Morgunblaðið - 03.10.2001, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 03.10.2001, Qupperneq 2
KA lék sinn fyrsta heimaleik á tímabiligærkvöldi er Íslandsmeistarar Ha komu í heimsókn. Liðin buðu upp á fráb skemmtun og mikla spe þótt handboltinn sem spila var fái seint fegurðarverðla Heimamenn léku án þrig lykilmanna en Heiðmar Fe son bættist á sjúkralistann um helgina. Þ fyrir það gáfu ungu strákarnir í KA lítið e en reynsluleysi þeirra og seigla Hauka skildu liðin að er upp var staðið. Það var þó ekki fyrr en í blálokin sem g irnir tryggðu sér sigurinn en gæfan var sannarlega með þeim á lokamínútunum. E aði leikurinn 25:27 og eru Haukar því en toppnum með fullt hús stiga en KA er í k aranum með eitt stig. Leikurinn byrjaði með látum og eftir mínútna leik var staðan 4:3 fyrir heimame Eftir það skánaði varnarleikurinn til muna báðum liðum en Haukavörnin var ógnvekja með risana fjóra fyrir miðju. KA-stráka áttu í mesta basli með að finna glufur og sm saman náðu gestirnir yfirhöndinni. Aðeins góð barátta KA-manna í vörninn klaufagangur Haukamanna komu í veg f yfirburði þeirra en staðan í leikhléinu 11:13 Haukum í vil. Síðari hálfleik hófu KA-menn með sannk aðri flugeldasýningu og fyrstu tíu mínútur skoruðu þeir átta mörk gegn þremur og n þriggja marka forystu 19:16. Fimm marka komu eftir hraðaupphlaup og virtust Ha arnir heillum horfnir. Þeim tókst þó að sóknarleikinn er Halldór Ingólfsson kom in Síðan small vörnin saman og Bjarni Fro son fór að verja í kjölfarið. Næstu tíu m úturnar voru gestanna og þeir röðuðu mörk á ráðvillta heimamenn og breyttu stöðun 20:23. Arnór Atlason klóraði í bakkann fjórgang náði KA að minnka muninn í mark. Heimamenn fengu svo tækifæri á jafna metin úr hraðaupphlaupi en Bjarni v frábærlega frá Jóhanni G. Jóhannssyni. Í lokin varði svo Hans Hreinsson víti frá H dóri en Haukarnir náðu frákastinu, skoruðu tryggðu sér tveggja marka sigur. Liðin börðust bæði af krafti í leiknum voru smá ýfingar milli leikmanna. Aron Kr jánsson og Bjarni Frostason voru bestu m Hauka og Aliaksandr Shamkuts var hrikale jafnt í vörn sem sókn. Honum héldu en bönd og er hann fékk boltann á línunni sko hann ýmist eða fékk dæmt vítakast. heimamönnum skaraði enginn framúr en b áttan var aðall liðsins. Arnór var óhræddur að skjóta þrátt fyrir slaka nýtingu í fyrri h leik en hann skoraði sjö mörk í þeim síðari. HANDKNATTLEIKUR 2 B MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ FH-ingar nældu sér í sín fyrstustig á Íslandsmótinu þegar þeir lögðu granna sína úr HK, 29:27, í Kaplakrika. Heima- menn höfðu undir- tökin nær allan leik- tímann en HK-menn voru þó ekki langt frá því að leika sama leikinn og gegn KA á dögunum en þá tókst þeim að jafna metin með því að skora þrjú síðustu mörkin. Héðinn Gilsson og Bergsveinn Bergsveinsson voru í miklum ham í liði FH í fyrri hálfleik. Héðinn skor- aði þá sjö mörk, flest með þrumu- fleygum, og Bergsveinn varði 10 skot í markinu. FH-ingar náðu sjö marka forskoti í upphafi síðari hálf- leiks, en HK breytti vörn sinni – fóru úr 6:0 vörn í 4:2 og tóku Héðin föst- um tökum. FH náði þó aftur afger- andi forystu