Vísir - 25.08.1979, Blaðsíða 8

Vísir - 25.08.1979, Blaðsíða 8
8 VÍSIR Laugardagur 25. ágúst 1979. Útgefandi: Reykjaprenth/f Framkvsmdastjóri: Davið Guðmundsson Ritstjórar: ólafur Ragnarsson Hörður Einarsson Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri er- lendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaöamenn: Anna Heiður Oddsdóttir, Axel Ammendrup, Friðrik Indriðason, Gunnar E. Kvaran, Gunnar Salvarsson, Halldór Reynisson, Jónina Michaelsdóttir, Katrin Pálsdóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Páll Magnússon, Sigurður Sigurðarson, Sigurveig Jónsdóttir, Sveinn Guðjónsson, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson, Þorir Guðmundsson. Útlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Auglýsingar og skrifstofur: Siöumúla 8. Simar 86611 og 82260. Afgreiösla: Stakkholti 2-4, simi 86611. Ritstjórn: Siöumúla 14, simi 86611 7 llnur. Askrift er kr. 3.500 á mánuði innanlands. Verð i lausasölu kr. 180 eintakiö. Prentun Blaðaprent h/f AÐ LOKINNI JAN MAYEN FERD islensku þingmennirnir og ritstjórar VIsis viö flugturninn á Jan Mayen ásamt yfir- manni norska liösins á Jan Mayen, Halvor Strandrud. Ferð Vísismanna og fjögurra alþingismanna úr öllum þing- flokkunum staðfesti með eftir- minnilegum hætti þá skoðun okkar Islendinga, að við getum af fullri sanngirni gert tilkall til hagnýtingar auðlinda á Jan Mayen svæðinu, bæði fiskimiða og hafsbotns. Rannsóknir jarðvísindamanna hafa að vísu sýnt, að Jan Mayen liggur á landgrunni Islands. En í þessum efnum sem öðrum er sjón sögu ríkari. Engum, sem kemur til Jan Mayen frá íslandi getur dulist, að þessar tvær eyjar eru náskyldar í jarðfræði- legu tilliti. Jan Mayen hefur myndast í eldsumbrotum eins og Island. Landslag á Jan Mayen gæti allt eins verið íslenskt lands- lag. Til dæmis minna hraun- breiðurnar á suðurhluta eyjar- innar mest á hraun Reykjanes- skagans, fyrir augu ber gamla eldgíga svipaða að lögum og við könnumst við á ýmsum stöðum hér, og víða má sjá móbergs- myndanir, er einnig koma kunnuglega fyrir sjónir. Alþingismönnunum í förinni þótti að vonum ekki mikill munur á landslagi fslands og Jan Mayen, þó að Bragi Sigurjónsson benti réttilega á, að gróðurfar væri þar mun fábreyttara en hér. Friðjón Þórðarson sagði: „Ég verð að segja, að það var ekki einsog maður væri kominn langt frá (slandi, er maður kom til Jan Mayen." Ólafur Ragnar Gríms- son sagði: „Að koma til Jan Mayen var nánast eins og að f ara aldrei frá Islandi". Og Ingvar Gíslason sagði: „Þarna var margt, sem minnti mig á ísland, og Jan Mayen er miklu líkari fslandi en Noregi". Lega Jan Mayen á landgrunni fslands er vafalaust ein sterk- asta röksemd okkar í viðræðum okkar við Norðmenn um a uð I i nd aski pti n g u milli íslendinga og Norðmanna á Jan Mayen svæðinu. En önnur rök- semd er ekki síður sterk, þ.e. sú, að á Jan Mayen er ekkert efna- hagslíf. Það er því fráleitt, að yfirráð Norðmanna yfir þessari lítt byggðu eyju veiti þeim rétt- mætt tilkall til efnahagslögsögu umhverfis eyjuna eitthvað í lík- ingu við efnahagslögsögu okkar (slendinga umhverfis okkar land. Og það er ekki einungis, að ekki sé neinni efnahagsstarfsemi til að dreifa á Jan Mayen, heldur bætist þar við, að eyjan hefur í raun og veru enga fasta íbúa. Þeir menn, sem þar starfa