Vísir - 30.10.1979, Side 9

Vísir - 30.10.1979, Side 9
9 VÍSIR Þriöjudagur 30. október 1979. Sjónvarp 09 útvarp um nordsat: I FYRSTA LAGI EFTIR 10 AR Islendingar gætu valið um fimm sjónvarpsdag- skrár og tiu hljóðvarpsdagskrár, ef áætlunin um NORDSAT, norrænt hljóðvarp og sjónvarp, kæmi til framkvæmda. Þetta kemur meðal annars fram i skýrslu, sem unnin hefur verið á vegum Ráðherranefndar Norðurlanda og birt var i Stokkhólmi á þriðju- daginn. Skýrslan verður send til umsagnar f jölmörgum aðilum i Norðurlandarikjunum öllum, og er ætl- ast til að umsagnir hafi borist fyrir 15. april nk. Gert er ráð fyrir að málið komi til umræðu á þingi Norðurlandaráðs i Reykjavik i vor, en siðan verður það aftur tekið fyrir á þinginu 1981. Gervitungl i stað jarð- stöðvar I hugmyndum um þetta sam- starf er helst gert ráö fyrir að notað verði gervitungl til að út- varpa um öll Norðurlöndin. En auk þess er i skýrslunni lýst öðr- um kosti, sem felst i samnor- rænni, ritstýrðri sjönvarpsdag- skrá. Með gervitungli væri hægt að útvarpa öllum hljöðvarps- og sjónvarpsdagskrám til Dan- merkur, Finnlands, Noregs og Sviþjóðar, en fimm sjónvarps- dagskrám og tiu hljóðvarpsdag- skrám til íslands, Grænlands og Færeyja. Ef gervitungl yrðu notuð, myndu þau leysa jarðstöðvarn- ar af hólmi. í skýrslunni segir, að þær mætti nota til annarra sendinga, og myndi það auð- velda aðgerðir til að draga úr miðstýringu innlendrar út- varpsstarfsemi. Með öðrum orðum, mætti nota jarö- stöðvarnar fyrir frjálst útvarp og sjónvarp. Meira úrval — fleiri áhorfendur Hugmyndin um að útvarpa innlendum hljóðvarps- og sjón- varpsdagskrám um öll Norður- lönd er sprottin af áhuga á að efla norræna menningarsam- vinnu. Hún er einnig ætluð sem mótvægi .gegn menningaráhrif- um frá öörum löndum, en það er talið sérstaklega mikilvægt ef mikið verður um hljóðvarps- og sjónvarpssendingar um gervi- tungl frá öðrum Evrópulöndum. Með þessu samstarfi fá sjón- varpsáhorfendur og hlustendur aðgang að innlendum dagskrám grannþjóðanna. Það stuðlar að auknum áhuga og skilningi á málefnum þeirra og tungumál- um. Eins skapar þetta möguleika fyrir rithöfunda og aðra lista- menn til að ná til fleiri áhorf- enda og hlustenda. Meira léttmeti Gert er ráð fyrir, að sjón- varpsnotkun aukist eitthvað, sérstaklega hjá þeim hópum sem nú þegar horfa mikiö á sjónvarp. Þó er búist við að aukningin verði minnst á þeim svæðum, sem eiga kost á tveim eða fleirum sjónvarpsrásum nú. Þá er talið að fólk muni frem- ur velja létt efni i grannlanda- rásunum, en hafna fræðandi dagskrárefni. Börn eru einn sá hópur áhorf- enda, sem trúlega mun auka sjónvarpsnot sin við norræna dagskrárdreifingu. Það er til bóta, að þau fá aðgang að fjöl- breyttara efnisvali og fleiri barnaþáttum, en á móti kemur, að þau eyða meiri tima fyrir framan sjónvarpiö. Ekki er gert ráð fyrir mikilli aukningu á hljóðvarpshlustun. Það yrðu helst léttir tónlistar- þættir, sem vektu áhuga og dag- skrárframboð á þeim timum sólarhrings, sem sendingar falla niður i heimalandinu. Sjálfstæði en tillitssemi Sjálfstæöi og sjálfræði út- varpsstofnana yrði óbreytt, þrátt fyrir samstarfið, og inn- lendir notendur verða fyrst og fremst hafðir i huga við dag- skrárgerð eftir sem áður. Hins vegar er gert ráð fyrir að stofn- anirnar taki tillit til þess, aö sendingar þeirra ná til notenda utan heimalandsins. Ef af Nordsat veröur, er lfklegt aö oft veröi horft á sjónvarp á bör- unum. Eitthvaö þessu iikt veröur móttökutækiö, aöeins margfalt minna, sem einstakiingar þurfa aö koma sér upp til aö geta tekiö á móti efni frá hinum Noröurlöndunum. Veröur nýja jaröstööin notuö fyrir frjálst átvarp og sjónvarp? Stefnt yrði að þvl að kaup og