en værukærð og óyfir- vegaður leikur liðsins á loka- kaflanum varð til þess að HK-menn komust inn í leikinn að nýju. HK fékk kjörið tækifæri til að minnka muninn í eitt mark en skot Vilhelms Bergsveinssonar fór í slá – FH-ingar fengu knöttinn og Sigurður Sveins- son innsiglaði sigur heimamanna. Héðinn og Bergsveinn voru eins og áður segir afgerandi í liði FH. Sverr- ir Þórðarson átti góðan seinni hálf- leik á línunni og frændurnir Valur Arnarson og Logi Geirsson voru sprækir. Varnarleikur HK-manna var lengst af frekar slakur og mark- verðirnir ungu ekki öfundsverðir. Kúbumaðurinn Garcia var atkvæða- mestur í Kópavogsliðinu sem á hrós skilið fyrir að gefast ekki upp. Hins vegar hlítur þjálfarinn Valdimar Grímsson að taka lærisveina sína á skotæfingu í vikunni. Lið Þórs er sýnd veiði en ekkigefin. Ósamstæðir keppnis- búningar liðsins í bland við lítt þekktar stærðir í ís- lenskum handknatt- leik gáfu ekki fyr- irheit um hörku rimmu liðanna en annað kom á daginn. „Baráttan og samstaðan verða aðal okkar í vet- ur. Við áttuðum okkur ekki á í hvert stefndi fyrr en staðan var 15:5 og þá sýndum við hvað við gát- um,“ sagði Páll V. Gíslason, fyr- irliði Þórs, en hann er að verða „geirfugl“ í íslenskum íþróttaheimi þar sem hann lék einnig með Þór í knattspyrnunni í sumar. „Ég er alltaf að gera það skemmtilegasta – er laus við undirbúningstímabilin á hvorum tveggja vígstöðvum – en ég ætla mér að reyna þetta svona á meðan líkaminn mótmælir ekki. Við erum ekki búnir að setja okkur nein sameiginleg markmið, enda ætlum við að skoða hvar við stönd- um eftir 10–12 leiki, en ég er bjart- sýnn,“ sagði Páll. Heimamenn skoruðu grimmt úr hraðaupphlaupum í fyrri hálfleik, níu slík mörk litu dagsins ljós, en eftir að Aleksander Petersons var tekinn úr umferð riðlaðist sóknar- leikur Gróttu/KR og þeir leikmenn sem fengu tækifæri í stöðunni 14:4 sýndu enga snilldartakta. Lokamínútur leiksins voru spennandi og Þórsarar fóru illa að ráði sínu þar sem þeir nýttu ekki nokkur ágæt marktækifæri. „Við komum okkur í góða stöðu í fyrri hálfleik en þá var líkt og leiknum væri lokið. Varnarleikurinn var slakur á þeim tíma sem Þórsliðið var að ná niður forskoti okkar og við lékum þá óagað í sókn. Mark- mið okkar í vetur verður líkt og hjá öllum íþróttamönnum að gera bet- ur en í fyrra. Það þýðir að við verð- um að vera ofar en í þriðja sæti í deildinni og komast í gegnum fyrstu umferð í úrslitakeppninni,“ sagði Ólafur Lárusson, þjálfari Gróttu/KR. Hlynur Morthens varði vel í marki Gróttu/KR og Davíð Ólafsson batt enda á flest hraða- upphlaup liðsins og átti skínandi leik ásamt Petersons, en Dairis Tarakanovs virtist geta skorað þegar honum datt það í hug. Morgunblaðið/Jim Sm Hafþór Einarsson, markvörður Þórs frá Akureyri, ver hér fimlega skot Magnúsar A. Magnússonar, fyrirliða Gróttu/KR, en Aigars Lazdins og Rene Smed fylgjast spenntir með. Sveifla á Nesinu EFSTU lið fyrstu deildar karla áttust við á Seltjarnarnesi í gærkvöldi í sveiflukenndum leik og höfðu heimamenn nauman sigur, 23:21, á nýliðum Þórs frá Akureyri. Þegar átta mínútur lifðu af fyrri hálfleik skildu tíu mörk liðin að og allt útlit fyrir að Grótta/KR myndi sigra með yfirburðum, en nýliðarnir spýttu rækilega í lófana og skoruðu tíu mörk gegn tveimur í lok fyrri hálfleiks og áttu möguleika á sigri þegar skammt var eftir. Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar Einar Sigtryggsson skrifar Haukaseiglan Fyrstu stig FH-inga Guðmundur Hilmarsson skrifar HANDKNATTLEIKUR 1. deild kvenna: Hlíðarendi: Valur - Stjarnan ....................18 Seltjarnarn.: Grótta/KR - Fram .........18.30 KA-heimili: KA/Þór - Haukar..................20 Kaplakriki: FH - ÍBV ...............................20 1. deild karla: Framhús: Fram - UMFA .........................20 Hlíðarendi: Valur - Selfoss .......................20 Vestmannaey.: ÍBV - Stjarnan ................20 Í KVÖLD ÚRSLIT HANDKNATTLEIKUR Grótta/KR - Þór Ak. 23:21 Íþróttahúsið á Seltjarnarnesi, Íslandsmót- ið í handknattleik, 1. deild karla – 3. um- ferð, þriðjudagur 2. september 2001. Gangur leiksins: 2:0, 4:2, 5:3, 14:4, 15:9, 16:10, 17:11, 18:16, 19:17, 20:18, 21:20, 23:21. Mörk Gróttu/KR: Davíð Ólafsson 6, Magn- ús A. Magnússon 4, Dairis Tarakanovs 3, Aleksandrs Petersons 3, Alfreð Finnsson 2, Sverrir Pálmason 2, Gísli Kristjánsson 1, Kristján Þorsteinsson 1, Atli Þór Sam- úelsson 1. Varin skot: Hlynur Morthens 17 (þar af 5 aftur til mótherja). Utan vallar: 8 mínútur. Mörk Þórs: Páll Gíslason 7/4, Þorvaldur Þorvaldsson 5, Brynjar Hreinsson 4, Aig- ars Lazdins 2, Goran Guzic 2, Sigurður Sig- urðsson 1. Varin skot: Hafþór Einarsson 18 (þaraf 5 aftur til mótherja). Utan vallar: 10 mínútur. Rene Smed rautt spjald vegna 3 brottvísana. Dómarar: Gunnar Viðarsson og Stefán Arnaldsson, dæmdu vel á heildina litið. Áhorfendur: Um 350. FH - HK 29:27 Kaplakriki: Gangur leiksins: 1:0, 3:1, 4:4, 7:5, 9:6, 12:8, 14:10, 16:11, 17:11, 20:13, 20:17, 24:18, 26:23, 29:25, 29:27. Mörk FH: Héðinn Gilsson 8/1, Logi Geirs- son 5, Valur Örn Arnarson 4, Sverrir Örn Þórðarson 4, Sigurður Sveinsson 3, Björg- vin Rúnarsson 2, Sigurgeir Árni Ægisson 2, Andri Berg Haraldsson 1. Varin skot: Bergsveinn Bergsveinsson 17 (þar af 6 til mótherja). Utan vallar: 12 mínútur (Sigurgeir Árni rautt fyrir brot á lokasekúndunum). Mörk HK: Jaliesky Garcia 9/5, Alexander Arnarson 3, Samúel Árnason 3, Óskar Elv- ar Óskarsson 3, Valdimar Grímsson 3/1, Jón Bersi Ellingsen, Vilhelm Bergsveins- son 2, Elías Halldórsson 1, Ólafur V. Ólafs- son 1. Varin skot: Anar F.Reynisson 6/1, Guð- mundur Ingvarsson 5. Utan vallar: 4 mínútur. Dómarar: Hafsteinn Ingibergsson og Gísli Jóhannsson, nokkuð mistækir. Áhorfendur: Um 400. KA - Haukar 25:27 KA-heimilið: Gangur leiksins: 3:2, 5:5, 7:9, 9:12, 11:13, 13:13, 16:14, 19:16, 20:18, 20:23, 23:24, 25:27. Mörk KA: Arnór Atlason 8/2, Halldór Sig- fússon 6/3, Jónatan Magnússon 3, Andreas Stelmokas 3, Hreinn Hauksson 2, Einar Logi Friðjónsson 1, Arnar Þór Sæþórsson 1, Jóhann Gunnar Jóhannsson 1. Varin skot: Egidius Petkevisius 11 (þar af 4 til mótherja), Hans Hreinsson 2/2 (1 til mótherja). Utan vallar: 8 mín. Mörk Hauka: Aron Kristjánsson 6, Einar Örn Jónsson 6/3, Halldór Ingólfsson 5/3, Þorvarður Tjörvi Ólafsson 3, Rúnar Sig- tryggsson 3, Aliaksandr