Morgunblaðið - 18.04.2001, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 18.04.2001, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 2001 B 5 KNATTSPYRNA GUÐJÓN Þórðarson, knatt- spyrnustjóri Stoke City, var harð- orður í garð fyrrverandi fyrirliða liðsins, Nickys Mohans, í blaðinu The Sentinel á mánudaginn. Mohan rauk út af æfingu liðsins á föstudag og blaðið segir að eftir hana hafi hann og Guðjón átt hörð orðaskipti sín á milli. Mohan var ekki í leik- mannahópi Stoke um helgina og tvísýnt er talið um framtíð hans hjá félaginu. „Hann gekk burt á miðri æfingu og það sýnir ekki rétt hugarfar. Þetta var félögum hans lítill stuðn- ingur fyrir mikilvægan leik. Mohan er á algjörum villigötum og ég mun leysa það mál á einn eða annan hátt. Hann fær laun fyrir að æfa og spila, ekki fyrir að yfirgefa æfingasvæð- ið,“ sagði Guðjón við The Sentinel. Guðjón sagði að ástæðan fyrir framkomu Mohans hefði ekki verið sú að hann hefði verið settur út úr liðinu. „Við vorum að skoða ýmsa möguleika á æfingunni og ég var ekki búinn að tilkynna hvernig liðið yrði skipað,“ sagði Guðjón, sem svipti Mohan fyrirliðastöðunni fyrir tímabilið í kjölfar þess að Mohan var rekinn af velli í leik gegn ÍA á Akranesi. Guðjón harðorð- ur í garð Mohans sku knatt- nn. Róm- g við jafn- velli gegn n á meðan 3:1. Roma forskot en greinilega að halda vel á spilunum á loka- sprettinum. Reyndar voru Rómverjar heppnir að ná jafntefli því gest- irnir skoruðu sjálfsmark á síðustu mínútunni, í kjölfar þess að Vinc- enzo Montella, sóknarmaður Roma, virtist handleika knöttinn. Juventus skoraði þrjú mörk á 13 mínútna kafla snemma í síðari hálfleik og tryggði sér með því sigurinn á Inter. Lazio vann Reggina, 2:0, á úti- velli og hefur ekki gefið upp alla von; er sex stigum á eftir Juv- entus en á leik til góða. kot Roma minnkar enn a byrjuðu ftir aðeins n Jancker möskvana á ði ekki náð chen síðan . Gestirnir tlætið og nd búinn að r þröngri frá Emile an aftur við allaði Sand ndingu frá kahæstur í mörk, gull- n., eftir að ur Bayern, skoti frá a sig sigr- gurra lyk- banni og berg, Bix- Linke og „Leikmenn Schalke léku mjög vel gegn okkur. Varnarmenn okk- ar voru of spenntir í viðureign sinni við þá,“ sagði Ottmar Hitz- feld, þjálfari Bayern og bætti við: „Þessi ósigur er slæmur fyrir okk- ur í meistarabaráttunni. Leik- menn Schalke eru nú fullir sjálfs- trausts, sem hefur mikið að segja í lokabaráttunni. Þeir standa með pálmann í höndunum og eru sig- urstranglegastir.“ Hollendingurinn Huub Stevens, þjálfari Schalke, var ákveðinn í að halda sínum mönnum niðri á jörð- inni. „Að sjálfsögðu getur maður ekki annað en verið ánægður með sigur á Ólympíuleikvanginum í München, 3:1,“ sagði hann, en hélt síðan áfram: „Ég er ekki fullkom- lega ánægður með leik minna manna og þá sérstaklega í fyrri hálfleik, er þeir léku ekki vel.“ „Við gátum hæglega skorað sex mörk. Það kom okkur á óvart hvað við fengum að leika lausum hala,“ sagði Sand. Bæjarar hafa nú tapað níu deild- arleikjum – fjórum fleiri en þeir töpuðu í fyrra er þeir urðu meist- arar. Það voru fleiri en Bæjarar sem töpuðu óvænt heima, leik- menn Bayer Leverkusen, sem eru með í meistarabaráttunni, töpuðu heima fyrir Freiburg, 3:1. Það voru Zoubaier Baya og Vladimir But sem skoruðu tvö síðustu mörk Freiburg rétt fyrir leikslok. „Ég er vonsvikinn. Áætlun okk- ar var að setja strax pressu á gest- ina, en okkur tókst það ekki,“ sagði Berti Vogts, þjálfari Leverkusen, sem er í þriðja sæti með 49 stig, eins og þrjú önnur lið – Dortmund, Hertha Berlin og Kaiserslautern. Schalke