við veðurathuganir og öryggisgæslu, venjulega 30-40 manns í senn, eru þarna fæstir lengur en sex til tólf mánuði í einu. Þeir gegna tíma- bundnum skyldustörfum á eyj- unni, mjög þýðingarmiklum, en heimili þeirra er ekki á Jan Mayen, heldur í Noregi. I raun og veru á því enginn maður heima á Jan Mayen. Mörg fleiri rök eru að sjálf- sögðu fyrir kröfum okkar um hagstæða samninga okkur til handa um hlutdeild í auðlinda- nýtingu á Jan Mayen svæðinu, eins og margoft hef ur verið rakið hér í blaðinu. En þau, sem h&r hafa nú verið gerð að umtalsef ni, koma sérstaklega í hugann, þegar leiðin hefur legið til Jan Mayen. Þó að (slendingar og Norð- menn eigi nú í viðkvæmu deilu- máli út af Jan Mayen svæðinu, tóku okkar norsku f rændur á Jan Mayen á móti okkur Islend- ingunum sem góðum vinum og greiddu götu okkar á allan hátt. Þar hittum við sannarlega fyrir fulltrúa hinnar norsku frænd- þjóðir svo sem þeir gerast bestir. Vísir þakkar frábærar móttökur á Jan Mayen og lætur í Ijós þá von, að samningamönnum Islendinga og Norðmanna takist sem fyrst að leiða ágreining þjóðanna til lykta af þeirri sann- girni, sem sæmir góðum vina- og frændþjóðum. krókustígur Vi6 vorum nýsestir aö snæö- ingi þegar Norðmaöurinn byrj- aöi aö tala um Jan Mayen-mál- iö. Ég tók litiö undir þetta i fyrstu, en hann hélt áfram aö japla á þvi aö vist ættu Norö- menn rétt á aö færa út i 200 mil- ur viö eyna og þaö væri bara frekja af Islendingum aö vilja banna Norömönnum aö veiða loönu á þessum slóöum, langt utan islenskrar landhelgi. Loks þraut þolinmæöina og ég ákvaö aö leiða manninn i allan sannleika um rétt okkar lslend- inga til aö veiöa þessa loönu. „Þótt þú vinnir á einhverju sveitablaöi þarna i Osló þá veist þú greinilega litiö um rétt okkar Islendinga tilfiskveiöa, sagöi ég föðurlega og hélt svo áfram: „Svo er nefnilega mál meö vexti aö þessi loðna sem er viö Jan Mayen er islensk. Hún er fædd viö Isiand, alin þar upp og þar vill hún deyja. Hún skrepp- ur hins vegar til Jan Mayen, syndir þar einn eöa tVo hringi umhverfis eyna og siöan aftur til lslands þar sem við biöum eftir henni meö opna nótina. Norömenn eiga þvl engan rétt til aö veiöa okkar fisk þótt hann skreppi þarna út fyrir 200 mil- urnar enda hlytur þú aö vita aö auölindalögsaga okkar nær 350 milur út og jafnvel meira.” Sá norski brosti og tók þetta sem hvertannaö grin. Hannfór aö ræöa um hugsanlega skipt- ingu loönuaflans milli Islend- inga og Norömanna og var bú- inn aö hita sig upp, farinn aö bjóöa fifty-fifty þegar ég greip fram I fyrir honum. „Sko hér veröa engin skipti. Viö höfum enga ástæðu til aö gefa ykkur hundruö milljóna króna verömæti sem viö eigum meö réttu. Hafiö þiö kannski boöist til aö gefa okkur eitthvaö I staöinn? óekki, þú átt ekkert svar, ha? Ég skal segja þér þaö strax, aö þaö er ýmislegt fleira sem viö eigum vantalaö viö Norö- menn en þessa loðnutittti sem þiö ræniö frá okkur. Ef þú veist þaö ekki fyrir, þá skal ég segja þér þaö nú, aö við eigum skaða- bótakröfur á hendur Norðmönn- um sem nema milljöröum króna og þaö norskra.” NU var majorinn hættur aö éta og horföi á mig ósviknum spurnaraugum. Ég spýtti Ut Ur mér hálfri kartöflu, einni af þessum itölsku, þvi bragöiö var eins og af moldarköggli, en hélt siöan áfram: „Heiöviröir bændur voru hér i einatið