Morgunblaðið - 28.09.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.09.2001, Blaðsíða 2
KNATTSPYRNA 2 C FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA UEFA-bikarinn Fyrsta umferð, seinni leikir: AC Milan - BATE Borisov .................. 4:0  AC Milan áfram, 6:0 samanlagt. Apollon Limassol - Ajax...................... 0:3  Ajax áfram, 5:0 samanlagt. Birkirkara - Dinamo Moskva ............. 0:0  Dinamo áfram, 1:0 samanlagt. Brasov - Inter Mílanó ...........................0:3  Inter áfram, 6:0 samanlagt. Bröndby - Olimpija Ljubljana ............ 0:0  Bröndby áfram, 4:2 samanlagt. Club Brugge - Olymp.Nicosia ............ 7:1  Club Brugge áfram, 9:3 samanlagt. Debreceni - Bordeaux ......................... 3:1  Bordeaux áfram, 6:4 samanlagt. Donetsk - CSKA Sofia......................... 2:1  CSKA áfram, 4:2 samanlagt. Elfsborg - Legia Varsjá ...................... 1:6  Legia áfram, 10:2 samanlagt. Fiorentina - Dnipro ............................. 2:1  Fiorentina áfram, 2:1 samanlagt. Freiburg - Puchov ............................... 2:1  Freiburg áfram, 2:1 samanlagt. Grazer AK - Utrecht ........................... 3:3  Utrecht áfram, 6:3 samanlagt. Grasshoppers - Din.Búkarest............. 3:1  Grasshoppers áfram, 6:2 samanlagt. Halmstad - Genclerbirligi................... 1:0  Halmstad áfram, 2:1 samanlagt. Helsingborg - Odd Grenland.............. 1:1  Jafnt, 3:3, Helsingborg áfram. Hibernian - AEK Aþena...................... 3:2  AEK áfram, 4:3 samanlagt. HJK Helsinki - Parma......................... 0:2  Parma áfram, 3:0 samanlagt. Leeds - Maritimo.................................. 3:0  Leeds áfram, 3:1 samanlagt. Levski Sofia - Chelsea......................... 0:2  Chelsea áfram, 5:0 samanlagt. Lovech - Inter Bratislava ................... 3:0  Lovech áfram, 3:1 samanlagt. Obilic - FC Köbenhavn........................ 2:2  FC Kövenhavn áfram, 4:2 samanlagt. Osijek - HIT Gorica ............................. 1:0  Osijek áfram, 3:1 samanlagt. PAOK Saloniki - Kärnten ................... 4:0  PAOK áfram, 4:0 samanlagt. Rapid Wien - Partizan Belgrad ......... 5:1  Rapid áfram, 5:2 samanlagt. Rauða stjarnan - CSKA Kiev ............. 0:0  CSKA áfram, 3:2 samanlagt. Ruzomberok - Troyes.......................... 1:0  Troyes áfram, 6:2 samanlagt.. Sedan - Dukla Pribram....................... 3:1  Pribram áfram, 5:3 samanlagt. Sigma Olomouc - Celta Vigo.............. 4:3  Celta áfram, 7:4 samanlagt. Silkeborg - Real Zaragoza ................. 1:2  Zaragoza áfram, 5:1 samanlagt. Slavia Prag - Servette......................... 1:1  Servette áfram, 2:1 samanlagt. Slovan Bratislava - Liberec................ 1:0  Liberec áfram, 2:1 samanlagt. Sporting Lissabon - Midtjylland ........ 3:2  Sporting áfram, 6:2 samanlagt. Steaua Búkarest - St Gallen............... 1:1  St. Gallen áfram, 3:2 samanlagt. Strasbourg - Standard Liege ............. 2:2  Standard áfram, 4:2 samanlagt. Torpedo Moskva - Ipswich ................. 1:2  Ipswich áfram, 3:2 samanlagt. Twente - Polonia Varsjá..................... 2:0  Twente áfram, 4:1 samanlagt. Union Berlín - Haka ............................ 3:0  Union áfram, 4:1 samanlagt. Valencia - Chernomorets.................... 5:0  Valencia áfram, 6:0 samanlagt. Varteks - Aston Villa .......................... 0:1  Jafnt, 3:3, Varteks áfram. Viking - Kilmarnock............................ 2:0  Viking áfram, 3:1 samanlagt. Wisla Krakow - Hajduk Split ..............1:0  Wisla áfram, 3:2 samanlagt. Einn leikur, leikinn í Póllandi: Glasgow Rangers - Anzhi ................... 1:0 ÚRSLIT Golfgleði LEK 2001 Við urðum frá að hverfa síðast vegna veðurs. Nú ljúkum við mótinu á Grafarholtinu nk. sunnudag 30. sept. Keppnisfyrirkomulag það sama: Tveir saman í liði - betri bolti - punktakeppni með forgjöf. 