Vísir - 30.10.1979, Side 7
vtsm
Þriöjudagur 30. október 1979.
Umsjón:
Gylfi Kristjánsson
Kjartan L. Pálsson
Leika
við
Dani í
kvöld
Frá Friðrik Guðmundssyni I
Danmörku:
tslensku piltarnir hér i
heimsmeistarakeppni 21 árs
og yngri i handknattleik eru
ákveðnir i að gera sitt besta i
8-liða úrslitum keppninnar,
en þeir vilja sérstaklega
vara fólk heima við of mikilli
bjartsýni. Við höfum séð
Dani og Ungverja, sem þeir
munu leika við I milliriðlin-
um, og er óhætt að segja, að
þessi lið séu mjög sterk,
sterkari en það þýska. sem
:tslendingarnir sigruðu í
riðlakeppninni.
Þær þjóöir, sem leika til
úrslita i keppninni, eru ann-
ars vegar Sovétrikin, Dan-
mörk, Ungverjaland og Is-
land, og I hinum riðlinum
Júgóslavia, A-Þýskaland,
Sviþjóð og Tékkóslóvakia.
tsland á að leika gegn
Danmörku I kvöld kl. 20.30 að
staðartima og sfðan gegn
Ungverjalandi annað kvöld.
Allir íslensku piltarnir eru
heilir heilsu eftir hina erfiðu
leiki að undanförnu, en
margir eru þó marðir og
aumir eftir pústra, sem þeir
hafa hlotið I þeim fimm
leikjum, sem að baki eru.
Danir
bjart-
sýnir
Frá Friörik Guömundssyni i
Danmörku:
,,Við megum ekki vanmeta
tslendingana, þvi að sigur
þeirra gegn Þjóðverjunum
var engin tilviljun. En stór-
sigur okkar yfir Ungverjun-
um gefur okkur góöar von-
ir”.
Þetta sagöi danski lands-
liðsþjálfarinn i handknatt-
leik, Leif Mikkelsen, um leik
Dana og íslendinga I HM 21
árs og yngri, sem fram fer i
kvöld. Mikið hefur veriö
fjallað um þann leik hér i
fjölmiðlum og eru Danir yf-
irleitt bjartsýnir.
Þó segir eitt dönsku blað-
anna i gær: ,,Við hefðum
fremur viljað fá Þjóðverjana
sem mótherja. tslenska liðið
er gifurlega llkamlega
sterkt, en leikmenn Dan-
merkur hafa grandskoðaö
sóknarleik liðsins og eiga að
geta stöövar sóknarlotur
þess I fæðingu”!
Danska sjónvarpið fullyrð-
ir, að danska liðið muni leika
til úrslita I keppninni, og yf-
irleitt er tónninn i fjölmiöl-
unum þannig.að Danir séu ó-
hræddir við tslendinga.
tslensku strákarnir hafa
þó aðra skoðun á málinu og
eru ákveðnir i að berjast til
þrautar i kvöld.
I gær var öllum liöunum i
keppninni boðið i Ráöhús
Kaupmannahafnar, og
sendiráðin hér hafa verið
með boð inni fyrir leikmenn
sinna landa, en þó hefur ekk-
ert heyrst frá islenska sendi-
ráðinu.
KR-ingar æföu f gærkvöldi f siöasta skipti fyrir leikinn gegn Frökkum f kvöld, og á myndinni sést er þeir ræöa málin og leggja á ráöin um
hvernig best sé að haga sér til aö sigur vinnist i kvöld. Visismynd Friöþjófur
KR-INGM ÆTLA SER
SIGUR GEGN CAENI
- Fyrri lelkur KR og franska llðslns Caen í Evrépukeppnl blkarhafa I
KR-ingar ganga I kvöld til fyrri
leiksins gegn frönsku bikarmeist-
urunum Caen f Evrópukeppni
bikarhafa í körfuknattleik og
hefst viðureign liðanna i' Laugar-
dalshöll kl. 20.30.
Þessaleiks er beðið með mikilli
eftirvæntingu, þvi að KR-ingar
tefla nú fram tveimur bandarisk-
um blökkumönnum f liöi sinu,
Þeim Dakarsta Webster, sem er
2.12 m á hæð og Marvin Jackson
sem er 2.02 metrar á hæð, og
verðurþetta fyrsti opinberi leikur
Jackson með KR-liðinu.
