Morgunblaðið - 17.06.2001, Side 8

Morgunblaðið - 17.06.2001, Side 8
8 B SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ferðalög LEIKHÚSMENN í West End, leik- húshverfinu í London í kringum Shaftesbury Avenue og Covent Gar- den, eru svo áhyggjufullir yfir fréttaflutningi erlendis um að allt Bretland og þá líka London sé lokað land vegna gin- og klaufaveiki að þeir hóuðu í erlenda blaðamenn ný- lega til að minna þá á að leikhúsin í London væru opin, þótt sumar gönguslóðir uppi í sveit væru lok- aðar. Um leið gafst líka gott tækifæri til að ræða miðasöluna og hvernig erlendir gestir geti náð sér í miða á sýningar, sem eru kannski uppseld- ar langt fram í tímann. Eins og fleiri útlendingar hafa Bretar þá áráttu að skipuleggja lífið fram í tímann í smáatriðum. Það stendur ekkert í þeim að ákveða í byrjun mars að 27. júlí ætli þeir að fara að sjá My Fair Lady. Leikhúsin hika því ekki við að taka við pönt- unum 1–11⁄2 ár fram í tímann. Þess- vegna getur verið erfitt fyrir gesti í London að ná sér í miða á vinsælar sýningar, en gleðifréttin er að það er næstum alltaf hægt að ná í miða á sýningar samdægurs, ef maður veit hvert er best að snúa sér. Hvar er best að leita upplýsinga? Þegar til London er komið má finna upplýsingar um leiksýningar í upplýsingakálfum dagblaðanna um helgar. En Time Out-blaðið, sem kemur út vikulega, er kannski besta uppspretta upplýsinga um lífið í borginni, bæði leikhúslífið og annað. Umsagnir í Time Out eru líka yf- irleitt góðar og nokkuð tryggt að sýningar, sem TO mælir með séu góðar sýningar. En það er líka óhætt fyrir venju- legt leikhúsáhugafólk að fylgja eigin tilfinningu og fara á þær sýningar, sem hugurinn girnist. Auðvitað eru sýningar í leikhúsunum í London ekki allar jafnæðislegar, en þær eru afar sjaldan þrællélegar. Hvar eru miðarnir? Hér eru möguleikarnir margvís- legir. Þeir sem finna miða á Netinu áður en farið er af stað geta hringt og keypt miða út á greiðslukort. En þeir sem ekki skipuleggja leikhús- ferðir fram í tímann þurfa heldur ekki að sitja auðum höndum á kvöld- in. Ef þið sjáið auglýstar sýningar, sem þið hafði áhuga á, er líka einfalt mál að hringja og sjá til hvort ein- hverjir miðar séu til og hafið þá greiðslukortið við höndina ef þið viljið kaupa miða um símann. Úti um allt í West End er verið að selja miða á vinsælar sýningar, ekki síst söngleikina. Þeir sem selja vita að margir kaupendanna eru ferða- menn, svo sölumennirnir þurfa ekk- ert að vera að spá í að byggja upp langtíma traust. Þarna eru margir misjafnir sauðir á ferðinni og fólki er eindregið ráðlagt að versla ekki við götusalana. Á Leicester Square er eina við- urkennda miðasalan, sem selur miða á hálfvirði. Ef maður er kominn þangað um kl. 16.30–17 er næstum alltaf hægt að fá einhverja miða á sýningar þann dag, líka á söngleikina eftir- sóttu. Það er einnig reynandi að labba við í leikhúsunum sjálfum og kanna málið. En miðar á hálfvirði eru auðvitað frábær kaup, því miðar á fullu verði eru ekki ódýrir. Einn miði á mann Óperan í Covent Garden setur tæplega 80 miða í sölu á hverjum sýningardegi, líka á uppseldar sýn- ingar og til að ná í þá er hægt að vera kominn í tæka tíð þegar miða- salan er opnuð kl. 10. Gallinn er að það er aðeins hægt að kaupa einn miða á mann, svo ef fleiri ætla sam- an þurfa jafnmargir að fara og kaupa miða. Milli kl. 17 og 18 eru líka oft miðar fáanlegir. Leikhúsin hafa ekki fasta dagmiða, en það eru oft fráteknir miðar, sem ekki eru nýttir. Um 30–60 mínútum fyrir sýning- ar er líka oft fólk að selja miða, sem það getur ekki nýtt og selur oft ekki einu sinni á fullu verði. Þá er bara að vera viss um að þetta séu ekki götusalarnir illræmdu, en það er yf- irleitt auðvelt að sjá hverjir eru þarna á ferðinni. Því miður tíðkast ekki ungmenna- afsláttur