15 fyrstu pörin hljóta verðlaun. Skráning í síma 585 0210. Mætum öll í síðasta LEK-mót sumarsins. HANDKNATTLEIKUR 1. deild karla: Digranes: HK – KA...................................20 Austurberg: ÍR – Valur ............................20 Selfoss: Selfoss – Fram ............................20 Akureyri: Þór – FH...................................20 Í KVÖLD Jörundur Áki Sveinsson lands-liðsþjálfari teflir fram sama liði og lagði Ítali að því undan- skildu að Guðlaug Jónsdóttir, Brönd- by, getur ekki leik- ið með vegna meiðsla og kemur Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, KR, í hennar stað. „Það er hugur í hópn- um og góð stemmning og ég er bjartsýnn á að við getum náð hag- stæðum úrslitum á Spáni. Ég finn það vel að það er sjálfstraust í lið- inu eftir sigurinn góða á Ítölum og aðalatriðið er að stelpurnar mæti til leiks með rétt hugarfar. Mitt hlutverk í undirbúningi liðsins er fyrst og fremst fólgið í því að ná mínum leikmönnum niður á jörð- ina eftir góðan sigur á móti Ítöl- um. Hann telur ekkert þegar út í leikinn á móti Spáni kemur,“ sagði Jörundur Áki í samtali við Morg- unblaðið. Vitið þið eitthvað um mótherj- ana? „Ég er búinn að vera að reyna að afla mér upplýsinga um lið Spánverja og í fljótu bragði sýnist mér að jafnt sé komið á með þeim og okkur – liðin eru svipuð að styrkleika. Þó svo að Spánn sé fyr- irfram talið vera með veikara lið en Rússland og Ítalía, höfum við ekki efni á neinu vanmati. Við ger- um okkur vel grein fyrir því að við erum að fara út í mjög erfiðan úti- leik og það má kannski segja að nú reyni fyrst virkilega á hópinn í fyrsta útileiknum.“ Jörundur segir að það sé mikil blóðtaka fyrir íslenska liðið að leika án Guðlaugar Jónsdóttur en hún varð sem kunnugt er fyrir því óláni að kinnbeinsbrotna í leik með Bröndby á dögunum. „Það er ekk- ert við því að gera og vonandi náum við að fylla skarð Gullu sem best. Við viljum fylgja eftir góðum úrslitum á móti Rússum og Ítölum og ég veit að stelpurnar koma til með að selja sig dýrt í þetta verk- efni,“ sagði Jörundur. Íslenska liðið tók tvær æfingar hér heima fyrir átökin á Spáni en ekki gat Jörundur verið með allan hópinn því þær Erla Hendriks- dóttir og Katrín Jónsdóttir koma til móts við íslenska liðið í London í dag. Leikurinn fer fram í borginni Teurel, 300 kílómetrum frá Madr- id, og verður leikurinn sýndur í beinni útsendingu í spænska sjón- varpinu. Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu, sem mætir Spánverjum á sunnudag Höfum ekki efni á vanmati ÍSLENSKA kvennalandsliðið í knattspyrnu hélt utan í morgun til Spánar, þar sem liðið mætir Spánverjum í undankeppni heims- meistaramótsins á sunnudaginn. Þetta verður þriðji leikur íslenska liðsins í keppninni en árangurinn í leikjunum tveimur á Laugardals- vellinum á dögunum var mjög góður – jafntefli við Rússa, 1:1, og eftirminnilegur sigur á Ítölum, 2:1. Þetta verður fyrsti leikur Spán- verja í undankeppninni en Ísland og Spánn áttust við í þessari sömu keppni fyrir þremur árum og var jafntefli í báðum leikjunum. Guðmundur Hilmarsson skrifar Það er ekki hægt að neita því að tölu-vert spennufall varð í okkar hópi eft- ir að við náðum markmiði sumarsins, að komast í hóp þeirra bestu í deildinni eftir gríðarlega spennandi leik gegn Þrótti í lokaleik mótsins,“ sagði Þorvaldur Ör- lygsson, þjálfari KA, í samtali við Morg- unblaðið. „Við mætum fullir tilhlökkunar í úrslitaleikinn og við litum alltaf á árangur okkar í þeirri keppni sem bónus á gott tímabil. Þrátt fyrir að við höfum fengið frí að undanförnu er ekki laust við að menn séu orðnir nokkuð lúnir þar sem við keyrðum allar helgar í febrúar og mars til að geta leikið á gervigrasi í Reykjanes- höllinni, þannig að við höfum lagt mikið á okkur,“ sagði Þorvaldur en hann lék ekki með KA í eina bikarúrslitaleik félagsins til þessa árið 1992. „Ég var þá á Englandi og missti af því en við leggjum áherslu á hafa gaman af þessu, leikaðferðin er föld, við verðum ellefu inni á og reyn að gera það sem við kunnum best,“ s Þorvaldur. Náðu jarðsambandi „Við erum búnir að ná jarðsamb aftur eftir nokkuð langt frí og það ver ekki vandamál að fá hópinn til að einb sér að þessu verkefni,“ sagði Þorva Makan Sigbjörnsson, fyrirliði KA. „Í asta leik okkar var öll okkar vinna í su lögð undir og þá var erfitt að einbeita en á laugardaginn verður allt annað h arfar og við ætlum að njóta augnabl ins,“ sagði Þorvaldur Makan og bætti við líkt og kollegi hans hjá Fylki að að sigur kæmi til greina. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarss Dean Martin, leikmaður KA, tekur knöttinn niður í undanúrslitaleik geg FH, þar sem KA-menn fögnuðu óvæntum og öruggum sigri, 3:0. Þorvaldur Örlygsson, þjálfari KA Einföld leikaðferð ÞORVALDUR Örlygsson, þjálfari KA-liðsins frá Akureyri, sem tryggði sér sæ efstu deild á dögunum, verður í sviðsljósinu á morgun á Laugardalsvellinum þar sem hann og lærisveinar mæta Fylki í úrslitaleik Bikarkeppni KSÍ, Coca Cola-bikarkeppninni. Þorvaldur segir að mikil gleði og tilhlökkun einkennd leikmannahóp liðsins þessa dagana – eftir viðburðaríkt sumar. sér stað hefur hópurinn verið mjög góður og staðið sig vel – mér fannst ekki rétt gagnvart hinum leikmönn- unum að kalla Rakel inn í hópinn á kostnað þeirra. Margrét Ólafsdóttir, sem einnig spilar með Philadelphia, tók landsliðið fram yfir og til að mynda fórnaði Katrín Jónsdóttir leikjum með Kolbotn í Noregi til að geta verið í landsliðinu. Mér fannst því ákveðið réttlæti í því að Rakel fengi að átta sig á því að það er ekk- ert sjálfgefið að vera í landsliðinu.“ Jörundur segir að Rakel sé að sjálfsögðu inni í framtíðarplönum landsliðsins en hann hafi tekið þá ákvörðun að velja hana ekki í leikina við Ítalíu og Spán í haust. ÞAÐ hefur vakið nokkra athygliað Rakel Ögmundsdóttir, leik- maður Philadelphia Charge í banda- rísku atvinnukvennadeildinni, hefur ekki verið valin í íslenska landsliðs- hópinn, hvorki fyrir leikinn á móti Ítölum á dögunum né fyrir leikinn við Spánverja á sunnudaginn. Morg- unblaðið innti Jörund Áka Sveinsson landsliðsþjálfara eftir því hvernig á því stæði að ein fremsta knatt- spyrnukona landsins væri ekki í landsliðinu. „Rakel ákvað að gefa ekki kost á sér fyrir leikinn gegn Rússum. Hún vildi frekar leika með Philadelphia Charge og ég var mjög ósáttur við þá ákvörðun hennar. Síðan það átti Var ósáttur við ákvörðun Rakelar RONI Bailey, bandarískur framherji, er kominn til liðs við úrvalsdeildarlið Grindavíkur í körfuknattleik og spil- aði sinn fyrsta leik gegn Keflavík í Reykjanesmótinu í gærkvöld. Bailey er 28 ára og hefur leikið í Finnlandi undanfarin fjögur ár. Á síðasta tímabili spilaði hann með SäyRi Basket, sem varð í 11. sæti af 14 liðum úrvalsdeildarinnar þar í yfir tímabilið. Grindvíkingar gera s vonir um að hann verði þeim mikill liðstyrkur. Keppni í úrvalsdeildinni í körfu- knattleik hefst fimmtudaginn 11. ok ber, en þá mætast Haukar - Grinda Skallagrímur - Njarðvík, Hamar - Keflavík, KR - ÍR og Þór A. - Stjarn Breiðablik - Tindastóll leika daginn eftir. landi. Bailey var í aðalhlutverki í sínu liði, langstigahæstur, með 21,7 stig í leik, tók flest fráköst bæði í sókn og vörn, 7,3 að meðaltali í leik, var besta tveggja stiga skytta liðsins, stal bolt- anum oftast og átti langflest vítaskot, með 74,1 prósent hittni. Hann varð sjöundi stigahæsti leikmaður deild- arinnar og aðeins tveir leikmenn í allri deildinni spiluðu fleiri mínútur Nýr Bandaríkjamaður í Grindavík Þjálfararáðstefna Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands efnir til þjálfararáðstefnu í tengslum við leik KA og Fylkis í íþróttamiðstöð ÍSÍ kl. 9 á morgun. Meðals annars ræða þeir Bjarni Jóhanns- son, þjálfari Fylkis, og Þorvaldur Örlygs- son, þjálfari KA, um bikarleikinn. Skráning á ráðstefnuna er hjá KSÍ fyrir kl. 12 í dag. FÉLAGSLÍF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.