Morgunblaðið - 21.04.2001, Síða 4
Leikmenn KA byrjuðu betur ogkom þar einkum til að 6/0 vörn
Aftureldingar var gloppótt og sókn-
arleikurinn var ráð-
leysislegur. KA
komst í 3:1 og síðan
5:4, þegar 9 mínútur
voru liðnar af leikn-
um. Þá gerði Afturelding sjö mörk í
röð á tíu mínútna kafla án þess að
svar kæmi úr herbúðum KA. Eftir
það horfðu heimamenn aldrei um
öxl. Sterk vörn og lipurlegur sókn-
arleikur færðu liðinu þess forystu,
en einnig var Reynir Þór Reynisson
traustur í marki Mosfellinga. KA-
menn reyndu hvað þeir gátu til að
snúa leiknum sér í hag. Undir lok
fyrri hálfleiks tóku þeir Bjarka Sig-
urðsson og Gintaras Savukynas úr
umferð og fóru þar með úr flatri 6/0
vörn sem leikin var til að byrja með.
Þessi breyting skilaði litlum árangri
þótt leikmönnum KA tækist að
minnka muninn í þrjú mörk, 13:10,
um tíma. Áður en flautað var til leiksloka var munurinn orðinn fimm
mörk, 15:10.
Í síðari hálfleik komu KA-menn
framar í vörninni, léku sína velkunnu
3/3 vörn sem hefur reynst þeim betri
en engin á leiktíðinni. Sú breyting
skilaði litlu og Mosfellingar héldu
sínu striki og unnu öruggan sigur. Í
sjálfu sér má segja að breyttur varn-
arleikur KA í síðari hálfleik hafi skil-
að þokkalegum árangri en á móti
kom að sóknarleikurinn var afar bit-
lítill og klaufaskapur var algjör á
köflum. Hafði það því lítið að segja
að vinna boltann því hann tapaðist
oft klaufalega jafnharðan á ný.
Aftureldingarliðið komst vel frá
leiknum lengst af. Það hefði auðveld-
lega getað unnið stærri sigur ef
meiri yfirvegun hefði náðst í sókn-
arleikinn er á leið síðari hálfleik.
Vörnin var hins vegar lítt árennileg,
lokaði hún vel fyrir skyttur KA-liðs-
ins og algjörlega fyrir línumanninn
sterka, Andrius Stelmokas, en hann
megnaði aðeins að skora eitt mark í
leiknum og það úr hraðaupphlaupi.
KA-liðið olli í heild nokkrum von-
brigðum en víst er að það mun sýna á
sér allt aðra og betri hlið á heimavelli
í dag, einkum þarf sóknarleikurinn
að verða heilsteyptari.
Tölfræðin og sagan verða ekki
með Mosfellingum í oddaleiknum því
gleggstu menn þar á bæ muna að-
eins eftir einum sigurleik í KA-heim-
ilinu á síðustu árum. Víst er að hart
verður barist og sennilegt má telja
að leikurinn verði jafnari en tvær
fyrstu viðureignirnar hafa verið.
Hlutverkin sner-
ust við á Varmá
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Halldór Sigfússon og Guðjón Valur Sigurðsson, KA-menn, í fyrsta leiknum gegn Aftureldingu á
Akureyri. Svo virðist sem þeir félagar séu að skiptast á skoðunum við boltann og Guðjón Valur
jafnvel að bjóða honum sopa úr ósýnilega glasinu sem hann virðist halda á í hendinni!
ÞAÐ urðu hlutverkaskipti í öðr-
um leik Aftureldingar og KA í
undanúrslitum að Varmá á
fimmtudaginn. Nú voru það leik-
menn Aftureldingar sem höfðu
töglin og hagldirnar lengst af en
KA-menn reyndu hvað þeir gátu
til að snúa leiknum sér í hag.
Það tókst þeim aldrei og Aftur-
elding vann verðskuldaðan og
síst of stóran sigur, 27:21, eftir
að hafa verið fimm mörkum yfir í
hálfleik, 15:10. Liðin eigast því
við í oddaleik nyrðra í dag.
Ívar
Benediktsson
skrifar
„OKKUR tókst að bæta það í
þessum leik sem miður fór í þeim
fyrsta, vörnin var mun grimmari
og markvarslan ólíkt betri,“
sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari
og leikmaður Aftureldingar, eftir
að honum og hans mönnum tókst
að knýja fram oddaleik gegn KA.
„Sóknarleikurinn var líka mun
beittari. Eftir þennan leik vitum
við hvað til þarf. Sjálfsagt hefð-
um við getað unnið stærri sigur,
en ég var sáttur. Í úrslitakeppn-
inni skiptir öllu máli að vinna,
munurinn er aukaatriði. Næsta
skref er að fara norður og
vinna.“
Bjarki sagði sína menn hafa
verið vel undir það búna að mæta
fjölbreytilegum varnarleik KA,
sem reyndi ekki færri en þrjú
varnarafbrigði. „Við vorum búnir
undir eitt og annað og í raun má
segja að ekkert hafi komið okkur
á óvart í leik KA að þessu sinni.
Allir innan míns liðs skiluðu hlut-
verkum sínum með sóma og léku
af skynsemi þegar á reyndi. Það
vegur þungt í úrslitakeppninni.
Að þessu sinni var það liðsheildin
sem fyrst og fremst tryggði okk-
ur sigur,“ sagði Bjarki.