er með 52 stig, Bayern 50. Keppnin um Þýskalandsmeistara- titilinn er æsispennandi. Eyjólfur Sverrisson átti mjög góðan leik með Herthu, sem vann Dortmund, 1:0. Hann átti góðan skalla að marki Dortmund, en hafði ekki heppnina með sér – knötturinn hafnaði á þverslá. Marko Rehmer skoraði sigur- markið með skalla á 65. mín. Hertha mætir Schalke um næstu helgi. Tékkinn Vratislav Lokvenc skoraði tvö mörk fyrir Kais- erslautern, sem vann Frankfurt, 4:2. aninn Sand eð þrjú mörk maðurinn Ebbe Sand var heldur betur á mpíuleikvanginum í München, þar sem leik- uðu sigri á meisturum Bæjara, 3:1. Sand rk Schalke, sem er nú með tveggja stiga for- r fimm umferðir eru eftir í Þýskalandi. náð að hampa meistaratitli í Þýskalandi sti sigur Schalke í München í átján ár AP enza, höfðu ástæðu til að fagna á Ólympíuleikvanginum í München, þar yrir Schalke gegn Bayern, 3:1. Nicholas skoraði 48 mörk fyrirCeltic leiktíðina 1982-1983, en Larsson er nú búinn að skora 49 mörk fyrir liðið. „Að skora svo mörg mörk er hreint frábært. Ég er viss um að Charlie Nicholas hefði talið að met hans myndi standa óhaggað um komandi fram- tíð – yrði aldrei slegið,“ sagði Martin O’Neill, knattspyrnustjóri Celtic, sem mætir Hibs í úrslitum bikarkeppninnar. Celtic hefur þeg- ar tryggt sér Skotlandsmeistara- titilinn og sigur í deildarbikar- keppninni. Larsson, sem var keyptur frá Feyenoord á 650 þús. pund í ágúst 1997, fótbrotnaði illa í UEFA-leik með Celtic gegn Lyon 1999 og reiknuðu þá margir með að knatt- spyrnuferli hans væri lokið. Hann gafst ekki upp, heldur lagði mjög hart að sér við æfingar og náði upp sínum fyrri styrk og gott bet- ur. Hann hefur hreinlega farið á kostum í vetur og stóran þátt í því á enski landsliðsmaðurinn Chris Sutton. Þeir hafa náð mjög vel saman og hefur Larsson fengið að leika lausum hala – nýtt sér aukið athafnasvæði sem hann hefur fengið við komu Sutton. Það eru margir þeirra skoðunar að Larsson sé hættulegasti mið- herji heims – miklu betri en Arg- entínumaðurinn Gabriel Batistuta. Menn segja að Batistuta sjáist ekki heilu lekina, nema þegar hann skorar. Það er annað með Larsson, sem er geysilega vinnu- samur og er á ferðinni út um allan völl að vinna knöttinn og byggja upp sóknarlotur. Larsson vill lítið gera úr afrekum sínum, segist að- eins vera einn hlekkur í sterkri keðju Celtic. O’Neill segir að Lars- son sé frábær félagi, afar hæfi- leikaríkur knattspyrnumaður sem nái að laða fram það besta hjá samherjum sínum. Larsson er lykillinn að því að Celtic er búið að skjóta Glasgow Rangers ref fyrir rass. Á sama tíma nær norski lands- liðsmaðurinn Tore Andre Flo sér ekki á strik hjá Glasgow Rangers, sem keypti hann á 12 millj. punda í vetur frá Chelsea. Hann hefur skorað 10 mörk í 17 leikjum. „Það eru gerðar miklar kröfur til mín. Það er ætlast til að ég skori þrjú mörk í hverjum leik,“ sagði Flo, sem vill komast burt frá Rangers. Vitað er að Tottenham og Deportivo La Coruna hafa áhuga á að fá Flo til sín. Fáir geta stöðvað Larsson SÆNSKI landsliðsmaðurinn Henrik Larsson hefur heldur betur slegið í gegn með skoska liðinu Celtic í vetur. Larsson skoraði tvö mörk fyrir liðið í undanúrslitaleik gegn Dundee United, 3:1. Þar með bætti hann 18 ára gamalt markamet Charlie Nicholas, eða Kampa- víns-Kalla, sem þessi fyrrverandi leikmaður Celtic og Arsenal var oft kallaður vegna hins ljúfa lífs sem hann lifði og þá sérstaklega í stórborginni London. Reuters Chris Sutton og Henrik Larsson fagna marki. Derhúfa aðeins 800 kr. NETVERSLUN Á mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.