Morgunblaðið - 15.05.2001, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 15.05.2001, Qupperneq 23
VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2001 23 LANDSBANKINN og 3P fjárhús hafa kynnt nýjan lokaðan fjárfesting- arsjóð sem hefur hlotið nafnið Magma og er ætlað að fjárfesta í sprota- og vaxtarfyrirtækjum á sviði orkutækni, einkum þeim sem tengjast fram- leiðslu og dreifingu orku og þjónustu á því sviði. Fjármögnun sjóðsins mun vera langt komin en stefnt er að því að hann hefji formlega starfsemi í byrj- un júní. Forsvarsmenn Magma telja að mikilla breytinga sé að vænta í orku- og umhverfismálum á næstu árum og þessir þættir muni, með auknum kröfum um umhverfisvænni orku- gjafa, í vaxandi mæli tengjast. Fyr- irtækjum sem framleiða og selja orku eigi eftir að fjölga og eignarhald þeirra verði fjölbreyttara en áður. Þá sé markaðsvæðing orkugeirans fram- undan og það skapi tækifæri fyrir nýja aðila í greininni. Aðeins 15% orkulinda nýtt Megináhersla orkutæknisjóðsins Magma verður lögð á fjárfestingar á Íslandi en einnig verða skoðaðar fjár- festingar í erlendum orkutæknifyrir- tækjum. Markmiðið er að mynda net fyrirtækja til útflutnings íslenskrar þekkingar á orku- og umhverfis- tækni. Helgi Þór Ingason, framkvæmda- stjóri Magma, sagði á kynningarfundi um sjóðinn að tækifærin lægju víða enda væri hér um að ræða margs kon- ar orkugjafa s.s. vatnsafl, sólarafl, vindafl og sjávarföll auk kjarnahvarfa og jarðhita. Þá væri einnig um orku- gjafa að ræða sem nýta mætti í stað olíu á farartæki, t.a.m. vetni og raf- magn. Hann sagði að nú væru ein- ungis nýtt um 15% af nýtanlegum orkulindum á Íslandi og Íslendingar þyrftu að huga að því að byggja upp net hagkvæmra orkufyrirtækja í landinu. Líta mætti á orkuiðnað sem þekkingariðnað þar sem tækifærin fælust á fjölmörgum sviðum. Sjö manna ráðgjafaráð 3P fjárhús, Landsbankinn-Fram- tak, Landsbréf og Heritable Bank hafa unnið að stofnun orkutækni- sjóðsins á undanförnum mánuðum en rekstur sjóðsins verður í höndum rekstrarfélagsins Alterna ehf., sem þegar hefur tekið til starfa. Þá hefur verið skipað í fimm sæti af sjö í ráð- gjafaráð Magma. Þar sitja dr. Baldur Elíasson, forstöðumaður hjá ABB, dr. Gerhard Fasol, forstjóri Euro Technology í Japan, dr. Friðrik Már Baldursson, rannsóknarprófessor í orkuhagfræði við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands, Halldór J. Krist- jánsson, bankastjóri Landsbanka Ís- lands, og Tryggvi Sigurbjarnarson raforkuverkfræðingur. Eins og áður sagði er dr. Helgi Þór Ingason framkvæmdastjóri sjóðsins. Stjórn Alterna sitja Páll Kr. Pálsson frá 3P fjárhúsum sem formaður, Ólaf- ur Sörli Kristmundsson frá Lands- bankanum-Framtaki og dr. Þorsteinn I. Sigfússon. Stjórn Magma verður kjörin á stofnfundi síðar í mánuðin- um. Morgunblaðið/Þorkell Helgi Þór Ingason, framkvæmdastjóri Magma, segir Íslendinga þurfa að huga að því að byggja upp net hagkvæmra orkufyrirtækja í landinu. Nýr sjóður Landsbankans og 3P fjárhúsa sem fjárfestir í orkutæknifyrirtækjum Fjölmörg tækifæri í orkuiðnaði INNAN SAS-flugfélagsins er mikill áhugi á því að kaupa lítið flugfélag í einhverju af Eystrasaltslöndunum, að því er fram kemur í samtali Fin- ancial Times við Danann Jørgen Lindegaard, nýráðinn forstjóra SAS. Danska, norska og sænska rík- ið eiga helmingshlut í SAS. Lindegaard segir einnig að eftir fimm ár verði SAS orðið 50% stærra en það er nú. Hann sér ennfremur fyrir sér að flugfélagið verði þá sjálf- stæðara og auk þess mjög stór aðili á flugmarkaði í Norður-Evrópu. Lindegaard vísar frá getgátum um hugsanlegan samruna við þýska flugfélagið Lufthansa, en félögin eiga nú þegar í samstarfi innan Star Alliance samstarfsins sem fleiri flug- félög eiga aðild að. „Ég sé SAS fyrir mér sem sjálf- stætt fyrirtæki sem kaupir smærri félög á sínum heimamarkaði og vex á þann hátt, segir Lindegaard. Lindegaard skilgreinir heimamark- að SAS sem Skandinavíu, Eystra- saltslöndin, Norður-Þýskaland og Pólland. SAS hefur áhuga á minni flugfélögum Ósló. Morgunblaðið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.