Morgunblaðið - 15.05.2001, Page 65

Morgunblaðið - 15.05.2001, Page 65
ÁRLEG kynning bandarískratískuhönnuða sem sérhæfasig í hönnun á vörum sem falla í efstu verðflokka hátískunn- ar, eða „Haute Couture“, fór fram í New York. sl. mánuð. Þá héldu 23 viðurkenndir hönnuðir sérkynningu á Waldorf Astoria-hótelinu þar sem hver og einn hefur svítu til umráða. Á hverjum degi koma innkaupa- stjórar og fulltrúar stórfyrirtækja í heimsókn en talið er að mikilvæg- ustu viðskipti á sviði hátískunnar fari fram á þessum kynningum. En blaðið Women’s Wear Daily áætl- aði að í ár hefði samanlagt verð- mæti samkvæmiskjólanna á kynn- ingunni verið rúmlega átta milljónir dala, sé miðað við heildsöluverð. Íslensk fyrirmynd og hráefni Tískuhönnuðurinn Mich- ael Casey hefur sýnt hönnun sína á þennan hátt sl. 17 ár og kynnti hann nú nýja línu í samkvæmisfatnaði sem hann kallar CHILL. Hún byggist á íslenskum fyrir- myndum og að nokkru leyti á íslensku hráefni. Línan er árangur tveggja ára þrot- lausrar samvinnu Casey og Peggy Olsen, forstjóra Elf Works LLC sem kemur til með að dreifa vörunum í Bandaríkjunum, Kanada og Bretlandi. En þau eru einnig í sam- starfi við Iceline, sem er fyr- irtæki í eigu Hexa ehf. í Kópavogi og Elf Works, um nýjar framleiðsluaðferðir og kynningar á dýrari mörkuð- unum en áður hefur þekkst með sambærilega vörur. Til- raunin þykir áhættusöm en Casey og Olsen eru bæði mjög ánægð með árangur- inn. Að lokinni kynningunni í New York eru komin á sambönd við stórverslanir eins og Neiman Marcus, Bergdorf, Goodman og Saks 5th Avenue. Verslanakeðjan Nordstrom býður Iceline og Casey að sýna CHILL á sérstakri tísku- sýningu sem fyrirtækið stendur fyrir á ári hverju til stuðnings San Fransisco-óperunni. Á réttri leið CHILL-línan fékk engin neikvæð ummæli þótt hún hafi ekki fallið öllum í geð og það þykir gott þar sem fulltrúar stórfyrirtækjanna liggja yfirleitt ekki á at- hugasemdum sínum. „Við erum bara að byrja,“ segir Michael Casey, „við eigum eftir að ganga í gegnum eld og brennistein með nýja línu í þessum flokki, en fyrstu móttökurnar segja sitt. Við erum komin af stað.“ Peggy Olsen og Jo- han Dahl Christiansen hjá Hexa ehf. ætla sér að nota hátískukynning- ar næstu tvö árin til að láta á það reyna hvort íslenska ullin geti geng- ið í hönnun og fram- leiðslu á dýrum sam- kvæmisklæðum. Og ef marka má undirtektir viðskiptavina Casey eru þau Peggy og Johann á réttri leið. Í gegnum eld og brennistein Julie sýnir „Chill Line“-tískumyndir á boðskorti frá Elfworks. Þorsteinn Ingólfsson, sendiherra hjá SÞ, sýningar- stúlkan Julie, Michael Casey og Hólmfríður Kofoed Hansen sendiherrafrú. Íslenskur næðingur í amerískri hátísku FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2001 65

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.