Morgunblaðið - 18.04.2001, Síða 1

Morgunblaðið - 18.04.2001, Síða 1
2001  MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A KA FAGNAÐI SIGRI Á AFTURELDINGU Á AKUREYRI / B8 ENSKA úrvalsdeildarliðið Arsenal hefur gert Fylkismönnum tilboð í knattspyrnumanninn efnilega, Ólaf Inga Skúlason. Ólafur, sem er 18 ára, æfði með unglinga- og varaliði Arsenal á dögunum og lék með varaliði félagsins í leik á móti Chelsea. David Dean, varaforseti Arsenal, var einn þeirra sem fylgdist með Ólafi Inga í leiknum og hreifst hann mjög af frammistöðu hans. Í kjölfarið setti Dean sig í samband við Fylkismenn og gerði þeim tilboð í Ólaf Inga sem Fylkismenn eru þessa dagana að skoða ásamt Ólafi Inga og umboðsmanni hans, Ólafi Garðarssyni. „Það eina sem ég get sagt á þess- ari stundu er að við erum komnir með tilboð í hendurnar frá Arsenal og viðræður á milli félaganna eru komnar í gang,“ sagði Kjartan Daníelsson, framkvæmdastjóri knattspyrnu- deildar Fylkis, í samtali við Morgunblaðið. Arsenal vill kaupa Ólaf Inga SIGURBJÖRN Hreiðarsson knattspyrnumaður mun sam- kvæmt áreiðanlegum heimild- um Morgunblaðsins skrifa und- ir samning við Val í dag. Sigurbjörn er nýkominn heim frá Svíþjóð en eins og Morg- unblaðið greindi frá á dögunum fór hann fram á við sænska úr- valsdeildarliðið Trelleborg að verða leystur undan samningi. Rúmenarnir koma í næstu viku Valsmenn eiga von á frekari liðsstyrk fyrir átök sumarsins en tveir rúmenskir leikmenn eru á leiðinni til Vals. Nokkur töf hefur orðið á komu Rúmenana. Þurft hefur að fylla út hina ýmsu pappíra vegna Schengen-samningsins og fleira því tengt en því er nú öllu lokið og eru leikmennirnir væntanlegir til landsins í næstu viku. Leikmennirnir sem um ræðir eru Constantin Stanici, 31 árs gamall miðvallarleikmaður sem á að baki 8 A-landsleiki fyrir Rúmeníu og Daniel Gidea, 21 árs gamall sóknarmaður sem lék síðast í Svíþjóð. Sigurbjörn til Vals Margrét er mjög hæfileikaríkurog fjölhæfur leikmaður,“ seg- ir yfirþjálfari Charge, Mark Krik- orian, á heimasíð- unni. „Hún getur leikið í hvaða stöðu sem er og kemur með mikla reynslu og þekkingu af leikjum á alþjóðlegu stigi til liðsins.“ Fyrsti leikur Philadelphia Charge í mótinu er á sunnudag í San Diego. Þangað fer 16 manna hópur frá Philadelphia. Margrét sagði við Morgunblaðið að hún hefði ekki hug- mynd um hvaða leikmenn yrðu í þessum 16 manna hópi en vonar að sjálfsögðu að hún muni ekki þurfa að sitja heima. Sama hvaða stöðu ég verð látin leika „Þjálfarinn hefur látið mig leika á hægri kanti og í framherjastöðu á undanförnum æfingum. Mér er al- veg sama hvaða stöðu ég þarf að spila svo fremi sem ég fæ tækifæri til að vera með,“ sagði Margrét og hún ætti ekki að þurfa að kvíða því að finna ekki stöðu við sitt hæfi enda hefur hún leikið þær flestar ef mark- ið er undanskilið. „Ég geri mér ekki grein fyrir því hvaða möguleika ég á á því að vera með í leiknum á sunnudag og ég hugsa í raun ekki svo mikið um það. Fyrir mér er þetta stórkostlegt tækifæri og ég er þakklát fyrir að vera hér í dag. Í liðinu eru margir frábærir leikmenn en þó eru engar stórstjörnur og það held