Vísir - 25.08.1979, Side 19
19
VÍSIR
Laugardagur 25. ágúst 1979.
hljómplata vjkuimar
Kristján Róbert
Kristjánsson
skrifar:
Risque
— Chic
Lukkunnar pamfilar eru
hvorki betri né verri en aörir
filar nema hvaö gæfan er þeim
ögn handgengnari. Hljóm-
sveitin Chic er ein af þessum
filum og fyrir bragöiö er tónlist
hennar aö sjálfsögöu filuö um
gjörvalla diskóbyggöa — sem
teygir anga sina æöi vlöa þessa
dagana. Raunar er megnasti
óþarfi aö ætla velgengni Chic
einvöröungu til komna af heppni
þvi i hljómsveitinni eru lunknir
lagasmiöir og flutningurinn er
afbragö.
Chic er bandarisk diskó-
hljómsveit, sem lætur þó alls
ekki diskótónlistina fjötra sig
um of. I tónlist Chic gætir
sterkra soul og rhythm & blues
áhrifa þótt svo hinn taktfasti
diskótónlistarinnar sé haföur i
forgrunni.
Ekki er liöiö nema rúmt ár
eöa svo frá þvi Chic var óþekkt
nafn i tónlistarheiminum. t dag
er Chic gæöamerki i tónlist
diskótekanna og hvert lagiö af
fætur ööru hefur skotiö öörum
diskólögum skelk I bringu og
sjálfu sér beint I efstu sæti vin-
sældalista. Lagiö sem kynnti
unnendum diskótónlistarinnar
hljómsveitina Chic hét „Dance,
Dance, Dance” og þritekiö oröiö
dans er svo sannarlega rétt-
nefni á þessa tónlist, sem er aö
sjálfsögöu fyrst og siöast dans-
tónlist.
Þetta lag var tekiö af fyrstu
plötu Chic sem kallaöist
„YOWASH, Yowash,
Yowash”. Næsta stóra plata
„C’est Chic” varö bráövinsæl og
bætti viö fjölmörgum aödá-
endum i safn hljómsveitar-
innar. Af þeirri plötu var tekiö
lagiö sem allir þekkja, „Le
Freak” eitthvert vinsælasta
diskólag sem samiö hefur veriö.
Chic er nokkuö mannmörg
hljómsveit, en höfuö hennar og
heili rúmast fyrir I tveimur
mönnum. Þaö eru þeir Nile
Rodgers og Bernard Edward,
sem ekki aöeins semja allt efni
hljómsveitarinnar, heldur
stjórna einnig útsetningum á
lögunum og hljóöritun þeirra.
Þess má geta hér I framhjá-
hlaupi aö þessir tveir kumpánar
sömdu lika og útsettu og hljóö-
rituöu plötu Sleggjusystra,
Sister Sledge, sem vakiö hefur
feikna athygli.
En áfram meö Chic.
Trommuleikarinn heitir Tony
Thompson, hljómborösleikarinn
Raymond Jones, aöalsögngkon-
an er Alfa Anderson, karlsöngv-
ari er Luci Martin, og annar
hljómborösleikari er Andy
Schwarts, og fiöluleikararnir
þrir eru Marianna Caroll,
Cheryl Hong og Karen Milne.
Nýlega kom þriöja plata Chic
á markaöinn og fyrri formúlum
er fylgt af nákvæmni enda gefist
einkar vel. Hér eru á feröinni
stórgóö diskólög og þegar hefur
eitt þeirra, „Good Times” þeyst
upp bandarlska vinsældalistans
og situr nú samkvæmt Billboard
listanum I efsta sætinu, en
Knack meö „My Sherona” er
efst samkvæmt Cashbox og Chic
i ööru sæti, þriðju vikuna i röö.
Lögin á plötunni eru mjög jafn-
góö og þvl ekki ósennilegt aö
fleiri lög af henni feti i tótspor
„Good Times”. Ég yröi alla
vega ekki hissa.
eldhúsiö
Umsjón:
Þórunn l.
Jónatans<
dóttir
DP-505st/dx
Með 1 eða 2 dagsetningar
á miðann
ótrúlega hagstœtt verð
KYIUIMIÐ YÐUR
VERÐ OG GÆÐI
Þegar viö VEGUM kostina,
þa veróur svarið
ISHIDA
QS82655 HastiM liF
PLASTPOKAR
O 82655
Ofnbakaðir
I dag er helgarmatseöillinn
hjá okkur ofnbakaöir kjúkl-
ingar, ásamt sérlega ljúf-
fengum blómkálsbakstri og nýr
stárlegum súrmjólkurbúöingi
meö rabarbara og jaröar-
berjum.
Tilvaliö er aö nota sama ofn-
hitann fyrir kjúklingana og
blómkálsbaksturinn.
OFNBAKAÐIR KJOKLINGAR
Uppskriftin er fyrir 4
2 kjúklingar
1 stór laukur
1 hvitlaukslauf
salt
1/2 tsk kúmen
1 msk sinnep
2 tsk. karrý
1 msk. salatolia
21/2 dl soö (vatn + súpu-
teningar)
4 stórir tómatar
1 tsk maisenamjöl
1/2 búnt steinselja
Hreinsiö kjúklingana og búiö
þá niöur. Smásaxiö laukinn.
Blandiö lauk, pressuöum hvit-
lauk, kúmeni, sinnepi, karrý og
salatoliu i skál.
Pensliö kjúklingabitana meö
kryddleginum og leggiö þá I ofn-
fast mót. Setjiö mótiö inn i 200 C
heitan ofn. Helliö sjóöandi soöi
út I. Fláiö tómatana skeriö þá i
teninga og setjiö saman viö.
kjúklingar
Látiö krauma i u.þ,b. 40 min.
eöa þar til kjúklingurinn er
oröinn meyr.
Raöiökjúklingabitunum á fat.
Jafniö sósuna meö maísena-
mjöli hræröu út I örl. vatni,
helliö henni yfir kjötiö eöa beriö
hana sér, i skál. Skreytiö kjúkl-
ingana meö steinseljugreinum
og beriö meö laussoöin hris-
grjón og til dæmis
Blómkálsbakstur
tJppskriftin er úr nýjum
grænmetisbæklingi frá Sölu-
félagi garöyrkjumanna og er
fyrir 4
1 stór blómkálshöfuö
200 gr. oliusósa
salt
pipar
2 eggjahvitur
Hreinsiö blómkáliö og sjóöiö
þaö heilt i léttsöltuöu vatni I 10
minútur. Látiö vatniö renna af
blómkálinu og leggiö þaö I ofn-
fast fat.
Hræriö salti, pipar og múskati
saman viöoliusósuna. Stlfþeytiö
eggjahviturnar og blandiö þeim
saman viö oliusósuna. Helliö
sósunni yfir blómkáliö.
Setjiö fatiö inn i 200 C heitan
ofn I u.þ.b. 30 minútur
PLASTPOKAVtRKSMIOJA 0DDS SIGURÐSSONAR GRENSASVEGI 7 REYKJAVIK
BYGGINGAPLAST • PLASTPRENTUN • MERKIMIOAR OG VÉLAR