Vísir - 25.08.1979, Síða 4
Laugardagur 25. ágúst 1979.
Liza Minelli:
„Hugarflugið
og æskudraum-
amirfá ad
rætast á hvíta
tjaldinu99
Þegar Liza May Minelli
fæddist/þann 12. mars 1946, er
ekki ósennilegtaö sumt fólk hafi
velt þvi fyrir sér með nokkurri
vissu, aö barn þeirra Judy Gar-
land og Vincente Minelli hlyti aö
erfa góöa hæfileika. En fáir
munu hafa getaö ímyndaö sér
hversu miklir þeir hæfileikar
uröu.
Liza var elskuð og dáö sem
barn, en foreldarnir voru mjög
önnum kafiö fólk. Móöir hennar
var ein af skærustu stjörnum M-
G-M-kvikmyndafélagsins, og
faöirinn var snjall og skapandi
leikstjóri. Þau voru þvi oft aö
heiman og litla telpan var fljót-
lega látin i umsjá barnfóstru
sinnar sem bar mesta ábyrgö á
henni og uppeldinu.
Enda þótt Liza eyddi æsku
sinni i grennd kvikmyndaver-
anna, þar sem foreldrarnir voru
aö starfi, þá var þaö ekki Holly-
wood, sem laöaöi hana aö hvita
tjaldinu. ,,Ég var Hollywood-
barn og ég elskaði lifiö þar, en
þaö var þegar foreldrar minir
fóru meö mig á sýningu á
Broadway, aö ég vissi hvaö mig
langaöi aö gera. Þá var ég 13
ára gömul og upp frá þvi komst
ekkert annaö aö i huga mlnum.
Ég varö alveg hugfangin af leik-
listinni. Hollywood haföi veriö
hversdagslegt lif fyrir mig en
Broadway var ööruvisi og
spennandi”.
Oryggistilfinningin sem Liza
haföi notiö i bernsku hlaut fljótt
'aö vikja fyrir þeirri óvissu, sem
var samfara þvi aö vera dóttir
Judy Garland. Sveiflurnar i lifi
hennar höföu óhjákvæmilega
mikil áhrif á börnin, sérstak-
leca á Lizu sem var elst. For-
eldrar hennar skildu svo áriö
1952.
Liza var litt hrifin af skóla-
göngu sinni, m.a.af þvi aö hún
var sifellt aö skipta um skóla,
vegna breyttra dvalarstaöa
móöurinnar.
Sagt er, aö ellefu ára gömul
hafi Liza sjálf ráöiö þjónustuliö
fjölskyldunnar, og einnig rekiö
þaö, ef þvi var aö skipta, og 13
ára gömul hafi hún ekiö yngri
systur sinni i skólann, af þvi aö
bilstjórinn var drukkinn.
Þegar Liza var sjö ára kom
hún fram með móöur sinni i
Palace leikhúsinu i New York
og dansaöi. ,,Ég haföi aöallega
áhyggjur af þvi, aö nærbuxurn-
ar minar gætu sést,” segir hún
núna. 14 ára gömul tók hún þátt
i skólasýningu á Dagbók Onnu
Frank, en sá hópur fór m.a. til
Evrópu i sýningarferð.
A ýmsu haföi gengiö hjá Judy
móöur hennar á þessum árum,
og hún haföi oftar en einu sinni
reynt aö fremja sjálfsmorö.
Iöulega lenti þeim mæörum
saman þótt þær sættust svo
Liza I myndinni „Tell me that
you love me, Junie moon”.
ávalit á eftir. En einu sinni sem
oftar er móöir hennar haföi
kastaö henni á dyr ákvaö Liza
aö halda til New York og reyna
aö freista gæfunnar þar ekki
sem dóttir Judy Garland heldur
sem hún sjálf. Þegar hér var
komiö sögu var hún 16 ára göm-
ul. Hún lét prófa sig og fékk
fljótlega hlutverk á sviöi og gaf
þá ekki upp sitt rétta nafn. „Ég
var aö reyna sjálfa mig”, sagöi
hún.
Þar sem móöir hennar vildi
ekki stela frá henni senunni á
frumsýningarkvöldinu, kom
hún á aöra sýningu til aö
fylgjast meö dótturinni.
Liza spjaraöi sig vel og fékk
brátt fleiri hlutverk á sviöinu.
Móöir hennar studdi hana lika
og geröi sitt til aö koma henni á
framfæri.
1965 var gott ár fyrir Lizu.
Hún haföi nóg aö gera á leik-
sviöinu, og einnig kom hún i
vaxandi msfeli frami nætur-
klúbbum. Siöast en ekki sist fór
hún I hnattreisu meö skemmti-
atriöi sin og var hvarvetna vel
tekiö.
Ariö 1967 kvæntist Liza
áströlskum söngvara, Peter
Allen, sem hún hafði veriö trú-
lofuö i tvö ár, en þau skildu svo
eftir skamman tima.
Eftir velgengni á leiksviöinu
hlutu kvikmyndirnar aö veröa
næsti áfangi hjá Lizu, Þar naut
hún einnig aöstoöar fööur sins,
sem var þekktur leikstjóri, eins
og áöur er getiö, en viö hann
haföi Liza alltaf haft gott sam-
band eftir aö foreldrar hennar
skildu.