ég að muni hjálpa okkur þegar fram í sækir. Ég er fjórði erlendi leikmaðurinn sem fær samning en aðrir eru Doris Fitchen frá Þýskalandi, Liu Ailing frá Kína og Kelly Smith frá Eng- landi. Kelly er frábær örfættur leik- maður og mjög fljót. Liu hefur ekki sýnt sitt rétta andlit, hún er ekki komin í sitt rétta form, en hefur greinilega gott auga fyrir spili og sú þýska er líka mjög góð. Ég tel að það muni tvímælalaust hjálpa mér að ég get spilað margar stöður. En eins og staðan er í dag verð ég mjög ánægð ef ég næ að komast í 16 manna hóp, a.m.k. svona til að byrja með – svo slæ ég í gegn,“ sagði Margrét sposk. Var búin að afskrifa þennan möguleika „Þetta ferli allt hefur í raun verið ótrúlegt ævintýri. Fyrir um mánuði var ég búin að afskrifa það að ég ætti nokkra möguleika. En þjálfari Rich- mond-háskólans, sem hefur verið í sambandi við mig frá því síðastliðið sumar, var mjög ákveðinn í því að ég ætti heima í deildinni hér og hann náði að sannfæra þjálfara Phila- delphia um að ég væri rétti kost- urinn fyrir hann. Fyrir tveimur vik- um fékk ég síðan staðfestingu á því að Philadelphia vildi fá mig til skoð- unar, ég kom hingað á þriðjudaginn var og deildin byrjar á sunnudag. Þetta er alveg ótrúlegt,“ sagði Margrét Ólafsdóttir. Margrét Ólafsdóttir samdi við Philadelphia Charge Ótrúlegt ævintýri PHILADELPHIA Charge skýrði frá því á heimasíðu sinni nú um páskana að búið væri að semja við íslensku landsliðskonuna Margréti Ólafsdóttur úr Breiðabliki um að hún léki með liðinu á komandi keppnistímabili bandarísku atvinnumannadeildarinnar í knattspyrnu. Á síðunni segir jafnframt að þar með hafi liðið lokið við að skipa þann 20 leikmanna hóp sem það muni hafa í sumar og að Margrét sé fjórði og síðasti erlendi leikmaðurinn sem liðið megi hafa innan sinna raða. Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar RÓBERT Julian Duranona, lands- liðsmaður í handknattleik, leikur ekki handknattleik næstu sex eða jafnvel átta mánuði en önnur hásin hans rifnaði afar illa í leik Nettel- sted og Bayer Dormagen sl. laug- ardag. Atvikið átti sér stað þegar komið var fram í miðjan síðari hálf- leik þegar Duranona var að stökkva upp. „Alvarleg meiðsli Duranona setja óneitanlega stórt strik í reikninginn hjá landsliðinu vegna landsleikjanna við Hvít-Rússa,“ sagði Guðmundur Þ. Guðmundsson landsliðsþjálfari í samtali við Morgunblaðið í gær. „Ég talaði við Jörn-Uwe Lommel, þjálf- ara Nettelstedt, í fyrradag og hann sagði mér að önnur hásin Duranona væri illa rifin og hann verði fjarri handknattleiksvellinum í að minnsta kosti hálft ár. Þetta er alvarlegt mál fyrir landsliðið,“ sagði Guðmundur enn fremur. Meiðslin eru einnig áfall fyrir Nettelstedt, lið Duranona, en það berst nú fyrir lífi sínu í efstu deild þýska handknattleiksins. Morgunblaðið/Golli Njarðvíkingar fögnuðu sínum ellefta Íslandsmeistaratitli á Sauðárkróki í gærkvöldi, með því að leggja Tindastól að velli. Logi Gunn- arsson, Ragnar Ragnarsson og Halldór Karlsson fremstir í flokki. Allt um viðureignina á B2, B3. Duranona úr leik í sex mánuði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.