Vísir - 30.10.1979, Side 11
Vl&lM Þriöjudagur 30. október 1979.
[sámvinna viö
ÍNorðmenn um
i sjóeldi hér
I við land
í athugun er nú að taka upp samstarf milli
íslendinga og Norðmanna um fiskirækt hér á
landi. Eru það fyrirtækin Tungulax hf. og fiski-
ræktarfélagið Mowi i Noregi, sem að undanförnu
hafa athugað þetta mál og síðustu daga hafa
fimm Norðmenn dvalið hér til viðræðna og undir-
búnings.
1 fyrradag var undirritaður
samstarfssamningur milli
Tungulax hf. og Mowi.
Samkvæmt honum verða nú
næstu mánuðina gerðar frum-
athuganir á sjóeldi. Enn er ekki
ákveðið hvar þessi starfsemi
kynni að fara fram, en norskir
og islenskirsérfræðingar munu
athuga allar aðstæður á næst-
unni. Félagsstofnum til að koma
þessum rekstri á fót mundi
væntanlega eiga sér stað á
næsta ári, ef rannsóknir þær,
sem unnið er að, reynast
jákvæðar. Islendingar mundu
verða meirihlutaeigendur að
fyrirtækinu.
Fulltrúar Norðmanna hafa
haft samband við islensk yfir-
völd og stofnanir. Aðilarnir
vænta árangursrikrar samvinnu
i framtiðinni.
62 braulskráöir
frá Háskóianum
Afhending prófskírteina til
kandidata fór fram i hátlðasal
háskólans um helgina.
Rektor háskólans, prófessor
Guðmundur Magnússon,
ávarpaði kandidata, en siðan
söng Háskólakórinn nokkur lög
undir stjórn Rutar Magnússon.
Deildarforsetar afhentu próf-
skirteini. Aö lokum las Óskar
Halldórsson nokkur kvæði.
Að þessu sinni voru braut-
skráöir 62 kandidatar og skiptast
þeir þannig: Embættispróf i
lögfræði 1, kandidatspróf i
viðskiptafræöi 12, kandídatspróf i
islensku 1, kandidatspróf i sagn-
fræði 2,kandidatspróf i ensku 2,
B.A. próf I heimspekideild 17,
próf i Islensku fyrir erlenda
stúdenta 1, lokapróf i rafmagns-
verkfræði 3, B.S. próf i raun-
greinum 10, aðstoðarlyf ja-
fræðingspróf 1, B.A.-próf 1
félagsvisindadeild 12.
Rildómar ðlafs
Jðnssonar í bók
Bók með greinum Ólafs Jóns-
sonar gagnrýnanda er komin út
hjálðunni.BókinheitirLfka lif og
erhér um aö ræða úrval úr blaða-
greinum Ólafs um samtimabók-
menntir síðustu 16 árin.
I bókinni eru ritdómar um
helstu bækur tuttugu höfunda,
útgefnar á þessu árabili. Enn-
fremur þrjár yfirlitsgreinar um
sögu samtimabókmennta og
stöðu þeirra.
Grednar þessar birtust 1 dag-
blöðum og timaritum, flestar I
Alþýöublaöinu, Visi og Dag-
blaöinu. Höfundur segir svo i
eftirmála bókarinnar: „Bókin er
tekin saman I þeirri trúaðbók-
menntir, skáldskapur skipti máli
lengur en nemur fyrsta lestri og
umtali um nýútkomnar bækur og
vert kunni að vera aö prófa
hversu endist og standist fyrsta
reynsla bóka og höfunda”. -KS.
Ólafur Jónsson.
Samtðk nersiððvaandslæðinga:
Gráta durrum tárum
Samtök herstöðvandstæðinga
gráta siðustu vinstri stjórn
þurrum tárum,segir i frétt frá
samtökunum. Þar segir
ennfremur, að þau séu andsnúin
sérhverri stjórn sem ekki hafi
brottför hersins á stefnuskrá
sinni. Herstöövaandstæðingar
skora á alla stjórnmálaflokka
sem hafa andstöðu gegn her og
Nato aö baráttumálum að láta
orðum fylgja athafnir. Þeir
flokkar sem veifa þessum
stefnumiðum i kosningum en
gleyma þeim þegar i stjórnar-
aðstöðu er komiö ættu aö hætta
þeim hráskinnaleik, að áliti her-
stöðvaandstæðinga. -JM.
mest selda
tímaritið
öll fyrri eintök
uppseld
Líf ÍTuskunum
Tíska
Bls. 26 Skólalatnaður.
— 59 Fegurð að eilífu — fatnaður í verslunum Reykjavíkur.
— 72 Pelsar.
— 84 Haust og vetrartískan 79/80.
— 88 Gðmul löt.
Hárgreiðsla og snyrting
Bls. 70 Skemmtileg snyrting og falleg hárgreiðsla.
Viðtöl
Bls. 11 Sagt að toppurinn i tískuhelmlnum só París, peningarnir
í New York, og bestu Ijósmyndararnir i Milanó.
— Raett við Slgrúnu Ámundadóttur lyrirsætu.
— 22 Þau hjónin rógur og lygi — raett um gróusögur vlð: Sigfinn
Sigurðsson, Kristinn Finnbogason, Einar Bollason, Guðna
Sunnu og Ingólf Guðjónsson sálfræðing.
— 44 Hjálp að handan — Joan Reed læknlngarmiðill.
— 52 Hvað varð um Tomma í Festl?
— 76 Að skilja hvort annað — rætt við hjón sem eru í sömu
starfsgrein.
Greinar
Bls. 68 Sundlaugar í heimahúsum.
Matur og Drykkur
Bls. 81 Samlokurnar og jarlinn af Sandwich.
— 99 Smásaga.
Líf og List
Kvikmyndlr. Kemur Sjónvarpsmyndaflokkurinn „Bllnd Ambltion"
til Islands?
Bækur: Metsölubókln „The Womens Room“.
Tónlist: Live I Bala.
Myndlist: Hvernig listaverkasala gengur fyrir slg í San Franclsco.
Leikhús: I Leikbrúöulandi.
Kvikmyndalelkkona: Konan Sofla Scicolone á bak við stjörnuna
Sophlu Loren.
Heímilið
16
18
20
33
48
56
90
Fleiri og fleiri vllja búa einir. — Hiidur Einarsdóttlr.
Hvað er hægt að gera í rigningu.
islendingar leita Islendinga erlendis. — Guðnýju Bergsdóttur.
Alvariegar misþyrmingar á börnum hór á landi óþekktar?
— Edda Andrésdóttir.
Ofurmennin. — Guðlaugur Arason.
Nekt og nútíml — Aöalstelnn Ásberg Sigurðsson.
Eyjan Rhodos. — Finnur P. Fróðason.
Fróðlegt, skemmtilegt og spennandi lesefni fyrir konur og karla, unga
sem aldna.
Kaupum Líf, lesum Líf, geymum Líf.
Áskriftarsímar 82300 og 82302
Til tiskublaðsins Lif. Ármúla 18. pósthólf 1193 Rvik
Oska eftir ásknft
Nafn_______________________________________;________
Heimilisfang
Nafnnr._______