Vísir - 30.07.1979, Blaðsíða 4

Vísir - 30.07.1979, Blaðsíða 4
VlSIR Mánudagur 30. Júll 1979. 16 mimWMmmmmmmmmmmlmm:í mm^mmmmmmmmmmm.....I.....mmmm.....mmmmmmmmmmmmmm.....mmmmmmmmmmmmm.......mmmmmmmmmm Eyjaskeggjar fðru létt með Þrðttara „Við eigum að mæta Þrótturum aftur hér i Vestmannaeyjum á mánudagskvöldið, þá i Bikar- keppni KSÍ og ég er illa svikinn, e£ bæöi liöin sýna þá ekki eitthvaö betra en i þessum leik þvi aö þar var ósköp litiö að sjá til þeirra sem vert er að tala um". Þetta sagði Viktor Helgason, þjálfari Vestmannaeyinga, er við náöum i hann eftir leik IBV og Þróttar i 1. deildinni i knatt- spyrnu á Eyjum á laugar- daginn. Þar sigruðu Eyja- skeggar 3:1 i heldur þófkenndum og daufum leik þar sem tauga- spenna setti mikinn svip á allar gerðir leikmanna. Það var Tómas Pálsson, sem kom heimamönnum á sporið i leiknum með góðu marki- stöng og inn- eftir að hann hafði vaðið i gegnum vörn Þróttara. Ekki voru Þróttararar alveg ánægðir með þaö, og settu á fulla ferð og - sem endaði með þvi að Baldur Hannesson jafnaði eftir að hafa fengið knöttinn frá varnarmanni IBV. Jóhann Georgsson, sem er ný- liði i liði IBV, kom sinu félagi yfir með góðu marki eftir laglegan Leifur vann kapphlaupið samleik. Þriðja mark IBV kom svo undir lok leiksins. Tómas átti þá skot i þverslá- og inn i markiö aö sögn margra, en knötturinn þaut út aftur og barst þaðan til ómars Jóhannssonar sem sendi hann i netið með þrumuskoti. Eyjamenn léku ágæta knatts- pyrnu á köflum í þessum leik. Valþór var einna jafnbestur i liðinu og Tómas átti góöa spretti. 1 liði Þróttar bar enginn af öörum. Liðiö er jafnt og friskt en vantar meiri útsjónar- semi. Eru kantarnir illa nýttir hjá þvi en aftur á móti hrúgast menn á miðjuna og þar eiga Þróttarar oftast mest I leiknum, en skapa sér i staðinn sárasjaldan góð marktækifæri. . . Ómar Jóhannsson skoraði þrioja og sfðasta mark ÍBV gegn Þrótti á laugardaginn. Hvað gerir hann i leiknum gegn Þrótti i Bikarkeppni KSÍ i Eyjum i kvöld?... Visismynd G.S. Vestmannaeyjum. FH-ingar náðu fyrsta sætinu i 2. deild Islandsmótsins i knatt- < spyrnu á laugardaginn, er þeir sigruðu helstu keppinauta sina i deildinni, Breiðablik, á heima- velli Blikanna i Kópavogi 1:0. Með þeim sigri komst FH tveim stigum fyfir Breiðablik i deild- inni, en þessi tvö félög eru lik- legust af öllum þar til aö komast upp i 1. deild og leika þar næsta ár. Leikur liðanna var hinn skemmtilegasti á aö horfa. Sérstaklega þó fyrri hálf- leikurinn, en þá sást oft mjög góður samleikur og góö mark- STAÐAM Staðan I 2. deild Islandsmóts- ins i knattspyrnu eftir leikina um helgina: Þróttur-N-Reynir ............1:0 Breiðablik-FH ...............0:1 Magni-lsafjöröur.............2:3 Austri-Selfoss................2:0 Fylkir-Þór AK...............1:0 FH.............12 9 2 1 33:12 20 Breiðabl........12 8 2 2 26: 8 18 Fylkir .........12 6 2 4 23:15 14 ÞrótturN ......11 5 2 4 11:10 12 Selfoss.........12 4 3 5 16:13 11 ÞórAK ........12 5 1 6 13:16 11 Isafj...........10 3 4 3 17:17 10 Austri.;........12 3 3 6 11:20 9 Reynir.........12 2 4 6 8:23 8 Magni .........12 2 1 9 11:30 5 Markhæstu menn: Sigurður Grétarss. Brbl.......10 Andrés Kristjánss. ÍBl ........ 9 HilmarSighvatss. Fylki....... 8 Pálmi Jónsson, FH............ 7 Sumariiði Guðbjartss, Self..... 7 Guöm. Skarphéðinss. Þ6r.......7 tækifæri hjá báðum liðum. Hvor- ugu þeirra tókst þó að skora mark. Blikarnir voru öllu nær þvi, en Friðrik Jónsson i marki FH kom i veg fyrir þaö með til- þrifamikilli markvörslu hvað eft- ir annað. I siðari hálfleik voru sóknirnar ekki eins beittar, en FH-ingar voru þá oft ærið aðgangs- harðir. Uppskeran hjá þeim varð þo engin fyrr en rétt þegar fimm minútur voru til leiksloka. Þá var mikið kapphlaup á vallar- helmingi Blikanna sem endaði með þvi að Leifur Helgason FH- ingur náði að komast fram úr varnarmanni Breiðabliks og senda knöttinn i markið fram hjá úthlaupandi markverðinum. Fögnuður FH-inga var mikill með þetta mark, enda nægði það þeim til sigurs i leiknum. Blik- arnir gerðu allt hvað þeir gátu