Vísir - 30.10.1979, Blaðsíða 12

Vísir - 30.10.1979, Blaðsíða 12
VÍSIR Þriðjudagur 30. október 1979. 12 VISIR ÞriOjudagur 30. október 1979. Fyrsti snjór vetrarins féll á borgarbúa annan dag vetrar. Og eins og venjulega virtist hann koma flestum fullorðnum i opna skjöldu. Það sást greinilega á umferðinni, sem gekk óvenju hægt fyrir sig meðan saltið, sem borið var á götur borgarinnar fyrir strætisvagnana, var að vinna sitt verk. Börnin voru hins vegar við öllu búin. Þau birt- ust þegar i stað i fullum herklæðum, kuldaúlpum, húfum og vettlingum. Skiði og sleðar voru dregin upp úr geymslunum og snjókallar og kerlingar, snjóvirki og skotfæri voru sköpuð i skyndi. Á þessum árstima er allur varinn góður. Snjórinn getur horfið jafn skyndilega og hann birtist, svo það er eins gott að nota hann meðan hann gefst. Einn, tveir og.... Snjórinn er startmerki bif- reiðaeigenda og þeir létu ekki á sér standa. öll hjólbarðaverk- stæði yfirfylltust þegar i stað af viðskiptavinum, sem allir vildu koma vetrardekkjunum undir bilinn. Sú hrota stóð enn i gær og að sögn Jóhannesar Þormar hjá Hjólbarðastöðinni er búist við að hún endist næstu tvær vik- urnar. Jóhannes sagði að þetta væri ekki fyrsta gusan á þessu hausti, þvi um miðjan mánuö- inn kom örlitil hálka og þá fylltist allt i eina viku. Siðan hægðist um og var lltið að gera siðustu viku. Jóhannes sagði, að flestallir héldu enn tryggð við naglana, ' ■ • Og ekki komu sleöarnir siftur aft góftum notum. Þaft var elns gott aft þessir frá I fyrra voru f lagi. Starfsmenn hjólbarftaverkstæfta höfftu marga áhorfendur vift vinnu sfna f gær.. Þeir viftskiptavinanna.sem viidu tryggja sér skjóta afgreiftslu, hjálpuOu sér bara sjálfir. Vísismynd: GVA þrátt fyrir áróðurinn gegn þeim undanfarin ár, og virtist ekkert draga úr notkun þeirra. í órétti á aðalbraut Það er lika vissara að hafa allt i lagi undir bilnum, þvi eng- inn er i fullkomnum rétti I um- ferðinni eftir að hálkan er kom- in, nema hann sé með vetrar- búnað á bifreiðinni. Varðstjóri i umferðardeild lögreglunnar sagði okkur, að jafnvel þótt ekiö sé I veg fyrir bifreið á sumardekkjum á aðal- braut sé umferðarréttur hennar véfengjanlegur, ef ísing eða snjór eru á götunni. „Það ber öllum að forða á- rekstri,” sagði hann, ,,og það telst ekki nægilega reynt ef öku- tækið hefur ekki viðeigandi út- búnað.” 1 umferðarreglum er miöað við að allar bifreiðar séu með negld snjódekk eða keðjur eftir 15. október þegar færðin krefst þess. Öll ljós i lagi En þaðer ýmislegt fleira, sem bifreiðaeigendur þurfa að hafa I huga á þessum árstima. Vatns- kældir bilar fara að verða til lit- illa nota úr þessu, ef frostlögur er ekki nægur á vatnskassanum og eins er gott að hafa lásaoliu við hendina, ef erfitt skyldi vera að opna bilhurðina. Loks eru það billjósin. Ljósa- skoðun lýkur 31. október og eiga öll ljós að vera I fullkomnu lagi. Það er heldur ekki vanþörf á, þvi næstu mánuðina má búast við að menn verði að aka með fullum ljósum meira og minna allan sólarhringinn. Frost, rigning, frost Páll Bergþórsson veðurfræð- ingur taldi snjóinn ekki vera sérstaklega snemma á ferðinni þetta árið. Það væri frekar að siðasta vika hefði verið óvana- lega hlý. Hins vegar stæði snjórinn sjaldan lengi við fyrr en um og eftir jól. Núna er ný lægð i uppsiglingu. Henni fylgir hvassviðri hér syðra með rigningu en i kjöl- farið gæti komið sama veður og verið hefur siðustu tvo dagana. ■ Þaft var kannske ekki þykkt snjólagiö, sem féll á sunnudaginn, en ef boltanum var velt nógu lengi, mátti fá hann I dágóöa stærft. Þessi var strax kominn á sklöin sfn og byrjaöur aft æfa sig fyrir stóru brekkurnar. Hann var jafnvel svo vænn aö lofa félaga sfnum meft i eina ferftina....

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.