Um oddaleikinn sagðist Bjarki
eiga von á mun jafnari leik en áð-
ur. „Stemmningin ræður ríkjum í
oddaleiknum. Við erum grjót-
harðir í þeirri ætlun okkar að
sækja sigur norður yfir heiðar og
tryggja þar með sæti í úrslita-
leikjunum. Ég veit hvað í liðinu
býr, en til þess að töfra það fram
þarf hver einasti leikmaður að
leggja sig fullkomlega fram. Ann-
að þýðir ekki,“ sagði Bjarki Sig-
urðsson, þjálfari Aftureldingar.
Förum norður til að vinna
FÓLK
JÓNATAN Magnússon, leikmaður
KA, lék ekki með í Mosfellsbæ á
fimmtudaginn. Hann er meiddur á
öxl og óleikhæfur af þeim sökum.
FJÓRIR leikmenn Aftureldingar
og KA fóru í lyfjapróf eftir leikinn að
Varmá, Mosfellingarnir Alexei
Trúfan og Ólafur Gíslason og norð-
anmennirnir Andrius Stelmokas og
Hreinn Hauksson.
AFTURELDING varð bikarmeist-
ari í 4. flokki karla á fimmtudaginn er
liðið vann Fram í úrslitaleik í Selja-
skóla, 17:14. Var hinum ungu bikar-
meisturum Aftureldingar vel fagnað
er þeir gengu fram á leikvöllinn að
Varmá í hálfleik í leik meistara-
flokksliða Aftureldingar og KA
sama dag.
BJARNI Viggósson og Valgeir
Ómarsson dæma oddaleik KA og
Aftureldingar í KA-heimilinu. Eftir-
litsdómari verður Kjartan K. Stein-
back, formaður dómaranefndar Al-
þjóðahandknattleikssambandsins.
AFTURELDING hélt með lið sitt
til Akureyrar síðdegis í gær, kvöldið
fyrir oddaleikinn í KA-heimilinu, en
hann hefst kl. 16.
Atli sagði ennfremur að sóknar-leikur sinna manna hefði í
heildina verið slakur og fyrir vikið
hefðu Mosfellingar
fengið boltann á auð-
veldan hátt og náð
auðveldum mörkum
með hraðaupphlaup-
um. „En sem betur fer eigum við
oddaleikinn heima á laugardaginn til
þess að rétta stöðu okkar. Þá verður
mun betur tekið á hlutunum.“
Þið voruð að reyna ýmiskonar
varnarleik. Fyrst lékuð þið flata
vörn, fóruð síðan í að taka tvo úr um-
ferð en endið síðan í framliggjandi
3/3 vörn. Ekkert af þessu tókst veru-
lega vel, var það?
„Rétt er það. Við vorum að reyna
það sem við gátum til þess að snúa
leiknum okkur í hag. Til þess þurfti
að reyna það sem hægt var. Einnig
hafði það sín áhrif á okkur að Jón-
atan Magnússon gat ekki leikið með
vegna meiðsla. Hann hefur verið
einn okkar sterkasti leikmaður í
þessari framliggjandi vörn. Á okkar
heimavelli eigum við hins vegar eftir
að bíta frá okkur í vörninni.“
Á þá að leika 3/3-vörnina?
„Við skulum sjá til hvað gerist,“
sagði Atli og brosti.
En hverju má búast við í odda-
leiknum, að mati Atla?
„Þreyta er vafalaust farin að segja
til sín hjá báðum liðum. Í oddaleikn-
um skiptir miklu máli að halda ró
sinni og sýna skynsemi. Ég vænti
þess að það verði þéttskipaður bekk-
urinn á heimavelli okkar, enda
treystum við verulega á okkar stuðn-
ingsmenn eins og endranær. Ég
vænti þess að leikurinn verði jafn og
skemmtilegur enda á ferðinni tvö vel
leikandi lið. Á þessari leiktíð höfum
við aðeins tapað einum leik á heima-
velli, gegn Fram í bráðabana, og við
ætlum ekki að láta það endurtaka sig
að þessu sinni. Um það hvernig leik-
urinn mun þróast er erfitt að segja,
fram til þessa hafa verið sveiflur í
leik liðanna,“ sagði Atli Hilmarsson,
þjálfari KA.
Ætlum
ekki að
tapa
heima
„VIÐ byrjuðum vel, komumst
3:1 yfir, en töpuðum síðan
þræðinum fljótlega og misstum
leikmenn Aftureldingar langt
fram úr okkur, 11:5. Á þeim tíma
misstum við menn út af og Mos-
fellingar fengu mörk úr hraða-
upphlaupum. Eftir þetta var ég
ósáttur við leik okkar að þessu
sinni,“ sagði Atli Hilmarsson,
þjálfari KA, eftir sex marka tap í
Varmá á sumardaginn fyrsta.
„Vörnin var ekki nægilega góð,
við fórum illa að ráði okkar í
dauðafærum og síðan gáfum við
boltann alltof oft upp í hend-
urnar á leikmönnum Aftureld-
ingar. Það gengur einfaldlega
ekki.“
Ívar
Benediktsson
skrifar
!"
#"
$
$
$
%
&
Reynir Þór Reynisson, Aftureldingu, 19(3); 8 langskot, 1 eftir gegn-
umbrot, 4 (1) eftir hraðaupphlaup, 4 (1) úr horni, 2 (1) af línu.
Hörður Flóki Ólafsson, KA, 15 (4); 7 (1) langskot, 2 (2) eftir gegn-
umbrot, 4(1) eftir hraðaupphlaup, 1 úr horni, 1 af línu.
Þannig vörðu þeir