Fyrstu hlutverk hennar I
kvikmyndum voru i sjálfu sér
ekki sérlega merkileg, en eigi
aö siöur hlaut hún fljótlega góba
dóma fyrir frammistööu sina,
og þegar áriö 1969 kom hún til
álita sem óskarsverðlaunahafi
fyrir leik sinn i kvikmyndinni
„Pookie.”
Eftir þetta mátti heita aö
henni væru allar leibir opnar.
Þaö var þegar hún var aö leika i
þriöju mynd sinni Tell Me That
You Love Me, Junie Moon, aö
móöir hennar Judy Garland lést
af þvi aötakaof stóran skammt
af svefnlyfjum. Aö sjálfsögöu
tók þetta mikiö á Lizu en hún lét
þaö samt ekki á sig fá og hélt
ótrauö áfram upptökum á
myndinni undir stjórn Otto
Premingar. Siöar hlaut Liza
mikið lof fyrir leik sinn i þessari
mynd, þótt hún væri tekin viö
þessar erfiöu aöstæöur.
Stærsti leiksigur Lizu var þó
enn framundan, en þaö var i
kvikmyndinni Cabaret. Þar
virtist hæfileikar hennar fá aö
njóta sin til fulls og útkoman
varö einnig stórkostleg.Cabaret
Judy Garland meö dóttur slna
nýfædda, Lizu Minelli.
Atriöi úr myndinni „Cabaret”, en fyrir túlkun sina á Sally Bowles I þeirri mynd fékk Liza Óskarsverö-
laun.
Atriöi úr myndinni „Lucky Lady”.
Mæögurnar komu einu sinnifram saman. Þaö var áriö ’64.
fékk allstaöar frábærar móttök-
ur, og Liza söng sig og dansaði
hvarvetna inn i hjörtu kvik-
myndahússgesta.
Myndin hlaut ótal Óskars-
verölaun.en mest kom á óvart
aö Liza skyldi einnig hljóta
Óskarsverölaunin sem besta
leikkona ársins, þvi viö margar
frægar kvikmyndastjörnur var
aö keppa. Hér á landi var þessi
kvikmynd sýnd viö mikla aö-
sókn og samnefndur söngleikur
fékk mjög góöar undirtektir i
Þjóöleikhúsinu.
Eftir þetta beiö Liza I þrjú og
háflt ár, áöur en henni bauöst
hlutverk sem hún var nógu
ánægö meö I kvikmynd. Engu
að siöur haföi hún nóg aö gera
og kom mikib fram i nætur-
klúbbum og kabarettsýningum.
Ariö 1973 skemmti hún m.a. i
London og hitti þá Peter Sellers
og bæöu uröu ástfangin . Þaö
var þó skammvinnt ástarævin-
týri og entist ekki nema I fimm
vikur, en Liza sneri aftur til
Bandarikjanna. Þar var Jack
Haley jr. aö taka saman gaml-
ar myndir meö Judy Garland og
fannst upplagt að Liza væri
sögumaöur I þessum þáttum,
þvi hverjum ætti aö standa þaö
nær? Liza var mjög hrifin af
þessu verki Haley’s og fannst
hann ná þvi besta út úr sumum
myndanna sem móðir hennar
haföi leikiö I. Haley og hún hrif-
ust lika af hvort ööru og þau
giftust i sept. 1974.
Eftir langa biö bauöst Lizu
loks hlutverk sem hún sætti sig
viö i myndinni Lucky Lady.
Myndatakan var þó erfiö og
móttökur myndarinnar uröu
ekki þær sem búist haföi verið
viö.
Lengi haföi Liza haft þá ósk I
huga aö fá aö vinna aö kvik-
mynd meö fööur sinum og þrá-
faldlega beðið hann um það en
hann alltaf verið tregur til. Liza
var farin aö halda að fabir henn-
ar heföi litla trú á hæfileikum
hennar, þegar hann loks sendi
henni handritið aö myndinni A
Matter Of Time. Lizu leist vel á
hlutverkiö og tók þvi þegar, en
myndiri var aöallega tekin á
Italiu.
Af öörum myndum sem Liza
hefur leikiö i á siöustu árum
mánefna Silent Movie, New
York, New York, Margir hafa
velt fyrir sér þeim möguleika,
að Liza-Jeiki einhverntima móö-
ur sina i kvikmynd, en hún
þverneitar aö slikt komi
nokkurntima til. A sama veg
svarar faðir hennar þegar
hann er spurður um hvort hann
muni stjórna mynd um ævi Judy
Garland.
Oft er Liza einnig beðin aö
syngja Over The Rainbow, sem
móöir hennar gerði heimsfrægt,
en hún neitar þvi sömuleiðis og
segir aöeins: „Þaö hefur þegar
veriö sungiö”. Yfirleitt foröast
Liza aö tala um hið liöna, en
hinsvegar segir hún: „Þaö aö
veröa leikkona er nokkurskonar
framhald æskunnar, vegna þess
aö þá hefur þú tækifæri til aö
láta hugarflug þitt og æsku-
drauma rætast á hvita
tjaldinu.”