Vísir - 25.08.1979, Page 30

Vísir - 25.08.1979, Page 30
Laugardagur 25. ágúst 1979. 30 Ger&ur i Flónni ásamt Andrinu Jónsdóttur við sýningarbás sinn fyrir framan herrasalerniö f Höllinni. Eins og sjá má er aiit f gömlum stil og emeleraöa næturgagnið hefur ekki gleymst enda var það ómiss- andi hjáipartæki undir hverju rúmi herlendis á árunum áður... „Passar vel við mig að vera við klósettin” - segir GerDur Pálmadðtlir i Flðnni „Ég fékk að vita þaö i gær- kveldi að ég fengi þetta pláss hérna við klósettin”, — sagði Gerður Pálmadóttir, sem rekur verslunina „Flóin” I Hafnar- stræti 16. Gerður hefur komiö upp afar sérkennilegum sýning- arbásum við sitt hvort salerniö I Höllinni og þar sýnir hún þær vörur sem hún verslar meö, gömul föt, notað og ónotð. „Þetta er eins og vin I eyði- mörkinni hérna og skiljanlegt að enginn skuli hafa viljað nýta þetta pláss. En þetta passar ágætlega fyrir mig og mlnar vörur aö vera hérna við klósett- in. Það héldu allir að ég væri orðin vitlaus þegar ég fór fram á að fá þetta pláss, en finnst þér þetta ekkibara ágætthjá mér?” — Undirritaður varö aö játa aö hugmyndin er bráðsnjöll hjá Gerði enda vöktu básarnir hennar mikla athygli. -Sv.G. Rlsallkan á sýnlngu Reykiaiundar: Hvað eru kuDbarnir I Hallgrimsklrkiu marglr? „Getraunin er fólgin I þvi, að menn eiga að giska á hvað margir Lego-kubbar eru I kirkjunni”, — sagði Björn Astmundsson, for- stjóri Reykjalundar en I sýninga- bás fyrirtækisins er risastórt likan af Hallgrfmskirkju, byggt úr Legó-kubbum. Við Visimenn komum að sýningarbásnum ein- mitt I þann mund er forseti ts- lands var að útfylla getraunaseð- ilinn sinn. „Hér á sýningunni er nú stadd- ur forstjóri danska stórfyrir- tækisins sem framleiöir kubbana og I vasa hans er innsiglað um- slag sem hefur að geyma hina réttu tölu”, — sagöi Björn enn- fremur. Björn tjáði okkur að aöeins konan sem byggöi llkanið úti i Danmörku vissi um fjölda kubbana en sjálfur kvaðst Björn ekki þora aö giska á hvað þeir væru margir. 1 sýningarbás Reykjalundar kennir margra grasa en þar er til sýnis fjölþætt framleiðsla fyrir- tækisins. Má þar nefna rör af ýmsum geröum, umbúöir, búsá- höld, raftengi, skúffuskápa, garð- slöngur, leikföng og margt fleira. -Sv.G. Aðelns 4 eru nu skráðlr á HalDör Mál skipslns eru „I hver verOur „Nú eru aðeins 4 skráðir á Hafþór, en ekki 18 eins og var I fyrra”, sagði Jakob Jakobsson fiskifræðingur f viðtali við Visi. Jakob sagði að mál Hafþórs væri nú i biðstööu og væri það sjávarútvegsráðuneytisins aö ákveða hvaö gert yrði við skipiö. Togverk þess væri ennþá bilað og hamlaði það því að skipið gæti farið i rannsóknarleiðangra. Hins vegar hefur ekkert verið fengist við það upp á siðkastiö, þvi verk- takinn, sem var meö verkið, hafi horfið frá þvi. biðstöOu” og övlst (ramtio hess Hann kvaö það misskilning, sem kom fram i frétt Visis i gær að fjölgað heföi verið i áhöfn skipsins nýlega. Hið rétta væri að það hefði gerst fyrir ári. Jakob taldi ennfremur, að þess- ar þrálátu bilanir á Hafþóri heföu hamlaö fiskirannsóknum mjög. T.d. hefði átt að nota skipiö til rannsókna á kolmunna, djúpfisk- um og litt nýttum fisktegundum, en þetta hefði allt veriö fyrir borð vorið vegna bilana Hafþórs. -HR Það olli talsverðum vonbrigðum að stúlkurnar úr Módelsamtökunum voru ekki berar I baðinu eins og venjan er um slika athöfn. Engu að sfð- ur vakti sturtusýningin verðskuldaða athygli sýningargesta. Sýningarstúlkur I baöi „Við verðum með svona sturtu- sýningar á klukkutfma fresti”, — sögðu forsvarsmenn B.B. bygg- ingarvara og BYKO, Byggingar- vöruverslunar