á leikhúsmiðum í London, en verð getur verið mismunandi. Reynslan er þó sú að það er yfirleitt auðveldara að ná í dýra en ódýra miða. Ódýrustu miðarnir kosta í sumum tilfellum átta pund, en spyrjist þá fyrir um hvort maður sjái eitthvað úr þeim sætum. Það er ekki alltaf. Í stærri leikhúsum er miðaverðið á bilinu 15–40 pund. Á flestum veitingahúsum í West End er boðið upp á leikhúsmatseðla á góðu verði fram til kl. 19 og ef tími er til má nýta sér það. Ef hungrið sækir að í leikhúsinu þá er hægt að hlakka til hlésins, því þá er seldur roknagóður ís í litlum bikurum í flestum leikhúsanna. Er alltaf hægt að fá miða í leikhús í London? Leikhúsin í London laða að gesti hvaðanæva úr heiminum og þótt sýn- ingar séu oft uppseldar vikur og mánuði fram í tímann er oftast hægt að ná í miða, segir Sigrún Davíðsdóttir. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Þeir sem selja miða vita að margir kaupendanna eru ferðamenn, svo sölumenn- irnir þurfa ekkert að vera að spá í að byggja upp langtíma traust. Þarna eru margir misjafnir sauðir á ferðinni og fólki er eindregið ráðlagt að versla ekki við götusalana.  Allar upplýsingar um leik- húsin í London er hægt að fá á www.officiallondontheatre.co- .uk, sem er frábær upplýs- ingasíða um leikhúslífið í Lond- on. Þeir sem hafa brennandi áhuga á að fylgjast með geta gerst áskrifendur að fréttabréfi á þeirri síðu. LANGANESIÐ er ósnortin paradís ferðamannsins. Þar er náttúran óspillt, fuglalífið blómstrar, björgin ógnvænleg á að líta og friðurinn og kyrrðin heilla alla sem þangað koma. Eyðibýlin eru mörg og standa sum hver furðu vel og merki eru enn um þá blómlegu byggð sem var í útgerðarplássinu Skálum. Þær minjar hafa mikla sögu að segja þeim er það gamla sjávar- þorp heimsækja. Síðastliðið sumar var í fyrsta sinn boðið upp á skipulagðar ferð- ir út á Langanes og svo verður einnig í sumar. Ferðirnar hefjast nú um miðjan júní og verða fram í miðjan ágúst. Farkosturinn er ekki af verri endanum; en það er vel búin Hummer-bifreið sem tekur há- mark átta farþega í hverri ferð. Ef von er á stærri hópum bætast fleiri vel búnir fjallajeppar í hóp- inn því eins og margir vita er Þórshöfn þekkt fyrir myndarleg- an jeppaflota. Farið verður á föstudögum og laugardögum og hver ferð tekur um 6–7 stundir. Í góðu veðri er tilvalið að fara með föstudagsferð- inni út á Langanes, tjalda eina nótt og koma til baka með laug- ardagsferðinni. Í ferðunum er alltaf stoppað þegar komið er að fuglabjörgunum og fólki gefinn góður tími þar, síðan ekið að Skoruvík og endastöðin er á Skál- um. Á milli Skoruvíkur og Skála eru rúmir 3 km þvert yfir nesið en það er skemmtileg og létt göngu- leið. Á Þórshöfn er hótel og gisti- heimili, einnig er ferðaþjónusta bænda í nágrenninu svo gistirými er samtals fyrir 70–80 manns. Gott tjaldstæði er einnig á Þórs- höfn. Í íþróttamiðstöðinni eru ágætir möguleikar til hvers konar heilsu- ræktar, svo og sundlaug og ljósa- bekkur. Á laugardögum er súpa og salat þar á boðstólum en það nýta margir sér eftir góðan sprett í þreksal eða sundlaug. Veitingastofan Hafnarbarinn býður upp á mat og drykk og í söluskála Essó eru einnig veiting- ar á boðstólum og önnur þjónusta sem tilheyrir benzínstöðvum. Langanesið er vissulega nokk- uð grýtt yfirferðar víðast hvar en fegurð er líka falin í grjótinu. Nokkur sannindi eru falin í svari gamals Langnesings sem þótti fullmikið gert úr því hve grýtt þarna væri. Svarið var á þá leið „að grjótið á Langanesinu væri svo fallega grátt.“ Sólarlagið á Langanesinu er líka nokkuð sem vert er að upplifa á sumarnóttu. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir „Stórikarl“ undir Skoruvíkurbjargi, nefndur „Kallinn“ í daglegu tali. Skipulagðar ferð- ir á Langanes

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.