Vísir - 25.08.1979, Síða 6
VISIR Laugardagur 25. ágúst 1979.
t
6
Hafsteinn Hauksson byrjaöi þátttöku I ralli I fyrrahaust og hefur þegar eignast ýmsa góöa verölaunagripi.
VIsism.ÞG
„Rallid kostaöi
tvær milljónir”
segir Hafsteinn Hauksson sigurvegari i Visisralli ’79 i helgarspjalli
„Ég fór meö hálfum huga út i
þetta I fyrra, en þá tók ég þátt i
haustrallinu. Þetta kom mér
svo skemmtilega á óvart bæöi
framkvæmd og allur aðbúnaöur
aö ég keypti mér rallbil strax
eftir keppnina”, sagði Hafsteinn
Hauksson bilasali i samtali viö
Visi en hann sigraði sem kunn-
ugt er i Visisralli ’79 á dögunum
eftir haröa og stranga keppni.
,,Ég haföi engin kynni haft af
ralli áður. Ég var meö kvart-
miluáráttu, en mér fannst ég
ekki fá nógu mikiö út úr þvi sem
ökumaður. Ég hef meira gaman
aö þvi aö aka bil en liggja yfir
honum i viðgeröum.”
Þegar rallbilarnir komu i
mark i Visisrallinu .sl. sunnu-
dagskvöld biöu um 15 þúsund
manns komu þeirra. ,,Ég haföi
aldrei gert mér i hugarlund, aö
þaö væri svo mikill áhugi fyrir
þessu, en þetta var góö sárabót
eftir allt svefnleysiö,” sagöi
Hafsteinn.
Á rallskóla
í Englandi
Hafsteinn sagöi aö hann heföi
veriö á 34ra hestafla Renault I
fyrsta rallinu, en siöan hafi
hann keypt sér Ford Escort,
sem hann hefur keppt á siðan.
„Þaö stendur til aö ég fari á
rallskóla hjá Fordverksmiðjun-
um I Englandi i haust og siöan
sér maöur til eftir aö hafa feng-
ið samanburö hvort einhver
grundvöllur sé fyrir þvi aö taka
þátt I rallkeppni erlendis”.
Sigurganga Hafsteins i ralli
hófst, er hann sigraði I Borgar-
fjaröarralli um mánaöamótin
mai-júni i sumar og i Húsa-
vikurrallinu i júli. „Þetta er al-
veg geysispennandi bæði undir-
búningurinn og sjálf keyrslan.
Ef menn hafa á annaö borö bila-
dellu er rall besta leiðin til aö
svala henni.
Kári Gunnarsson, gamall
kunningi minn úr Versló, hefur
veriö aöstoöarmaöur minn i öll-
um röllunum, en hann er einn af
þeim fáu, sem ekki er hræddur
með mér i bfl.”
Kostnaðurinn
2 milljónir
Hafsteinn sagði að kostnaöur-
inn hjá honum I siðustu keppni
hafi veriö um 2 milljónir króna,
undirbúningur og uppihald i þá
fjóra daga, sem keppnin stóö
yfir. 1 þessari tölu eru ýmsar
endurbætur á bilnum fyrir
keppnina. „Við auglýsum
aöeins fyrir Brautina en Ford-
umboöiö hefur sýnt þessu mik-
inn skilning og aðstoöaö okkur”.
— Er þetta þess viröi?
„Já, þaö er þaö. Meöan
maöur skilar góöum árangri.”
— Minnisstætt atvik úr siöustu
keppni?
„Það sprakk hjá okkur þegar
Verst skyldi. A þvi eina augna-
bliki sem þaö mátti ekki gerast.
Viö vorum aö taka fram úr
Ómari Ragnarssyni á Sprengi-
sandi og hann var búinn aö vikja
til hliöar þegar dekkiö sprakk,
en þaö hefur aldrei áöur sprung-
iö hjá okkur i keppni.”
Ætlaði að
verða matvöru-
kaupmaður
Hafsteinn var I Verslunar-
skólanum i fimm ár. Byrjaöi
þar i fyrsta bekk eftir gamla
fyrirkomulaginu og lauk
Verslunarskólaprófi.
„Þegar ég var i Versló geröi
ég dálitiö af þvi aö kaupa notaöa
bfla og flikka upp á þá óg selja
aftur. Ég haföi dágóöan vasa-
pening upp úr þvi.
