Morgunblaðið - 28.09.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.09.2001, Blaðsíða 1
2001  FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER BLAÐ C B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A ÁRANGUR AKUREYRARLIÐANNA Í KNATTSPYRNU FRÁ 1975 / C3 ÍSLANDSMEISTARAR Hauka í handknattleik kvenna eru meistarar meistaranna eftir sigur á bikarmeisturum ÍBV á Ásvöllum í gærkvöldi, 24:19. Eyjastúlkur byrjuðu þó betur og komust í 3:7 en þá snéru Haukastúlkur við blaðinu og voru yfir í hálfleik, 13:10. Sigur Íslandsmeist- aranna var síðan aldrei í hættu. Mikill haust- bragur var á leik liðanna, sem var oft á tíðum ekki á háu plani. Markahæstar Haukastúlkna voru þær Brynja Steinsen með 7 mörk og Harpa Melsted með 6 mörk. Hjá Eyjastúlkum var Ana Perez og Andrea Atladóttir marka- hæstar með fimm mörk hvor. „Það er ágætt að byrja tímabilið með sigri, leikurinn í kvöld var ekki mikið fyrir augað en ég á von á skemmti- legu tímabili í vetur,“ sagði Ragnar Her- mannsson, þjálfari Hauka. Haukastúlkur eru bestar EKKERT verður úr því að báðir leikir Hauka og pólska liðsins Kol- porter Kielce í 2. umferð EHF- keppninnar í handknattleik fari fram hér á landi eins og for- ráðamenn Hauka héldu sig vera búna að semja um. Leikirnir fara því fram eins og drátturinn sagði til um – fyrri leikurinn verður í Póllandi sunnudaginn 7. október og síðari leikurinn á Ásvöllum laugardaginn 13. október. „Það kom einhver misskilningur upp varðandi dollaratölur en sam- skiptin við Pólverjanna hafa verið mjög erfið. Við fengum Pólverja sem er búsettur hér á landi til að hringja út og hann fékk tölur frá forráðamönnum Kolporter sem við sættumst á. Síðan kom fax frá liðinu í dag (í gær) og þá kom í ljós allt önnur tala. Það munaði einhverjum 15.000 dollurum og þegar við ósk- uðum eftir svari frá þeim varðandi fyrra tilboðið söguðust þeir ætla að spila heimaleik sinn í Póllandi. Við verðum bara að taka þessu. Það var plús að mæta þeim í báðum leikj- unum hér heima en það er jákvætt í þessu öllu saman að við eigum fyrri leikinn úti og þá verða menn bara að standa sig,“ sagði Viggó Sigurðsson, þjálfari Hauka, við Morgunblaðið. Haukar þurfa að fara til Póllands Reuters Eiður Smári Guðjohnsen skoraði glæsilegt mark fyrir Chelsea í gærkvöld gegn Levski Sofia í Búlgaríu, 2:0, í UEFA-bikarnum í knatt- spyrnu. Eiður skoraði tvö mörk í fyrri leik liðanna sem Chelsea vann 3:0. Hér fagna Eiður og Gianfranco Zola markinu. Sjá nánar / C4 Það er ótrúlegt að hafa í hönd-unum pappíra um að allt sé í lagi en síðan kemur eitthvað annað upp úr dúrnum núna þegar námið er hafið,“ sagði Sigríður Jakobs- dóttir, móðir Jakobs Jóhanns, í samtali við Morgunblaðið í gær, en hún beið eftir því að fá það skriflega á hreint hvaða forsendur væru að baki ákvörðun NCAA. Svo virðist vera sem þeir verði að hafa lokið stúdentsprófi til þess að hljóta við- urkenningu NCAA. Jakob og Örn fóru utan í lok ágúst en forsaga þess að þeir fengu boðið frá skólanum, University of Southern California, USC, er sú að yfirþjálfari sundliðs skólans, Mark Schubert, hafði samband við þá sl. vetur og kannaði áhuga þeirra á að koma. Schubert er einn fremsti sundþjálfari Bandaríkjanna og hef- ur m.a. verið þjálfari ólympíuliðs landsins. Schubert kom m.a. hingað til lands og ræddi við Jakob og Örn og fjölskyldur þeirra. Í framhaldinu voru allar upplýsingar um náms- framvindu þeirra hér á landi sendar utan ásamt einkunnum. Þar kom skýrt fram að hvorugur þeirra hafði lokið stúdentsprófi eða sambæri- legri menntun í framhaldsskóla. Skólayfirvöld ytra töldu stúdents- próf ekki nauðsynlegt. Báðir hefðu þeir lokið a.m.k. 60 einingum í framhaldsskóla og var það talið full- nægjandi til inngöngu og þeir nytu sömu réttinda og hver annar nem- andi. Í framhaldinu fóru þeir Jakob og Örn í svokallað SAT-próf, sem er stöðu- og inntökupróf fyrir banda- ríska háskóla. Báðir stóðust þeir prófið með sóma og fengu í fram- haldinu staðfestingu á inngöngu frá USC og einnig bréf upp á að þeir fengju fullan skólastyrk þar sem þeir yrðu keppendur fyrir sundlið skólans. Í síðustu viku barst þeim hins vegar bréf frá NCAA þar sem þeim var greint frá því að þeir yrðu ekki löglegir í keppnisliði USC þar sem þeir fullnægðu ekki kröfum NCAA um menntun. Nánari upplýsingar um hvaða kröfur væru gerðar til nemenda voru ekki tíundaðar en þeirra er beðið. Þar með eru brostnar forsendur fyrir skóla- styrknum. Sem fyrr segir fóru þeir utan í síðari hluta ágúst og settust þá fljótlega á skólabekk auk þess sem þeir hafa æft með sundliði skólans undir stjórn Schubert. Allt hefur gengið eins og í sögu þar til bak- slagið kom í síðustu viku. Rúmensk sundkona sem einnig er við nám í skólanum á styrk eins og Jakob og Örn er í sömu sporum. Jakob og Örn á heimleið FLEST bendir til þess að sundmennirnir Jakob Jóhann Sveinsson og Örn Arnarson séu á heimleið frá Bandaríkjunum og koma þeir jafnvel heim eftir næstu helgi en þeir ætluðu sér að stunda nám og keppni við háskóla í Los Angeles í vetur. Íþróttasamtök banda- rískra háskóla (NCAA) segja þá ekki hafa næga menntun til þess að fá leyfi til að keppa á mótum á vegum þess fyrir skóla sinn. Þar með eru brostnar forsendur fyrir skólastyrknum sem þeir fengu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.