til að jafn siðustu minúturnar, en tókst aldri að skapa sér umtals- verð tækifæri og máttu þeir þvi sætta sig við að tapa á heimavelli gegn erkifjendum úr Hafnar- firði... —klp— Austfjarðaliðin eru að spjara sig Það var víðar fjör a vigstöðvunum i 2. deild íslandsmótsins i knatt- spyrnu um helgina en i leik efstu liðanna, Breiðabliks og FH i Kópavogi. Fylkir náði sér i dýrmæt stig i leikn- um gegn Þór og sama má segja um Aust- fjarðaliðin Þrótt og Austra i sinum leikjum, en þau sækja nú bæði á i deildinni. Fylkir fékk Þór i heimsókn i Laugardalinn og sigraði 1:0 með marki óskars Guðmundssonar — (Óskarssonar fyrrum miðherja Fram). Skoraði hann markið undir lok leiksins eftir að Baldur Rafnsson hafði átt skot i stöng en þaðan hrökk knötturinn til Óskars. Tréverkið var einnig fyrir Fylkismönnum rétt á eftir, er þeim var dæmd vitaspyrna. Ogmundur markvörður Fylkis tók spyrnuna, en skaut i stöng. Þaðan hrökk knötturinn út til Þórsara og hófst þá æðisgengið spretthlaup á milli þeirra og ögmundar i átt að markinu hinum megin. Ogmundi tókst að vera aðeins á undan og bjarga en spretthlaup þetta vakti mikla kátinu viðstaddra. Leikur liðanna var fjörugur og opinn og gat sigurinn alveg eins lent hjá Þór, en Fylkir hafði heppnina með sér i þetta sinn. Sama má segja um Isfirðinga sem sóttu Magna á Grenivik heim. Þeir fóru þaðan með 2 stig eftir 3:2 sigur, sem alveg eins gat verið Magna megin. SLAGUR I KOPAVOGI Valsmenn og KR-ingar eru staöráðnir i þvi að leika leik sinn i l.deildinni i kvöld á vell- imim i Kópavogi, þar sem þeir fengu ekki i tæka tið svar um hvort þeir fengju aðalleik- vanginn i Laugardal til afnota. Var frá þvi gengið á föstu- dagskvöldið, eða skömmu áður en iþróttabandalag Reykjavikur ákvað að hér eftir myndu allir leikir i 1. deildinni i knattspyrnu fara fram til skipt- is á aöalleikvanginum og hinum nýja grasvelli á frjálsiþrótta- vellinum i Laugardal. Beðið hefur verið eftir þvi að þessi nýi völlur yrði tilbúinn til að leika á honum knattspyrnu, en þar er fyrir áhorfendastæði handa 5000 til 6000 manns. 1 Kópavogi er einnig áhorfendastæði- og sæti fyrir um 6000 manns, en þar getur aftur á móti komið upp vanda- mál með bilastæði, ef margir mæta I kvöld. Viö þvi má búast, enda koma þarna til með að eigast við tvö af efstu liðunum I 1. deildinni og verður áreiðan- lega ekkert gefið eftir hjá leik- mönnunum frekar en forráða- mönnum þessara tveggja fé- laga, þegar eitthvað er i liúi'i hjá þeim. . . —klp— Þar var staðan i hálfleik 2:2. Haraldur Leifsson skoraði fyrst fyrir ÍBÍ , en Hringur Hreinsson jafnaði skömmu siðar. Andreá Kristjánsson kom 1B aftur yfir, en Sigurður Illugason jafnaði 2:2 með gullfallegu marki. Ekki voru liðnar nema 20 sekúndur af siðari hálfleik þegar 1B1 skoraði I þriðja sinn. Þar var Haraldur aftur að verki eftir að knötturinn hafði hrokkið til hans þegar samherji hans skallaði hann úr höndum markvarðarins án þess að ddmarinn sæi það. Þetta mark reyndist verða sigurmark Isfirðinga i leiknum. Þeir áttu i vök að verjast lengst af i siðari hálfleik en náðu að halda hreinu' og halda heim með bæði stigin. Reynir frá Sandgerði sótti ekki gull i greipar Þróttar á Neskaup- stað á laugardaginn. Sand- gerðingarnir voru mun ákveðnari en heimamenn i þeim leik og áttu ekki að þurfa að tapa honum. Þeir gerðu það samt, en úrslit leiksins urðu 1:0 fyrir Þrótt. Magnús Magnússon skoraði sigurmarkiö eftir langt innkast og mikla þvögu við mark Reynis- manna strax á 8 minútu leiksins, og var það i eina skiptið sem heimamenn höfðu einhverju að fagna i leiknum, þvi að hann þótti afar slakur. Austri náði i tvö góð stig á föstudaginn er Selfoss kom i heimsókn á Eskifjörð. úrslitin urðu 2:0 og skoruðu þeir Bjarni Kristjánsson og Þorgils Arason mörkin fyrir Austra sem nú kepp- ist við að bjarga sér frá fallhættu eins og mörg önnur lið I 2. deild- inni..... -klp- KOPAVOCSVOLLUR VALUR - KR Komið og sjóið skemmtiEcgon leik íslandsmótio 1. deild í kvöld kl. 20.00 ATH. Á KÓPAVOGSVELLI

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.