Vísir - 26.11.1979, Blaðsíða 1

Vísir - 26.11.1979, Blaðsíða 1
iþróttii helgarinnar „Þetta var ágætur leikur hjá okkur og vih unnum 3:0 sigur á Utrecht”sagði Pétur Pétursson knattspyrnumaður hjá Feyenoord er viö ræddum við hann um helgina. Pétur var hress með sigur Feyenoord og ekki siður með sinn þátt i leiknum, en hann skoraði tvö mörk. Þar með hefur hann skorað alls 14 mörk i 13 leikjum Feyenoord i deildarkeppninni og er nií 12. sæti yfir mestu markaskorara i Evrópu á keppnistimabilinu. Ajax heldur enn forustunni i Hollandi eftir 2:0 sigur á Utivelli gegn Maastricht, en staða efstu liða er þessi: Ajax........ 14 10 2 3 30:15 22 Feyenoord ... 13 7 6 0 26:9 20 Alkmaar..... 14 9 2 3 28:14 20 PSV Eindhoven ... 14 7 4 3 28:17 18 Þess má geta aö Feyenoord hefur nií leikið alls 39 leiki i röð án þess að biða ósigur, en á miö- vikudaginn fá leikmenn liðsins erfitt verkefni. Þá mæta þeir Eintracht Frankfurt i UEFA-keppninni og fer leikurinn fram i Þýskalandi. Pétur sagðist hafa séð þýska liðið i sjónvarpinu i gær og væri þarna á ferðinni mjög harðskeytt lið sem yrði örugglega erfitt viðureignar. gk-. Lokaren eitt í efsta sæti Frá Kristjáni Bernburg fréttaritara Visis í Belgíu: — Það blæs ekki byrlega hjá liöinu La Louviere, liðinu þeirra Þorsteins Bjarnasonar og Karls Þórðarsonar, i Belgiu þessa dag- ana. Það tapar hverjum leiknum á fætur öðrum og er nú komiö 1 neðsta sætið i 2. deildinni. Um helgina tapaði þaö á heimavelli, og var þar allt á móti þvi. Þorsteinn hefur litið fengið að vera meö en Karl er aftur á móti aöalmaöur liðsins og ber þar af öörum i flestum leikjum. Þaö gengur aftur á móti betur hjá Arnóri Guðjohnsen og liöinu hans Lokeren i 1. deildinni. Lok- eren er nú eitt I efsta sæti — sigr- aði Cercle Brugge 4:2 á útivelli i gær — en á sama tima tapaði Brugge fyrir Beveren 2:1. Arnór lék meö allan leikinn i gær — kom inn fyrir Pólverjann Lubanski, sem var meiddur — og átti hann þátt i fyrsta markinu sem Lokeren skoraöi. Asgeir Sig- urvinsson skoraði eina mark Standard Liege, sem tapaði fyrir Lirse 3:1. Skoraöi hann markið úr vita- spyrnu, en hann er vitaspymusér- fræðingur Standard, sem eftir þetta tap er i 4. til 5. sæti i deild- inni.... —klp KR-ingar höfðu oft fulla ástæðu til að fórna höndum I örvæntingu I leiknum gegn FH i gær, enda vægast sagt æði daprir. Hér er það Jóhannes Stefánsson sem fórnar höndum, og er sýnilega ekki ánægður meö einhvern úr- skurð hjá Birni millirikjadómara Kristjánssyni.... Visismynd Friö- þjófur. Geir fékk varla að koma vlð knölllnn - en saml slgraðl FH næsla auðveldlega I vlðureigninnl við kr 24:22 Félur með tvö mörk um helgina - og Feyenoord vann öruggan slgur STAÐAN Staöan i i.deildtslandsmótsins i handknattleik er nú þessi: HK—-Valur............15:27 KR—FH ....................20:24 Vikingur.........3 3 0 0 73:59 6 FH...............3 3 0 0 68:54 6 Valur...........320 1 63:52 4 Haukar...........3 1 1 1 59:64 3 1R...............3 1 0 2 54:57 2 KR ..............3 1 0 2 61:67 2 Fram.............3 0 1 2 56:62 1 HK .............3 0 0 3 46:65 0 Næsti leikur fer fram I Laugar- dalshöll á miðvikudag og leika þá Vikingur og Valur. KR-ingar náðu ekki aö standa við að loforö sitt að taka FH-inga i karphúsið og sigra þá er liðin mættust i 1. deildinni 1 handknatt- leik karla i Laugardalshöllinni i gærkvöldi. Þeir stóðu aftur á móti við það aö hafa góðar gætur á „gamla manninum” Geir Hallsteinssyni i leiknum. Haukur Ottesen elti hann út um allt allan leikinn og fékk Geir varla að taka á knettin- um fyrir honum. Aðeins einu sinni, lét hann sig hafa það aö stinga Hauk af, og var þá ekki að sökum að spyrja — knötturinn lá i netinu nokkrum sekúndum siöar. FH-ingar hafa sýnilega alveg reiknað með þvi að Geir yrði tek- inn úr umferð i leikjunum i vetur og hafa þvi æft leikkerfi með það i huga. Þaö gekk lika oft vel upp i þessum leik — vörn KR vissi oft ekki hvað á sig stóö veðrið þegar menn svifu inn úr hornunum eöa höfðu hálfan teiginn til að leika sér á og skora þegar allt gekk upp. KR-ingar voru ekki nærri eins ákveönir i þessum leik og gegn Vikingi og 1R. Sóknir þeirra voru mjög tilbreytingalitlar og oft mesta furöa hvernig þeir gátu og fengu að skora á sama hátt aftur og aftur. Þeir urðu fyrir þvi áfalli að missa Simon Unndórsson útaf i fyrsta upphlaupinu illa meiddan á fæti og siöan Þorvarð Höskulds- son slasaðan á hendi. Þar fyrir utan er Konráð Jónsson ekki bú- inn að ná sér eftir meiösli og Olaf- ur Lárusson, sem hefur verið einn aðalmarkaskorari liösins, skor- aði nú ekki eitt einasta mark. Munar um minna i ekki sterkara liöi en KR er. Þaö voru frændurnir Björn Pétursson og Haukur Ottesen sem héldu KR-ingum á floti meö mörkum sinum. Hjá FH sáu aftur á móti fleiri um þá hlið enda skyttur þar fleiri og betri. Pétur in gólfsson átti stórleik með FH i slðari hálfleiknum. Skoraöi þá hvert markið á fætur öðru og lagöi önnur upp. Þá var Kristján Arnason góður svo og Guðmundur Dadú fyrirliði. FH haföi yfir f mörkum allan tfmann. KR-ingar náðu aö jafna 7:7 um miðjan fyrri hálfleik og siðan 12:12 i upphafi þess siöara. Eftir það var munurinn mestur 3 mörk FH i vil og rétt fyrir lokin var hann oröin 5 mörk 24:19. KR- ingar skoruðu þrjú siöustu mörk- in i leiknum — þar af það siðasta frá miðju — en þá var Magnús „sjónvarpsstjarna” ólafsson, sem stóð i markinu síðustu 24 sekúndurnar búinn aö verja eitt vitaskot og annað stórskot af lfnu. FH-ingar sigruöu þvi 24:22 og var það sanngjarn sigur, þvi þeir voru i heildina betri en þeir „röndóttu úr vesturbænum”. Gerðu FH-ingar færri mistök en KR-ingarnir en mikið var um þau á báða bóga, og voru dómararnir Jón Hermannsson og Björn Kristjánsson þar á sama báti og leikmennirnir i þetta sinn... — klp

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.