Vísir - 25.08.1979, Qupperneq 20
ty Laugardagur 25. ágúst 1979.
20
hœ krokkar!
Launin hans
Tonios
„Toníó, Toníó" kallaði
faðir Tóníós. „Hjálpaðu
mér við við að bera
kornið af akrinum."
Og Tónió hljóp af stað
eins hratt og litlu brúnu
fæturnir gátu borið hann.
Tónió átti heima á (talíu.
„Toníó, Tónió", kallaði
móðir hans. „Flýttu þér
og náðu í litaða ull í
vefinn minn."
Og þegar Tóníó hafði
lokið þvi kallaði einhver
systra hans: „Tóníó,
Toníó, náðu í tágar i körf-
urnar mínar, náðu í strá í
sandalana og náðu i leir í
krukkurnar.
Það var svona allan
daginn. Alltaf var
einhver að kalla og biðja
Tónió um aðstoð. Hann
hafði því alltaf nóg að
gera, en kvöldið fyrir
markaðsdaginn, þegar
f jölskyldan var að ganga
fyrir vörunum fyrir
markaðinn, hafði Tónió
engar vörur.
„Og ef ég hef ekkert að
selja, þá fæ ég enga
peninga til að kaupa f yrir
heldur", sagði hann
dapur í bragði við sjálfan
sig. Hann var að hugsa
um öll fallegu leikföngin
og alltsælgætið sem hægt
var að kaupa á markaðs-
torginu. Hann hugsaði því
með sér, að hann skyldi
bara ekkert fara á mark-
aðinn.
En um morguninn þaut
hann samt strax á fætur,
þegar mamma hans vakti
hann. Hann ætlaði að f ara,
samt sem áður.
Hann horfði á mömmu
sína taka fram ábreið-
urnar, sem átti að selja
og pabba sinn taka fram
körfur sínar með korni.
Hann horfði á systur sín
ar taka fram sínar körf
ur. En það var ein karfa
eftir. Hver skyldi eiga
hana? Þá kallaði pabbi og
mamma og systurnar:
„Tónió, Tóníó, taktu upp
körf una þína. Þú átt hana
og það, sem í henni er. Þú
hefur hjálpað okkur svo
mikið að þetta er þinn
skerfur!*
Og Tóníó flýtti sér að
taka upp körfuna og hljóp
á eftir þeim. Hann var
viss um að hann gæti
borið hana á heimsenda
og hann var líka viss um,
að hann yrði aldrei
þreyttur á að hjálpa
foreldrum sínum og
systrum.
Fótbolti er
aöaláhuga-
máliö
Hafþór Guðbjörnsson
heitir 10 ára strákur, sem
hef ur mjög gaman af fót-
bolta eins og f lestir strák-
ar. Hafþór er nýkominn
ásamt fjölskyldu sinni
frá Svíþjóð, þar sem hann
hefur búið síðan hann var
tveggja ára.
—Ég man ekkert eftir
mér hér á íslandi áður en
ég fór til Sviþjóðar, segir
Hafþór. — En það er
gaman að vera kominn
hingað. Ég er strax far-
inn að æfa fótbolta, en
það er mitt aðaláhuga-
mál. Ég er núna í 5. f lokki
í Fram.
—Varstu mikið í fót-
bolta í Svíþjóð?
— Já, mjög mikið. Ég
var í félagi, sem heitir
Lindholmens Boldklub.
Ég byrjaði þar í fyrra.
Búningarnir okkar voru
hvítir með merki félags-
ins LBK, en æfingabún-
ingarnir eru svartir og
hvítir með nafni félags-
ins aftan á jakkanum.
— Var góð æfingaað-
staða hjá ykkur?
— Já, mjög góð. Þar
voru4vellir og 1 grasvöll-
ur, og ef veðrið var vont
þá gátum við spilað inni í
æfingahúsinu.
Rétt áður en ég fór
héldum við skemmtun
fyrir foreldrana og þar
seldum við happdrættis-
miða til að safna fyrir
ferðalagi, sem átti að
fara í. Það gekk vel að
safna og mamma var
heppin, hún fékk vinning í
happdrættinjj. Það var
kenamikskál.
En ég gat ekki farið í
ferðalagið, af því að ég
var að fara heim til Is-
lands. Við komum með
Smyrli hingað heim til Is-
lands.
— Áttirðu ekki marga
vini í Sviþjóð?
— Jú, marga. Ég
byrjaði í skóla þar 7 ára.
Skólinn, sem ég var í, var
mjög nálægt heimili okk-
ar. Það er yf irleitt þannig
í Gautaborg að börnin
þurfa ekki að sækja mjög
langt í skóla. Þar eru
margir litlir skólar. Við
vorum í skólanum frá kl.
8 á morgnana til 3 á dag-
inn. Við borðuðum í skól-
anum og kennarinn fór
alltaf með okkur að
borða. Þegar við vorum í
7 ára bekk þá hjálpaði
kennarinn okkur, ef við
þurftum einhverja aðstoð
við að koma matnum í
okkur. Ég hafði sama
kennarann öll árin mín í
skólanum. Það var mjög
góður kennari.
— Fengu foreldrarnir
að fylgjast með starfinu í
skólanum?
— Já, þau gátu komið
og verið í skólanum,
þegar þau vildu. Svo á
hverjum vetri var kosin
ein svokölluð bekkjar-
mamma. Hún hafði svo
samband við hina for-
eldrana til dæmis ef átti
að halda foreldrakvöld.
Einu sinni var bekkjarhá-
tíð í niu ára bekk. Þá
máttum við koma með
gosdrykki og sælgæti og
svo var dansað.
Kennarinn minn átti
hund og kom stundum
með hann með sér í skól-
ann, en hún varð að hætta
því, af því að það var ein-
hver, sem hafði ofnæmi
fyrir hundum.
Þegar kennarinn hætti
að kenna okkur í vor, sá
bekkjarmamman um, að
allir söf nuðu peningum til
að kaupa fallegan blóm-
vönd og gefa kennaran-
um.
Nú f er ég í skóla í Mos-
fellssveit næsta vetur og
ég hlakka til þess og ég
ætla að halda áfram að
spila fótbolta.
Hafþór teiknaöi þessa mynd af LFK manni aö keppa viö liös-
mann I IF Göteborg. Aöalkappinn IIF Göteborg meistaraflokki
sagöi Hafþór aö væri Björn Nordkvis. Margir krakkar, sem
fylgjast meö I knattspyrnunni kannast sjálfsagt viö þaö nafn.