Shamkuds 2, Þor- kell Magnússon 1, Ásgeir Örn Hallgríms- son 1. Varin skot: Magnús Sigmundsson 10 (þar af 3 til mótherja), Bjarni Frostason 7/1 (1 til mótherja). Utan vallar: 8 mín. Dómarar: Bjarni Viggósson og Valgeir Ómarsson. Dæmdu ágætlega en voru nokk- uð ákafir í að dæma vítaköst. Áhorfendur: Um 500. Staðan: Haukar 3 3 0 0 91:73 6 Grótta/KR 3 3 0 0 76:65 6 Valur 2 2 0 0 54:41 4 Þór 3 2 0 1 85:80 4 Stjarnan 2 1 0 1 51:50 2 Afturelding 2 1 0 1 46:45 2 ÍR 2 1 0 1 39:42 2 Selfoss 2 1 0 1 52:56 2 ÍBV 2 1 0 1 57:65 2 FH 3 1 0 2 75:79 2 KA 3 0 1 2 77:80 1 HK 3 0 1 2 81:88 1 Fram 2 0 0 2 44:47 0 Víkingur 2 0 0 2 43:60 0 GOLF Kvennalið Golfklúbbsins Kjalar í Mos- fellsbæ hafnaði í sjötta sæti á Evrópumóti félagsliða sem lauk í Frakklandi um helgina. Íslandsmeistararnir úr Mos- fellsbæ luku leik á 479 höggum, einu höggi meira en Hollendingar sem náðu fimmta sætinu. Katrín Dögg Hilmarsdóttir lék best í sveit Kjalar, varð í þrettánda sæti einstaklinga, en alls voru 37 keppendur á þessu fyrsta Evrópumóti félagsliða kvenna. Katrín Dögg lék hringina þrjá á 236 högg- um (81-77-78). Nína Björk Geirsdóttir lék á 243 höggum (81-81-81) og varð í 20. sæti og Helga Rut Svanbergsdóttir varð í 22. - 24. sæti á 245 höggum (83-81-81). Tveir hringir töldu hvern dag. KNATTSPYRNA Svíþjóð Djurgarden - Sundsvall ............................1:1 England 2. deild: Bury - Wycombe........................................1:1 BORÐTENNIS Guðmundur E. Stephensen, Víkingi, var sigurvegari á fyrsta stigamóti keppnistíma- bilsins, Víkingsmótinu, er hann vann Adam Harðarson, Víkingi. í úrslitaleik í meistara- flokki karla 3:0 – 11:9, 11:8, 11:4. Kristján Jónsson og Sigurður Jónsson, báðir Víkingi, voru í þriðja til fjórða sæti. Keppt var eftir nýju fyrirkomulagi, þar sem sigurvegari verður sá sem vinnur fyrst þrjá lotur. Leikið er upp í 11 í stað 21 áður. Halldóra Ólafs, Víkingi, var sigurvegari í meistaraflokki kvenna og Þórólfur Beck Guðjónsson, Víkingi, í 1. flokki karla. ÓVÍST er hvort kvennalið Gróttu/ KR í handknattleik mætir til leiks kl. 18.30 í kvöld í íþróttamiðstöð Seltjarnarness, þar sem leikmenn Fram verða mótherjar liðsins. „Við erum ósátt við ákvörðun móta- nefndar HSÍ sem tilkynnir okkur um breyttan leiktíma með skömm- um fyrirvara,“ sagði Gunnar Gunn- arsson, þjálfari Gróttu/KR, í gær- kvöldi. „Við höfum lagt mikið á okkur við að kynna leikinn sem átti að hefjast kl. 20. Á föstudag til- kynnti HSÍ okkur að leikurinn hæf- ist kl. 18.30 þar sem hefð væri fyrir því að karla- og kvennalið sama fé- lags lékju ekki á sama tíma, en kar- lalið Fram á að leika í Safamýri kl. 20. Vinnubrögð HSÍ eru óviðunandi og vanvirðing við heimavöll okkar og kvennahandbolta yfirleitt,“ sagði Gunnar og lagði áherslu á að Grótta/KR myndi mæta til leiks kl. 20.00. Jón Hermannsson, formaður mótanefndar HSÍ, sagði í gær- kvöldi að vinnubrögðin væru hefð- bundin í þessu tilfelli og ef annað liðið mætti ekki til leiks þá yrði hinu dæmdur sigurinn. „Málið er einfalt og við vinnum samkvæmt hefðum mótanefndar,“ sagði Jón. Mætir lið Gróttu/KR ekki?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.