Eftir námiö, 1974, var ég
ákveöinn i þvi að veröa mat-
vörukaupmaður og fór að leita
mér aö vinnu. Það var auösótt,
en þegar farið var aö ræöa
kaupiö var flett upp I launatöxt-
um verslunarmanna og þá datt
þetta um sjálft sig, þvi ég heföi
ekki haft hærri laun en ég vann
mér inn aukalega meö skólan-
um.
Stuttu seinna kaupi ég bfla-
sölu Garöars, en þá var ég 19
ára, og rak hana til ársins 1976.
Þá stofnuðum viö bræöurnir, ég
og Haukur, bilasöluna Braut og
bættum bilaleigunni viö á siö-
asta ári.
Viö höfum komiö fótunum
undir þetta fyrirtæki algjörlega
á eigin spýtur. Reksturinn hefur
gengiö vel, að minnsta kosti
finnst skattyfirvöldum þaö!”
Hafsteinn er aöeins 24ra ára
aö aldri og er i hópi 50 hæstu
skattgreiöenda á landinu. Þeir
bræöur eru meö um 13 milljónir
i opinber gjöld hvor á þessu ári..
„Mér finnst það ekki eölilegt
aö menn i þessari starfsgrein
greiöi svo há gjöld miöaö við
marga aöra. Ég held til dæmis
aö þaö hljóti aö vera eitthvaö
dularfullt viö skattframtöl ýms-
issa byggingaraöila sem eru
meira eöa minna skattlausir.
‘Þaö er óviöunandi aö borga
70 krónur til rikisins af hverjum
100 krónum sem maður vinnur
sér inn.
Mér blöskrar lika aö sjá
eignaskatta og tekjuskatta
sumra ráðherranna. Þeir virö-
ast vart vera sjálfbjarga.hvaö
þá menn til að bjarga þjóðarbú-
inu.”
— Nú hefur starfsemi bilasala
veriö mikiö gagnrýnd. Þeir
meöal annars sakaðir um brask
og ólöglega viðskiptahætti?
„Ég vil svara þvi þannig, aö
frá minum sjónarhóli á þessi
gagnrýni ekki viö rök að styöj-
ast. Við erum i viökvæmri aö-
stöðu og þeir, sem eitthvað
hugsa fram i timann og um orð-
stir fyrirtækisins reyna aö halda
viðskiptunum hreinum.
Það verður aö hafa i huga, aö
viö leitum aðeins tilboöa I bila,
en eigum þá ekki sjálfir. Ef
kaupandinn er hins vegar
óánægður meö bilinn bitnar það
á okkur, en ekki fyrri eiganda
sem er ábyrgur.
Þaö sem þyrfti að laga, og
hefur reyndar verið gert aö
nokkru leyti, er aö koma i veg
fyrir að hver sem er af götunni
geti sest inn i kompu og farið aö
selja notaöa bila án nokkurrar
menntunar eða tilskilinna leyfa.
Annars ætla ég ekki aö verða
eiliföarbilasali og er staðráöinn
I þvi að skipta um starf.”
Ýmsar
skyndidellur
— önnur áhugamál en rall?
„Það eru ýmsar skyndidellur,
sem gripa mann, en hjaðna
fljótt aftur. Ég hef haft mikinn
áhuga á sjósklöum og síðast
þegar ég fór til Spánar fór ég
72svar sinnum á sjóskiöi. Ég fer
af og til á sjóskiöi hér i Elliðaár-
vognum en þaö er litiö spenn-
andi, mikill öldugangur og sjór-
inn kaldur, þannig aö þaö þarf
aö vera i froskbúningi.
Ég man eftir skemmtilegu at-
viki á Mallorka niörá strönd,
þar sem sjóskiöi eru leigö, aö
það koma tveir byrjendur og
biðja mig aö útskýra fyrir sér
hvernig eigi að bera sig að. Ég
tala viö þá drjúga stund á
ensku. Loks segir annar þeirra
viö kunningja sinn á islensku:
„Þetta hlýtur aö takast”. Þeir
höföu haldiö, aö ég væri einhver
starfsmaður þarna.”
— KS.
MEÐ GESTSAU6UM
Teiknarl: Krls Jackson
r Míj ERU PPUÐU
EEIKURUNUM LOKIÐ,
OG NÆSr á J
DAGSRRfl ER í'
U/ARÆÐUR
RáÐHERRANA UM Vi
O-AN-nAVEN MAEIÐH
OKKAR FANNST
ÞfíÐ SK^LDA OKKHR
OÐ ÖEND/A /^HoRELNDUn
H, O-Ð kessrr
UMRÆWR ER EKKl
HWri flF ÞRJTl
PRÖÐU
i LEIKARANNA.