Morgunblaðið - 23.09.2001, Side 5

Morgunblaðið - 23.09.2001, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. SEPTEMBER 2001 B 5 „Faðmaðu múslima í dag“ „Guð blessi alla lögreglu- og slökkviliðsmenn“ „Guðs nýjustu englar “ Morgunblaðið/Einar Falur n Square, skoðar minningabrot sem skilin hafa verið eftir og tendrar að nýju ljós á kertum. Frelsisgyðjan segir fólki frá hörmungunum sem yfir hafa dunið. Á gangstéttinni við litla slökkvi-stöð í Litlu Ítalíu er mikið afblómum, logandi kerti, skrifuð skilaboð frá fólki og myndir af slökkviliðsmönnum. Ekki fer á milli mála að þeir hafa farist. Tvær konur halda utan um hvor aðra í rigning- unni, horfa á blómin og myndirnar og gráta. Önnur þeirra, Irene McMann, seg- ir mér grátklökk að fimm manna sé saknað frá þessari stöð og einn þeirra sé sonur hennar, Bobby. Hin konan, Amy Poll, er mágkona hans. „Bobby var búinn að vinna hér í níu ár,“ segir Irene. „Hann var 35 ára gamall. Hann átti tuttugu mánaða gamlan son og konan hans á von á sér í janúar. Þegar þetta gerðist var ég að passa strákinn hans, var að gefa honum morgunmat og hafði sett á eitthvert rokk í útvarpinu, honum finnst það svo gaman. Svo leit ég á sjónvarpið og sá eldinn. Fyrst í stað var ég ekkert hrædd, þótt ég vissi að Bobby væri að vinna. Svo helltist óttinn yfir…“ „Guð gefi okkur styrk,“ segir Amy. Í þeim orðum sögðum kemur prest- ur aðvífandi, faðmar konurnar að sér og þær fara með honum inn á stöðina. Svo helltist óttinn yfir MIÐAR Á VEGG

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.