Kópavogs, en fyrirtækin eru með sameiginleg- an bás á vörusýningunni i Laug- ardalshöll. Það vakti athygli sýningar- gesta þegar stúlkur úr Módel- samtökunum fóru I sturtu skömmu eftir að sýningin opnaði. Ekki ''oru þær þó alveg berar, eins og venjan er þegar menn fá sér bað og olli það talsverðum vonbrigðum sem eðlilegt er. B.B. Byggingavörur og BYKO sýna þarna Grohe vörur fyrir baðher- bergi og er sturtusýningin liður i vörukynningu fyrirtækjanna á sýningunni. -Sv.G. „Að duga eða drep- asl” í VisisDló, „Aö duga eða drepast” heitir kvikmyndin, sem sýnd verður I Visisbióinu I dag. Hér er um að ræða svart/hvita gamanmynd með Islenskum texta. Sýningin hefst kl. 15 I Hafnarbió. Feröín sem ekkl verður farin Samgönguráðuneytið brá við skjótt þegar auglýst var „mjög ódýr Floridaferð” á vegum Dale Carnegie þann 6. október og sendi út tilkynningu um að þessi aöili hefði ekki ieyfi til að stunda ferðaskrifstofustarfsemi. Auglýsingin birtist I Dagblaö- inu I fyrradag og var tekið fram aö upplýsingar um ferðina gæfi Geir P. Þormar ökukennari. Ráðuneytið minnir á að sérstök leyfi þurfi til reksturs ferðaskrif- stofa og þau ekki veitt nema að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, sem meðal annars eru fólgin i þvi, að skrifstofurnar þurfa að leggja fram sérstaka bankatryggingu að upphæð 15 milljónir króna. „Sá aöili, sem auglýsir um- rædda ferð, hefur ekki feröaskrif- stofuleygi og er þvi ekki heimilt aö stunda þá starfsemi, sem I auglýsingunni felst”, segir I til- kynningu samgönguráðuneytis- ins. -SG Allt frá heimilistölvu upp í rafmagnsbifreiö Það er óhætt að fullyrða að það er margt sem hægt er aö gera sér til gagns og gamans á vörusýn- ingunni f Laugardalshöll. Auk þess sem menn geta skoðað hinar fjöiþættu framleiösluvörur sem þar eru til sýnis er boðið upp á tiskusýningar og fjöldi lands- kunnra skemmtikrafta munu koma fram á tfskusýninga- og skemmtipalli sem komið hefur verið upp I Höllinni. A útisvæöinu austan Laugar- dalshallar hefur verið reist kúlu- hús og þar verður Þjóöleikhúsiö daglega með sýningar á nýju islensku leikriti er nefnist Flug- leikur en sýningin tekur um eina klukkustund. Af öðru forvitnilegu sem sjá má á sýningunni má nefna rafmagns- bil sem er af gerðinni Daihatsu Charade. Þá má sjá heimilistölvu sem getur stjórnaö flest öllu á heimilum, svo sem ljósum, bök- unar og steikarofni, eldavél, klukkum, vatnsrennsli, heimilis- bókhaldi og m.fl. Þá má nefna potta sem sjóða án vatns, pappa- hús á útisvæði auk þess sem margt fleira mætti tina til sem áhugavert er. -Sv.G. í Visisbásnum. Starfsmenn Vfsis leysa úr fyrirspurnum gesta, en fremst á myndinni sést blaðamaður að störfum. Vfsismynd: JA Mlkill erlll I Vlslsbásnum 1 Visisbásnum i Laugardals- höllinni var mikill erill við opnun sýningarinnar, en þar munu Ragnheiöur Gústafsdóttir og Sigrún Magnúsdóttir annast dreifingu á Kynningarblaði, sem Vfsir hefur látið prenta sérstak- lega fyrir þessa sýningu, auk þess sem þær munu hafa með höndum áskriftasöfnun að Visi. Blaðamaöur veröur I básnum á meðan á sýningunni stendur og verða þar skrifaðar fréttir beint af sýningunni. Við ritvélina i Visisbásnum var einmitt skrifuð sú frétt, sem þú, lesandi góður, ert nú að lesa. Undirritaöur verður þó að játa, að friöur til spaklegra hugsana á meðan á fréttasmiðinni stóð var ekki mikill, og oftar en einu sinni fór blaðamaður Visis „úr stuði”, þegar forvitnir sýningargestir kiktu yfir öxl hans til að sjá.hvað hann væri nú aö festa á blað. -Sv.G.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.