þórs frá Akureyri leitar
einnig eftir þjálfara fyrir næsta keppnistímabil
og forráðamenn liðsins hafa kannað áhuga
Friðriks Inga um að hann taki við þjálfun liðs-
ins.
Grindvík-
ingar vilja
Friðrik Inga
Jón
hættir
með ÍR
SAMKVÆMT heimildum
Morgunblaðsins mun Jón
Kristjánsson ekki ætla að
endurnýja samning sinn við
1. deildarlið ÍR-inga í hand-
knattleik en tveggja ára
samningi hans við Breið-
holtsliðið lýkur eftir tíma-
bilið í vor. Ástæða þess
mun vera sú að Jón á erfitt
með að sinna þjálfun vegna
starfa sinna og herma
heimildir Morgunblaðsins
að forráðamenn ÍR séu
byrjaðir að leita að eft-
irmanni Jóns.
Jón vildi ekki tjá um sig
þetta þegar Morgunblaðið
talaði við hann í gær og
sagði aðeins að málin kæm-
ust ekki á hreint fyrr en
mótið væri búið hjá hans
mönnum.
ÍR-ingar höfnuðu í átt-
unda sæti deildarkeppn-
innar sem lauk í fyrrakvöld
og mæta lærisveinar Jóns
deildarmeisturum KA í 8
liða úrslitunum um Íslands-
meistaratitilinn sem hefjast
6. apríl.
ALEXANDER Ermolinskij, leik-
maður og þjálfari úrvalsdeild-
arliðs Skallagríms í körfuknatt-
leik, verður þjálfari liðsins á
næsta keppnistímabili. Ermol-
inskij gerði tveggja ára samning
við Borgarnesliðið sl. haust og
samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins verða allir íslenskir
leikmenn liðsins áfram hjá félag-
inu.
Ljóst er að rússneski framherj-
inn Evgjeni Tomalovski leikur
ekki með Skallagrími á næsta
keppnistímabili og enn ekki er
vitað hvort Bandaríkjamaðurinn
Warren Peebles verði fenginn
aftur til félagsins.
Hlynur Bæringsson er samn-
ingsbundinn Skallagrími á næsta
keppnistímabili en mörg úrvals-
deildarlið hafa sýnt áhuga á að fá
hann í sínar raðir.
Ermolinskij
áfram með
Skallagrím
Örn keppir í 400 m fjórsundi,100 og 200 m baksundi, 50
og 100 m skriðsundi auk 50 m
flugsunds. „Ég er að hefja æfing-
ar af fullum krafti fyrir heims-
meistaramótið í 50 metra laug í
sumar og vantaði mót í lengri
braut. Því ákvað ég að skrá mig
inn á Sjálandsmótið,“ segir Örn
sem reiknar með að stinga sér alls
ellefu sinnum á mótinu gangi allt
að óskum. Það verður því mikið
álag á honum á stuttum tíma, en
mótið hefst föstudaginn 6. apríl og
lýkur tveimur dögum síðar. „Það
er gott að fara í gegnum mörg
sund á stuttum tíma því á HM
syndi ég væntanlega sjö sund á
lengri tíma; það verður því létt í
samanburði við þetta,“ sagði Örn.
Örn hefur ekki synt 100 m bak-
sund í 50 m laug síðan á Sjálands-
mótinu í fyrra og segist hann því
bíða þess sunds með nokkurri eft-
irvæntingu. „Þá var ég ekki upp á
mitt besta þannig að tíminn var
ekkert sérstakur. Takist mér að
synda á um 56 sekúndum að
þessu sinni verð ég nokkuð sátt-
ur.“
Örn hefur keppt oftar í fjór-
sundi upp á síðkastið en áður.
Bætti hann m.a. Íslandsmetið í
400 m fjórsundi í 25 metra braut
um tæpar 12 sekúndur á Innan-
hússmeistaramóti Íslands í Eyjum
á dögunum. Hann segist reikna
með að keppa meira í fjórsundi á
næstu misserum. „Fjórsundið
eykur fjölbreytnina og til þess að
búa mig betur undir það hef ég
keppt meira í bringusundi í vetur
en oft áður,“ segir Örn sem reikn-
ar einnig með að keppa í nokkuð
mörgum greinum á Smáþjóðaleik-
unum í San Marínó í vor.
Örn hefur HM-undir-
búning í Danmörku
ÖRN Arnarson, sundmaður úr Hafnarfirði og tvöfaldur Evr-
ópumeistari í baksundi, ætlar að taka þátt í sex greinum á Opna
Sjálandsmótinu í Danmörku um aðra helgi, en auk Arnar eru níu
íslenskir unglingalandsliðsmenn í sundi skráðir til leiks á mótinu.
„Ég verð gamli maðurinn í hópnum,“ sagði Örn í gamansömum
tóni í samtali við Morgunblaðið í gær.
Reuters
Michael Owen fagnar marki sínu í Albaníu í gærkvöldi ásamt David Beckham, fyrirliða enska landsliðsins. Englendingar léku ekki
vel en sigruðu þó 3:1 og gerði Andy Cole sitt fyrsta mark fyrir enska landsliðið.