hraktir Ibrott af jöröum sinum i Noregiogþeir neyddust til aö flýja slyppir og snuöir til Islands. Ribbaldar lögöu undir sig jaröir þeirra og enn hefur ekki verið greiddur eyrir I skaöabætur. íslenska rikis- stjórnin er bUin aö safna mikl- um gögnum um þessi mál og á þvi leikur ekki nokkur vafi aö norska rikiö veröur aö greiða okkur gifurlegar skaöabætur. Viöætluöum aðleggja þetta mál fyrir alþjóðadómstólinn i Haag, en þar sem óvist er meö öllu aö dómarar þar hafi vit á þessu þá munum viötil aðbyrja meölýsa yfir eignarrétti á sveitunum I kringum Stavanger þegar á næsta ári.” — Þú ert brjálaður, stundi Norömaðurinn upp. Hafi ein- hvern timann veriö til einhver réttur til skaöabóta þá er hann löngu fyrndur. „Þetta segiö þiö núna, lúsa- blesarnir sem eruö orönir for- rikir á oliunni og komnir meö útþenslu á heilann. Nei, fyrn- ingarrétturinn kemur þessu máli ekkert viö. Spurningin er sú hvort Norömönnum eigi aö liöast aö aröræna svona bláfá- tæka fiskimenn noröur viö heimskaut. Þiö skuluö fá aö borga þóttt siöar veröi.” \y —Þaö mætti halda aö þiö ætt- uö bara hálfan hnöttinn” sagöi sá norski hæönislega. „Gleröu ekki grin aö þvi vinur minn. Ég get sýnt þér þaö á korti aö Reykjaneshryggurinn liggur undir heimskautiö og þaöan yfir i Kyrrahaf allt til Japan. Viö álitum aö okkar auölindalögsaga hljóti aö fylgja þessum islenska hrygg og þann- ig munum viö geta helgað okkur rétt til veiöa og annarrar nýt- ingar þessa hryggs og undir- lendi sem honum fylgir. Hér er um sí nngirnismál aö ræða sem viö munum brátt fara aö kynna á opinberum vettvangi enda er lifsafkoma þjóöarinnar undir þvikomin aö viö getum nýtt þær auölindir sem viö eigum meö réttu. Þaö er nógu lengi búiö aö aröræna okkur”. Ég sá aö manngreyiö baröist viö aö ná andanum og loks tókst honum aö hósta upp kjötbitan- um sem ætlaöi aö kæfa hann. NU virtist hann skýndilega þurfa aö flýta sér og hann gaut laumu- lega til min augunum þegar hann muldraöi aö nú yröi hann aö koma sér af staö. Okkar réttur Sæmundur Guðvinsson blaöamaður skrifar „Ég skil vel aö þú getir ekki andmælt þvi sem ég segi. Þiö hafiö slæma samvisku þiö Norö- menn sem komiö fram sem niö- ingar gagnvart smælingjunum. En þaö borgar sig ekki aö fara I stríö við okkur Islendinga. Sjáöu bara hvernig fór fyrir Bretum sem voru aö burðast viö aö stunda hér veiöar I landhelgi. Allur heimurinn fordæmdi þá fyrir aö ráöast svona aö bláfá- tækri þjóösem á vart til hnifs og skeiðar. NU er útgerö Breta komin I rúst og ein og hálf milljón manna atvinnulaus, allt út af heimsku þeirra i land- helgismálinu.” Maöurinn beið nú ekki boö- anna heldur stóö snöggt upp af stólnum og klæddi sig i frakk- ann. „Ég vissi alltaf aö íslendingar væru vitlausir, en þaö er greini- lega miklu meira sem er að ykkur. . .” Þá greip ég frammi fyrir hon- um: „Elsku vinur, ég var ekki bú- inn. NU er nefnilega komiö i ljós aö o lian sem þiö eruð aö vinna i Noröursjó rennur eftir berg- göngum frá noröanveröu ís- landi og þiö eruö þarna aö dæla upp felenskri oliu. Viö munum. . »> Lengra komst ég ekki þvi Norömaöurinn greip fyrir eyrun og hljóp æpandi út. Ég veit eldci af hverju maðurinn lét svona. Mér fannst ég ekki hafa sagt annaö en þaö sem hvert manns- barn á tslandi veit.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.