sendingar dagskrárefnis frá löndum utan Norðurlanda, yrðu samhæfð og fámennir not- endahópar fái aukiö efnisfram- boð. Sameiginleg framleiðsla á dagskrárefni ætti aö geta aukist og jafnframt er lögð áhersla á að forðast veröi að veita dýrum og mikils háttar innlendum þáttum of mikla samkeppni á grannlandarásunum. Þýðingar af islensku og finnsku I skýrslunni er lagt til að þýö- ingar verði til að byrja með i smáum stfl, en þær siöan aukn- ar eftir þvi sem ástæða þykir til. Þýðingar á og af finnsku og af islensku ættu að hafa forgang. Til greina kemur annað hvort aö setja texta eða láta fylgja tal á fleiri málum en einu. Af kostn- aðarsökum er fremur mælt meö textun I upphafi. í hljóðvarpi er ekki reiknað með þýðingum. Auglýsingar bannaðar Danir, Sviar og Norömenn hafa bannað auglýsingar i út- varpi og sjónvarpi, en Finnar hafa aðeins auglýsingar i sjón- varpi. Hér eru hins vegar aug- lýsingar bæði i útvarpi og sjón- varpi. Þetta atriði getur orðið erfitt að leysa i NORDSAT. Þrjú tungl Til reglulegs reksturs þarf þrjú gervitungl á braut, tvö I notkun og eitt varatungl. Tæknileg könnun hefur einnig leitt i ljós, að hægt sé ab senda ýmsar textageröir fyrir sjón- varpsefni meö notkun texta- sjónvarpskerfis. Einnig verður hægt að senda aukatal á mis- munandi málum, svo og aö senda sjónvarpsdagskrár meö fullkomnu stereohljóði. Venjuleg sjónvarpsviötæki duga fyrir NORDSAT-kerfið, en viðbótarbúnaður verður nauö- synlegur til aö ná sendingum frá gervitunglum. Eins þarf sér- stakan búnað til að taka við dagskrártexta og stereo-hljóöi. Talsverður kostnaður Kostnaöur vegna NORDSAT er fólginn i nauðsynlegum bún- aði til að taka á móti sending- um, sendikerfinu og tæknilegum rekstri og dagskrárstarfsemi. Aukinn kostnaður i dagskrár- starfsemi er vegna þýðinga og höfundar- og flutningsréttar. Meðaltalsársgreiðsla gæti orðið þessu lik: millj. d. kr. Danmörk Finnland tsland Noregur Sviþjóð 60-76 42-53 4-5 50-62 110-140 (Tölurnar eru miöaðar við tvo kosti um þýðingaþjónustu). Til viðbótar þessu kemur dag- skrárkostnaður, samtals um 16 milljónir danskra króna, sem ekki er skipt á löndin. I reikningsdæminu er gert ráð fyrir að kostnaður vegna jarö- stöðva og endurvarpsstöðva greiðist af hverju landi fyrir sig, en fulltrúar Noregs og Islands telja það óeðlilegt, þar sem stöðvarnar séu hluti af dreifi- kerfinu. Reiknað er með að hlutur ein- stakra notenda i kostnaði hins opinbera verði frá 15-130 dansk- ra króna á ári. Kostnaðurinn verður 15 krónur, ef allir ibúar landanna taka þátt i honum, 40 krónur ef honum er skipt á „sjónvarpsheimilin” og 130 krónur ef aðeins þeir notendur sem afla sér búnaðar fyrir gervitunglakerfið greiða kostn- aðinn. Kostnaður vegna nauösynlegs búnaðar til að taka á móti sjón- varpssendingum, án stereo- hljóðs og skýringartals, er áætl- aður 4.500-6.500 danskar krónur fyrir einstaklingsmóttöku, en 1.000-3.000 krónur ef móttakan er um sameiginlega loftnets- miðstöð. Eftir 10-20 ár NORDSAT-kerfið á langt i land, þó svo það veröi samþykkt I Noröurlandaráði. Talið er að 10-20 ár geti liðið þar til megin- þorri heimila hefur komið sér upp móttökubúnaði , en 8-10 ár hið minnsta þar til rekstur kerf- isins geti hafist. Að þvi tilskildu að ekkert beri út af getur tilraunarekstur i fyrsta lagi hafist sex árum eftir að ákveðið hefur verið að koma kerfinu á laggirnar og regluleg- ur rekstur á öllum rásum gæti hafist tveim árum siðar. Undirbúningstimann má stytta um allt að tvö ár, ef sér- stök ákvörðun yrði tekin um að halda áfram tæknilegum athug- unum og þróunarstarfi áöur en fullnaðarákvörðun hefur veriö tekin um að stofna til NORDJ SAT. —SJ.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.