KR-ingar hafa æft mjög vel
fýrir þennan leik og hafa meöal
annars tekið þátt í móti, sem
staöiö hefur yfir á Keflavíkur-
flugvelli undanfarið. Þar hafa
KR-ingar sigrað i öllum leikjum
sfnum og liðiö sýnt stórgóða leiki.
Það veröur fróölegt að sjá
hvernig Jóni Sigurössyni gengur f
baráttu sinni viö bakverði Caen
en þeir eru franskir landsliðs-
menn. Jón er I geysilega góðri æf-
ingu þessadagana ogvissulega til
ails líklegur f kvöld með þá
Webster og Jackson sér viö hlið.
Bandaríkjamennirnir tveir f
KR-liöinu hafa lýst þvf yfir að
ekkert annað komi tíl greina f
leiknum i kvöld en sigur KR, og
hann svo stór að KR komist
áfram f 2. umferö keppninnar.
„Við vitum aö Frakkarnir eru
meðgott liö,en KR-liðið ereinnig
mjög gott þessa dagana og við
vinnum sigur” sögðu þeir á
blaðamannafundi á dögunum,
þar sem rætt var um leikinn.
t franska liðinu eruf jórir lands-
liðsmenn og þá mætir liðið til
leiks með einn bandariskan leik-
mann, Bob Miller, en hann er
hæsti maðurliösins, 2.08 metrar á
hæð. Annars eru 1 11 manna liöi
Caen fimm leikmenn 2.02 metrar
á hæð og þar fyrir ofan, svo aö
Laugardalshöll I kvöld
þeir eru engir smákariar, Frakk-
arnir.
KR-liðiö skartar með þrjá
tveggja metra menn, þá Webster
og Jackson og auk þeirra Garðar
Jóhannsson, sem er 2.00 metrar.
Þá eru f liöinu margir leikmenn
rétt innan viö tvo metra á hæð.
„Við leggjum allt i sölurnar til
þess að vinna sigur i leiknum i
kvöld, liðiö er vel undir leikinn
búiðog til alls liklegt” sagði Kol-
beinn Pálsson, fcrmaður körfu-
knattleiksdeildar KR, er Vfsir
ræddi við hann i morgun. ,,Við
vitum að Caen er gott liö, en við
teflum lika fram geysilega góðu
liði. Viö viljum hvetja fólk tíl að
fjölmenna 1 Laugardalshidl og
styöja viðbakið á okkur, þaðgæti
ráöið úrslitum”. gk —
Bjartsýnn á hagstæD
úrslit gegn Frökkunum
- seglr Gunnar Gunnarsson, Þlálfarl KR-lnga
„Viövitum að þetta franska iiö
ersterktogkomst meðal annarsi
undanúrslit Evrópukeppni bikar-
hafa í fyrra”, sagði Gunnar
Gunnarsson, þjálfari KR-inga,
sem mæta franska liöinu Caen 1
Evrópukeppninni i körfuknattleik
i Laugardalshöll i kvöld.
„Það er hinsvegar einnig vitað
að Frakkarnir eru ekki sterkt lið
á útivelli, þeir virðast mun
slakari þar en á heimavelli, og á
þvf byggjum viö ekki sfst vonir
okkar um sigur í kvöld.
KR-liðiö átti góöa leiki f keppni
á Keflavikurflugvelli á dögunum
og liöið hefur undirbúið sig mjög
vel fyrir þennan leik. Ef við eig-
um góðan dag, þá er ég bjartsýnn
á hagstæð úrslit f leik okkar I
Laugardalshöll”, sagði Gunnar.
RISAR A FERRINNI
I LAUGARDALSHOLL
Gunnar Gunnarsson
Það verða engir smákarlar,
sem eigast við á fjölum Laugar-
dalshallarinnar i kvöld, þv<f aö i
liðum KR og Caen eru alls 8 leik-
menn, sem eru 2 metrar á hæð
eða hærri.
Frakkarnir eiga fimm af þess-
um mönnum og er hæsti maður
þeirra 2,08 metrar, Bandarikja-
maðurinn Bob Miller.
KR-ingar eiga hins vegar hæsta
manninn, en það er Dakarsta
Webster, sem er 2,12 metrar á
hæð eða rétt tæplega 7 fet!