Morgunblaðið - 15.05.2001, Page 23

Morgunblaðið - 15.05.2001, Page 23
VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2001 23 LANDSBANKINN og 3P fjárhús hafa kynnt nýjan lokaðan fjárfesting- arsjóð sem hefur hlotið nafnið Magma og er ætlað að fjárfesta í sprota- og vaxtarfyrirtækjum á sviði orkutækni, einkum þeim sem tengjast fram- leiðslu og dreifingu orku og þjónustu á því sviði. Fjármögnun sjóðsins mun vera langt komin en stefnt er að því að hann hefji formlega starfsemi í byrj- un júní. Forsvarsmenn Magma telja að mikilla breytinga sé að vænta í orku- og umhverfismálum á næstu árum og þessir þættir muni, með auknum kröfum um umhverfisvænni orku- gjafa, í vaxandi mæli tengjast. Fyr- irtækjum sem framleiða og selja orku eigi eftir að fjölga og eignarhald þeirra verði fjölbreyttara en áður. Þá sé markaðsvæðing orkugeirans fram- undan og það skapi tækifæri fyrir nýja aðila í greininni. Aðeins 15% orkulinda nýtt Megináhersla orkutæknisjóðsins Magma verður lögð á fjárfestingar á Íslandi en einnig verða skoðaðar fjár- festingar í erlendum orkutæknifyrir- tækjum. Markmiðið er að mynda net fyrirtækja til útflutnings íslenskrar þekkingar á orku- og umhverfis- tækni. Helgi Þór Ingason, framkvæmda- stjóri Magma, sagði á kynningarfundi um sjóðinn að tækifærin lægju víða enda væri hér um að ræða margs kon- ar orkugjafa s.s. vatnsafl, sólarafl, vindafl og sjávarföll auk kjarnahvarfa og jarðhita. Þá væri einnig um orku- gjafa að ræða sem nýta mætti í stað olíu á farartæki, t.a.m. vetni og raf- magn. Hann sagði að nú væru ein- ungis nýtt um 15% af nýtanlegum orkulindum á Íslandi og Íslendingar þyrftu að huga að því að byggja upp net hagkvæmra orkufyrirtækja í landinu. Líta mætti á orkuiðnað sem þekkingariðnað þar sem tækifærin fælust á fjölmörgum sviðum. Sjö manna ráðgjafaráð 3P fjárhús, Landsbankinn-Fram- tak, Landsbréf og Heritable Bank hafa unnið að stofnun orkutækni- sjóðsins á undanförnum mánuðum en rekstur sjóðsins verður í höndum rekstrarfélagsins Alterna ehf., sem þegar hefur tekið til starfa. Þá hefur verið skipað í fimm sæti af sjö í ráð- gjafaráð Magma. Þar sitja dr. Baldur Elíasson, forstöðumaður hjá ABB, dr. Gerhard Fasol, forstjóri Euro Technology í Japan, dr. Friðrik Már Baldursson, rannsóknarprófessor í orkuhagfræði við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands, Halldór J. Krist- jánsson, bankastjóri Landsbanka Ís- lands, og Tryggvi Sigurbjarnarson raforkuverkfræðingur. Eins og áður sagði er dr. Helgi Þór Ingason framkvæmdastjóri sjóðsins. Stjórn Alterna sitja Páll Kr. Pálsson frá 3P fjárhúsum sem formaður, Ólaf- ur Sörli Kristmundsson frá Lands- bankanum-Framtaki og dr. Þorsteinn I. Sigfússon. Stjórn Magma verður kjörin á stofnfundi síðar í mánuðin- um. Morgunblaðið/Þorkell Helgi Þór Ingason, framkvæmdastjóri Magma, segir Íslendinga þurfa að huga að því að byggja upp net hagkvæmra orkufyrirtækja í landinu. Nýr sjóður Landsbankans og 3P fjárhúsa sem fjárfestir í orkutæknifyrirtækjum Fjölmörg tækifæri í orkuiðnaði INNAN SAS-flugfélagsins er mikill áhugi á því að kaupa lítið flugfélag í einhverju af Eystrasaltslöndunum, að því er fram kemur í samtali Fin- ancial Times við Danann Jørgen Lindegaard, nýráðinn forstjóra SAS. Danska, norska og sænska rík- ið eiga helmingshlut í SAS. Lindegaard segir einnig að eftir fimm ár verði SAS orðið 50% stærra en það er nú. Hann sér ennfremur fyrir sér að flugfélagið verði þá sjálf- stæðara og auk þess mjög stór aðili á flugmarkaði í Norður-Evrópu. Lindegaard vísar frá getgátum um hugsanlegan samruna við þýska flugfélagið Lufthansa, en félögin eiga nú þegar í samstarfi innan Star Alliance samstarfsins sem fleiri flug- félög eiga aðild að. „Ég sé SAS fyrir mér sem sjálf- stætt fyrirtæki sem kaupir smærri félög á sínum heimamarkaði og vex á þann hátt, segir Lindegaard. Lindegaard skilgreinir heimamark- að SAS sem Skandinavíu, Eystra- saltslöndin, Norður-Þýskaland og Pólland. SAS hefur áhuga á minni flugfélögum Ósló. Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.